Fleiri fréttir

Jennifer Garner með soninn

Leikonan Jennifer Garner, 40 ára, heldur á syni sínum og leikarans Ben Affleck, Samuel á meðfylgjandi myndum. Eins og sjá má er drengurinn nauðalíkur föður sínum sem var hvergi nærri. Saman eiga Jennifer og Ben tvær stúlkur fyrir. Ég fantasera ekki lengur um hið fullkomna hjónaband. Fullkomið hjónaband er ekkert annað en vinna og aftur vinna, sagði Jennifer.

Ný klipping - sama rödd

Söngvarinn John Mayer, 34 ára, sem hætti nýverið með söngkonunni Katy Perry hefur látið klippa síðu brúnu lokkana. Eins og sjá má á myndunum...

Emma Watson og kærastinn

Íslandsvinurinn og leikkonan Emma Watson, 22 ára, naut sín með kærastanum Will Adamowicz á rómantískri göngu um götur Lundúna í gær...

Syngja lög eftir Megas í Virginíu

Hljómsveitin Megakukl, sem sérhæfir sig í að herma eftir Megasi, fer í viku tónleikaferðalag til Virginíu í Bandaríkjunum í október. „Við munum koma fram á kántríhátíðum þar vestra en þær eru tengdar uppskeruhátíð graskersbænda,“ segir Elfar Logi Hannesson, söngvari hljómsveitarinnar. Þegar spurt er hvernig hann telji að verkum Megasar verði tekið þar ytra segir hann: „Það er nú spurning, kannski verður frumeintakið að fara þangað á eftir og sýna Bandaríkjamönnum hvernig eigi að gera þetta,“ segir Elfar Logi.

Kutcher vill skilja strax

Ashton Kutcher hefur grátbeðið Demi Moore um skilnað nú eftir að hann tók saman við leikkonuna Milu Kunis. "Ashton vildi að Demi ákveddi hvenær sótt yrði um skilnað.

Lopez djammaði með Harry í Las Vegas

Jennifer Lopez og Harry Bretaprins skemmtu sér saman nóttina sem Harry strippaði á svítunni ásamt fleira fólki eins og heimurinn hefur fengið að sjá. Ekki er vitað hvað þeim fór á milli og engar myndir eru af prinsinum og Jennifer sman. Í meðfylgjandi myndbandi er viðtal við Jennifer sem stillti sér upp á sundlaugarbakkanum á MGM hótelinu í Las Vegas. Þá heilsaði hún upp á aðdáendur sína eftir vel sótta tónleika að eigin sögn. Takið eftir að Jennifer er ávallt á afmörkuðu svæði svo æstir aðdáendur komist ekki of nálægt stjörnunni.

Stanslaust á shuffle-stillingu

Anna Gunndís Guðmundsdóttir fór á kostum í síðasta Áramótaskaupi og leikur nú aðalhlutverkið í Frost, nýrri spennumynd eftir Reyni Lyngdal sem verður frumsýnd 7. september.

Sýndu samstöðu með systrum sínum í Afganistan

Búðareigendur á Laugaveginum hlýddu kalli og skreyttu hjá sér verslunarglugga með appelsínugula litnum. Fjölmargir gangandi vegfarendur skreyttu sig með appelsínugulu sem er litur sköpunar, krafts og hlýju.

Með húðflúr upp á bræðralagið

Retro Stefson gefur út samnefnda plötu á haustdögum sem kemur í kjölfarið út um alla Evrópu. Á sama tíma verða breytingar hjá bandinu þegar Haraldur Ari Stefánsson heldur til London í leiklistarnám. Hallfríður Þóra Tryggvadóttir ræddi um vinsældir hljómsveitarinnar og fyrirtækið Stefánssyni við hann og forsöngvarann Unnstein Manuel Stefánsson yfir svörtu kaffi og tei.

Vinnslan aldrei stærri

Listakvöldið Vinnslan verður haldið í þriðja sinn í kvöld. Þar munu að minnsta kosti 20 listamenn sameina krafta sína og fylla leikhúsið Norðurpólinn af ýmiss konar listaverkum.

Fékk að upplifa drauminn

Fegurðardrottningin Íris Telma Jónsdóttir var fulltrúi Íslands í Miss World þetta árið en hún er nýlent á Íslandi eftir fimm vikna dvöl í Kína en það var einmitt kínverska stúlkan sem kosin var sú fegursta. Lífið náði tali af Írisi og forvitnaðist um lífsreynsluna síðustu vikurnar.

Sungið á bak við lás og slá

Tveggja ára fangelsisdómur yfir rússnesku pönksveitinni Pussy Riot fyrir óeirðir í kapellu í Moskvu hefur vakið gríðarlega athygli. Ekki er algengt að heilu hljómsveitirnar séu dæmdar í fangelsi en fjölmargir frægir tónlistarmenn hafa í gegnum tíðina þurft að sitja á bak við lás og slá fyrir hin ýmsu afbrot.

Frasakóngurinn gerist atvinnuplöggari

„Nú er plöggarinn loksins farinn að plögga sjálfum sér,“ segir markaðsmaðurinn, hugmyndasmiðurinn og frasakóngurinn Jón Gunnar Geirdal sem nýverið stofnaði sitt eigið fyrirtæki, Ysland.

Aftur á lausu

Katy Perry og John Mayer eru hætt að hittast ef marka má frétt Us Weekly. Parið átti í mánaðarlöngu sambandi og segir sagan að Mayer hafi ákveðið að slíta sambandinu.

Aðstoða við makaleitina

„Þessi þjónusta er til víða um heim og við ákváðum að prófa að koma einni slíkri á laggirnar hér því okkur fannst þetta vanta,“ segir Gerður Huld Arinbjarnardóttir, önnur tveggja eigenda Sambandsmiðlunar. Fyrirtækið er hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og er ætlað að aðstoða fólk sem er í makaleit.

Á allra vörum undirbúningur hafinn

Það var frábær stemning á meðal kvennanna sem komu saman til að merkja Dior-glossin í söfnunarátakinu Á allra vörum síðustu helgi eins og sjá má á meðfylgjandi myndum...

Lottóþula á lausu

Lottóþulan og flugfreyjan Katrín Brynja Hermannsdóttir flýgur nú ein síns liðs inn í framtíðina eftir breytta hjúskaparstöðu...

Tom á djamminu

Á myndunum má sjá Tom Cruise, 50 ára, yfirgefa næturklúbb í gærkvöldi í London eftir að hafa fylgst með syni sínum Connor sem spilaði þar tónlist en hann er plötusnúður. Þegar leikarinn yfirgaf staðinn með lífvörðum sínum var hann skælbrosandi og virtist ánægður þrátt fyrir að vera nýskilinn við barnsmóður sína. Sólgleraugun voru samt sem áður á sínum stað. Sonur Tom skrifaði eftirfarandi á Instagram myndasíðuna hjá pabba sínum í nótt: “LONDON!!!! Couldn't have had more fun with you!! What a night at #chinawhite." sem þýðist lauslega á íslensku: London!!!! Hefði ekki getað skemmt mér betur með þér!! Þvílík nótt á Chinawhite.

Leikur tæfu í Glee og gerir það vel

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá leikkonuna Kate Hudson, 33 ára, leika kennara í vinsælu sjónvarpsþáttaröðinni Glee. Kennarinn sem hún leikur er fullur af sjálfstrausti og illa liðinn af nemendunum og það sem meira er, hún syngur lagið Dance Again sem Jennifer Lopez gerði vinsælt. Á myndunum má hinsvegar sjá Kate leiða manninn sinn Matthew Bellamy nýkomin úr ræktinni í Lundúnarborg.

Eva Longoria eða Eva Mendes?

Tvær af vinsælustu leikkonum Hollywood um þessar mundir eiga það ekki bara sameiginlegt að bera sama nafn

Fyrstu myndirnar eftir skandalinn

Leikkonan Kristen Stewart, 22 ára, hefur haldið sig til hlés eftir að myndir af henni og harðgifta leikstjóra myndarinnar Snow White and the Huntsman, Rupert Sanders, birtust á öllum slúðurmiðlum heims svo vægt sé til orða tekið...

Leikur með mömmu Angelinu

Vivienne Jolie-Pitt, 4 ára dóttir Angelinu Jolie og Prad Pitt mun leika í nýjustu Disney mynd Angelinu, Maleficent, sem kemur út árið 2014. Stúlkan mun leika prinsessu Aurora þegar hún var yngri. Leikkonan Elle Fanning leikur prinsessuna þegar hún vex úr grasi...

Beckham gengið án lífvarða

David Beckham, 37 ára, og Victoria Beckham, 38 ára voru mynduð í Los Angeles í gær. Victoria var klædd í einn af kjólunum sem hún hannaði sjálf með sólgleraugun á réttum stað á meðan David var afslappaður í strigaskóm með húfu á höfði, klæddur í grænar stuttbuxur. Hann hélt á dóttur þeirra Harper sem dafnar vel eins og sjá má. Drengirnir þeirra, Romeo og Cruz voru einnig með í för en Brooklyn elsti sonur þeirra var fjarri góðu gamni.

Harry virðist skammast sín

Meðfylgjandi myndir voru teknar af Harry Bretaprins í Los Angeles einni klukkustund eftir að nektarmyndirnar af honum fóru um internetið eins og eldur í sinu í gær...

Hasarhetjurnar snúa aftur

Hasarmyndin The Expendables 2 var frumsýnd í kvikmyndahúsum í gær. Hópur málaliða er sendur til Nepal í þeim erindagjörðum að bjarga lífi kínversks auðjöfurs.

Kristján og Rósa trúlofuð

Þeir sem fullyrða að stjórnsýsla sé alltaf þurr og leiðinleg þurfa eiginlega að endurskoða viðhorf sitt því nú hefur það verið sannað að eldheitar tilfinningar rúmast innan skrifræðisins. Það hefur spurst út að Krisján Guy Burgess, aðstoðarmaður Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra, og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, upplýsingafulltrúi í fjármálaráðuneytinu, eru trúlofuð og hafa þrætt hlekki á fingur sína til merkis um það.

Anthony Hopkins er yndislegur

Tökum lauk á kvikmyndinni Noah í leikstjórn Darrens Aronofsky í fyrrakvöld á Íslandi og var haldið heljarinnar lokapartí í gær. Athonhy Hopkins fer með hlutverk Metúsalems, afa Nóa í myndinni, og hefur verið hér á landi undanfarið. Hann er mörgum kunnur sem mannætan Hannibal Lecter en virðist vera ljúfur sem lamb ef marka má hinn tólf ára Mími Bjarka Pálmason.

Stjörnur Stöðvar 2 í nýrri framtíðarauglýsingu

Stöð 2 frumsýndi á dögunum nýja auglýsingu í tilefni þess að haustdagskrá stöðvarinnar er að fara af stað. Í auglýsingunni gefur að líta nokkrar af stjörnum stöðvarinnar í vægast sagt framtíðarlegu umhverfi.

Íslandsvinur sér eftir framhjáhaldinu

Íslandsvinurinn og söngvarinn Ronan Keating, 38 ára skildi við eiginkonu sína, Yvonne, í apríl á þessu ári eftir fjórtán ára langt hjónaband...

Nektarsenur - nei takk!

Leikkonan Blake Lively á ekki í vandræðum með að leika í kynlífssenum að eigin sögn en hún hefur einfaldlega ekki áhuga á því...

Sjá næstu 50 fréttir