Hver er þessi Peter? Jóhannes Stefánsson skrifar 19. maí 2013 17:00 Felix og Peter hressir í Malmö fyrir skemmstu Mynd/ Úr einkasafni Peter Fenner er aðstoðarmaður íslenska teymisins í Eurovision og hefur verið nær allar götur síðan hann hitti Björgvin Halldórsson á bar í Dyflinni árið 1995, þegar Björgvin tók þátt í keppninni fyrir Íslands hönd. Peter segir að strax hafi myndast gott samband milli sín og íslenska teymisins og hann hefur fylgt Íslandi í keppninni á einn eða annan hátt síðan. Peter er frá Englandi og starfar sem þýðandi og landamæravörður. Hann hefur meðal annars nýtt víðfeðma tungumálakunnáttu sína til að aðstoða íslensku keppendurna í tjáskiptum á ferðalögum víða um Evrópu. „Við erum orðin mjög náin," segir Peter um samband sitt við íslenska teymið. Það er óhætt að segja að Peter sé einhver mesti áhugamaður um Eurovision fyrr og síðar, en hann hefur meira og minna gefið alla sína vinnu í þágu keppninnar og íslenska liðsins í mörg ár. Auk þess að aðstoða íslenska liðið í tengslum við blaðamannafundi og lýsanda keppninnar með ýmisskonar ráðgjöf og staðreyndum um keppnina hefur Peter samið textana við nokkur laganna sem hafa tekið þátt í keppninni. „Ég samdi enska textann við lag Eiríks Haukssonar árið 2007," segir Peter. Þá hjálpaði hann til við að semja textann við lag Eurobandsins, This is my Life, auk þess að hafa samið franska textann í lagi Heru Bjarkar Je ne sais quoi. Það er því ljóst að Peter Fenner stendur okkur íslendingum nær en margan hefði grunað. Aðspurður að því hvort honum þætti hann ekki fá heldur litlar eftirtektir miðað við það mikla starf sem hann hefur unnið endurgjaldslaust svo árum skiptir segir Peter: „Það má kannski segja það, en ég er ekkert að leitast eftir því heldur." Hann segir uppáhalds íslenska Eurovision lagið sitt vera All out of Luck í flutningi Selmu Björnsdóttur, en framlag Páls Óskars Hjálmtýrssonar frá 1997, Minn hinsti dans skipi þó sérstakan sess í hjarta hans. Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Ný stikla úr GTA VI Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Sjá meira
Peter Fenner er aðstoðarmaður íslenska teymisins í Eurovision og hefur verið nær allar götur síðan hann hitti Björgvin Halldórsson á bar í Dyflinni árið 1995, þegar Björgvin tók þátt í keppninni fyrir Íslands hönd. Peter segir að strax hafi myndast gott samband milli sín og íslenska teymisins og hann hefur fylgt Íslandi í keppninni á einn eða annan hátt síðan. Peter er frá Englandi og starfar sem þýðandi og landamæravörður. Hann hefur meðal annars nýtt víðfeðma tungumálakunnáttu sína til að aðstoða íslensku keppendurna í tjáskiptum á ferðalögum víða um Evrópu. „Við erum orðin mjög náin," segir Peter um samband sitt við íslenska teymið. Það er óhætt að segja að Peter sé einhver mesti áhugamaður um Eurovision fyrr og síðar, en hann hefur meira og minna gefið alla sína vinnu í þágu keppninnar og íslenska liðsins í mörg ár. Auk þess að aðstoða íslenska liðið í tengslum við blaðamannafundi og lýsanda keppninnar með ýmisskonar ráðgjöf og staðreyndum um keppnina hefur Peter samið textana við nokkur laganna sem hafa tekið þátt í keppninni. „Ég samdi enska textann við lag Eiríks Haukssonar árið 2007," segir Peter. Þá hjálpaði hann til við að semja textann við lag Eurobandsins, This is my Life, auk þess að hafa samið franska textann í lagi Heru Bjarkar Je ne sais quoi. Það er því ljóst að Peter Fenner stendur okkur íslendingum nær en margan hefði grunað. Aðspurður að því hvort honum þætti hann ekki fá heldur litlar eftirtektir miðað við það mikla starf sem hann hefur unnið endurgjaldslaust svo árum skiptir segir Peter: „Það má kannski segja það, en ég er ekkert að leitast eftir því heldur." Hann segir uppáhalds íslenska Eurovision lagið sitt vera All out of Luck í flutningi Selmu Björnsdóttur, en framlag Páls Óskars Hjálmtýrssonar frá 1997, Minn hinsti dans skipi þó sérstakan sess í hjarta hans.
Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Ný stikla úr GTA VI Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Sjá meira