Hætt að krefjast ábyrgðarmanna 21. október 2004 00:01 Námslán - Björgvin G. Sigurðsson Samfylkingin leggur fram mörg menntamál á þinginu nú í haust. Til að mynda um eflingu starfsnáms og styttri námsbrauta, nýtt tækifæri til náms fyrir þá sem hafa stutta skólagöngu að baki og um róttækar og réttlátar breytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna. Málefni sjóðsins hafa verið talsvert í umræðunni að undanförnu í kjölfar þess að Landsbankinn ábyrgist nú námslán fyrir námsmenn gegn ákveðnu ábyrgðargjaldi. Námsmönnum gefst því í fyrsta sinn kostur á því að taka námslán án þess að biðja vini og venslamenn að skrifa upp á. Það er afar gott mál en beinir sjónum að því óréttlæti sem felst í því að LÍN skuli krefjast slíkra ábyrgða og því dáðleysi menntamálayfirvalda að hafa ekki lagt fram frumvarp um afnám slíkra ábyrgða. Líkt og bæði Samfylkingin og Framsókn hafa gert. Sú mæta alþingiskona Framsóknarflokksins, Dagný Jónsdóttir, skrifar í Fréttablaðið í vikunni sem leið og lýsir ánægju sinni yfir því að Landsbankinn skuli efna kosningaloforð Framsóknar um að ekki skuli krafist ábyrgða á námslán og tek ég eindregið undir það með henni. Þó að réttara væri að flokkurinn efndi sín loforð sjálfur í gegnum ríkisstjórnarsamstarfið. Vonandi stendur Dagný með Samfylkingunni í þessari baráttu og styður frumvarp okkar um að afnema ábyrgðir á námslán og fleiri breytingar á LÍN þegar málið kemur til kasta Alþingis síðar í haust. Þar er á ferðinni mikið réttlætismál sem fyrst var flutt af Sigríði Jóhannesdóttur þingkonu Samfylkingarinnar fyrir nokkrum misserum. Það er hins vegar hálf raunalegt að banki úti í bæ skuli þurfa að vinna málinu brautargengi í stað ríkisstjórnarinnar en Sjálfstæðisflokkurinn hefur hingað til staðið einarðlega gegn þessari réttlætisbót. Vonandi er að nú verði breyting á enda engin haldbær rök gegn því. Meginbreytingarnar sem Samfylkingin leggur til á LÍN eru afnám krafna um ábyrgðarmenn, lækkun endurgreiðslubyrðarinnar og að hluti lána breytist í styrk hafi námsmaður lokið námi á tilskildum tíma. Kjarni breytinganna er að: -Námslán verði ávallt greidd fyrir fram fyrir hvern mánuð. -Krafa um ábyrgðarmenn á lánum falli brott enda samræmist hún ekki ákvæðum laganna um jafnrétti til náms enda eru til mörg dæmi þess að fólk hefur orðið að hverfa frá frekara námi vegna þess að það hefur ekki getað framvísað ábyrgðarmönnum sem Lánasjóðurinn tekur gilda. -Hafi námsmaður lokið námi sínu á tilskildum tíma eða framvísað vottorði um lögmætar tafir á námi breytast 30% af upphæðinni sem hann hefur tekið að láni í óendurkræfan styrk. Breytingar þær sem hér eru lagðar til taka mið af reglum annars staðar á Norðurlöndum. Í Svíþjóð eru 34,5% af þeirri upphæð sem námsmaður fær til ráðstöfunar á námstíma hreinn styrkur sé miðað við fullt nám en það eru u.þ.b. 7.200 sænskar kr. Annars staðar á Norðurlöndum eru námsstyrkir ekki bundnir við að námsmaður ljúki formlegu námi en hér er lagt til að það verði skilyrði fyrir styrkveitingu. -Þá leggjum við til að endurgreiðsluhlutfalli námslána verði breytt úr 4,75% í 3,75% í því skyni að greiðslubyrði afborgana verði ungu fólki sem er að byggja og berjast við að koma sér upp fjölskyldu viðráðanleg. Í dag er greiðslubyrðin allt of íþynjgandi fyrir þá sem eru í baslinu miðju. Þær breytingar sem við leggjum til á Lánasjóðnum myndu færa hann mjög svo til betri vegar um leið og þær koma til móts við þá sem hafa lokið námi og eiga í erfiðleikum með að greiða lán sín til baka. Vonandi skapast samstaða stjórnmálamanna um að vinna þessum breytingum brautargengi á þinginu í vetur og verður fróðlegt að fylgjast með framvindu þingmálsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Námslán - Björgvin G. Sigurðsson Samfylkingin leggur fram mörg menntamál á þinginu nú í haust. Til að mynda um eflingu starfsnáms og styttri námsbrauta, nýtt tækifæri til náms fyrir þá sem hafa stutta skólagöngu að baki og um róttækar og réttlátar breytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna. Málefni sjóðsins hafa verið talsvert í umræðunni að undanförnu í kjölfar þess að Landsbankinn ábyrgist nú námslán fyrir námsmenn gegn ákveðnu ábyrgðargjaldi. Námsmönnum gefst því í fyrsta sinn kostur á því að taka námslán án þess að biðja vini og venslamenn að skrifa upp á. Það er afar gott mál en beinir sjónum að því óréttlæti sem felst í því að LÍN skuli krefjast slíkra ábyrgða og því dáðleysi menntamálayfirvalda að hafa ekki lagt fram frumvarp um afnám slíkra ábyrgða. Líkt og bæði Samfylkingin og Framsókn hafa gert. Sú mæta alþingiskona Framsóknarflokksins, Dagný Jónsdóttir, skrifar í Fréttablaðið í vikunni sem leið og lýsir ánægju sinni yfir því að Landsbankinn skuli efna kosningaloforð Framsóknar um að ekki skuli krafist ábyrgða á námslán og tek ég eindregið undir það með henni. Þó að réttara væri að flokkurinn efndi sín loforð sjálfur í gegnum ríkisstjórnarsamstarfið. Vonandi stendur Dagný með Samfylkingunni í þessari baráttu og styður frumvarp okkar um að afnema ábyrgðir á námslán og fleiri breytingar á LÍN þegar málið kemur til kasta Alþingis síðar í haust. Þar er á ferðinni mikið réttlætismál sem fyrst var flutt af Sigríði Jóhannesdóttur þingkonu Samfylkingarinnar fyrir nokkrum misserum. Það er hins vegar hálf raunalegt að banki úti í bæ skuli þurfa að vinna málinu brautargengi í stað ríkisstjórnarinnar en Sjálfstæðisflokkurinn hefur hingað til staðið einarðlega gegn þessari réttlætisbót. Vonandi er að nú verði breyting á enda engin haldbær rök gegn því. Meginbreytingarnar sem Samfylkingin leggur til á LÍN eru afnám krafna um ábyrgðarmenn, lækkun endurgreiðslubyrðarinnar og að hluti lána breytist í styrk hafi námsmaður lokið námi á tilskildum tíma. Kjarni breytinganna er að: -Námslán verði ávallt greidd fyrir fram fyrir hvern mánuð. -Krafa um ábyrgðarmenn á lánum falli brott enda samræmist hún ekki ákvæðum laganna um jafnrétti til náms enda eru til mörg dæmi þess að fólk hefur orðið að hverfa frá frekara námi vegna þess að það hefur ekki getað framvísað ábyrgðarmönnum sem Lánasjóðurinn tekur gilda. -Hafi námsmaður lokið námi sínu á tilskildum tíma eða framvísað vottorði um lögmætar tafir á námi breytast 30% af upphæðinni sem hann hefur tekið að láni í óendurkræfan styrk. Breytingar þær sem hér eru lagðar til taka mið af reglum annars staðar á Norðurlöndum. Í Svíþjóð eru 34,5% af þeirri upphæð sem námsmaður fær til ráðstöfunar á námstíma hreinn styrkur sé miðað við fullt nám en það eru u.þ.b. 7.200 sænskar kr. Annars staðar á Norðurlöndum eru námsstyrkir ekki bundnir við að námsmaður ljúki formlegu námi en hér er lagt til að það verði skilyrði fyrir styrkveitingu. -Þá leggjum við til að endurgreiðsluhlutfalli námslána verði breytt úr 4,75% í 3,75% í því skyni að greiðslubyrði afborgana verði ungu fólki sem er að byggja og berjast við að koma sér upp fjölskyldu viðráðanleg. Í dag er greiðslubyrðin allt of íþynjgandi fyrir þá sem eru í baslinu miðju. Þær breytingar sem við leggjum til á Lánasjóðnum myndu færa hann mjög svo til betri vegar um leið og þær koma til móts við þá sem hafa lokið námi og eiga í erfiðleikum með að greiða lán sín til baka. Vonandi skapast samstaða stjórnmálamanna um að vinna þessum breytingum brautargengi á þinginu í vetur og verður fróðlegt að fylgjast með framvindu þingmálsins.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun