Fleiri fréttir

Húsfyllir þegar lína 66 og GANNI var kynnt

Það var mikil eftirvænting í loftinu þegar þriðja samstarfslína 66°Norður og danska fatamerkisins GANNI var kynnt með pompi og prakt í verslun 66°Norður á Hafnartorgi í gær.

Majors hand­tekinn fyrir heimilis­of­beldi

Leikarinn Jonathan Majors var handtekinn fyrir heimilisofbeldi á Manhattan í New York í Bandaríkjunum í gær. Kona á þrítugsaldri sagði hann hafa ráðist á sig og var með nokkra áverka á höfði og búk.

Harry Potter-stjarna fjölgar muggkyninu

Enski leikarinn Daniel Radcliffe, sem þekktastur er fyrir túlkun sína á töfrastráknum Harry Potter, og Erin Darke, bandarísk kærasta hans, eiga von á sínu fyrsta barni. Parið hefur verið saman í tíu ár.

Ein­býli með bar og ar­instofu falt fyrir 265 milljónir

Rúmlega þrjú hundruð fermetra einbýlishús á Starhaga í Vesturbæ Reykjavíkur er til sölu. Ásett verð eru 265 milljónir króna. Húsið er hannað af Halldóri Jónssyni og í kjallaranum er arinstofa með innréttingum sem Sveinn Kjarval hannaði. Örstutt er á Ægisíðuna. 

Ingvar E hreppti ein elstu kvik­mynda­verð­laun Evrópu

Leikarinn Ingvar E. Sigurðsson vann dönsku Bodil-verðlaunin fyrr í kvöld fyrir bestan leik í aukahlutverki í kvikmyndinni Volaða land. Elliott Crosset Hove var valinn besti leikari í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í sömu kvikmynd.

104 ára bresk stríðs­hetja á 63 ára gamla kærustu á Ís­landi

Konunglega breska hersveitin, sem eru samtök breskra uppgjafarhermanna hafa sent ákall til bresku þjóðarinnar þar sem almenningur er hvattur til að senda fyrrum hermanninum Ernest Horswall kveðju á 105 ára afmælisdaginn þann 21. apríl næstkomandi, en Ernest á enga ættingja á lífi. Fjölmargir breskir miðlar hafa birt fréttir um málið en þar kemur meðal annars fram að hinn 104 ára gamli ofurhugi eigi kærustu á Íslandi. Ernest hefur heimsótt Ísland reglulega síðan árið 1991 og á marga vini hér á landi.

Kveður kirkjuna og heldur á ný mið: „Ég hef engar á­hyggjur af Guði“

Tæpir fjórir áratugir eru liðnir síðan Dr. Sigurður Árni Þórðarson var vígður prestsvígslu í Dómkirkjunni. Nú er komið að tímamótum því í Hallgrímskirkju á morgun heldur Sigurður sína síðustu messu. Hann ætlar þó ekki að sitja auðum höndum. Hann er búinn að sækja um í meistaranámi, ætlar að læra ljósmyndun og taka upp þráðinn í matargerðinni.

Daníel kíkir á Resident Evil 4

Þátturinn Spilaðu með Daníel Rósinkrans er á Twitchrás GameTíví í kvöld. Þá ætlar Daníel að spila nýju endurgerð hryllingsleiksins Resident Evil 4.

Þriðja barn Zucker­berg og Chan komið í heiminn

Mark Zuckerberg, forstjóri Meta og einn af stofnendum Facebook, og Priscilla Chan, eiginkona hans, eru búin að eignast sitt þriðja barn saman. Fyrir eiga þau börnin Max og August sem fæddust árin 2015 og 2017. 

Hár­greiðslu­maður Kim Kar­dashian og Jenni­fer Lopez upp­ljóstrar leyndar­málunum

Chris Appleton, hárgreiðslumaður margra af skærustu stjörnum Hollywood, hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarið. Þar miðlar hann kunnáttu sinni áfram og uppljóstrar mörgum af sínum best geymdu hárleyndarmálum svo hver sem er geti umbreytt sér í Hollywood-stjörnu eða að minnsta kosti galdrað fram Hollywood-hár.

Hail­ey biðlar til Selenu vegna morð­hótana

Þegar allt virtist vera að róast í dramanu á milli Selenu Gomez og Hailey Bieber birti Selena alvarlega færslu á Instagram. Þar greinir hún frá því að Hailey hafi sett sig í samband við hana vegna morðhótana sem henni hafa borist vegna málsins.

Besti tíminn til að forplanta vorlaukum og klippa trén

Þó svo að engin sérstök vorstemmning sé yfir hitastiginu á landinu þessa dagana er þó ekki þar með sagt að vorverkin þurfi að bíða. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að klæða sig vel, setja upp vinnuhanskana og vinda sér út í garð með klippurnar að vopni. 

Löngu hætt að leita að ástinni

Bandaríska leikkonan Diane Keaton hefur engan áhuga á stefnumótum og sér ekki fram á að hún fari aftur í samband á ævi sinni. Keaton hefur aldrei verið gift og liðin eru fimmtán ár síðan hún fór síðast á stefnumót.

Forsetahjónin hittu Foster

Íslensku forsetahjónin og sonur þeirra heimsóttu kvikmyndaverið í Gufunesi þar sem verið var að taka upp þættina True Detective. Forsetafrú Íslands deilir myndum af heimsókninni á Facebook-síðu sinni og segir að um áhugaverða heimsókn hafi verið að ræða. 

Enginn pilsner í pylsu­­soðinu hjá Bæjarins bestu

„Þetta með Pilsnerinn, ég er búin að heyra þetta í svona þrjátíu ár og ég veit ekki hvaðan þessi saga kemur en hún er mjög lífsseig,“ segir Guðrún Björk Kristmundsdóttir eigandi Bæjarins bestu í viðtali í Bakaríinu síðasta laugardag. 

Emily Rata­jkowski ó­­þekkjan­­leg með „pixi­e“ klippingu

Ofurfyrirsætan Emily Rata­jkowski er nánast ó­þekkjan­leg á nýjum myndum sem hún deildi á Instagram. Myndirnar eru úr myndatöku fyrir tímaritið The Pop Magazine og á þeim skartar Rata­jkowski mjög stuttu hári eða svokallaðri „pixie“ klippingu.

Íhugar að setja mömmu sína á launaskrá

„Nú fer hún að hætta í bankanum og þá þarf maður kannski bara að fara að setja hana á launaskrá. Svona fyrir að fylgjast með öllu og jafnvel „covera“ smá heima á vaktinni,“ segir Frikki Dór kíminn í viðtali í Bakaríinu síðasta laugardag. 

Helstu ein­kennin þvag­leki en geta líka verið hægða- og loft­leki

Ný þáttaröð af Spegilmyndinni á Stöð 2 hóf göngu sína í gærkvöldi. Í þætti gærkvöldsins skoðar Marín Manda ýmsa þætti sem tengjast kvenheilsu, hormónum og hreyfingu og ræðir við áhugaverða einstaklinga um hinar ýmsu leiðir til að bæta heilsu kvenna.

Diljá númer sjö í Eurovision

Diljá Pétursdóttir verður sú sjöunda sem stígur á svið á síðara undankvöldi Eurovision söngvakeppninnar, sem haldin verður í Liverpool á Bretlandi í ár. 

Anna Ei­ríks fagnaði í góðum fé­lags­skap

Líkamsræktar- og heilsufrömuðurinn Anna Eiríks opnaði nýlega glænýjan heilsuvef þar sem hún býður upp á heilsusamlegar uppskriftir og fjarþjálfun. Af því tilefni bauð Anna vinum og vandamönnum í glæsilegt opnunarpartý í Hverslun nú á dögunum.

Arnar og Brynja selja mið­bæjar­perluna

Arnar Már Eyfells, eigandi Ketchup Creative, og Brynja Kúla Guðmundsdóttir, fyrirsæta og leikkona, hafa sett stórkostlega íbúð sína í miðbænum á sölu. Þessi litríka perla vakti mikla athygli í þáttunum Heimsókn nú á dögunum.

Lét fjar­lægja fylli­efnin og varar ungt fólk við

Fyrirsætan og raunveruleikastjarnan Blac Chyna hefur látið fjarlægja öll fylliefni úr andliti sínu og hefur líklega sjaldan litið betur út. Hún sýndi frá öllu ferlinu á Instagram og varar ungt fólk við því að fá sér fyllingar.

K-pop stjarna biðst af­sökunar á bol með haka­krossi

Meðlimur K-pop hljómsveitarinnar Twice hefur beðist afsökunar á því að hafa birt mynd af sér í bol þar sem var mynd af hakakrossi. Þetta er í annað sinn sem hún sést í umdeildum klæðnaði á stuttum tíma en fyrr í vikunni var hún klædd í bol frá QAnon á tónleikum.

„Hún upplifir tvö fyrstu árin án faðmlaga og ástúðar“

„Ég og mamma erum einhvern veginn að ná að fara í gegnum þessa sögu núna. Við erum í smá ferli, við erum að hittast og ég er að taka viðtöl við hana,“ segir tónlistarmaðurinn og leikarinn Björn Stefánsson í nýjasta þætti Einkalífsins. 

Lögð inn eftir að hún gekk nakin um götur LA

Barna- og táningastjarnan Amanda Bynes hefur verið vistuð á geðdeild eftir að hún gekk nakin um götur Los Angeles á sunnudagsmorgun. Hún er sjálf sögð hafa hringt á lögregluna eftir að hún stöðvaði bíl sem varð á vegi hennar.

Moore birti hjart­næmt mynd­band á af­mæli Willis

Hjartnæmt myndband sem leikkonan Demi Moore birti í tilefni 68 ára afmælis fyrrverandi eiginmanns síns, leikarans Bruce Willis, hefur vakið gífurlega athygli. Ljóst er að samband Moore og Willis er ennþá gott þrátt fyrir að rúmir tveir áratugir eru liðnir síðan þau skildu.

Mynda­veisla: Stjörnu­fans og elegans á Eddunni

Edduverðlaunahátíðin var haldin með pompi og prakt í Háskólabíói á sunnudaginn. Þar var rjómi íslensks kvikmynda- og sjónvarpsfólks samankominn til þess að uppskera og fagna síðasta ári og að venju var öllu tjaldað til.

Sjá næstu 50 fréttir