Lífið

Hafnaði að stýra Potter

Leikstjórinn sér eftir því að hafa ekki leikstýrt Harry Potter.
Leikstjórinn sér eftir því að hafa ekki leikstýrt Harry Potter.

Baz Luhrmann sér eftir því að hafa hafnað boði um að leikstýra ævintýramyndinni Harry Potter og viskusteinninn. Á þeim tíma vissi hann ekkert um galdrastrákinn og ævintýri hans.

Í viðtali í The Graham Norton Show sagði hann: „Þau hringdu í mig og þrátt fyrir að ég elski myndirnar og bækurnar núna hugsaði ég þá „Hvað er þetta eiginlega?“. Svo sagði ég að ég væri að búa til nútímalegan söngleik og það var Moulin Rouge,“ sagði hann. „Ég er algjör hálfviti, því ég hefði átt að velja Harry Potter.“ Nýjasta mynd Luhrmanns er The Great Gatsby með Leonardo DiCaprio í aðalhlutverki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.