Lífið

Steingleymdi nærbuxunum

Leikkonan Eva Longoria sýndi aðeins meira en hún ætlaði sér þegar hún mætti á sýningu myndarinnar Jimmy P. (Psychotherapy of a Plains Indian) á kvikmyndahátíðinni í Cannes á laugardaginn.

Eva mætti í afar fallegum, ljósgrænum síðkjól en því miður sýndi hún hverjum sem vildi að hún var ekki í nærbuxum þegar hún reyndi að forða kjólnum frá pollunum í kringum kvikmyndahúsið.

Vægast sagt óheppilegt.

Atvikið var að sjálfsögðu fest á filmu og fékk Eva áfall. Hún getur þó huggað sig við það að stjörnur á borð við Anne Hathaway, Lindsay Lohan og Britney Spears hafa lent í svipuðum atvikum í gegnum tíðina.

Reyndi að snúa þessu uppí grín.

Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.