Lífið

Fjölmenni á setningu Listahátíðar Reykjavíkur

Ellý Ármanns skrifar

Listahátíð Reykjavíkur var formlega sett í dag í húsakynnum Brims á miðbakka Reykjavíkurhafnar í 27. sinn en hátíðin stendur til 2. júní og teygir sig inn í listasöfn, bókasöfn, tónleikasali, bakgarða og borgarlandið. Á dagskránni eru hátt í sextíu viðburðir með þátttöku um sex hundruð listamanna frá yfir þrjátíu löndum. Eins og sjá má á myndunum skein sólin á fjöldann sem mætti á setninguna. Þá mátti sjá og heyra verk Lilju Birgisdóttur fyrir utan strax eftir setninguna þar sem notast var við flautur skipanna í höfninni.

Smelltu á efstu mynd í frétt til að skoða allar myndirnar.

Listahátíð.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.