Fleiri fréttir

„Það er ekkert plan B“
Rapparinn Daniil skaust upp á stjörnuhimininn í fyrra en hann byrjaði í tónlist eftir að vinur hans fékk Macbook tölvu þegar þeir voru yngri. Honum finnst allt skemmtilegt við tónlistarbransann og stefnir bara lengra. Daniil er tilnefndur sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum.

Hvetur stráka til að hugsa vel um útlitið
Tónlistarmaðurinn Patrik var að senda frá sér sitt fyrsta lag, Prettyboytjokkó, fyrir rúmri viku síðan en lagið er komið í fjórtánda sæti Íslenska listans á FM. Blaðamaður tók púlsinn á honum og fékk að heyra nánar frá laginu.

„Sé mig ekki fyrir mér gera neitt annað“
Kári Egilsson er 20 ára gamall tónlistarmaður sem byrjaði sjö ára gamall að æfa á píanó og hefur ekki litið til baka síðan. Kári var að senda frá sér plötuna Palm Trees In The Snow en blaðamaður tók á honum púlsinn og fékk að heyra nánar frá sköpunargleðinni og tónlistinni.

Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2023
Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna voru tilkynntar rétt í þessu en fjölbreyttur hópur ólíks tónlistarfólks er tilnefnt í ár. Verðlaunin verða veitt í Silfurbergi, Hörpu, miðvikudaginn 22. mars næstkomandi. Kynnar á verðlaunahátíðinni verða leik- og söngdrottningin Selma Björnsdóttir og rapparinn og leiklistarneminn Kristinn Óli Haraldsson (Króli).

Haraldur gefur út tónlistarmyndband
Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og fyrrverandi starfsmaður Twitter, gaf í dag út tónlistarmyndband lagið Almost over you undir listamannanafninu Önnu Jónu son.

Þessi spila á Aldrei fór ég suður
Ragga Gísla, FM Belfast og Bríet eru á meðal þeirra tónlistarmanna sem fram koma á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði 7.-8. apríl næstkomandi.

„Rússíbaninn heldur áfram“
Rafpopphljómsveitin Kvikindi ætlar sér að halda langþráða útgáfutónleika fyrir plötuna Ungfrú Ísland á Húrra 10. mars næstkomandi. Blaðamaður tók púlsinn á meðlimum sveitarinnar en það er sannarlega viðburðaríkt ár að baki hjá þeim.

Lokatölur atkvæðagreiðslu Söngvakeppninnar afhjúpaðar
Söngvakeppni Sjónvarpsins 2023 hefur nú birt niðurstöður kosninga frá undankeppnunum og lokakvöldinu. Diljá sigraði á öruggan hátt fyrir lagið Power með samtals 164.003 heildaratkvæði á úrslitakvöldinu þann 4. mars en lag Langa Sela og Skugganna, OK, hafnaði í öðru sæti með 95.851 atkvæði.

„Bæði æðislegt og súrrealískt“
Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór tróna á toppi Íslenska listans á FM þessa vikuna með nýja smellinn Vinn við það. Söngvakeppnis stjarnan Diljá fylgir fast á eftir í öðru sæti með lagið Power, sem hún flytur á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í kvöld.

Saga Matthildur mætt á Íslenska listann
Idol stjarnan Saga Matthildur er mætt inn á Íslenska listann á FM957 með Idol lagið Leiðina heim. Lagið var kynnt inn sem líklegt til vinsælda í síðustu viku og er nú komið í 18. sæti listans.

Frumsýning á Vísi: Tónlistarmyndband við Söngvakeppnislag Silju Rósar og Kjalars
Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi við lagið Together We Grow sem þau Silja Rós og Kjalar munu flytja í Söngvakeppni Sjónvarspins á morgun, laugardaginn 25.febrúar.

Fimm konur tilnefndar til Kítón verðlaunanna
Fimm konur eru tilnefndar til Kítón verðlaunanna í ár. Sigurvegari þeirra verður kynntur á Hlustendaverðlaununum þann 17. mars næstkomandi.

„Ég lá á gólfinu, spilandi á gítarinn í einhverjum mínus“
Síðastliðinn miðvikudag gaf tónlistarkonan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir út sitt annað sólólag. Laginu fylgir tónlistarmyndband sem leikstýrt er af Þóru Hilmarsdóttur.

Nanna Bryndís sóló á Airwaves
Tuttugu og tveir listamenn sem koma fram á Iceland Airwaves hátíðinni hafa nú verið tilkynntir. Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni er Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona Of Monsters and Men. Þetta verður í fyrsta skipti sem hún kemur fram undir nafni sólóverkefnis síns, Nanna, hér á landi.

Skynvíkkunarrokkarar með skæting snúa aftur
Anton Newcombe er forsprakki sýrurokkssveitarinnar The Brian Jonestown Massacre. Í byrjun mars snýr hann aftur til landsins sem hann dvaldi á löngum stundum snemma á þessu árþúsundi.

Einungis tveimur atkvæðum frá því að komast í úrslitin
Flytjendur tveggja laga tryggðu sér í kvöld keppnisrétt í úrslitakeppni Söngvakeppninnar. Lögin sem áhorfendur völdu áfram eru Lifandi inn í mér með Diljá Pétursdóttur og Stundum snýst heimurinn gegn þér með Braga Bergssyni.

Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór í topp fimm
Það má með sanni segja að Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór séu með þekktari tónlistarmönnum okkar Íslendinga en síðasta samstarfsverkefni þeirra var lagið Vinn við það. Lagið var kynnt inn sem líklegt til vinsælda á Íslenska listanum á FM957 í síðustu viku og hefur nú stokkið beint í fimmta sæti listans.

Eydís Evensen tilkynnir Evróputúr
Það er mikið um að vera hjá tónskáldinu og píanóleikaranum Eydísi Evensen, sem hefur vakið athygli í hinum stóra heimi, en hún var að senda frá sér tónverkið Tephra Horizon og tónlistarmyndband við. Er um að ræða fyrstu smáskífu af væntanlegri plötu en Eydís er einnig á leið í stórt tónleikaferðalag. Blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra nánar frá.

Frægðin aldrei nokkurn tíma heillað
„Mig langaði að taka inn hinn tilfinningaskalann sem er þessi fögnuður, gleði, partý og fyrir alla,“ segir tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir um cornucopiu, væntanlega tónleikaseríu sína í Laugardalshöll. Blaðamaður settist niður með henni og fékk nánari innsýn í hennar stöðugt vaxandi og skapandi hugarheim.

„Það er enginn að fara að stoppa mig“
Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi Sigríðar Óskar Hrafnkelsdóttur, Siggu Ózkar, við lagið Gleyma þér og dansa. Er um að ræða framlag hennar til Söngvakeppninnar í ár, hér í órafmögnuðum búning. Blaðamaður tók púlsinn á Siggu Ósk.

Segir dýpsta sannleikann koma fram í flæði
„Ég var alltaf að fela mig fyrir aftan einhvern annan í tónlistinni,“ segir Ísleifur Eldur Illugason tónlistarmaður, sem notast við listamannsnafnið Izleifur. Hann var að senda frá sér sitt fyrsta sóló lag, Á Heilanum, en hefur í gegnum tíðina unnið með ýmsum tónlistarmönnum.

Jóhanna Guðrún heiðrar Celine Dion
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Sena tilkynntu í dag að söngkonan heldur Celine Dion heiðurstónleika þann 19. maí næstkomandi.

„Maður skilur tónlistina aldrei til fulls“
„Maður skilur tónlistina aldrei til fulls og verður þess vegna bara að fikra sig áfram við að búa hana til,“ segir tónlistarkonan Ólöf Arnalds. Hún stefnir á að halda uppskerutónleika næstkomandi fimmtudag á Húrra.

Sjáðu stórkostlegt hálfleiksatriði Rihönnu á Ofurskálinni
Tónlistarkonan Rihanna skildi áhorfendur eftir agndofa eftir stórbrotið atriði sitt í hálfleik Ofurskálarinnar í nótt. Myndband af flutningi hennar má sjá í spilara hér fyrir neðan.

Íslensku systurnar lutu í lægra haldi fyrir umdeildum Færeyingi
Framlag Dana í Eurovision í ár verður í höndum Færeyingsins Reiley sem verður þar með fyrsti Færeyingurinn til að taka þátt í keppninni. Íslensku systurnar Brynja Mary og Sara Victoria Sverrisdætur, sem koma saman fram undir nafninu Eyjaa, kepptu í gær í úrslitum undankeppni danska ríkisútvarpsins en tókst ekki að komast á pall.

Sam Smith ögrar norminu og er ekki hér til að eignast vini
Sam Smith er mætt á Íslenska listann á FM með lagið sitt I’m Not Here To Make Friends. Lagið var kynnt inn sem líklegt til vinsælda í síðustu viku og situr nú í fjórtánda sæti listans.

Kosning fyrir Hlustendaverðlaunin 2023 er hafin
Hlustendaverðlaunin 2023 verða haldin föstudaginn 17. mars en þetta er í tíunda skipti sem hátíðin fer fram. Kosningin fer fram á Vísi og hófst nú í hádeginu.

Mikilvægt að geta verið GDRN inn á milli
Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð vakti fyrst athygli í íslensku samfélagi árið 2017 þegar hún sendi frá sér sitt fyrsta lag, Ein. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan en hún hefur meðal annars farið með aðalhlutverk í Netflix seríunni Katla og gefið út nokkrar plötur ásamt því að eignast barn. Næstkomandi laugardag 11. febrúar verða hún og Magnús Jóhann með útgáfutónleika í Hörpu á plötunni Tíu íslensk sönglög sem þau sendu frá sér síðastliðið haust. Blaðamaður tók púlsinn á þessu öfluga tvíeyki og fékk að heyra nánar frá nýjum veruleika Guðrúnar.

Lukas Graham ásamt hljómsveit í Hörpu í apríl
Danska sveitin Lukas Graham er væntanleg hingað til lands í vor og efnir til stórtónleika í Silfurbergi Hörpu 26. apríl næstkomandi.

Björk tilkynnir tónleikaröð í Reykjavík: Stærsta sýningin hingað til
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir var að tilkynna tónleikaröð hérlendis í júní en hún mun halda þrenna tónleika í Laugardalshöll.

Magnaður píanóflutningur Víkings Ólafssonar á eyðieyju
Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson var að senda frá sér stórfenglegt myndband af píanótónleikum, í samvinnu við Deutsche Grammofone, Erlend Sveinsson og Kristínu Sævarsdóttur. Á myndbandinu spilar hann lag Sigvalda Kaldalóns, Ave María, á eyðieyjunni Engey. Eyjan er staðsett rétt fyrir utan Reykjavík, skammt frá Viðey.

Bía leitar að lagahöfundi til að semja með
Söngkonan Bía er komin með stóran aðdáendahóp á Íslandi eftir að hún heillaði þjóðina upp úr skónum með fallegri rödd í Idol.

Rísandi Söngvakeppnisstjarna líkleg til vinsælda á Íslenska listanum
Tónlistarkonan Diljá tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár með lagið „Lifandi inní mér“ eða „Power“ eins og það heitir á ensku. Lagið var kynnt inn sem líklegt til vinsælda á Íslenska listanum á FM957 fyrr í dag og er fyrsta Söngvakeppnis lagið sem ratar á listann.

„Stelpum stundum stillt upp til að vera andstæðingar frekar en að vinna saman“
Hljómsveitin FLOTT var að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið „Hún ógnar mér“. Leikstjóri myndbandsins er Þura Stína og lagið fjallar um hvernig stelpum er stundum stillt upp til að vera andstæðingar frekar en að vinna saman.