Lífið

„Þegar öllu er á botninn hvolft“

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Botnleðja útilokar ekki neitt varðandi neitt.
Botnleðja útilokar ekki neitt varðandi neitt.

Þegar öllu er á botninn hvolft,“ svarar Heiðar Örn Kristjánsson, söngvari og gítarleikari Botnleðju, þegar Vísir spyr hann um nafn tvöfaldrar safnplötu sem sveitin sendir frá sér þann 11. júní.

Þetta poppaða pönktríó hefur sent frá sér fimm breiðskífur á ferli sínum, en hann hófst með sprengingu þegar sveitin var valin sigursveit Músíktilrauna árið 1995.

Safnplatan inniheldur öll vinsælustu lög sveitarinnar, lög sem komust aldrei á plötur, „vafasamar upptökur af kassettum“ og fleira góðgæti.

Að auki má finna tvö ný lög á plötunni, og nýlega var annað þeirra frumflutt. Það er lagið Panikkast, og hlusta má það í spilaranum hér fyrir neðan.

Heiðar segir enga ákvörðun hafa verið tekna um gerð nýrrar breiðskífu, og engir tónleikar liggi fyrir að svo stöddu. „En við útilokum ekki neitt. Við erum allavega í stuði,“ segir Heiðar.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.