Fleiri fréttir

Beyonce er ekki ólétt

Rapparinn Jay-Z er búinn að þagga niður í sögusögnum þess efnis að eiginkona hans til fimm ára, poppdrottningin Beyonce, sé ófrísk.

„Þegar öllu er á botninn hvolft“

Botnleðja sendir frá sér tvöfalda safnplötu þann 11. júní. Tvö ný lög eru á plötunni og hefur sveitin sent annað þeirra frá sér, en það ber nafnið Panikkast.

Muck voru steyptir í gifs

Þungarokkshljómsveitin Muck spilaði á Listahátíð í gær. Tónleikarnir voru með óhefðbundnara móti, en á meðan þeim stóð var tónleikarýmið steypt í gifs af hópi gifssteypara. Hljómsveitarmeðlimir gátu því ekki hreyft sig í rúmlega þrjá tíma. Þeir pössuðu sig á því að drekka ekkert fyrr um daginn.

Skrifa nýja bók á slóðum Drakúla greifa

„Við erum að koma þangað í fyrsta sinn og hlökkum til,“ segir rithöfundurinn Kjartan Yngvi Björnsson sem er á leiðinni til Rúmeníu ásamt meðhöfundi sínum Snæbirni Brynjarssyni. Höfundarnir ætla að leggja lokahönd á nýja unglingabók í þorpinu Sighisoara í Transilvaníu.

Hafnaði að stýra Potter

Baz Luhrmann sér eftir því að hafa hafnað boði um að leikstýra ævintýramyndinni Harry Potter og viskusteinninn. Á þeim tíma vissi hann ekkert um galdrastrákinn og ævintýri hans.

Valdi föt á Streisand

„Þetta var mjög skemmtilegt verkefni. Ég er tískustjórnandi fyrir viðburði hjá Film Society of Lincoln Center og starfið felur meðal annars í sér að fá fólk úr tískubransanum á viðburði sem þessa og einnig að velja fatnað á framkvæmdastjóra Film Society of Lincoln Center fyrir slíka viðburði,“ segir Edda Guðmundsdóttir stílisti. Hún valdi fatnað á Barbru Streisand þegar Film Society of Lincoln Center veitti henni heiðursverðlaun þann 22. apríl.

Bregður sér í líki Marilyn Monroe

Söngkonan Rihanna var dugleg að deila myndum af sér á Instagram-síðu sinni um helgina. Meðal mynda sem hún deildi voru af henni þar sem hún bregður sér í líki kynbombunnar Marilyn Monroe.

Þessar tvær eru alveg með'etta

Leikkonurnar Bella Thorne og Jamie King hafa báðar sést klæðast þessu fallega mynstri frá Katie Ermilio á rauða dreglinum.

Steingleymdi nærbuxunum

Leikkonan Eva Longoria sýndi aðeins meira en hún ætlaði sér þegar hún mætti á sýningu myndarinnar Jimmy P. (Psychotherapy of a Plains Indian) á kvikmyndahátíðinni í Cannes á laugardaginn.

Innileg fyrir framan alla

Stjörnuhjónin Nicole Kidman og Keith Urban eru einstaklega ástfangin og sáu enga ástæðu til að fela það á kvikmyndahátíðinni í Cannes um helgina.

Dorrit mætti í íslenskri hönnun

Heklugos var haldið í annað sinn síðastliðinn fimmtudag á Ásbrú í Eldey frumkvöðlasetri þar sem rúmlega 500 manns fjölmenntu á viðburðinn til að kynna sér hönnun á Suðurnesjum. Heiðursgestir voru Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands og Dorritt Moussaieff‎ forsetafrú.

Stórfurðulegir skór

Það voru margir sem ráku upp stór augu þegar þúsundþjalasmiðurinn Julianne Hough rölti í gegnum LAX-flugvöll á föstudaginn.

Ólympíuhafi í það heilaga

Jessica Ennis, Ólympíumeistarinn í sjöþraut, brosti sínu blíðasta um helgina þegar hún gekk að eiga unnusta sinn Andy Hill í St. Michael and All Angels-kirkjunni í Derbyshire á Englandi.

Fyndin og kynþokkafull

Kristen Wiig hefur sýnt það og sannað í sjónvarpsþáttunum Saturday Night Live að hún er ein fyndnasta kona heims. Hún er einnig afar kynþokkafull eins og sést í nýjasta hefti tímaritsins Harper's Bazaar.

"Ég er bara mjög ánægður"

"Ég er bara mjög ánægður," segir Eyþór Ingi Gunnlaugsson eftir úrslitin í Eurovision í gærkvöldi í meðfylgjandi viðtali sem tekið var við hann.

Þeir hræktu framan í mig

Leikarinn Zach Galifianakis hefur slegið rækilega í gegn í Hangover-myndunum. Hann þarf sjálfur ekki að hafa áhyggjur af timburmönnum þar sem hann hætti að drekka fyrir stuttu.

Hver er þessi Peter?

Felix Bergssyni var tíðrætt um vin sinn Peter í lýsingum sínum af Eurovision í gær. En hver er maðurinn?

Táraðist yfir kommentakerfunum

Enginn þekkir mann betur en eiginkonan og haft er fyrir satt að það megi ráða í innræti manna af framkomu þeirra við fjölskyldu sína. Samkvæmt því þarf þjóðin ekki að kvíða forsætisráðherratíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar því eiginkona hans, Anna Sigur

Eyþór klæddist hvíta jakkanum

Eyþór Ingi Gunnlaugsson setti inn þessa mynd af sér á Facebook í hádeginu þegar hann var nýbúinn að ganga um í höllina í Malmö með eftirfarandi skilaboðum á ensku: "Just came from walking on stage with the Icelandic flag. Crowded in the arena for the rehearsal, what an energy. Will be singing in 40 minutes." Þar fagnar hann orkunni sem er í höllinni og segist ætla að stíga á svið eftir fjörutíu mínútur.

Segir nei við lýtaaðgerðum

Christy Turlington er af mörgum talin hin eina, sanna ofurfyrirsæta. Hún hefur átt góðu gengi að fagna síðan hún byrjaði kornung í bransanum en í dag er hún 44ra ára.

Klárlega kjóll kvöldsins

Aðþrengda eiginkonan Eva Longoria lét svo sannarlega taka eftir sér á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gærkvöldi.

Poppstjarna í bílslysi

Poppstjarnan George Michael slasaðist lítillega þegar hann lenti í bílslysi í London á fimmtudag.

Vill fyndna kærustu

Leikarinn Chris Pine fer með hlutverk í kvikmyndinni Star Trek Into Darkness. Hann var nýverið gestur í spjallþættinum Ellen DeGeneres og var þá inntur eftir því hvernig konu hann heillaðist helst af.

Ohayou gozaimasu!

Ylfa Marín Nökkvadóttir flutti með foreldrum sínum og litlu systur sinni til Japan í lok ágúst í fyrra. Þar byrjaði hún í nýjum leikskóla og hefur nú eignast marga japanska vini.

Adele er best fyrir flughrædda

Lagið Someone like you með bresku söngkonunni Adele hentar best til að róa taugar flughræddra, ef marka má rannsókn sem kvíðasálfræðingurinn Dr. Becky Spelman framkvæmdi fyrir tónlistarveituna Spotify. Ástæðan mun vera hraði lagsins, 67 slög á mínútu, og hljómagangur. Samkvæmt Dr. Spelman virkar það kvíðastillandi á fólk að anda í takt við róleg lög, því það lækkar blóðþrýsting og hjartslátt.

Svíarnir leggja allt undir í Eurovison

„Þetta var frábær upplifun og stemmningin í höllinni var vægast sagt rosaleg. Svíar leggja greinilega allt undir því þeir eru líka með hrikalega flott lag í keppninni í ár,“ segir Kristín Inga Jónsdóttir sem horfði á seinni undankeppni Eurovision í Malmö Arena.

Sprettreið um hverfið

„Þetta er hjólasprettreið og keppt er í tveimur flokkum; 15 kílómetra leið sem nefnist Fransbrauð og 30 kílómetra leið sem kallast Rúgbrauð,“ segir Böðvar Guðjónsson, talsmaður Kex hostels, um sprettreið sem farin verður þann 15. júní.

Busta Rhymes notaði lag Jakobs án leyfis

Jakob Frímann Magnússon ætlar að hafa samband við bandarísku höfundarréttarsamtökin ASCAP vegna notkunar Rhymes á laginu Burlesque in Barcelona.

Man fyrst eftir Pretty Woman

Fyrsta kvikmyndin sem leikkonan Emma Watson man eftir að hafa séð er Pretty Woman með Juliu Roberts í aðalhlutverki. Í viðtali við W segist Watson hafa verið sjö ára gömul þegar hún sá myndina.

Ómetanlegt að finna fyrir stuðningnum

„Fiðrildin gerðu vart við sig rétt áður en ég steig á svið en þegar ég heyrði fagnaðarlætin og fann fyrir stuðningnum fannst mér ég svo velkominn að það var ekki annað hægt en að vera afslappaður,“ sagði Eurovision-stjarnan Eyþór Ingi þegar Fréttablaðið náði af honum tali í gær.

Gætu verið reknir úr Eurovision fyrir þetta

"Kannski verðum við reknir úr keppni en það er nú kannski ekki það versta sem hefur komið fyrir hjá Íslandi í Eurovision," segir Hannes Friðbjarnarson bakrödd með meiru.

Eyþór öðruvísi en hinir

„Svo er Eyþór búinn að ná helvíti mikilli athygli og það hjálpar. Hann er búinn að vera öðruvísi en hinir," segir Valgeir Magnússon oftast kallaður Valli Sport.

Fjölmenni á setningu Listahátíðar Reykjavíkur

Listahátíð í Reykjavík var formlega sett í dag í 27. sinn en hátíðin stendur til 2. júní og teygir sig inn í listasöfn, bókasöfn, tónleikasali, bakgarða og borgarlandið. Á dagskránni eru hátt í sextíu viðburðir með þátttöku um sex hundruð listamanna frá yfir þrjátíu löndum.

Þeim leiðist ekki í Malmö - sjáðu myndirnar

Við höfðum samband við Pétur Örn Guðmundsson annan höfund lagsins Ég á líf sem komst áfram upp úr undanúrslitunum í gærkvöldi og fengum leyfi hjá honum til að birta nokkrar af instagram myndunum hans. Þær sýna svo greinilega að andrúmsloftið í hópnum er frábært.

Sjá næstu 50 fréttir