Valdi föt á Streisand Sara McMahon skrifar 21. maí 2013 08:00 Edda Guðmundsdóttir starfar sem stílisti í New York. Hér er hún ásamt vinkonu sinni, Áslaugu Magnúsdóttur, á heiðurskvöldi Barbru Streisand. „Þetta var mjög skemmtilegt verkefni. Ég er tískustjórnandi fyrir viðburði hjá Film Society of Lincoln Center og starfið felur meðal annars í sér að fá fólk úr tískubransanum á viðburði sem þessa og einnig að velja fatnað á framkvæmdastjóra Film Society of Lincoln Center fyrir slíka viðburði,“ segir Edda Guðmundsdóttir stílisti. Hún valdi fatnað á Barbru Streisand þegar Film Society of Lincoln Center veitti henni heiðursverðlaun þann 22. apríl. Edda starfar sem stílisti í New York og vinnur meðal annars við tískuþætti fyrir tímarit og auglýsingar ásamt því að hafa tekið að sér verkefni fyrir Oprah Winfrey og fréttakonuna Diana Sawyer. Edda segir samstarfið við Streisand hafa gengið vel og að söngkonan hafi mætt vel undirbúin fyrir viðburðinn. „Hönnuðurinn Donna Karan er ein af hennar bestu vinkonum og hún var líka á staðnum og skaffaði fötin,“ útskýrir Edda. Aðspurð segir hún Streisand vera viðkunnalega konu með einstakan fatastíl. „Hún er mjög ákveðin kona og vissi nákvæmlega hvað hún vildi. Mér fannst gott að vinna með henni og hún er mjög viðkunnaleg og almennileg.“ Edda var viðstödd verðlaunaafhendinguna, sem fram fór í Lincoln Center, og segir kvöldið hafa heppnast vel í alla staði. „Bill Clinton hélt ræðu og Liza Minnelli og Tony Bennett sungu. Mér fannst þetta mjög skemmtilegt því þetta var svokallað „old Hollywood“ viðburður og það er sjaldan sem manni gefst tækifæri á að umgangast slíkar goðsagnir.“ Næsta verkefni Eddu fyrir Film Society of Lincoln Center verður að stílisera gesti á frumsýningu nýrrar kvikmyndar spænska leikstjórans Pedro Almodóvar, en myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum þann 4. júní. „Það er alltaf eitthvað nýtt og skemmtilegt verkefni að koma upp og síðustu þrjú ár hafa verið mikið kapphlaup við tímann,“ segir Edda að lokum. Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Fleiri fréttir Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Sjá meira
„Þetta var mjög skemmtilegt verkefni. Ég er tískustjórnandi fyrir viðburði hjá Film Society of Lincoln Center og starfið felur meðal annars í sér að fá fólk úr tískubransanum á viðburði sem þessa og einnig að velja fatnað á framkvæmdastjóra Film Society of Lincoln Center fyrir slíka viðburði,“ segir Edda Guðmundsdóttir stílisti. Hún valdi fatnað á Barbru Streisand þegar Film Society of Lincoln Center veitti henni heiðursverðlaun þann 22. apríl. Edda starfar sem stílisti í New York og vinnur meðal annars við tískuþætti fyrir tímarit og auglýsingar ásamt því að hafa tekið að sér verkefni fyrir Oprah Winfrey og fréttakonuna Diana Sawyer. Edda segir samstarfið við Streisand hafa gengið vel og að söngkonan hafi mætt vel undirbúin fyrir viðburðinn. „Hönnuðurinn Donna Karan er ein af hennar bestu vinkonum og hún var líka á staðnum og skaffaði fötin,“ útskýrir Edda. Aðspurð segir hún Streisand vera viðkunnalega konu með einstakan fatastíl. „Hún er mjög ákveðin kona og vissi nákvæmlega hvað hún vildi. Mér fannst gott að vinna með henni og hún er mjög viðkunnaleg og almennileg.“ Edda var viðstödd verðlaunaafhendinguna, sem fram fór í Lincoln Center, og segir kvöldið hafa heppnast vel í alla staði. „Bill Clinton hélt ræðu og Liza Minnelli og Tony Bennett sungu. Mér fannst þetta mjög skemmtilegt því þetta var svokallað „old Hollywood“ viðburður og það er sjaldan sem manni gefst tækifæri á að umgangast slíkar goðsagnir.“ Næsta verkefni Eddu fyrir Film Society of Lincoln Center verður að stílisera gesti á frumsýningu nýrrar kvikmyndar spænska leikstjórans Pedro Almodóvar, en myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum þann 4. júní. „Það er alltaf eitthvað nýtt og skemmtilegt verkefni að koma upp og síðustu þrjú ár hafa verið mikið kapphlaup við tímann,“ segir Edda að lokum.
Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Fleiri fréttir Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Sjá meira