Lífið

Bregður sér í líki Marilyn Monroe

Söngkonan Rihanna var dugleg að deila myndum af sér á Instagram-síðu sinni um helgina. Meðal mynda sem hún deildi voru af henni þar sem hún bregður sér í líki kynbombunnar Marilyn Monroe.

Á myndunum sést Rihanna með ljósa hárkollu í eggjandi stellingum en myndirnar voru teknar af bestu vinkonu hennar og ljósmyndaranum Melissa Forde.

Rihanna elskar að djamma.

Rihanna er nú á tónleikaferðalagi um heiminn en mikið hefur verið slúðrað um það að samband hennar og tónlistarmannsins Chris Brown standi á brauðfótunum.

Þetta er ungt og leikur sér.

Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.