Fleiri fréttir

Glænýtt sýnishorn úr myndinni Á annan veg

Íslenska gamanmyndin Á annan veg verður frumsýnd 2. september. Nýtt sýnishorn úr myndinni er frumsýnt á Vísi í dag og er hægt að horfa á það hér með greininni.

Nýja gellan hans Gogga er með sixpakk

George Clooney, 50 ára, er byrjaður að hitta nýja konu eftir að hann endaði sambandið við ítölsku sjónvarpsstjörnuna og fyrirsætuna Elisabettu Canalis. Nýja leikfangið hans er fyrirsætan og leikkonan Stacy Keibler, 31 árs. Hún lét fara vel um sig í sólinni með þetta líka vel þjálfaða magavöðva eins og greinilega sjá má í myndasafni. Stacey eyddi tíma með George í húsinu hans á Ítalíu í júlí.

Segir Gaga hafa stolið Judas

Söngkona frá Chicago sakar Lady Gaga um að hafa stolið laginu Judas frá sér. Söngkonan sem heitir Rebecca Francescatti hefur stefnt Gaga vegna meints lagastundar. Hún segist hafa tekið lagið upp árið 1999. Francescatti vann með Brian Joseph Gaynor að laginu, en hann. Francescatti krefst hluta af hagnaði á sölu Judas eða skaðabóta af ótilgreindri upphæð.

Sheen ætlar að horfa á sína eigin útför

Charlie Sheen ætlar að halda teiti og bjóða vinum sínum að horfa á þegar persóna hans úr sjónvarpsþáttunum Two and a half man hverfur úr þáttunum í næsta mánuði. Sheen var rekinn úr þáttunum fyrr á þessu ári og Ashton Kutcher mun taka við þegar ný þáttaröð hefst í september. Samkvæmt handritinu mun persóna Sheens deyja. Sheen hefur því sagt að þátturinn þegar hann hverfur úr þáttunum.

Hannar fyrir Hollywood

Ameríski söngvarinn Steven Tyler bar eyrnalokka hönnuðarins Rannveigar Gísladóttur í lokaþætti American Idol og á frumsýningu Pirates of the Caribbean: On Stranger Tides í vor. Stílistar Rihönnu og Keishu hafa einnig keypt lokka Rannveigar fyrir skjólstæðinga sína en hún hefur þó enn ekki séð þær koma fram með þá.

Eyðsluklóin Bieber

Ungstirnið Justin Bieber er einn ríkasti unglingur heims en samkvæmt heimildum fer hann mjög óskynsamlega með fé sitt. Samkvæmt The National Enquirer eyðir hann miklum peningum í að dekra við kærustu sína, söngkonuna Selenu Gomez.

Sólgleraugu í endurútgáfu

Nokkrar mismunandi viðhafnarútgáfur plötunnar Achtung Baby með U2 eru væntanlegar síðar á árinu. Tilefnið er að tuttugu ár eru liðin síðan þessi sjöunda hljóðversplata sveitarinnar kom út við góðar undirtektir. Ein útgáfan inniheldur sex geisladiska, fjóra mynddiska, fimm smáskífur, sextán myndir og 84 síðna bók og síðast en ekki síst alveg eins sólgleraugu og söngvarinn Bono notaði í myndbandinu við The Fly. Með annarri útgáfu fylgir einnig 92 blaðsíðna bók. Platan verður jafnframt fáanleg í vínylboxi, auk þess sem einföld endurhljómjöfnuð útgáfa verður í boði.

Opna Forréttabar á næstunni

„Þetta verður alveg frábær staður,“ segir Guðmundur Þór Gunnarsson. Eigendur Humarhússins ætla að opna veitingastaðinn Forréttabarinn um næstu mánaðamót. Hann verður staðsettur á Nýlendugötu 14 þar sem verslunin Liborius var áður til húsa. Undirbúningur er í fullum gangi þessa dagana.

Komin með nýjan mann

Leikkonan Kate Bosworth grætur ekki endalok samband síns og True Blood-leikarans Alexanders Skarsgård. Aðeins nokkrum dögum eftir að tilkynnt var um sambandsslitin hefur hún tvisvar sést í för með leikstjóranum Michael Polish.

GUS GUS-myndband frumsýnt

Það var fjölmennt í frumsýningarpartýi hljómsveitarinnar GusGus við frumsýningu á nýju tónlistarmyndbandi.

Leonardo DiCaprio launahæstur

Leonardo DiCaprio hefur tekið fram úr Johnny Depp sem launahæsti leikarinn í Hollywood. Samkvæmt tímaritinu Forbes hefur DiCaprio þénað 77 milljónir dala undanfarið ár, eða tæpa níu milljarða króna.

Brakandi ferskt sýnishorn fyrir Týndu kynslóðina

Mikil eftirvænting ríkir fyrir sjónvarpsþættinum Týnda kynslóðin sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í opinni dagskrá á föstudagskvöldum í vetur. Þátturinn er í umsjón Björns Braga Arnarssonar og Þórunnar Antoníu og fer fyrsti þátturinn í loftið 19. ágúst næstkomandi.

Britney nuddar kærastann

Söngkonan Britney Spears, 29 ára, nuddaði axlirnar á kærastanum sínum, Jason Trawick, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þegar þau sigldu um á spíttbát í gær. Með í för voru synir Britney, Jayden James og Sean Preston. Þá má einnig sjá fleiri myndir af söngkonunni og drengjunum synda með ömmu sinni, mömmu Britney, í myndasafni.

Þessar stelpur eru að gera góða hluti

Í meðfylgjandi myndskeiði segja skartgripahönnuðirnir Telma Tryggvadóttir, Teresa Tryggvadóttir og Hulda Rós Hákonardóttir sem mynda teymið Made by 3 hvernig hugmyndin að samstarfinu kviknaði. Þær byrjuðu að hanna saman fyrir einu og hálfu ári síðan en þetta byrjaði allt á því að Teresa, sem er vöruhönnuður vann lokaverkefnið sitt með sænskum skartgripahönnuði. Hún fékk svo í lið með sér systir sína Telmu og vinkonu Huldu en þær hafa bakgrunn í viðskiptum og tísku. Þær selja nú hönnun sína í þremur verslunum í Stokkhólmi ásamt í íslensku verslununum Leonard, Módern, Kastaníu og Húsi handanna á Egilsstöðum. Þær eru einnig með vefverslun á www.madeby3.is. Mady by 3 á Facebook.

Jógvan og Friðrik Ómar ferskir eftir fiskisúpuna

Félagarnir Friðrik Ómar og Jógvan ljúka tónleikaferðalagi sínu um landið með tvennum tónleikum í tilefni Fiskidagsins mikla á Dalvík, heimabæ Friðriks Ómars. Báðir tónleikarnir fara fram í Dalvíkurkirkju.

Tveir í tjaldi á leynieyju

"Þetta er í fyrsta sinn sem ég er spurður hvort ég hafi reynslu af pólitísku starfi þegar ég er beðinn um að spila,“ segir plötusnúðurinn Margeir Ingólfsson.

Alexander McQueen-sýning setur aðsóknarmet

Yfir hálf milljón manna hefur lagt leið sína í Metropolitan Museum of Art listasafnið í New York til að berja sýningu Alexanders McQueen augum. Sýningin er komin á toppinn yfir aðsóknarmestu tískusýningar listasafnsins og fer á topp 20 yfir aðsóknarmestu sýningar allra tíma hjá safninu.

Rihanna í funheitum dansi með æskuástinni

Slúðurmiðlar vestanhafs fóru á fullt þegar sást til söngkonunnar Rihönnu í heitum dansi við karlmann í heimalandi sínu, Barbados. Rihanna vakti athygli fáklædd uppi á pallbíl í skrúðgöngu.

Winwin vefur opnar formlega

Hjónin Kitty Johansen og Ágúst Reynir Þorsteinsson opnuðu formlega vefsíðuna Winwin.is í Nauthólsvík í gær. Eins og myndirnar sýna mætti fjöldi manns og gleðin var allsráðandi. Skoða Winwin hér.

Reif í rassinn á Gay Pride

Óli Hjörtur Ólafsson heldur klúbbakvöldið Reif í rassinn á laugardagskvöldið í tengslum við Gay Pride. Nafnið er grípandi og tilvísun í Reif-safndiskana sem voru einu sinni vinsælir. „Þetta verður fyrir alla þá sem vilja hlusta á vandaða klúbbatónlist á Gay Pride,“ segir Óli Hjörtur Ólafsson, sem stendur fyrir klúbbakvöldinu Reif í rassinn á laugardaginn.

Moses Hightower syrgir Moses Hightower

„Þetta er töluvert áfall fyrir okkur," segir Andri Ólafsson, bassaleikari og annar söngvara hljómsveitarinnar Moses Hightower. Bandaríski leikarinn Charles Aaron „Bubba" Smith lést á miðvikudag, 66 ára að aldri. Hann var þekktastur fyrir hlutverk sitt sem ljúfi risinn Moses Hightower í Police Academy-myndunum sem voru vinsælar á níunda áratug síðustu aldar. Andri og félagar nefndu hljómsveitina eftir persónu Smiths og voru slegnir að heyra um andlát leikarans.

Litadýrð á Draggkeppni

Það þurfti að bæta við stólum í Silfurbergsalnum í Hörpunni á miðvikudagskvöldið þegar Draggkeppni Íslands 2011 fór þar fram. Keppnin var hin glæsilegasta og áhorfendur lýstu yfir mikilli ánægju með kvöldið.

Konukvöld í Grímsbæ

Meðfylgjandi myndir voru teknar á konukvöldi í Grímsbæ á vegum verslananna Örnu og Arcadesign. Fjöldi kvenna mætti enda margt spennandi í boði eins og spákonuhorn þar sem boðið var upp á fría spá, endalaus tilboð, prúttmarkaður, fljótandi veitingar og veglegt happadrætti þar sem Iceland Express, Tímadjásn, Ársól, Eldofninn, Blómastofan Grímsbæ og Rakarastofan Grímsbæ gáfu vinninga. Arna verslun á Facebook. Arcadesign Iceland á Facebook.

Berlínarsnúður á leið til Íslands

„Við höfum verið í sambandi við hann í fjögur ár. Hann er gríðarlega mikils metinn í Þýskalandi,“ segir Helgi Már Bjarnason úr útvarpsþættinum Party Zone á Rás 2.

Bradley Cooper í stað Marks Wahlberg

Leikarinn Bradley Cooper er í viðræðum um að hlaupa í skarðið fyrir Mark Wahlberg sem aðalleikari gamanmyndarinnar The Silver Linings Playbook. Hún er byggð á samnefndri skáldsögu Matthews Quick.

Þú ert meira að segja sexí í þessu

Leikarinn Brad Pitt, 47 ára, var glæsilegur þrátt fyrir að vera kappklæddur í einhverskonar brynju með gráa lambúshettu á höfðinu við tökur á nýrri kvikmynd, World War Z, sem fram fóru í dag í Cornwall Englandi. Brad, ásamt aukaleikurum, stillti sér upp á þilfari skips sem var skreytt með gervisnjó eins og sjá má á myndum.

Keppt í uppistandi á Prikinu

„Þetta hefur ekki verið gert síðan fyndnasti maður Íslands var síðast krýndur,“ segir grínistinn Halldór Halldórsson, Dóri DNA. Dóri, Steindi Jr. og Ágúst Bent setjast í dómarasætið á Prikinu á morgun þar sem keppni í uppistandi fer fram klukkan átta. Dóri segir skráningu í keppnina ganga vel, en þeir sem vilja spreyta sig geta ennþá skráð sig til leiks með því að senda póst á bokanir@prikid.is.

Fékk viðurkenningarskjal fyrir heimsmet á hjólabretti

"Það er mikill heiður að eiga svona og þá sérstaklega að feta í fótspor pabba," segir Hlynur Gunnarsson, sem nýlega fékk sent viðurkenningarskjal frá Guinness World Records, eftir að hann sló heimsmet í að halda jafnvægi á hjólabretti í desember í fyrra.

Er mín dottin aftur í djammgírinn?

Leikkonan Lindsay Lohan, 24 ára, reyndi allt hvað hún gat til að koma í veg fyrir að ljósmyndarar mynduðu hana yfirgefa tónleika hljómsveitarinnar Coldplay í Los Angeles í gærkvöldi eins og sjá má í myndasafni. Nú eru sögusagnir um að Lindsay, sem var klædd í stuttbuxur og skyrtu, sé aftur dottin í sama gamla djammgírinn en leikkonan hefur oftar en ekki komist í kast við lögin og nú síðast keyrði hún full og stal rándýru hálsmenni. Þá var hún dæmd í stofufangelsi fyrir að hafa rofið skilorð. Djammarinn Lindsay var síðast á bak við lás og slá árið 2010. Komdu frítt í bíó!

Hætta í íshokkí til þess að gerast klappstýrur

"Þetta er vinaleg íþrótt sem leggur mikið upp úr góðum liðsanda og jákvæðni,“ segir sænski klappstýrumeistarinn Alexander Ström, sem ásamt félaga sínum Pétri Sveinssyni ætlar að kynna klappstýruíþróttina fyrir Íslendingum og standa fyrir námskeiði um helgina. "Ég er viss um að Íslendingar eru forvitnir að vita um hvað íþróttin snýst,“ segir Pétur og bætir við að klappstýring sé íþróttagrein og ekki einungis klapp frá hliðarlínunni á öðrum íþróttaleikjum.

Nei sko prinsessan verslar sjálf í matinn

Á meðfylgjandi myndum má sjá hertogaynjuna af Cambridge, Kate Middleton, 29 ára, versla eina síns liðs í Tesco matvöruversluninni í norður Wales. Prinsessan gaf sér góðan tíma við innkaupin áður en hún setti vörurnar í skottið á bílnum sínum. Þá má einnig sjá Kate og Elísabetu drottningu virða fyrir sér brúðkaupskjól Kate í Buckingham höll þar sem hann verður til sýnis fyrir almenning.

Hætt saman

Eftir fjögurra ára samband eru þáttastjórnandinn Alexa Chung og Alex Turner, söngvari hljómsveitarinnar Arctic Monkeys, hætt saman. Það var talskona Chung sem staðfesti sambandsslitin við fjölmiðla eftir miklar vangaveltur slúðurmiðla vestanhafs.

Þau hata hvort annað (dagsatt)

Johnny Depp og Angelina Jolie áttu í erfiðleikum með að sýna að þeim líkaði vel við hvort annað á rauða dreglinum, Jay-Z og Kanye West rífast eins og hundur og kötttur og það vita allir í New York að Sarah Jessica Parker og Kim Cattrall náðu engan veginn saman á meðan á Sex and The City ævintýrinu stóð.

Tískumyndband þróaðist út í nýja Gusgus myndbandið

"Tökurnar gengu vel enda blandaðist þarna saman fallegur hópur af fólki, góð tónlist og frábært veður,“ segir Ellen Loftsdóttir stílisti, sem leikstýrir nýjasta myndbandi hljómsveitarinnar GusGus ásamt sambýlismanni sínum Þorbirni Ingasyni.

Sumir eru í klikkuðu formi

Þýska Project Runway stjarnan og ofurfyrirsætan Heidi Klum, 38 ára, gaf Seal eiginmann sínum rembingskoss á lúxussnekkju 1. ágúst síðastliðinn. Eins og myndirnar sýna er Heidi í klikkuðu formi en hún skokkar sig í form að eigin sögn. Þá má einnig sjá börnin þeirra fjögur Leni, Henry, Johan, og Lou með þeim á snekkjunni í myndasafni.

Ævintýri í sundbíói

Sundbíó Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, hefur verið flutt úr Sundhöll Reykjavíkur í innisundlaug Laugardalslaugar. Í þetta sinn verður sýnd ævintýramyndin The NeverEnding Story frá árinu 1984. Íslenskir tónlistarmenn ætla einnig að mæta á svæðið og flytja sína útfærslu af titillagi myndarinnar sem Limahl gerði ódauðlegt á sínum tíma.

Skúli einn á Vestfjörðum

Tónlistarmaðurinn Skúli mennski fer einn og yfirgefinn um Vestfirði 4. til 7. ágúst og flytur eigin verk. Lög af nýjustu plötu hans, Búgí!, verða í forgrunni en eldra efni og óútgefið fær að fljóta með. Yfirskriftin er „Einn og yfirgefinn“ þar sem hljómsveit hans Grjót verður ekki með í för. Mugison verður Skúla þó til halds og trausts tvö kvöld og flytur eigin lög.

Sívaxandi draggkeppni

Mikil spenna er fyrir Draggkeppni Íslands 2011 sem fer fram í Hörpu í kvöld. Georg Erlingsson Merritt sér um að skipuleggja keppnina sem hefur stækkað til muna á síðustu árum.

Scarlett Johansson afþakkaði stefnumót

Hálfgert æði hefur gripið um sig meðal bandarískra hermanna undanfarnar vikur eftir að einn þeirra varð sér úti um stefnumót með leikkonunni Milu Kunis. Fjöldi hermanna hefur fetað í fótspor hins heppna dáta og boðið ýmsum stjörnum á árlegt ball hermanna og nú síðast fékk Scarlett Johansson slíkt boð.

Hollenskar í íslenskri hönnun

Keppendur í sjónvarpsþættinum Holland"s Next Top Model tóku þátt í tískusýningu í Hörpunni um verslunarmannahelgina. Sýningin átti að fara fram á Ingólfstorgi en ákveðið var að færa hana til.

Sáust ítrekað saman

Leikarinn James Franco sagði frá því í viðtali við Playboy að hann og kærasta hans til fimm ára, leikkonan Ahna O’Reilly, væru hætt saman. Hann kenndi námsþorsta sínum um sambandsslitin.

Sjá næstu 50 fréttir