Forsetaembættið 18. október 2004 00:01 Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem gert er ráð fyrir því að embætti forseta Íslands verði lagt niður. Í greinargerð með frumvarpinu segir hann að markmiðið með frumvarpinu sé meðal annars að gera stjórnarskrána skýrari því hún sé "um margt torræð lesning og alls ekki auðskilin". Pétur bendir á að ákvæði í stjórnarskránni er varða hlutverk forseta Íslands séu "ekki auðskilin venjulegu fólki og er það miður að stjórnarskráin sem á að vernda borgarana sé ekki skýrari". Almenningur les ekki lög Spyrja má: er rétt að ganga svo langt að leggja niður forsetaembættið í því skyni að auðvelda "venjulegu fólki" skilning á stjórnarskránni? Ef tilgangurinn með því að leggja niður forsetaembættið er sá að "vernda borgarana", væri ekki nær að efla starfsemi umboðsmanns Alþingis, til að mynda, en eitt helsta hlutverk hans er að gæta hagsmuna almennings gagnvart stjórnvaldinu? Þó svo að stjórnarskráin yrði gerð aðgengilegri og einfaldari er alls ekki þar með sagt að hagsmunir almennings séu tryggðir. Það kemur ávallt í hlut tiltekins hagsmunagæsluaðila að gæta þess að ekki sé brotið á rétti almennings, og sá hefur yfirleitt sérþekkingu á stjórnarskránni og því er ekki nauðsynlegt að einfalda hana og skýra af þeim orsökum. Sjálfsagt að taka af tvímæli Það dylst engum, sem fylgst hefur með þjóðfélagsumræðunni undanfarið síðasta hálfa árið, að mikill styrr hefur staðið um ákvæði í stjórnarskránni er varða synjunarvald forseta. Tekist hafa á tvær fylkingar sem báðar virðast þó sammála um nauðsyn þess að löggjafarvaldi sé veitt aðhald. Upp hafa komið hugmyndir um að innleiða í stjórnarskrána ákvæði er heimila almenningi að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekin mál. Væri því ekki nær að taka af öll tvímæli er varða hina títtnefndu 26. grein stjórnarskrárinnar og deilurnar hafa staðið um? Er virkilega þörf á að leggja niður forsetaembættið í því skyni að skýra ákvæði stjórnarskrárinnar? Forseti Alþingis taki við flestum skyldum Pétur Blöndal bendir á það, í greinargerð með áðurnefndu frumvarpi, "að embættið er þýðingarmest í þeim tilgangi að sækja vinaríki heim, taka á móti erlendum þjóðhöfðingjum og sækja mannamót þegar mikið liggur við". Pétur leggur til að forseti Alþingis taki við skyldum þjóðhöfðingja og aðrar skyldur forseta verði uppfylltar af forsætisráðherra og forseta Hæstaréttar."Við það mundu sparast miklir fjármunir sem væru betur komnir annars staðar og þær eru í fullu samræmi við íslenskt þjóðfélag sem byggist á miklu jafnrétti fólks og er að mestu laust við stéttskiptingu og prjál," segir Pétur. Hugsjónir forseta aðar en þingmanna Eitt er athugavert við þessa annars góðu hugmynd. Sá sem býður sig fram til embættis forseta Íslands, gerir það með það fyrir augum að stærsti hluti starfsins verði að sinna opinberum heimsóknum, klippa á borða, heilsa almenningi. Honum er ekki ætlað að taka þátt í pólitískri umræðu eða starfi. Sá sem hins vegar býður sig fram til Alþingis gerir það af þeim sökum að sá hinn sami hefur væntingar til þess að geta lagt sitt af mörkum til þess að bæta samfélagið, hann eða hún hefur ákveðnar stjórnmálaskoðanir og markmið og fyrirætlanir í samræmi við það. Það væri því ansi súrt í broti fyrir þann sem eitt helsta markmið í starfi væri að láta af sér leiða í stjórnmálaumræðunni, að þurfa að eyða mestum hluta tíma síns í að klippa á borða víðs vegar um land og brosa framan í myndavélar við hlið erlendra þjóðhöfðingja. Sigríður Dögg Auðunsdóttir -sda@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Sigríður Dögg Auðunsdóttir Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem gert er ráð fyrir því að embætti forseta Íslands verði lagt niður. Í greinargerð með frumvarpinu segir hann að markmiðið með frumvarpinu sé meðal annars að gera stjórnarskrána skýrari því hún sé "um margt torræð lesning og alls ekki auðskilin". Pétur bendir á að ákvæði í stjórnarskránni er varða hlutverk forseta Íslands séu "ekki auðskilin venjulegu fólki og er það miður að stjórnarskráin sem á að vernda borgarana sé ekki skýrari". Almenningur les ekki lög Spyrja má: er rétt að ganga svo langt að leggja niður forsetaembættið í því skyni að auðvelda "venjulegu fólki" skilning á stjórnarskránni? Ef tilgangurinn með því að leggja niður forsetaembættið er sá að "vernda borgarana", væri ekki nær að efla starfsemi umboðsmanns Alþingis, til að mynda, en eitt helsta hlutverk hans er að gæta hagsmuna almennings gagnvart stjórnvaldinu? Þó svo að stjórnarskráin yrði gerð aðgengilegri og einfaldari er alls ekki þar með sagt að hagsmunir almennings séu tryggðir. Það kemur ávallt í hlut tiltekins hagsmunagæsluaðila að gæta þess að ekki sé brotið á rétti almennings, og sá hefur yfirleitt sérþekkingu á stjórnarskránni og því er ekki nauðsynlegt að einfalda hana og skýra af þeim orsökum. Sjálfsagt að taka af tvímæli Það dylst engum, sem fylgst hefur með þjóðfélagsumræðunni undanfarið síðasta hálfa árið, að mikill styrr hefur staðið um ákvæði í stjórnarskránni er varða synjunarvald forseta. Tekist hafa á tvær fylkingar sem báðar virðast þó sammála um nauðsyn þess að löggjafarvaldi sé veitt aðhald. Upp hafa komið hugmyndir um að innleiða í stjórnarskrána ákvæði er heimila almenningi að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekin mál. Væri því ekki nær að taka af öll tvímæli er varða hina títtnefndu 26. grein stjórnarskrárinnar og deilurnar hafa staðið um? Er virkilega þörf á að leggja niður forsetaembættið í því skyni að skýra ákvæði stjórnarskrárinnar? Forseti Alþingis taki við flestum skyldum Pétur Blöndal bendir á það, í greinargerð með áðurnefndu frumvarpi, "að embættið er þýðingarmest í þeim tilgangi að sækja vinaríki heim, taka á móti erlendum þjóðhöfðingjum og sækja mannamót þegar mikið liggur við". Pétur leggur til að forseti Alþingis taki við skyldum þjóðhöfðingja og aðrar skyldur forseta verði uppfylltar af forsætisráðherra og forseta Hæstaréttar."Við það mundu sparast miklir fjármunir sem væru betur komnir annars staðar og þær eru í fullu samræmi við íslenskt þjóðfélag sem byggist á miklu jafnrétti fólks og er að mestu laust við stéttskiptingu og prjál," segir Pétur. Hugsjónir forseta aðar en þingmanna Eitt er athugavert við þessa annars góðu hugmynd. Sá sem býður sig fram til embættis forseta Íslands, gerir það með það fyrir augum að stærsti hluti starfsins verði að sinna opinberum heimsóknum, klippa á borða, heilsa almenningi. Honum er ekki ætlað að taka þátt í pólitískri umræðu eða starfi. Sá sem hins vegar býður sig fram til Alþingis gerir það af þeim sökum að sá hinn sami hefur væntingar til þess að geta lagt sitt af mörkum til þess að bæta samfélagið, hann eða hún hefur ákveðnar stjórnmálaskoðanir og markmið og fyrirætlanir í samræmi við það. Það væri því ansi súrt í broti fyrir þann sem eitt helsta markmið í starfi væri að láta af sér leiða í stjórnmálaumræðunni, að þurfa að eyða mestum hluta tíma síns í að klippa á borða víðs vegar um land og brosa framan í myndavélar við hlið erlendra þjóðhöfðingja. Sigríður Dögg Auðunsdóttir -sda@frettabladid.is
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun