Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar 20. ágúst 2025 13:07 Á sama tíma og eldislaxar ógna framtíð villtra laxastofna og landeigendur berjast fyrir stjórnarskrárvörðum réttindum sínum, situr Umhverfis- og orkustofnun yfir fundum vegna steina í Miðfjarðará samkvæmt fyrirspurnum Morgunblaðsins. Nokkrir vörubílar af grjóti, framkvæmd í neyðarrétti sem enginn óskar sér að þurfa að fara í, til að verja hrygningarstöðvar, eru orðnir að aðaláhyggjuefni stofnunarinnar sem á að hafa eftirlit með því að fiskeldisfyrirtæki fylgi lögum og starfsleyfum. Að sama skapi hefur Morgunblaðið – blað í eigu útgerðarmanna – gert þessa „steinamálsrannsókn“ að fréttamálum síðustu daga. Blaðið hefur hringt í stofnanir, kallað eftir skýringum og skrifað ítrekað um árbakkann en ekki tekið eitt viðtal við landeigendur. Þess má geta að laxveiðiám hefur verið lokað í Noregi m.a. vegna fiskeldis og því vekur furðu að nokkrir steinar taki meira pláss í prentun en framtíð íslenska laxins og afkomu fjölda fjölskyldna á landsbyggðinni. Endurtekin brot – en engin umræða um endurmat starfsleyfa Frá 2021 til 2024 hafa komið fram fjölmörg frávik frá starfsleyfi Umhverfisstofnunar hjá Arctic Sea Farm í Dýrafirði. Fyrirtækið fór yfir hámarkslífmassa starfsleyfisins árið 2021 og í eftirlitsskýrslum síðan hafa ítrekað komið fram alvarleg brot, þar á meðal framleiðsla umfram heimildir, rangar staðsetningar kvía og vanræksla á lögbundinni skýrslugjöf. Í nýjustu úttekt árið 2024 voru skráð níu frávik í einu eftirliti, þar á meðal að seiði voru sett í kvíar án tilskilinna gagna. Þetta er ekki spurning um einstaka „mistök“ heldur mynstur kerfisbundinnar vanrækslu sem ætti að kalla á endurmat starfsleyfa og umræðu um hvernig Ísland ætlar að uppfylla skuldbindingar sínar samkvæmt Vatnatilskipun. Það vekur því sérstaka furðu að Umhverfisstofnun verji tíma í fundi um steina í árbakka, þegar Eftirlitsstofnun EFTA hefur nýlega bent á að Ísland hafi ekki einu sinni flokkað vistfræðilegt eða efnafræðilegt ástand vatnshlota sinna samkvæmt vatnatilskipun ESB. Þetta er skilgreindur innleiðingarhalli sem kallar á úrbætur – ekki steinamál. Þess í stað er Umhverfisstofnun að verja tíma í að ræða steina sem landeigendur lögðu í á til að verja eignir sínar og hrygningarsvæði villtra laxa. Þess má einnig geta að í eftirlitsskýrslum Matvælastofnunar um rekstrarleyfi umrædds fyrirtækis hafa síðustu ár komið fram alvarleg frávik í hverri einustu eftirlitsferð. Öndum rólega? Í þessu samhengi skrifar framkvæmdastjóri SFS grein undir fyrirsögninni „Öndum rólega“. Sama viðkvæði og í veiðigjaldadeilunni: ef við eigum alltaf að anda jafn rólega og SFS vill, þá gerist ekki mikið. Í greininni reynir hún að draga úr alvöru sleppinga með því að vísa í erfðagreiningar sem liggja ekki fyrir, fullyrða að eldislax æxlist illa, og benda á að áhættumat Hafrannsóknarstofnjunar geri beinlínis ráð fyrir strokum sem „villtur lax geti staðið af sér“. Þetta er villandi mynd. Í fyrsta lagi er slepping sjálfstætt brot á lögum, ekki “það gera allir mistök”. Í öðru lagi er hugmyndin um að villtir stofnar „standi af sér ágang“ röng, því erfðablöndun er óafturkræf og Noregur er augljóst dæmi um það einsog framkvæmdastjóri SFS veit full vel. Í þriðja lagi er það einfaldlega rangt að Ísland sé „á undan öðrum“ í verndun; við erum eina landið í Norður-Atlantshafi sem leyfir áframhaldandi stækkun sjókvíaeldis þrátt fyrir stórfelldar sleppingar. Það er því að fagna að í stjórnarsáttmála er kveðið á um að styrkja komandi lagaumgjörð og færa Ísland nær lokuðum kvíum en ekki bara fara í öndunaræfingar með SFS. „Mistök gerast“? Þegar framkvæmdastjóri SFS segir í grein sinni á Vísi að „mistök gerist“ er það eins og um sé að ræða óvænt slys. En raunveruleikinn er annar: fiskeldisstöðvar komast varla í gegnum eina einustu úttekt án athugasemda. Það er alltaf eitthvað að – ónógar varnir, slitnar netapokar, skortur á vöktun. Þetta eru ekki mistök, þetta er mynstur. Sleppingar eru fyrirsjáanlegar afleiðingar kerfis sem hefur normalíserað vanrækslu. Á meðan SFS biður um rósemi og Morgunblaðið eltir steina, stendur stærsta spurningin eftir ósvöruð: Hvers vegna er Umhverfisstofnun ekki að endurmeta starfsleyfi fiskeldisins þegar fyrirtækin starfa ekki samkvæmt lögum? Höfundur er lögfræðingur og stjórnarmaður IWF. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Á sama tíma og eldislaxar ógna framtíð villtra laxastofna og landeigendur berjast fyrir stjórnarskrárvörðum réttindum sínum, situr Umhverfis- og orkustofnun yfir fundum vegna steina í Miðfjarðará samkvæmt fyrirspurnum Morgunblaðsins. Nokkrir vörubílar af grjóti, framkvæmd í neyðarrétti sem enginn óskar sér að þurfa að fara í, til að verja hrygningarstöðvar, eru orðnir að aðaláhyggjuefni stofnunarinnar sem á að hafa eftirlit með því að fiskeldisfyrirtæki fylgi lögum og starfsleyfum. Að sama skapi hefur Morgunblaðið – blað í eigu útgerðarmanna – gert þessa „steinamálsrannsókn“ að fréttamálum síðustu daga. Blaðið hefur hringt í stofnanir, kallað eftir skýringum og skrifað ítrekað um árbakkann en ekki tekið eitt viðtal við landeigendur. Þess má geta að laxveiðiám hefur verið lokað í Noregi m.a. vegna fiskeldis og því vekur furðu að nokkrir steinar taki meira pláss í prentun en framtíð íslenska laxins og afkomu fjölda fjölskyldna á landsbyggðinni. Endurtekin brot – en engin umræða um endurmat starfsleyfa Frá 2021 til 2024 hafa komið fram fjölmörg frávik frá starfsleyfi Umhverfisstofnunar hjá Arctic Sea Farm í Dýrafirði. Fyrirtækið fór yfir hámarkslífmassa starfsleyfisins árið 2021 og í eftirlitsskýrslum síðan hafa ítrekað komið fram alvarleg brot, þar á meðal framleiðsla umfram heimildir, rangar staðsetningar kvía og vanræksla á lögbundinni skýrslugjöf. Í nýjustu úttekt árið 2024 voru skráð níu frávik í einu eftirliti, þar á meðal að seiði voru sett í kvíar án tilskilinna gagna. Þetta er ekki spurning um einstaka „mistök“ heldur mynstur kerfisbundinnar vanrækslu sem ætti að kalla á endurmat starfsleyfa og umræðu um hvernig Ísland ætlar að uppfylla skuldbindingar sínar samkvæmt Vatnatilskipun. Það vekur því sérstaka furðu að Umhverfisstofnun verji tíma í fundi um steina í árbakka, þegar Eftirlitsstofnun EFTA hefur nýlega bent á að Ísland hafi ekki einu sinni flokkað vistfræðilegt eða efnafræðilegt ástand vatnshlota sinna samkvæmt vatnatilskipun ESB. Þetta er skilgreindur innleiðingarhalli sem kallar á úrbætur – ekki steinamál. Þess í stað er Umhverfisstofnun að verja tíma í að ræða steina sem landeigendur lögðu í á til að verja eignir sínar og hrygningarsvæði villtra laxa. Þess má einnig geta að í eftirlitsskýrslum Matvælastofnunar um rekstrarleyfi umrædds fyrirtækis hafa síðustu ár komið fram alvarleg frávik í hverri einustu eftirlitsferð. Öndum rólega? Í þessu samhengi skrifar framkvæmdastjóri SFS grein undir fyrirsögninni „Öndum rólega“. Sama viðkvæði og í veiðigjaldadeilunni: ef við eigum alltaf að anda jafn rólega og SFS vill, þá gerist ekki mikið. Í greininni reynir hún að draga úr alvöru sleppinga með því að vísa í erfðagreiningar sem liggja ekki fyrir, fullyrða að eldislax æxlist illa, og benda á að áhættumat Hafrannsóknarstofnjunar geri beinlínis ráð fyrir strokum sem „villtur lax geti staðið af sér“. Þetta er villandi mynd. Í fyrsta lagi er slepping sjálfstætt brot á lögum, ekki “það gera allir mistök”. Í öðru lagi er hugmyndin um að villtir stofnar „standi af sér ágang“ röng, því erfðablöndun er óafturkræf og Noregur er augljóst dæmi um það einsog framkvæmdastjóri SFS veit full vel. Í þriðja lagi er það einfaldlega rangt að Ísland sé „á undan öðrum“ í verndun; við erum eina landið í Norður-Atlantshafi sem leyfir áframhaldandi stækkun sjókvíaeldis þrátt fyrir stórfelldar sleppingar. Það er því að fagna að í stjórnarsáttmála er kveðið á um að styrkja komandi lagaumgjörð og færa Ísland nær lokuðum kvíum en ekki bara fara í öndunaræfingar með SFS. „Mistök gerast“? Þegar framkvæmdastjóri SFS segir í grein sinni á Vísi að „mistök gerist“ er það eins og um sé að ræða óvænt slys. En raunveruleikinn er annar: fiskeldisstöðvar komast varla í gegnum eina einustu úttekt án athugasemda. Það er alltaf eitthvað að – ónógar varnir, slitnar netapokar, skortur á vöktun. Þetta eru ekki mistök, þetta er mynstur. Sleppingar eru fyrirsjáanlegar afleiðingar kerfis sem hefur normalíserað vanrækslu. Á meðan SFS biður um rósemi og Morgunblaðið eltir steina, stendur stærsta spurningin eftir ósvöruð: Hvers vegna er Umhverfisstofnun ekki að endurmeta starfsleyfi fiskeldisins þegar fyrirtækin starfa ekki samkvæmt lögum? Höfundur er lögfræðingur og stjórnarmaður IWF.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar