Lífið

Dorrit mætti í íslenskri hönnun

Ellý Ármanns skrifar
Dorrit, Helga Björg Steinþórsdóttir og Ólafur Ragnar.
Dorrit, Helga Björg Steinþórsdóttir og Ólafur Ragnar. Myndir/ Ozzo, Þormar Vignir og Kamilla.

Heklugos var haldið í annað sinn á fimmtudaginn á Ásbrú í Eldey frumkvöðlasetri þar sem fjöldi manns fjölmenntu á viðburðinn til að kynna sér hönnun á Suðurnesjum.  Heiðursgestir voru Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands og Dorritt Moussaieff‎ forsetafrú sem var klædd í peysu frá Mýr Design.

Ásta Dís Óladóttir, Jakob Bjarnason og Ásta Friðriksdóttir.

Heklugosið er samstarfsverkefni Heklu, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja og þróunarfélags Keflavíkurflugvallar. Þátttakendur og stuðningsaðilar eru SKASS, samtök skapandi Suðurnesjakvenna, Bláa Lónið og Duty Free Fashion.

Stórglæsileg tískusýning var haldin á Suðurnesjum í Atlantic Studios.
Dagný Gísladóttir, Ína Hrund Ísdal og Inga Birna Kristinsdóttir.
Fjölmargar fyrirsætur af Suðurnesjum sýndu fatnað sem seldur er í Duty Free Fashion store í Leifsstöð.
Guðný Gunnarsdóttir og Vigdís Jóhannsdóttir.

Fjölmargir sjálfboðaliðar komu að framkvæmd viðburðarins ásamt þeim hönnuðum sem tóku þátt. Að tískusýningunni komu fjöldi fatahönnuða auk hárgreiðslu- og förðunarfólks frá Suðurnesjum.  

Fatnaðurinn var frá ELLA, Farmers Market, Freebird, Me me, Huginn Muninn, Mýr, Kron kron og Spiral. Ína Hrund Ísdal var stílisti og um förðun sáu Ásdís Sverrisdóttir og Vala Grand. Um hár sá hárgreiðslustofan Draumahár en skór voru frá Skóbúðinni í Keflavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.