Fleiri fréttir

Hugrún Birta og fyrrum herra heimur nýtt par

Feg­urðardrottn­ing­in Hugrún Birta Egilsdóttir hefur fundið ástina með hinum enska Jack Hes­lewood. Þau kynntust í gegnum fegurðarsamkeppnina Miss world. Jack var kynnir á keppninni sem Hugrún keppti í fyrr á árinu og var sjálfur Herra heimur árið 2019.

Þakkar risaeðlunum fyrir bleika húsið sitt

Bryce Dallas Howard og eiginmaður hennar Seth Gabel opnuðu dyrnar að bleika og litríka heimilinu sínu í Kaliforníu og buðu Architectural Digest í heimsókn. Þau unnu með hönnuðinum Claire Thomas við að hanna heimilið sem hefur mikinn persónuleika.

Samantha Jones snýr aftur

Michael Patrick King, þáttastjórnandi Sex and the City og þáttanna And Just Like That hefur gefið það út að Samntha Jones muni snúa aftur í næstu seríu af síðarnefnda þættinum. 

Madonna hefur verið valin

Leikkonan Julia Garner hefur fengið boð um að leika stjörnuna Madonnu í kvikmynd um lífið hennar samkvæmt Variety. Madonna hyggst sjálf ætla að setjast í leikstjórastólinn og mun myndin fara yfir upphafið á hennar ferli.

„Að gefa út bók er algjör berskjöldun“

Elsa Margrét Böðvarsdóttir gaf út sína fyrstu bók Dansað í friði í maí síðastliðnum. Elsa Margrét er viðskiptafræðingur og viðurkenndur bókari að mennt en hún ákvað loks á fimmtugsaldri að nota vinstra heilahvelið meira og hvíla það hægra og gefa sig á vald listsköpunar, sem hafði legið í dvala að mestu síðan á unglingsárum. Blaðamaður heyrði í Elsu og fékk nánari innsýn í hennar skapandi hugarheim.

Stjörnulífið: Löng helgi, trúlofanir og allir að njóta

Helgin var löng og virðast flestir hafa gripið tækifærið til þess að gera eitthvað skemmtilegt. Bubbi fagnaði afmælinu sínu, listamenn héldu tónleika, margir skelltu sér í hlaup, börnin völdu sitt uppáhalds fólk og Íslendingarnir voru líka duglegir að ferðast.

Jökull í Kaleo og Telma trúlofuð

Jökull Júlíusson söngvari Kaleo og kærasta hans til margra ára Telma Fann­ey Magnús­dótt­ir eru trúlofuð. Samkvæmt færslu frá Telmu á Instagram var stóra spurningin borin upp þann 24. maí og var svarið við henni auðvelt fyrir hana, já.

Kveinuðu þegar Bubbi lofaði tíu árum í við­bót

Sérstök hátíðarsýning á söngleiknum Níu líf fór fram í Borgarleikhúsinu í kvöld í tilefni af 66 ára afmæli Bubba Morthens. Tónlistarmaðurinn segir góða tilfinningu fylgja því að vera viðstaddur hana á þessum tímamótum en Bubbi hefur horft á hverja einustu sýningu söngleiksins sem hefur notið mikilla vinsælda.

Stökkið: „Andlega var ég gríðarlega tilbúin að flytja út“

Selma Soffía Guðbrandsdóttir flutti til Spánar fyrir tveimur árum til þess að fara í nám en ákvað eftir námið að vera þar áfram og starfar í dag sem þjónustustjóri (e. Client services manager) hjá fyrirtæki í Marbella sem leigir út lúxus villur.

Höfðu ekki hug­mynd um Strætó á Kefla­víkur­flug­velli

Flestir þeirra ferðamanna sem Vísir ræddi við á Keflavíkurflugvelli í vikunni virtust ekki hafa hugmynd um að til staðar væru almenningssamgöngur að nafni Strætó sem gæti ferjað þau til höfuðborgarinnar. Flest voru búin undir hátt verðlag og sumir vissu vel af veðursviptingum hérlendis og voru tilbúin í sumar af eintómri rigningu.

Sann­færð um að Ís­land hefði unnið Euro­vision og á­kvað að læra ís­lensku

Bresk kona sem hefur einsett sér að læra tungumál þeirrar þjóðar sem vinnur Eurovision hverju sinni ákvað að læra íslensku eftir að keppninni var aflýst árið 2020. Hún telur að Daði og Gagnamagnið hefðu verið líklegust til sigurs það árið. Hún hefur þegar lært ítölsku og hollensku en segir íslenskuna hafa verið meiri áskorun.

Amerískur túr­isti bað Elísa­betu að taka mynd af sér með líf­verðinum hennar

Richard Griffin, fyrrverandi lífvörður Elísabetar Bretadrottningar, rifjaði upp skondna sögu frá starfstíð sinni hjá drottningunni í tilefni af sjötíu ára valdaafmæli hennar sem fagnað er í Bretlandi um helgina. Griffin sagði frá því þegar þau mættu tveimur amerískum túristum, sem könnuðust ekkert við Elísabetu.

Nýr örlagavaldur á Ástareyjunni

Raunveruleikaþættirnir Love Island hafa notið gríðarlegra vinsælda um allan heim. Þar leita þátttakendur í sífellu að ástinni og hafa hingað til fengið að ákveða sjálfir með hverjum þeir stinga saman nefjum, en nú verður breyting á. 

Frumsýning: Daniil og Joey Christ í beefi

Fyrsta myndbandið úr nýrri seríu frá útvarp 101 og Stúdíó Sýrlandi er nú frumsýnt hér á Vísi en í myndbandinu taka tónlistarmennirnir Daniil og Joey Christ lagið Ef þeir vilja Beef í beinni.

„Fólk þarf stundum að láta sannfæra sig um að prófa“

Fjölmiðlakonan Snæfríður Ingadóttir og fjölskyldan hennar hafa ferðast um allan heim án þess að borga fyrir húsnæði. Það var einn snjóþungan vetur sem hún fékk nóg af því að allir væru alltaf blautir í fæturna og ákvað að leita lausna.

„Ég er á besta deiti allra tíma“

Fjölmiðlakonan Þórhildur Þorkelsdóttir og Hjalti Harðarson byrjuðu saman eftir besta stefnumót allra tíma að þeirra mati. Síðan þá hafa þau verið nánast óaðskiljanleg, eiga einn strák, eru rómantísk og njóta þess að ferðast.

„Sjaldan verið jafn mikil þörf fyrir verndarvætti“

UN Women á Íslandi og 66°Norður hafa hannað bol til stuðnings konum á flótta í Úkraínu en allur ágóði af sölu bolsins rennur beint til verkefna UN Women. Bolurinn er hannaður af Þórdísi Claessen og Irynu Kamienieva.

„Lifði hamingjusöm til æviloka“

Nanna Lovísa Zophoníasdóttir gerði sér lítið fyrir og tók ákvörðun sem breytti öllu hennar lífið. Hún seldi yfirskuldsett húsið sitt í Hafnarfirði og flutti á Vatnsleysuströnd þar sem hún er að gera upp gamlan bóndabæ alveg niður við sjóinn.

„Svo setti ég bara hnefann í borðið og það hlýddu mér allir“

Hanna Rún Ragnarsdóttir byrjaði að stunda rally af miklum móð til þess að komast yfir bílhræðslu sem hún byrjaði að upplifa eftir slæmt bílslys fyrir nokkrum árum. Hún segir konur hræddar við akstursíþróttir því þær séu þekktar sem karlasport og vill hún breyta því.

Tók 48 tíma að gera staðinn hlý­legan og fal­legan

„Aukningin er stöðug, aðallega er enn um ófatlaðar, íslenskar konur að ræða sem hingað koma en við viljum einnig ná betur til fatlaðra, fólks af erlendum uppruna, karla, eldri borgara og allra hinna sem verða fyrir ofbeldi,“ segir Hugrún Hrönn Kristjánsdóttir, teymisstjóri Bjarkarhlíðar, sem nú er komið í nýtt húsnæði við Bleikargróf 6 í Reykjavík.

„Þá hefði ég mögulega ekki orðið tónlistarmaður“

Jón Jónsson er í dag þekktur sem einn ástsælasti tónlistarmaður landsins en hann segist hafa lagt góðan grunn áður en hlutirnir fóru að rúlla. Hann segir ástarsorg um tvítugt hafa mótað sig og lífið hans hvað mest. 

Vill að Will Smith og Chris Rock tali saman og sættist

Jada Pinkett Smith segist vona að eiginmaður hennar og leikarinn, Will Smith, og grínistinn Chris Rock nái sáttum. Smith gaf Rock kinnhest á Óskarsverðlaunahátíðinni í mars eftir að hann gerði grín að skalla Pinkett , sem er með hárlossjúkdóm. 

Bjóða upp sér­hönnuð sund­ferða­lög

Hönnunarsafn Íslands bíður upp á ferðagjöf þetta árið en hún er í formi þriggja sérhannaðra sundferða sem tengjast sýningunni Sund sem stendur ný yfir í safninu.

„Stundum gat ég ekki farið fram úr rúminu“

Förðunarfræðingurinn og áhrifavaldurinn Thelma Guðmundsen hefur lent í fjölda áfalla í gegnum tíðina. Hún átti erfitt með skóla í æsku, leið ekki vel heima hjá sér, náði illa saman við mömmu sína og átti í slæmu sambandi við pabba sinn. Hún flutti að heiman aðeins sextán ára gömul. 

Fanney Birna og Andri eignuðust stúlku

Fjölmiðlakonan Fanney Birna Jónsdóttir tilkynnti á Facebook síðu sinni í gær að annað barn þeirra hjóna, lítil stúlka, væri komin í heiminn. 

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.