Fleiri fréttir

Ritstjóri Spegill.is skrifar konubók

Ég held að sagan um Níní eigi erindi við konur fyrst og fremst, að hún sé konubók. Strákarnir hefðu þó gott af lesningunni líka, segir Steinunn Fjóla...

Myndband Diktu tilnefnt

"Þetta er mikill nördaheiður, enda eru menn glaðir við lyklaborðin hjá mér,“ segir Stefán U. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Miðstrætis.

Gibb skilaði inn vottorði

Robin Gibb hefur aflýst öllum tónleikum sínum á næstunni samkvæmt læknisráði. Hann verður því ekki meðal gesta hjá Björgvini Halldórssyni í byrjun desember. Við höldum bara ótrauðir áfram, segir Bó en hætt hefur verið þriðju tónleikana.

Noel enn hundfúll

Noel Gallagher segir það útilokað að hann komi aftur fram með hljómsveitinni Oasis. Rætt hefur verið um að sveitin fagni 20 ára afmæli plötunnar (What‘s the Story) Morning Glory? árið 2015 með tónleikum en Noel hyggst ekki taka þátt í þeim. Bróðir hans Liam megi hins vegar vel halda slíka tónleika kjósi hann svo.

Gettu betur línurnar lagðar

Greint var frá því nýverið að gerðar yrðu breytingar á skipulagi skemmtiþáttarins vinsæla Gettu betur á næsta ári. Dómarar verða tveir í stað eins áður en embætti stigavarðar hefur verið lagt niður.

Akureyrardjamm með FM Belfast - myndir

Tónleikaferðin Partíþokan byrjaði með látum á Græna hattinum á Akureyri laugardag. Fram komu hljómsveitirnar Prinspóló, Sin Fang, Borko og FM Belfast. Akureyringar tóku vel í tónlist sveitanna og var stemmningin orðin svakaleg þegar FM Belfast stigu á sviðið undir lokin.

Magnað hvað Madonna lítur vel út

Meðfylgjandi má sjá söngkonuna Madonnu, 53 ára, stilla sér upp á rauða dreglinum klædd í L'Wren Scott kjól á kvikmyndahátíð í London...

Sævar Karl með myndlistarsýningu

Sævar Karl Ólason hefur dvalið langdvölum í Þýskalandi, þar sem hann hefur málað náttúrufegurð við München og notið lífsins eftir að hafa selt tískuvöruverslunina Sævar Karl fyrir fjórum árum.

Á leið til Sjanghæ

Magdalena Sara Leifsdóttir fyrirsæta, sem bar sigur úr býtum í Elite-keppninni í vor, heldur þann 24. nóvember til Sjanghæ til að keppa í alþjóðlegu Elite-keppninni.

Frægasti guðfræðinemi landsins loks útskrifaður

„Það var engin athöfn, ég hef haft góðan tíma til að venjast þessu,“ segir Davíð Þór Jónsson sem varð í gær formlega guðfræðingur eða cand.theol. Davíð, sem hóf nám við guðfræðideildina fyrir tveimur áratugum, bjóst einna helst við að baka skúffuköku og hella upp á kaffi fyrir nánustu fjölskylduna þegar tími til slíks gæfist.

Umtalaðasta bumban í dag

Söngkonan Jessica Simpson er sögð hafa afhjúpað eigið leyndarmál á flugvellinum í Los Angeles þegar ljósmyndarar mynduðu hana ansi myndarlega um sig miðja...

Fyrsta útgáfa The Charlies verður mixteip

"Við erum spenntar að leyfa fólki að heyra afraksturinn enda höfum við tekið upp gríðarlega mikið efni síðan við fluttum út,“ segir Alma Guðmundsdóttir, söngkona í hljómsveitinni The Charlies.

Giftist í þriðja sinn

Leikarinn Robin Williams, 60 ára, giftist grafíska hönnuðinum Susan Schneider síðasta sunnudag. Þetta er í þriðja sinn sem leikarinn giftist en hann á þrjú börn - Zachary, 28 ára, Zelda, 22 ára, og Cody, 19 ára...

Skrautlegur aðall í gala-kvöldverði

Norræni aðallinn klæddist sínu fínasta pússi þegar hann var viðstaddur glæsilegan gala-kvöldverð á vegum American-Scandinavian Foundation en samtökin verða hundrað ára í ár. Íslensku forsetahjónin voru að sjálfsögðu á meðal gesta.

Baulað á Kim í Vegas

Kim Kardashian hélt upp á afmælið sitt með risaveislu í Las Vegas um helgina. Nokkur hundruð manns sóttu veisluna, en miðað við hvernig gestirnir tóku á móti afmælisbarninu voru þetta ekki nánustu vinir hennar.

Veiklulegur Robin Gibb

Í meðfylgjandi myndasafni má sjá breska söngvarann Robin Gibb, 61 árs, sem var fluttur með hraði á sjúkrahús sárkvalinn af ristilbólgu í síðustu viku en hann er á meðal fjölda jólagesta Björgvins Halldórssonar...

Fæða sem hægir á öldrun

Hollur matur og heilsusamlegt líferni hjálpar þér að örva hugarafl þitt og þú nærð markvisst utan um það sem þú vilt framkvæma...

Kate Hudson með krúttið

Leikkonan Kate Hudson, 32 ára, hélt á 3 mánaða syni sínum, Bing, í Notting Hill í London um helgina. Með í för var unnusti hennar og barnsfaðir, Muse rokkarinn Matt Bellamy...

Mamma Lindsay tjáir sig um dótturina

Vefsíðan TMZ.com hefur birt kafla úr óútgefinni ævisögu Dinu Lohan sem er mamma bandarísku leikkonunnar Lindsay Lohan. Þar tjáir hún sig á opinskáan hátt um drykkjuvandræði dótturrinnar sem komst enn og aftur í kast við lögin fyrr í vikunni. Dina er ekki eini fjölskyldumeðlimur Lohan-fjölskyldunnar sem reynir að græða á ógæfu leikkonunnar því faðir hennar, Michael Lohan, hefur margoft komið í viðtöl og tjáð sig um vandræði stelpunnar, nú síðast hélt hann því fram að hún reykti krakk.

Leið eins og ég væri kynskiptingur

„Mér leið eins og ég væri kynskiptingur úr kvikmynd eftir Pedro Almodóvar,“ segir Niels Thibaud Girerd, betur þekktur sem Nilli...

Auðunn Blöndal á FM957

„Mér líst alveg hrikalega vel á þetta og hlakka mikið til, þetta er miðill sem ég hef aldrei unnið við,“ segir Auðunn Blöndal. Hann vendir kvæði sín í kross á ferli sínum þegar hann hefur störf sem stjórnandi nýs síðdegisþáttar á FM 957.

Arnar Gunnlaugs á bakvið Borgríki

"Mitt hlutverk var ósköp lítið, fyrirtækið mitt setti bara smá pening í myndina á lokasprettinum þannig að hægt væri að klára hana og markaðssetja,“ segir knattspyrnukappinn og athafnamaðurinn Arnar Gunnlaugsson.

Stærsta keiluhöll landsins opnuð í Grafarvogi í febrúar

„Auðvitað mun þetta hafa einhver áhrif á rekstur Keiluhallarinnar í Öskjuhlíð, þannig er það bara með allt nýtt á Íslandi. En samkvæmt okkar útreikningum munu þau áhrif standa yfir í sex til átta mánuði og svo jafnast út,“ segir Rúnar Fjeldsted. Hann opnar nýja og glæsilega keiluhöll í Egilshöll í febrúar en rekur einnig Keiluhöllina í Öskjuhlíð.

Sannleikurinn sagna bestur

Leikarinn Ashton Kutcher vill að sannleikurinn fái að njóta sín í meira mæli í fjölmiðlum. Hann hvetur fólk til að hætta að dreifa slúðri sem er ekki sannleikanum samkvæmt. Leikarinn Ashton Kutcher hefur beðið fjölmiðla um að hafa sannleikann í hávegum í nýju myndbandi sem hann birti á Twitter-síðu sinni. Þar segist Kutcher, sem hefur verið sakaður um að halda framhjá eiginkonu sinni Demi Moore, vonast til að ummæli sín muni leiða til meiri umræðu um sannleika í fjölmiðlum.

Óhamingjusöm raunveruleikastjarna

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian giftist körfuknattleiksmanninum Kris Humphries fyrir skemmstu. Fjölmiðlar hið vestra virðast ekki hafa mikla trú á hjónabandinu því þeir keppast við að flytja skilnaðarfréttir af hjónakornunum.

Málstaður er mikilvægur

Diane Kruger hefur gaman af því að leika í kvikmyndum þar sem aðalsöguhetjan fær tækifæri til að verja einhvern málstað. „Það sem ég elska við hasarmyndir er þegar þú færð það á tilfinninguna að persónan er skynsöm og hugsar um af hverju ákveðnir hlutir eru að gerast,“ sagði Kruger í heimildarmyndinni The Hero"s Journey sem fjallar um hasarmyndir. Kruger hefur leikið í myndum á borð við Troy, Inglourious Basterds og Inhale. „Þú getur stutt málstað sem er stærri en þú sjálfur. Oft er þetta mjög venjulegt fólk í óvenjulegum aðstæðum.“

Vill koma Diaz saman við Law

Leikkonan Cameron Diaz hætti með hafnaboltaleikmanninum Alex Rodriguez í september og hefur síðan þá eytt nokkrum tíma í London með vinkonu sinni Gwyneth Paltrow. Fregnir herma að Paltrow sé komin í hlutverki hjónabandsmiðlara og ætli sér að finna gott mannsefni fyrir Diaz.

Tobba týnd á Skjá einum

„Við horfum auðvitað gaumgæfilega á þessar tölur og tökum allt svona föstum tökum," segir Hilmar Björnsson, dagskrárstjóri Skjás eins.

Leika lausum hala í Borgarleikhúsinu

Sigtryggur Baldursson verður væntanlega með væna magapínu af stressi í næstu viku því á fimmtudaginn stendur hann á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu þegar Kirsuberjagarðurinn verður frumsýndur og strax næsta kvöld hefur göngu sína á RÚV tónlistarþáttur hans, Braga Valdimars Skúlasonar og Guðmundar Kristins Jónssonar, Hljómskálinn.

Hugsar um Myspace

Söngvarinn og leikarinn Justin Timberlake ætlar að nota fríið sitt það sem eftir er ársins til að finna leiðir til að hressa upp á Myspace-síðuna. Timberlake á hlut í síðunni og hefur mikinn hug á því að auka vinsældir hennar. „Það er ekkert fram undan hjá mér annað en að hugsa um ýmislegt í tengslum við Myspace. Ég þarf ekki að vera á staðnum því ég get fengið hugmyndir á golfvellinum eða snjóbrettinu,“ sagði Timberlake. Myspace var vinsælasta samskiptasíðan á netinu til ársins 2006 þegar Facebook brunaði fram úr henni.

Þráir stundum drykk

Rapparinn Eminem gaf út breiðskífuna Recovery síðasta sumar og flaug hún strax í fyrsta sæti vinsældalistans í Bandaríkjunum. Eminem viðurkennir í nýlegu viðtali að það geti stundum reynst erfitt að halda sér á beinu brautinni.

Heldur hlutverki leyndu

Julia Roberts fer með hlutverk illu drottningarinnar í nýrri kvikmynd byggðri á ævintýrinu um Mjallhvíti. Roberts treystir sér þó ekki til að segja börnum sínum frá hlutverkinu enda séu þau dauðhrædd við drottninguna.

Fær sjónvarpsþátt

Weston Cage, sonur leikarans Nicolas Cage, hefur fengið sinn eigin raunveruleikaþátt ásamt móður sinni, Christinu Fulton. Sjónvarpsþátturinn hefur hlotið hið frumlega nafn Uncaged.

Flottur í tauinu

Fjöldi stórstjarna hefur tekið þátt í mótmælunum í New York sem nefnast Occupy Wall Street. Þar er meðal annars verið að mótmæla græðgi og siðleysi stórfyrirtækja. Rapparinn Kanye West var á meðal mótmælenda en munurinn á honum og öðrum mótmælendum var að hann klæddist fatnaði að andvirði 3,5 milljóna. West klæddist meðal annars skyrtu frá tískuhúsinu Givenchy, stuttermabol frá hönnuðinum Alexander Wang og gallabuxur frá Ballmain sem kosta um 100 þúsund krónur auk skartgripa. Þótti sumum þetta ekki við hæfi.

Fékk ekki borð á KFC

Hollywood-stjarnan John Travolta hafði ekki erindi sem erfiði þegar hún reyndi að panta borð á skyndibitastaðnum KFC í Sussex-skíri í Englandi. Talið var að um gabb væri að ræða þegar kona hringdi á staðinn og sagðist vilja panta borð fyrir herra Travolta. Starfsmaður staðarins sagði að fólk gæti ekki pantað borð á staðnum og því hætti Travolta við komu

Fékk ekki að vera með

Leikkonan ólukkulega Lindsay Lohan er mikill aðdáandi hljómsveitarinnar Foster the People en meðlimir sveitarinnar virðast ekki endurgjalda aðdáunina. Lohan reyndi ítrekað að ná sambandi við söngvara sveitarinnar á skemmtistað en hann vísaði henni ávallt frá. Lohan elti hljómsveitarmeðlimi af tónleikum og á skemmtistaðinn Beverly Lounge og reyndi ítrekað að ná athygli söngvarans Mark Foster, án árangurs. „Mark sneri sér undan í hvert sinn sem Lohan nálgaðist borðið til að reyna að ná af honum tali. Hann vildi augljóslega ekkert með hana hafa,“ sagði sjónarvottur. Foster þessi gaf sér þó tíma til að tala við Nicky Hilton, Michael Bay og Dane Cook þetta sama kvöld.

Rosie O'Donnell með nýja kærustu - Pabbinn ekki sáttur

Þáttastjórnandinn Rosie O’Donnell er komin með nýja konu upp á arminn og er yfir sig ástfangin. Foreldrar nýju kærustunnar segjast þó hafa verið grunlaus um að dóttir þeirra væri samkynhneigð fyrr en fjölmiðlar greindu frá sambandinu.

Rokktrefill frá Tyler

Steven Tyler, söngvari Aerosmith, hefur sett á fót sína eigin tískulínu. Það er Andy Hilfiger sem hefur umsjón með hönnuninni og kemur Tyler þar hvergi nærri. Hans hlutverk verður að kynna nýju línuna í fjölmiðlum.

Segja alvöru í sambandi J-Lo og Cooper

Tímaritið OK! heldur því fram að alvara sé að færast í samband Jennifer Lopez og Bradley Cooper. Nýverið sást til parsins þar sem þau óku á brott frá veitingastað í Kaliforníu.

Þjóðverjar spenntir fyrir Heilræðum Gillzeneggers

Bókamessan í Frankfurt er nýafstaðin. Þar var Ísland og íslenskar bókmenntir í öndvegi og vakti litla sögueyjan óhemju athygli. Einn rithöfundanna sem þýskir bókmenntapáfar sýndu áhuga var Egill "Gillzenegger“ Einarsson.

Sjá næstu 50 fréttir