Fleiri fréttir

Þurftu að flytja úr landi til þess að Már fengi fullnægjandi menntun

Afreksíþróttamaðurinn og tónlistarmaðurinn Már Gunnarsson fæddist með sjúkdóminn LCA sem veldur því að sjón hans fer hrakandi með árunum og er hann í dag með um það bil 0,5 prósent sjón. Hann segist þó alltaf hafa verið jákvæður að eðlisfari og hann lætur þær áskoranir sem fylgja blindunni ekki á sig fá.

Forfeðurnir hjuggu niður álftir og söltuðu í tunnur

Steingrímur J. Sigfússon hyggst meðal annars sinna æðarvarpi og vonast til að þurfa sem sjaldnast að fara í jakkaföt nú þegar hann hefur látið af þingmennsku. Á heimaslóðum sínum í Þistilfirði rifjar hann upp að forfeður hans veiddu álftir sér til matar.

Fyrsta sýnishornið úr þættinum Stóra sviðið

Þátturinn Stóra sviðið er nýr fjölskylduþáttur þar sem skemmtun og afþreying eru í aðalhlutverki. Steinunn Ólína leggur fyrir þá Auðunn Blöndal og Steinda Jr., fyndnar og fjölbreyttar áskoranir.

„Hefur hjálpað mér persónulega í gegnum mitt þunglyndi“

Þættirnir Afbrigði í umsjón Ingileifar Friðriksdóttur hófu göngu sína á Stöð 2 á dögunum en þar er fjallað um fólk sem lifir óhefðbundnum lífsstíll og er óhætt að segja að um afar sérstaka og öðruvísi þætti sé að ræða.

Reistu svalir með útieldhúsi og geymslu undir

Í þættinum Gulli Byggir á Stöð 2 í gærkvöldi var fylgst með framkvæmdum hjá hjónunum Vigdísi Jóhannsdóttur og Birgi Erni Tryggvasyni í Skógargerði í Reykjavík.

Kardashian og Barker trúlofuð

Bandaríska raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian og tónlistarmaðurinn Travis Barker eru trúlofuð. Þó það standi ekki skýrum stöfum í nýrri Instagram-færslu Kardashian þá tala myndirnar sannarlega sínu máli.

Valdeflandi fyrir konur að vita hvað er að gerast

Sumar konur byrja snemma á breytingaskeiðinu, jafnvel þegar þær eru ekki hættar barneignum. Þegar kona byrjar ung að ganga í gegnum tíðarhvörf er það í sumum tilfellum viðbúið, vegna aðgerða þar sem eggjastokkar eru teknir en það getur líka gerst án þess að kona hafi farið í slíka aðgerð.

Ein­lægur flutningur GDRN snerti hjarta­strengi

Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, betur þekkt sem tónlistarkonan GDRN, vakti athygli með einlægum og fallegum tónlistarflutningi sínum í söfnunarþætti Píeta samtakanna sem sýndur var á föstudag.

24 ára háskólanemi orðinn eigandi fjögurra íbúða

Í þættinum Gulli byggir á dögunum fengu áhorfendur að fylgjast með tveimur ólíkum verkefnum, annarsvegar ódýrum en miklum útlitsbreytingum á íbúð í Fellsmúla og hins vegar kjallaraíbúð á Mánagötu.

Steingrímur kominn í töðuilm í bústörfum á Gunnarsstöðum

Steingrímur J. Sigfússon stendur á tímamótum að loknum 38 ára viðburðaríkum stjórnmálaferli. Eftir að hafa stýrt sínum síðasta þingfundi í sumar sem forseti Alþingis hélt hann ásamt fjölskyldu sinni í frí norður í Þistilfjörð á æskuheimili sitt á Gunnarsstöðum.

Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjöl­far falls WOW air

Skúli Mogensen, fyrrum forstjóri WOW air, segist þakklátur fjölskyldu sinni í viðtali í Fréttablaðinu í dag. Hann hafi orðið líkamlega og andlega gjaldþrota í kjölfar falls flugfélagsins og þakkar fjölskyldu sinni fyrir að hafa komið í veg fyrir að hann legðist í langvarandi þunglyndi.

Sonur Emm­sjé Gauta stal senunni og hljóð­nemanum

Emmsjé Gauti flutti lagið Tossi af plötunni Mold af mikilli innlifun í söfnunarþætti Píeta samtakanna, Sagan þín er ekki búin, á Stöð 2 í kvöld. Þrátt fyrir góðan flutning Gauta Þeys var það rétt rúmlega tveggja ára gamall sonur hans sem stal senunni.

„Mjög gaman að vera svona mikið bleikur“

Fjölmargir landsmenn klæddust bleiku í dag í tilefni Bleika dagsins þar sem ætlunin er að sýna konum sem hafa greinst með krabbamein samstöðu. Mikil stemning var víða í samfélaginu.

Bein útsending: Sagan þín er ekki búin

Í kvöld klukkan 18:55 verður á Stöð 2 í opinni dagskrá söfnunarþáttur Píeta samtakanna, Sagan þín er ekki búin. Markmiðið er að safna fyrir nýju húsnæði fyrir Píeta samtökin.

Mættu of snemma á Bond og byrjuðu á endanum

Gestir á sexsýningu á James Bond myndinni No Time to Die í Háskólabíó í gær urðu þess varir þegar par á miðjum aldri gekk inn í salinn þegar um stundarfjórðungur var eftir af myndinni og spennan að ná hámarki. Fljótlega kom í ljós að parið var á réttum stað en á röngum tíma.

Ný tækni fyrir þunnt hár og skalla

Hárgreiðslukonan Sigríður Margrét Einarsdóttir fékk krabbamein fyrir nokkrum árum og eftir að hafa við það misst allt hárið hefur hún ekki fengið aftur sitt þykka og fallega hár. Hún fór því að finna lausnir fyrir þá sem verða fyrir hármissi.

Íslendingur rakst á „Samherja-bol“ á markaði í Namibíu

Ásgeir Guðmundsson, sem staðsettur er í Namibíu, rakst á sérkennilegan bol á markaði þar í landi í dag. Bolurinn ber yfirskriftina „Good Samaritan“ og skartar meðal annars mynd af Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja.

IKEA-geitin komin á sinn stað

IKEA-geitin er komin á sinn stað í Kauptúninu og ljós hafa verið tendruð. Geitin hefur fengið að standa óáreitt síðustu ár en nokkrum sinnum hefur verið kveikt í geitinni. Síðast var það gert árið 2016.

Heilsa og hagsýni í forgangi í Meistaramánuði í ár

Nú er Meistaramánuður hafinn og er fólk þá hvatt til að setja sér markmið, stór eða smá. Nú þegar hafa yfir tvöþúsund einstaklingar skráð sig til leiks í ár en allir geta tekið þátt og er ekki of seint að skrá sig.

Smutty Smiff fær sögu­frægan bassa í hendur eftir 40 ár

„Þetta er alveg klikkað!“ Þannig eru fyrstu viðbrögð rokkabíllímeistarans og útvarpsmannsins Smutty Smiff þegar hann kemst að því að hann er að fara að fá í hendurnar forláta kontrabassa sem stolið var af honum árið 1982, ásamt öðrum búnaði frá félögum hans í sveitinni Rockats.

Fékk lag frá Hildi Guðnadóttur í stuttmyndina sína

Eydís Eir Brynju- og Björnsdóttir gaf nýlega út stuttmyndina Chrysalis. Myndin fjallar um Tourette heilkennið og í aðalhlutverki er 13 ára stúlka. Lag eftir margverðlaunaða tónskáldið Hildi Guðnadóttur er notað í myndinni.

Tapaði trúnni á lífið eftir missinn: „Ég sökk djúpt“

Árið 2010 var keyrt á Hörð Ágústsson og er hann í dag átta prósent öryrki fyrir vikið. Þetta gerðist á mjög annasömum tíma þegar hann ásamt vinum sínum var að stofna fyrirtækið Macland, og lýsir Hörður þessu sem erfiðum tíma af sínu lífi.

Féll fyrir æsku­ástinni á fermingar­myndinni

Þau Björgvin Páll og Karen kynntust þegar þau voru unglingar. Björgvin var staddur í strákapartýi hjá bróður Karenar þegar hann sá fermingarmynd af henni uppi á vegg og ákvað að biðja um númerið hennar. Það vatt heldur betur upp á sig og hafa þau nú verið gift í tíu ár og eiga saman fjögur börn.

Birgitta og Gói koma Láru og Ljónsa á svið Þjóðleikhússins

Birgitta Haukdal og Guðjón Davíð Karlsson sameina krafta sína í Þjóðleikhúsinu í vetur með barnasýningunni Lára og Ljónsi - jólasaga. Fyrstu Láru-bækurnar Birgittu komu út árið 2015 og hafa síðan þá verið vinsælar hjá ungum lesendum.

Drottningin lokaði vel heppnaðri hátíð

RIFF kvikmyndahátíðinni er lokið og var endað á sérstakri heiðurssýningu á kvikmyndinni Margrét - Drottning norðursins. Trine Dyrholm leikur Margréti í myndinni og var hún viðstödd.

Fallegt sex herbergja raðhús í Mosfellsbæ

Ein vinsælasta eignin á Fasteignavef Vísis í dag er 220 fermetra raðhús í Tröllateig í Mosfellsbæ. Húsið er á tveimur hæðum og með bílskúr sem núverandi eigendur nýta vel. 

Dýrið til­nefnd til European Discovery verð­launa

Kvikmyndin Dýrið hefur verið tilnefnd til European Discovery verðlauna. Verðlaunin sem kallast Prix FIPRESCI eru hluti af Evrópsku kvikmyndaverðlaununum og eru veitt árlega til leikstjóra með sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd.

Flott stigu á stokk á fyrstu Stofutónleikum góðra granna á Grand

Nágrannarnir, Ólafsson gin og Alda Music, standa í haust fyrir tónleikaröð með nokkrum af frískustu hljómsveitum og tónlistarfólki landsins. Tónleikarnir eru teknir upp í húsakynnum Ólafsson við Eyjarslóð á Grandanum og verða frumsýndir á Vísi. Flott ríður á vaðið í dag.

Nennir ekki nei­kvæðum fréttum og segir aðra geta séð um þær

Magnús Hlynur Hreiðarsson, fréttamaður á Stöð 2, er þekktur fyrir sinn einstaka fréttastíl, en hann leggur það ekki í vana sinn að segja fréttir sem almennt myndu teljast neikvæðar. Þvert á móti þefar hann uppi léttar og jákvæðar fréttir af dýrum og mönnum. Hann segist vilja láta aðra um að gera neikvæðar fréttir.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.