Lífið

Eyþór klæddist hvíta jakkanum

Ellý Ármanns skrifar

Eyþór Ingi Gunnlaugsson setti inn þessa mynd af sér á Facebook í hádeginu þegar hann var nýbúinn að ganga um í höllina með fánabera í Malmö með eftirfarandi skilaboðum á ensku:

„Just came from walking on stage with the Icelandic flag. Crowded in the arena for the rehearsal, what an energy. Will be singing in 40 minutes." 

Eyþór fagnar orkunni sem er í höllinni og segist ætla að stíga á svið og taka æfingarennsli eftir fjörutíu mínútur.  Spennandi verður að sjá hvort Eyþór klæðist hvíta jakkanum líka í kvöld en töluverð umræða hefur skapast í kringum jakkaval söngvarans.

Generalprufan búin - smá hvíld fyrir kvöldið 

Þá skrifaði Örlygur Smári, annar höfundur lagsins Ég á líf, á facebooksíðuna sína rétt í þessu: „Generalprufan búinn. Er á leið heim á hótel með lestinni í smá hvíld fyrir kvöldið. Hlakka mikið til :)"






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.