Fleiri fréttir Húðflúrari Tyson bálreiður Ef kynningarmyndband væntanlegrar kvikmyndar Hangover 2 er skoðað má greinilega sjá að Ed Helms vaknar upp með nákvæmlega eins húðflúr og Mike Tyson lét setja á andlitið á sér árið 2003. Húðflúrarinn, S. Victor Whitmill, sem bæði teiknaði og húðflúraði listaverkið í andlitið á Tyson er brjálaður út í Warner Bros, framleiðanda kvikmyndarinnar því hann telur sig eiga höfundarréttinn á listaverkinu. S. Victor hefur kært Warner Bros og fer fram á stjarnfræðilega háar fjárhæðir. 30.4.2011 21:43 Prinsessan greinilega sátt við brúðkaupsnóttina Ef meðfylgjandi myndir, sem teknar voru af Vilhjálmi Bretaprins, 28 ára, og Katrínu Middelton, 29 ára, í dag, laugardag, eru skoðaðar líta þau út fyrir að vera í sjöunda himni eftir brúðkaupið þeirra sem fram fór í Westminster Abbey í gær að viðstöddu fjölmenni. Þá má einnig sjá þyrluna sem flaug með hjónakornin burt frá Bretlandi á ónefndan stað þar sem þau ætla að eyða helginni saman. Opinberu brúðkaupsmyndirnar sem teknar voru af þeim eftir athöfnina má einnig skoða í meðfylgjandi myndasafni. 30.4.2011 20:33 Eignuðust tvíbura í dag Söngkonan Mariah Carey, 41 árs, og eiginmaður hennar, Nick Cannon, 30 ára, eignuðust tvíbura í dag, dreng og stúlku, á fjögurra ára brúðkaupsafmælinu þeirra, klukkan 12:07, á Los Angeles spítalanum. Eiginkona mín gaf mér ótrúlegustu gjöf sem hægt er að hugsa sér á brúðkaupsafmælinu okkar. Ég á aldrei eftir að toppa hana, skrifaði Nick á Twitter síðuna sína í dag. Hjónin hafa ekki gefið tvíburunum nöfn en þau hlustuðu saman á vinsælt lag Mariuh We Belong Together strax eftir að börnin fæddust. 30.4.2011 20:06 Óþekkjanleg Jennifer Lopez Söngkonan og American Idol dómarinn Jennifer Lopez, 41 árs, var nánast óþekkjanleg með risastór sólgleraugu á nefinu, ómáluð í andliti, með hárið tekið upp í snúð, klædd í bleikar joggingbuxur og svartan síðerma rúllukragabol eins og sjá má á myndunum sem voru teknar í fyrradag. Það var hinsvegar allt annað að sjá söngkonuna klædda í gylltan glamúrgalla eftir Zuhair Murad og Christian Louboutin skó. Þetta kvöld var Jennifer stórglæsileg eins og sjá má í myndasafni. Um var að ræða heljarinnar partý sem hún hélt í Los Angeles tilefni af nýju plötunnar hennar Love?. Burtséð frá nýju plötunni er nóg að gera hjá Jennifer. Hún og eiginmaður hennar Marc Anthony ásamt Simon Fuller, sem er hugmyndasmiðurinn á bak við Idol, skipuleggja nú nýjan sjónvarpsraunveruleikaþátt sem ber heitið Que Viva. Þátturinn gengur út á að uppgötva nýja hæfileikaríka söngvara sem eiga ættir sínar að rekja til suður ameríku. Þá hefur Jennifer einnig tekið að sér að taka þátt í að talsetja væntanlega teiknimynd Ice Age: Continental Drift. 30.4.2011 16:00 Cut Copy til Íslands í sumar "Ég held að þetta eigi eftir að verða besta partí sumarsins, jafnvel þótt það sé á miðvikudegi. Bestu partí sumarsins eru alltaf á virkum dögum,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson tónleikahaldari. 30.4.2011 16:00 Ítalskur dagskrárstjóri ráðinn til RIFF Ítalinn Giorgio Gosetti hefur verið ráðinn dagskrárstjóri Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF. „Ég get fullyrt það að hann er tvímælalaust einn af bestu dagskrárstjórum í Evrópu og þótt víðar væri leitað,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF. 30.4.2011 14:00 Lifði af tímann með Mínus Storme Withy-Grubb frá Englandi tekur þátt í fræðslukvöldi Útóns á þriðjudaginn. Hún hefur skipulagt tónleikaferðir með frægum hljómsveitum á borð við Bloc Party, Kaiser Chiefs, CSS og hina íslensku Mínus. 30.4.2011 13:00 Vinsælir á Tribeca Leikstjórinn Gaukur Úlfarsson er ánægður með viðtökurnar sem heimildarmynd hans Gnarr fékk á kvikmyndahátíðinni Tribeca í New York. 30.4.2011 12:00 Katy Perry leiðir listann Breska tónlistartímaritið NME kannar um þessar mundir hvaða listamaður er magnaðasti popptónlistarmaður allra tíma. Hvorki meira né minna. 30.4.2011 11:00 Brjálaður út í sjálfan sig Rapparinn Ja Rule hefur tjáð sig í fyrsta sinn um yfirvofandi fangelsisvist sína. Hann byrjar í júní afplánun á tveggja ára dómi sem hann fékk fyrir vopnaburð árið 2007. Ja Rule, sem heitir réttu nafni Jeffrey Atkins, er reiðubúinn að fara í steininn en finnur til með eiginkonu sinni og þremur börnum þeirra. „Ég er brjálaður út í sjálfan mig. Dóttir mín er fimmtán ára og er á leiðinni í menntaskóla. Hún þarf á föður sínum að halda. Strákarnir mínir þurfa líka á mér að halda, rétt eins og konan mín. Pabbi klúðraði sínum málum,“ sagði hann. 30.4.2011 10:00 Smíðaði einstakt hljóðfæri fyrir Björk Guðmundsdóttur Björgvin Tómasson orgelsmiður lauk nýverið við að smíða nýtt hljóðfæri handa tónlistarkonunni Björk. Hljóðfærið mun leika veigamikið hlutverk á næsta hljómdiski Bjarkar. 30.4.2011 08:00 Big Boi með Modest Mouse Isaac Brock og félagar í hljómsveitinni Modest Mouse vinna nú að fimmtu breiðskífu sinni. Á meðal þeirra sem hafa unnið með hljómsveitinni í hljóðverinu er rapparinn Big Boi úr OutKast-dúettinum, en ekki liggur fyrir hvað hann hefur fram að færa. Big Boi greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni og bætti við að meðlimir Modest Mouse væru svölustu kettir allra tíma (e. coolest cats ever). 30.4.2011 06:00 Sjáðu hattana og kjólana Hattanir og kjólarnir voru misfallegir eins og þeir voru margir í brúðkaupi Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton í Westminster Abbey í London í dag eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Hattur Victoriu stal senunni. Hún var stórglæsileg með svartan Phillip Treacy hatt og hárið tekið í tagl. Þá var hún klædd í kjól eftir sjálfa sig og sérsniðnum Christian Louboutin hælaskóm. Eiginmaður hennar, David var klæddur í Ralph Lauren smóking. Sjáðu brúðarkjól prinsessunnar hér og skvísuna sem skyggði á prinsessuna þennan dag. 29.4.2011 20:50 Fer aftur í meðferð Richie Sambora, gítarleikari rokksveitarinnar Bon Jovi, hefur ákveðið að fara í meðferð vegna vímuefnavandamála sinna. Sambora, sem hefur lengi barist við fíkniefnadjöfulinn, fór síðast í meðferð fyrir fjórum árum. Ári síðar var hann handtekinn fyrir að aka undir áhrifum og lýkur hann afplánun þriggja ára skilorðsbundins dóms síðar á þessu ári. Næstu tónleikar Bon Jovi eru fyrirhugaðir á morgun en óvíst er hvort af þeim verður vegna vandamála gítarleikarans. 29.4.2011 20:00 Gettu hver skyggði á prinsessuna í dag? Pippa Middleton, 27 ára, systir prinsessunnar, skyggði heldur betur á systur sína í dag. Pippa fangaði athygli heimspressunnar þegar hún mætti fantaflott í aðsniðnum kjól hugsandi um það eitt að kjóll brúðarinnar liti sem best út. Getur verið að sæta ólofaða systirin hafi verið sætari en prinsessan á sjálfan brúðkaupsdaginn? Kíktu á myndirnar af Pippu hér. 29.4.2011 19:17 Kaloríulausar kræsingar Erla Ósk Arnardóttir er hugmyndasmiðurinn á bak við kræsingarnar sem sjá má í meðfylgjandi myndskeiði en sætindin eru gerð úr sápu sem hún býr til sjálf frá grunni. Við heimsóttum Erlu Ósk í dag, fengum að skoða sápurnar hennar og spurðum hana hvernig hugmyndin að Sápubakaríinu sem hún rekur varð til og hvernig viðtökurnar við afurðinni hafa verið. Sápubakaríið hennar Erlu á Facebook. 29.4.2011 16:14 Blúndubrúðarkjólar ekki vinsælir á Íslandi Sigurdís Ólafsdóttir eigandi brúðarkjólaleigunnar Tvö Hjörtu í Bæjarlind fylgist vel með hvað íslenskar brúður vilja þegar brúðarkjólar eru annars vegar. Við litum við hjá henni í dag til að forvitnast um brúðarkjóla og slör í tilefni af brúðkaupi Vilhjálms bretaprins og Katrínar. 29.4.2011 15:48 Konunglegur koss Meðfylgjandi má sjá fyrsta opinbera koss Vilhjálms og Katrínar á svölum Buckingham hallar í dag. Eins og heyra má brutust út gríðarleg fagnaðarlæti á meðal fjöldans þegar prinsinn kyssti prinsessuna sína. 29.4.2011 15:22 Steelheart flytur She's Gone á Nasa í sumar Bandaríska "hár-metal“ hljómsveitin Steelheart spilar á Nasa 8. júní. Hún er þekktust fyrir kraftballöðuna She"s Gone þar sem söngvarinn Miljenko "Mili“ Matijevic nær ótrúlegum tónhæðum. Dagur Sigurðsson, sem vann Söngkeppni framhaldsskólanna fyrir skömmu, er mikill aðdáandi Steelheart, einkum söngvarans Mili. 29.4.2011 14:00 Snuðra um fólk og staði Snoop-around er ný ljósmynda- og viðtalsvefsíða þar sem heimili, vinnustaðir og vinnustofur skapandi fólks eru heimsótt. Markmið síðunnar er að gefa innsýn í líf áhugaverðs fólks bæði í máli og myndum. 29.4.2011 13:00 Prinsessan yfirveguð við altarið Prinsessan Katrín Middleton var áberandi yfirveguð eins og hún hefði ekki gert neitt annað um ævina þegar hún gekk að eiga Vilhjálm bretaprins í Westminster Abbey í dag. Þú ert gullfalleg, sagði Vilhjálmur við Katrínu þegar faðir hennar, Michael Middleton, var um það bil að gefa honum hönd dóttur sinnar. 29.4.2011 12:42 Lohan kennir heimilislausum Lindsay Lohan er byrjuð að búa sig undir samfélagsþjónustu sem dómari í Los Angeles skikkaði hana nýverið til að sinna. Lohan, sem var einnig dæmd í 120 daga fangelsisvist, þarf að vinna í 480 klukkustundir í þágu samfélagsins og hyggst eyða þeim í að kenna heimilislausum konum að leika. Lohan var dæmd fyrir að rjúfa skilorð þegar skartgripasali sakaði hana um að stela hálsmeni frá sér. 29.4.2011 12:00 Systir prinsessu stendur sig í stykkinu Brúðarmær prinsessunnar Pippa Middleton, 27 ára, tók sér nokkurra vikna frí frá vinnu til að aðstoða Katrínu við undirbúninginn fyrir brúðkaupsdaginn. Pippa sá um að skipuleggja partýið sem verður haldið í kvöld og eins og myndirnar sýna stóð hún sig aldeilis vel við að hjálpa systur sinni með 2,7 metra langa slörið á kjólnum meðal annars. Myndir úr kirkjunni - brúðarkjóllinn. 29.4.2011 11:36 Gott frí eftir barnsburð Leikkonan Kate Hudson ætlar að taka sér gott frí frá kvikmyndaleik eftir að hún eignast sitt annað barn síðar á þessu ári. Hún vill fyrir enga muni missa af því að sjá barnið vaxa úr grasi. Hudson á von á barninu með Matt Bellamy, söngvara Muse, sem bað hennar einmitt í síðustu viku. Leikkonan hélt áfram að vinna skömmu eftir að hún eignaðist fyrsta barnið sitt, soninn Ryder, en núna verður annað uppi á teningnum. „Ég mun eingöngu halda áfram að vinna ef kvikmyndin er nógu áhugaverð,“ sagði hún. 29.4.2011 11:30 Myndir úr kirkjunni Meðfylgjandi myndir voru teknar í brúðkaupi Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton í Westminster Abbey í London í dag. Gríðarlegur mannfjöldi er samankominn í Lundúnum til þess að berja kóngafólkið augum enda ekki á hverjum degi sem verðandi krónprins Breta gengur í hnapphelduna. Smelltu hér til þess að fylgjast með útsendingunni. Þeir sem vilja fylgjast með í gegnum snjallsíma smella hér. 29.4.2011 11:20 Órói sýnd í Kristiansand Kvikmyndin Órói verður opnunarmyndin á kvikmyndahátíðinni í Kristiansand í Noregi 3. maí. Hátíðin sérhæfir sig í kvikmyndum fyrir ungt fólk og er mjög virt. Baldvin Z, leikstjóri Óróa, Ingibjörg Reynisdóttir, handritshöfundur og leikkona, og Atli Óskar Fjalarsson, aðalleikari myndarinnar, verða viðstödd frumsýninguna. Myndin verður sýnd fjórum sinnum og munu aðstandendur hennar svara spurningum áhorfenda að loknum sýningum. Órói var frumsýnd í október í fyrra og fékk mjög góðar viðtökur. 29.4.2011 11:00 Stelur kastljósinu frá konunglega brúðkaupinu Kristján Eyjólfsson, íslenskur gullsmiður og skartgripahönnuður búsettur í London, stal senunni af þeim Vilhjálmi Bretaprins og Kate Middleton á miðvikudag þegar heimspressan komst á snoðir um að hann og unnusta hans, hin ástralska Ivonne Valle, hygðust ganga í það heilaga í dag. Kristján og Ivonne mættu fyrst í viðtal við BBC London, svo var ítarlegt viðtal við þau á bandarísku fréttastöðinni ABC og deginum lauk með blaðaviðtali við Evening Standard. 29.4.2011 09:00 Níðþung og sveitt stemning Þungarokkssveitirnar Skálmöld og Sólstafir troða upp á Nasa í kvöld. Söngvarar sveitanna vona að hljóðkerfi staðarins standist álagið. „Þetta verður sveitt stemning,“ segir Björgvin Sigurðsson, söngvari víkingarokkaranna í Skálmöld. Sveitin spilar á Nasa í kvöld ásamt öðrum þungavigtarmönnum í Sólstöfum og ljóst að krafturinn sem leysist úr læðingi verður ógurlegur. 29.4.2011 09:00 Beckham hjónin mættu í sínu fínasta pússi Brúðkaup Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton fer fram í Westminster Abbey í London í dag. Gríðarlegur mannfjöldi er samankominn í borginni til þess að berja kóngafólkið augum. Meðfylgjandi má sjá myndir af David Beckham og Victoriu konu hans þegar þau mættu í brúðkaupið í morgun en mikil fagnaðarlæti brutust út á meðal fjöldans. Victoria er stórglæsileg með svartan Phillip Treacy hatt og hárið tekið í tagl, í kjól eftir hana sjálfa og sérsniðnum Christian Louboutin hælaskóm. David er ekki síðri, klæddur í Ralph Lauren frá toppi til táar. Hildur Helga Sigurðardóttir og Svavar Örn lýsa því sem fyrir augu ber í beinni útsendingu á Stöð 2 og Visir.is. Smelltu hér til þess að fylgjast með útsendingunni. 29.4.2011 08:50 Hvernig verður hárið á prinsessunni? Hildur Helga Sigurðardóttir og Svavar Örn standa vaktina til að lýsa því sem fyrir augu ber í konunglegu brúðkaupi Vilhjálms og Kate Middleton sem fram fer í beinni útsendingu á Stöð 2 í dag. Við kíktum á Hildi og Svavar nokkrum mínútúm áður en útsendingin hófst eldsnemma í morgun eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Smelltu hér til þess að fylgjast með útsendingunni. 29.4.2011 07:45 Blue fær ekki spilun heima Meðlimir breska strákabandsins Blue eru óánægðir með að Eurovision-lag þeirra I Can fái ekki nægilega spilun á útvarpsstöðvum heima. Lagið hefur ekki komist inn á helstu spilunarlistana, þar á meðal hjá BBC Radio 2. Samkvæmt vefsíðunni Myradio.com sem fylgist með lagaspilun útvarpsstöðva hefur I Can aðeins verið spilað 22 sinnum síðastliðinn mánuð á öllum Bretlandseyjum. „Við erum að reyna að gera þetta fyrir þjóðina okkar en hún vill ekki styðja við bakið á okkur,“ sagði söngvarinn Simon Webbe ósáttur. Eurovision-keppnin fer fram í Þýskalandi um miðjan maí. 29.4.2011 06:00 Dansinn sem allir eiga að geta lært Alþjóða dansdagurinn er í dag. Hátíðarhöld verða á Ísafirði, Akureyri og í höfuðborginni en dagskrá hefst í Smáralind klukkan 17. Í tilefni dagsins var saminn hip hop dans sem ætlunin er að dansa á öllum hátíðunum. Ísland í dag kíkti á krakka í Dans Center sem fluttu lengri útgáfu af dansinum eins og sjá má hér fyrir ofan. Aðstandendur dagsins segja að allir eigi að geta lært dansinn. Þeir sem vilja negla sporin geta einnig kíkt á kennslumyndband sem sett var á YouTube. 29.4.2011 15:14 Ísaldarþríeykið snýr aftur í fjórðu myndinni Þeir Manni, Lúlli og Dýri eru sennilega eitt ólíklegasta þríeyki sem til er: loðfíll, letidýr og sverðtígur. Þeir kynntust fyrst þegar þeir björguðu litlu barni frá blóðþyrstri hjörð Dýra og hafa síðan þá haldið hópinn. Myndirnar, sem eru orðnar þrjár talsins, hafa notið mikilla vinsælda og skilað gróða upp á 2 milljarða dala, eða 225 milljarða íslenskra króna. Það kemur því ekkert óskaplega á óvart að ráðast eigi í gerð fjórðu myndarinnar, en stefnt er að frumsýningu hennar á næsta ári. Þeir Ray Romano, John Leguizamo og Denis Leary verða sem fyrr í sínum hlutverkum og Queen Latifah snýr að sjálfsögðu aftur í hlutverk Elínar. 28.4.2011 23:00 Þrumuguðinn Þór og danska dramað Þrjár kvikmyndir eru frumsýndar um helgina og þær gætu vart verið ólíkari. Stórmyndin Thor eða Þór með Chris Hemsworth, Natalie Portman og Anthony Hopkins í helstu hlutverkum verður frumsýnd í Laugarásbíói. Þór er í myndinni dæmdur til refsingar á jörðinni fyrir kæruleysi og vanrækslu. Á meðan tekur hinn lævísi Loki völdin í Ásgarði og að endingu neyðist Þór til að kyngja stoltinu og bjarga heimkynnum sínum. 28.4.2011 22:30 Nýtt efni frá Damon á netinu Nýtt lag sem tónlistarmaðurinn Damon Albarn tók upp með Dan the Automator og Kid Koala gengur nú hratt á milli tónlistarunnenda á netinu. Lagið komst í umferð eftir að Kid Koala spilaði það í útvarpsþætti á þriðjudagskvöldið. Hægt er að sjá hann spila lagið í þættinum í myndbandinu hér fyrir ofan. Tónlistarmennirnir hafa ekkert látið uppi um lagið eða önnur sem kunna að fylgja í kjölfarið en almennt er talið að það verði á væntanlegri sólóplötu Dan the Automator. Albarn vann með þeim tveimur að fyrstu plötu Gorillaz árið 2001. 28.4.2011 21:00 Þriggja daga Blúshátíð Reykjavíkur Meðfylgjandi myndir tók Ólafur Kr. Ólafsson á Blúshátíð Reykjavíkur sem stóð yfir í þrjá daga á Reykjavík Hilton Nordica á dögunum en fullt var út úr dyrum öll kvöldin. Eins og myndirnar sýna var gríðarlega góð stemning á meðal flytjenda og áhorfenda, ekki síst þegar stórstjörnur hátíðarinnar, þeir Vasti Jackson og Marquise Knox slógust í hóp stærri og smærri listamanna í litlum bluesbar sem hafði verið útbúinn í hliðarsal hótelsins. Þar hélt blúsinn áfram fram á rauða nótt eftir hverja tónleika. Aðrir sem komu fram voru Blue Ice band (skipað þeim Halldóri Bragasyni, Guðmundur Péturssyni, Davíð Þór Jónssyni, Róbert Þórhallssyni, Birgi Baldurssyni og Óskari Guðjónssyni), Björgvin Halldórsson, Páll Rósinikranz, Blúsmafían (skipuð Þóri Baldurssyni, Guðmundi Péturssyni, Róberti Þórhallssyni, Pálma Sigurhjartarsyni, Jóhanni Hjörleifssyni og Óskari Guðjónssyni) Ferlegheit, Klassart og Stone Stones. Jóhanna Guðrún og Elvar Örn Friðriksson ásamt hljómsveit tóku lagið með stæl sem sérlegir ungliðar hátíðarinnar og svo hljómsveitirnar Lame Dudes, Devil's train, VOR og fleiri og fleiri. 28.4.2011 20:30 Árni Sveinsson frumsýnir nýja mynd í Hörpu Kvikmyndagerðarmaðurinn Árni Sveinsson er að leggja lokahönd á heimildarmyndina Video, sem fjallar um stöðu tónlistarmyndbandsins í dag. Myndin verður frumsýnd í bíósal Hörpunnar 16. maí og verður hún eingöngu sýnd þar. „Tónlistarmyndbandið er ungt form en hefur samt breyst ótrúlega mikið,“ segir Árni, sem síðast leikstýrði vel heppnaðri heimildarmynd um Ragga Bjarna. „Það er ekkert svo langt síðan útlit var fyrir að það væri að deyja drottni sínum. Stóru fyrirtækin voru efins um að setja peninga í þessi myndbönd því stóru stöðvarnar eins og MTV voru að hrynja,“ bætir hann við. 28.4.2011 20:00 Felix og Greifarnir mætast í Popppunkti "Við Felix [Bergsson] erum byrjaðir að bóka, það verða ýmsar kempur í þessum þáttum sem hafa ekki verið áður," segir Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni. Upptökur á sjöundu seríunni af Popppunkti hefjast 18. maí en þættirnir fara í loftið hinn 28. maí. Þessi spurningakeppni íslenskra poppara hefur notið mikilla vinsælda, meira en hundrað þættir hafa verið framleiddir og það verður enginn hörgull á stórstjörnum í þessari þáttaröð. 28.4.2011 19:00 Leita arftaka Kalla Berndsen Karl Berndsen er hættur sem þáttastjórnandi Nýs Útlits á Skjá einum. Við spurðum Kristjönu Thors Brynjólfsdóttur dagskrárstjóra Skjásins af hverju Karl væri hættur. "Það eru gríðarlega miklar annir hjá Kalla á Beauty Barnum sem krefjast meiri tíma frá honum. Því miður verður hann því að hverfa frá Skjá Einum til að sinna uppgangi stofunnar. Við erum ánægð með samstarfið við Kalla og vonum að honum og stofunni gangi sem best," svarar Kristjana. Mun Nýtt Útlit halda áfram? "Já, sjónvarpsþáttaröðin mun að sjálfsögðu halda áfram í haust en að þessu sinni með breyttum áherslum. Það munu vera "makeover" eins og áhorfendur eru vanir að sjá en einnig viðbót sem ekki hefur verið áður í þáttunum." Hver mun þá stýra þættinum? "Öllum breytingum fylgja líka tækifæri og við erum að skoða nýja þáttastjórnendur eins og er. Nú þegar höfum við komið auga á nokkra sem koma til greina," segir Kristjana. 28.4.2011 17:40 Smokkar og tepokar konunglega merktir Í meðfylgjandi myndasafni má sjá brota brot af því sem framleitt hefur verið í tilefni af konunglegu brúðkaupi Vilhjálms og Kate Middleton sem fram fer á morgun. Eins og sjá má á myndunum eru smokkar, dúkkur, brúðkaupspizzur, te, bjór og ælupokar sérmerktir brúðhjónunum fáanlegir í verslunum í tilefni morgundagsins. 28.4.2011 15:30 Svona færðu stinnan rass og sléttan maga Í meðfylgjandi myndskeiði sýnir Helga Lind Björgvinsdóttir þjálfari í Hreyfingu nokkrar auðveldar en góðar æfingar til að styrkja maga, rass og læri. Æfingarnar eru tilvaldar til að gera heima í stofu. 28.4.2011 14:50 Fleet Foxes full af sjálfri sér Fleet Foxes var án nokkurs vafa ein af hljómsveitum ársins 2008. Frumburði hljómsveitarinnar var gríðarlega vel tekið, en nú er önnur platan á leiðinni og væntingarnar eru miklar. Önnur breiðskífa Fleet Foxes, Helplessness Blues, kemur út í byrjun maí. Í fyrstu átti platan að vera tekin upp á stuttum tíma og forsprakkinn Robin Pecknold sagði í viðtali við tónlistarvefinn Pitchfork að allur söngur ætti að vera tekinn upp í einni tilraun. „Þannig að ef við klúðrum einhverju vil ég halda því á plötunni,“ sagði hann. „Ég vil ekki að raddirnar verði gallalausar og ég vil að það sé gítarklúður.“ Pecknold og félagar hættu svo við þessa hugmynd, hentu því sem þeir voru búnir að taka upp og byrjuðu upp á nýtt. Þeir gáfu sér góðan tíma í upptökurnar og afraksturinn lofar góðu, miðað við titillagið sem er þegar byrjað að hljóma á öldum ljósvakans. 28.4.2011 14:00 Geimveruslagur í vestrinu og aðrar stórmyndir sumarsins Á sumrin koma stórmyndirnar frá kvikmyndaverunum í Hollywood. Formúlukenndar og sneisafullar af tæknibrellum, stjörnum hlaðnar gamanmyndir eða framhaldsmyndir; sumarmyndirnar eru kapítuli fyrir sig og gróði þeirra hefur oft bjargað bókhaldinu hjá skuldsettum framleiðslufyrirtækjum. 28.4.2011 14:00 Vinsælastur allra á Íslandi og í Ameríku Páfagauksmyndin Rio, þar sem Jesse Eisenberg og Anne Hathaway tala fyrir aðalpersónurnar, er vinsælasta kvikmyndin á Íslandi um þessar mundir samkvæmt upplýsingum frá Smáís. Þetta er hliðstætt því sem er að gerast í hinni stóru Ameríku en þar situr páfagaukurinn einnig í efsta sæti. Myndin er frá sömu framleiðendum og gerðu hinar vinsælu Ísaldarkvikmyndir og því er ekkert skrýtið að smáfólkið skuli flykkjast í bíó með foreldrum og forráðamönnum. 28.4.2011 13:00 Klæðnaður prinsessanna Carolina Herrera var einn af gestunum í brúðkaupi Karls og Díönu. Hún ræðir hér muninn á Kate Middleton og Díönu og fleira. Úr þættinum Secrets of a Royal Bridesmaid á Stöð 2. Fylgist einnig með brúðkaupi Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton, sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi í fyrramálið. 28.4.2011 12:31 Sjá næstu 50 fréttir
Húðflúrari Tyson bálreiður Ef kynningarmyndband væntanlegrar kvikmyndar Hangover 2 er skoðað má greinilega sjá að Ed Helms vaknar upp með nákvæmlega eins húðflúr og Mike Tyson lét setja á andlitið á sér árið 2003. Húðflúrarinn, S. Victor Whitmill, sem bæði teiknaði og húðflúraði listaverkið í andlitið á Tyson er brjálaður út í Warner Bros, framleiðanda kvikmyndarinnar því hann telur sig eiga höfundarréttinn á listaverkinu. S. Victor hefur kært Warner Bros og fer fram á stjarnfræðilega háar fjárhæðir. 30.4.2011 21:43
Prinsessan greinilega sátt við brúðkaupsnóttina Ef meðfylgjandi myndir, sem teknar voru af Vilhjálmi Bretaprins, 28 ára, og Katrínu Middelton, 29 ára, í dag, laugardag, eru skoðaðar líta þau út fyrir að vera í sjöunda himni eftir brúðkaupið þeirra sem fram fór í Westminster Abbey í gær að viðstöddu fjölmenni. Þá má einnig sjá þyrluna sem flaug með hjónakornin burt frá Bretlandi á ónefndan stað þar sem þau ætla að eyða helginni saman. Opinberu brúðkaupsmyndirnar sem teknar voru af þeim eftir athöfnina má einnig skoða í meðfylgjandi myndasafni. 30.4.2011 20:33
Eignuðust tvíbura í dag Söngkonan Mariah Carey, 41 árs, og eiginmaður hennar, Nick Cannon, 30 ára, eignuðust tvíbura í dag, dreng og stúlku, á fjögurra ára brúðkaupsafmælinu þeirra, klukkan 12:07, á Los Angeles spítalanum. Eiginkona mín gaf mér ótrúlegustu gjöf sem hægt er að hugsa sér á brúðkaupsafmælinu okkar. Ég á aldrei eftir að toppa hana, skrifaði Nick á Twitter síðuna sína í dag. Hjónin hafa ekki gefið tvíburunum nöfn en þau hlustuðu saman á vinsælt lag Mariuh We Belong Together strax eftir að börnin fæddust. 30.4.2011 20:06
Óþekkjanleg Jennifer Lopez Söngkonan og American Idol dómarinn Jennifer Lopez, 41 árs, var nánast óþekkjanleg með risastór sólgleraugu á nefinu, ómáluð í andliti, með hárið tekið upp í snúð, klædd í bleikar joggingbuxur og svartan síðerma rúllukragabol eins og sjá má á myndunum sem voru teknar í fyrradag. Það var hinsvegar allt annað að sjá söngkonuna klædda í gylltan glamúrgalla eftir Zuhair Murad og Christian Louboutin skó. Þetta kvöld var Jennifer stórglæsileg eins og sjá má í myndasafni. Um var að ræða heljarinnar partý sem hún hélt í Los Angeles tilefni af nýju plötunnar hennar Love?. Burtséð frá nýju plötunni er nóg að gera hjá Jennifer. Hún og eiginmaður hennar Marc Anthony ásamt Simon Fuller, sem er hugmyndasmiðurinn á bak við Idol, skipuleggja nú nýjan sjónvarpsraunveruleikaþátt sem ber heitið Que Viva. Þátturinn gengur út á að uppgötva nýja hæfileikaríka söngvara sem eiga ættir sínar að rekja til suður ameríku. Þá hefur Jennifer einnig tekið að sér að taka þátt í að talsetja væntanlega teiknimynd Ice Age: Continental Drift. 30.4.2011 16:00
Cut Copy til Íslands í sumar "Ég held að þetta eigi eftir að verða besta partí sumarsins, jafnvel þótt það sé á miðvikudegi. Bestu partí sumarsins eru alltaf á virkum dögum,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson tónleikahaldari. 30.4.2011 16:00
Ítalskur dagskrárstjóri ráðinn til RIFF Ítalinn Giorgio Gosetti hefur verið ráðinn dagskrárstjóri Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF. „Ég get fullyrt það að hann er tvímælalaust einn af bestu dagskrárstjórum í Evrópu og þótt víðar væri leitað,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF. 30.4.2011 14:00
Lifði af tímann með Mínus Storme Withy-Grubb frá Englandi tekur þátt í fræðslukvöldi Útóns á þriðjudaginn. Hún hefur skipulagt tónleikaferðir með frægum hljómsveitum á borð við Bloc Party, Kaiser Chiefs, CSS og hina íslensku Mínus. 30.4.2011 13:00
Vinsælir á Tribeca Leikstjórinn Gaukur Úlfarsson er ánægður með viðtökurnar sem heimildarmynd hans Gnarr fékk á kvikmyndahátíðinni Tribeca í New York. 30.4.2011 12:00
Katy Perry leiðir listann Breska tónlistartímaritið NME kannar um þessar mundir hvaða listamaður er magnaðasti popptónlistarmaður allra tíma. Hvorki meira né minna. 30.4.2011 11:00
Brjálaður út í sjálfan sig Rapparinn Ja Rule hefur tjáð sig í fyrsta sinn um yfirvofandi fangelsisvist sína. Hann byrjar í júní afplánun á tveggja ára dómi sem hann fékk fyrir vopnaburð árið 2007. Ja Rule, sem heitir réttu nafni Jeffrey Atkins, er reiðubúinn að fara í steininn en finnur til með eiginkonu sinni og þremur börnum þeirra. „Ég er brjálaður út í sjálfan mig. Dóttir mín er fimmtán ára og er á leiðinni í menntaskóla. Hún þarf á föður sínum að halda. Strákarnir mínir þurfa líka á mér að halda, rétt eins og konan mín. Pabbi klúðraði sínum málum,“ sagði hann. 30.4.2011 10:00
Smíðaði einstakt hljóðfæri fyrir Björk Guðmundsdóttur Björgvin Tómasson orgelsmiður lauk nýverið við að smíða nýtt hljóðfæri handa tónlistarkonunni Björk. Hljóðfærið mun leika veigamikið hlutverk á næsta hljómdiski Bjarkar. 30.4.2011 08:00
Big Boi með Modest Mouse Isaac Brock og félagar í hljómsveitinni Modest Mouse vinna nú að fimmtu breiðskífu sinni. Á meðal þeirra sem hafa unnið með hljómsveitinni í hljóðverinu er rapparinn Big Boi úr OutKast-dúettinum, en ekki liggur fyrir hvað hann hefur fram að færa. Big Boi greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni og bætti við að meðlimir Modest Mouse væru svölustu kettir allra tíma (e. coolest cats ever). 30.4.2011 06:00
Sjáðu hattana og kjólana Hattanir og kjólarnir voru misfallegir eins og þeir voru margir í brúðkaupi Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton í Westminster Abbey í London í dag eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Hattur Victoriu stal senunni. Hún var stórglæsileg með svartan Phillip Treacy hatt og hárið tekið í tagl. Þá var hún klædd í kjól eftir sjálfa sig og sérsniðnum Christian Louboutin hælaskóm. Eiginmaður hennar, David var klæddur í Ralph Lauren smóking. Sjáðu brúðarkjól prinsessunnar hér og skvísuna sem skyggði á prinsessuna þennan dag. 29.4.2011 20:50
Fer aftur í meðferð Richie Sambora, gítarleikari rokksveitarinnar Bon Jovi, hefur ákveðið að fara í meðferð vegna vímuefnavandamála sinna. Sambora, sem hefur lengi barist við fíkniefnadjöfulinn, fór síðast í meðferð fyrir fjórum árum. Ári síðar var hann handtekinn fyrir að aka undir áhrifum og lýkur hann afplánun þriggja ára skilorðsbundins dóms síðar á þessu ári. Næstu tónleikar Bon Jovi eru fyrirhugaðir á morgun en óvíst er hvort af þeim verður vegna vandamála gítarleikarans. 29.4.2011 20:00
Gettu hver skyggði á prinsessuna í dag? Pippa Middleton, 27 ára, systir prinsessunnar, skyggði heldur betur á systur sína í dag. Pippa fangaði athygli heimspressunnar þegar hún mætti fantaflott í aðsniðnum kjól hugsandi um það eitt að kjóll brúðarinnar liti sem best út. Getur verið að sæta ólofaða systirin hafi verið sætari en prinsessan á sjálfan brúðkaupsdaginn? Kíktu á myndirnar af Pippu hér. 29.4.2011 19:17
Kaloríulausar kræsingar Erla Ósk Arnardóttir er hugmyndasmiðurinn á bak við kræsingarnar sem sjá má í meðfylgjandi myndskeiði en sætindin eru gerð úr sápu sem hún býr til sjálf frá grunni. Við heimsóttum Erlu Ósk í dag, fengum að skoða sápurnar hennar og spurðum hana hvernig hugmyndin að Sápubakaríinu sem hún rekur varð til og hvernig viðtökurnar við afurðinni hafa verið. Sápubakaríið hennar Erlu á Facebook. 29.4.2011 16:14
Blúndubrúðarkjólar ekki vinsælir á Íslandi Sigurdís Ólafsdóttir eigandi brúðarkjólaleigunnar Tvö Hjörtu í Bæjarlind fylgist vel með hvað íslenskar brúður vilja þegar brúðarkjólar eru annars vegar. Við litum við hjá henni í dag til að forvitnast um brúðarkjóla og slör í tilefni af brúðkaupi Vilhjálms bretaprins og Katrínar. 29.4.2011 15:48
Konunglegur koss Meðfylgjandi má sjá fyrsta opinbera koss Vilhjálms og Katrínar á svölum Buckingham hallar í dag. Eins og heyra má brutust út gríðarleg fagnaðarlæti á meðal fjöldans þegar prinsinn kyssti prinsessuna sína. 29.4.2011 15:22
Steelheart flytur She's Gone á Nasa í sumar Bandaríska "hár-metal“ hljómsveitin Steelheart spilar á Nasa 8. júní. Hún er þekktust fyrir kraftballöðuna She"s Gone þar sem söngvarinn Miljenko "Mili“ Matijevic nær ótrúlegum tónhæðum. Dagur Sigurðsson, sem vann Söngkeppni framhaldsskólanna fyrir skömmu, er mikill aðdáandi Steelheart, einkum söngvarans Mili. 29.4.2011 14:00
Snuðra um fólk og staði Snoop-around er ný ljósmynda- og viðtalsvefsíða þar sem heimili, vinnustaðir og vinnustofur skapandi fólks eru heimsótt. Markmið síðunnar er að gefa innsýn í líf áhugaverðs fólks bæði í máli og myndum. 29.4.2011 13:00
Prinsessan yfirveguð við altarið Prinsessan Katrín Middleton var áberandi yfirveguð eins og hún hefði ekki gert neitt annað um ævina þegar hún gekk að eiga Vilhjálm bretaprins í Westminster Abbey í dag. Þú ert gullfalleg, sagði Vilhjálmur við Katrínu þegar faðir hennar, Michael Middleton, var um það bil að gefa honum hönd dóttur sinnar. 29.4.2011 12:42
Lohan kennir heimilislausum Lindsay Lohan er byrjuð að búa sig undir samfélagsþjónustu sem dómari í Los Angeles skikkaði hana nýverið til að sinna. Lohan, sem var einnig dæmd í 120 daga fangelsisvist, þarf að vinna í 480 klukkustundir í þágu samfélagsins og hyggst eyða þeim í að kenna heimilislausum konum að leika. Lohan var dæmd fyrir að rjúfa skilorð þegar skartgripasali sakaði hana um að stela hálsmeni frá sér. 29.4.2011 12:00
Systir prinsessu stendur sig í stykkinu Brúðarmær prinsessunnar Pippa Middleton, 27 ára, tók sér nokkurra vikna frí frá vinnu til að aðstoða Katrínu við undirbúninginn fyrir brúðkaupsdaginn. Pippa sá um að skipuleggja partýið sem verður haldið í kvöld og eins og myndirnar sýna stóð hún sig aldeilis vel við að hjálpa systur sinni með 2,7 metra langa slörið á kjólnum meðal annars. Myndir úr kirkjunni - brúðarkjóllinn. 29.4.2011 11:36
Gott frí eftir barnsburð Leikkonan Kate Hudson ætlar að taka sér gott frí frá kvikmyndaleik eftir að hún eignast sitt annað barn síðar á þessu ári. Hún vill fyrir enga muni missa af því að sjá barnið vaxa úr grasi. Hudson á von á barninu með Matt Bellamy, söngvara Muse, sem bað hennar einmitt í síðustu viku. Leikkonan hélt áfram að vinna skömmu eftir að hún eignaðist fyrsta barnið sitt, soninn Ryder, en núna verður annað uppi á teningnum. „Ég mun eingöngu halda áfram að vinna ef kvikmyndin er nógu áhugaverð,“ sagði hún. 29.4.2011 11:30
Myndir úr kirkjunni Meðfylgjandi myndir voru teknar í brúðkaupi Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton í Westminster Abbey í London í dag. Gríðarlegur mannfjöldi er samankominn í Lundúnum til þess að berja kóngafólkið augum enda ekki á hverjum degi sem verðandi krónprins Breta gengur í hnapphelduna. Smelltu hér til þess að fylgjast með útsendingunni. Þeir sem vilja fylgjast með í gegnum snjallsíma smella hér. 29.4.2011 11:20
Órói sýnd í Kristiansand Kvikmyndin Órói verður opnunarmyndin á kvikmyndahátíðinni í Kristiansand í Noregi 3. maí. Hátíðin sérhæfir sig í kvikmyndum fyrir ungt fólk og er mjög virt. Baldvin Z, leikstjóri Óróa, Ingibjörg Reynisdóttir, handritshöfundur og leikkona, og Atli Óskar Fjalarsson, aðalleikari myndarinnar, verða viðstödd frumsýninguna. Myndin verður sýnd fjórum sinnum og munu aðstandendur hennar svara spurningum áhorfenda að loknum sýningum. Órói var frumsýnd í október í fyrra og fékk mjög góðar viðtökur. 29.4.2011 11:00
Stelur kastljósinu frá konunglega brúðkaupinu Kristján Eyjólfsson, íslenskur gullsmiður og skartgripahönnuður búsettur í London, stal senunni af þeim Vilhjálmi Bretaprins og Kate Middleton á miðvikudag þegar heimspressan komst á snoðir um að hann og unnusta hans, hin ástralska Ivonne Valle, hygðust ganga í það heilaga í dag. Kristján og Ivonne mættu fyrst í viðtal við BBC London, svo var ítarlegt viðtal við þau á bandarísku fréttastöðinni ABC og deginum lauk með blaðaviðtali við Evening Standard. 29.4.2011 09:00
Níðþung og sveitt stemning Þungarokkssveitirnar Skálmöld og Sólstafir troða upp á Nasa í kvöld. Söngvarar sveitanna vona að hljóðkerfi staðarins standist álagið. „Þetta verður sveitt stemning,“ segir Björgvin Sigurðsson, söngvari víkingarokkaranna í Skálmöld. Sveitin spilar á Nasa í kvöld ásamt öðrum þungavigtarmönnum í Sólstöfum og ljóst að krafturinn sem leysist úr læðingi verður ógurlegur. 29.4.2011 09:00
Beckham hjónin mættu í sínu fínasta pússi Brúðkaup Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton fer fram í Westminster Abbey í London í dag. Gríðarlegur mannfjöldi er samankominn í borginni til þess að berja kóngafólkið augum. Meðfylgjandi má sjá myndir af David Beckham og Victoriu konu hans þegar þau mættu í brúðkaupið í morgun en mikil fagnaðarlæti brutust út á meðal fjöldans. Victoria er stórglæsileg með svartan Phillip Treacy hatt og hárið tekið í tagl, í kjól eftir hana sjálfa og sérsniðnum Christian Louboutin hælaskóm. David er ekki síðri, klæddur í Ralph Lauren frá toppi til táar. Hildur Helga Sigurðardóttir og Svavar Örn lýsa því sem fyrir augu ber í beinni útsendingu á Stöð 2 og Visir.is. Smelltu hér til þess að fylgjast með útsendingunni. 29.4.2011 08:50
Hvernig verður hárið á prinsessunni? Hildur Helga Sigurðardóttir og Svavar Örn standa vaktina til að lýsa því sem fyrir augu ber í konunglegu brúðkaupi Vilhjálms og Kate Middleton sem fram fer í beinni útsendingu á Stöð 2 í dag. Við kíktum á Hildi og Svavar nokkrum mínútúm áður en útsendingin hófst eldsnemma í morgun eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Smelltu hér til þess að fylgjast með útsendingunni. 29.4.2011 07:45
Blue fær ekki spilun heima Meðlimir breska strákabandsins Blue eru óánægðir með að Eurovision-lag þeirra I Can fái ekki nægilega spilun á útvarpsstöðvum heima. Lagið hefur ekki komist inn á helstu spilunarlistana, þar á meðal hjá BBC Radio 2. Samkvæmt vefsíðunni Myradio.com sem fylgist með lagaspilun útvarpsstöðva hefur I Can aðeins verið spilað 22 sinnum síðastliðinn mánuð á öllum Bretlandseyjum. „Við erum að reyna að gera þetta fyrir þjóðina okkar en hún vill ekki styðja við bakið á okkur,“ sagði söngvarinn Simon Webbe ósáttur. Eurovision-keppnin fer fram í Þýskalandi um miðjan maí. 29.4.2011 06:00
Dansinn sem allir eiga að geta lært Alþjóða dansdagurinn er í dag. Hátíðarhöld verða á Ísafirði, Akureyri og í höfuðborginni en dagskrá hefst í Smáralind klukkan 17. Í tilefni dagsins var saminn hip hop dans sem ætlunin er að dansa á öllum hátíðunum. Ísland í dag kíkti á krakka í Dans Center sem fluttu lengri útgáfu af dansinum eins og sjá má hér fyrir ofan. Aðstandendur dagsins segja að allir eigi að geta lært dansinn. Þeir sem vilja negla sporin geta einnig kíkt á kennslumyndband sem sett var á YouTube. 29.4.2011 15:14
Ísaldarþríeykið snýr aftur í fjórðu myndinni Þeir Manni, Lúlli og Dýri eru sennilega eitt ólíklegasta þríeyki sem til er: loðfíll, letidýr og sverðtígur. Þeir kynntust fyrst þegar þeir björguðu litlu barni frá blóðþyrstri hjörð Dýra og hafa síðan þá haldið hópinn. Myndirnar, sem eru orðnar þrjár talsins, hafa notið mikilla vinsælda og skilað gróða upp á 2 milljarða dala, eða 225 milljarða íslenskra króna. Það kemur því ekkert óskaplega á óvart að ráðast eigi í gerð fjórðu myndarinnar, en stefnt er að frumsýningu hennar á næsta ári. Þeir Ray Romano, John Leguizamo og Denis Leary verða sem fyrr í sínum hlutverkum og Queen Latifah snýr að sjálfsögðu aftur í hlutverk Elínar. 28.4.2011 23:00
Þrumuguðinn Þór og danska dramað Þrjár kvikmyndir eru frumsýndar um helgina og þær gætu vart verið ólíkari. Stórmyndin Thor eða Þór með Chris Hemsworth, Natalie Portman og Anthony Hopkins í helstu hlutverkum verður frumsýnd í Laugarásbíói. Þór er í myndinni dæmdur til refsingar á jörðinni fyrir kæruleysi og vanrækslu. Á meðan tekur hinn lævísi Loki völdin í Ásgarði og að endingu neyðist Þór til að kyngja stoltinu og bjarga heimkynnum sínum. 28.4.2011 22:30
Nýtt efni frá Damon á netinu Nýtt lag sem tónlistarmaðurinn Damon Albarn tók upp með Dan the Automator og Kid Koala gengur nú hratt á milli tónlistarunnenda á netinu. Lagið komst í umferð eftir að Kid Koala spilaði það í útvarpsþætti á þriðjudagskvöldið. Hægt er að sjá hann spila lagið í þættinum í myndbandinu hér fyrir ofan. Tónlistarmennirnir hafa ekkert látið uppi um lagið eða önnur sem kunna að fylgja í kjölfarið en almennt er talið að það verði á væntanlegri sólóplötu Dan the Automator. Albarn vann með þeim tveimur að fyrstu plötu Gorillaz árið 2001. 28.4.2011 21:00
Þriggja daga Blúshátíð Reykjavíkur Meðfylgjandi myndir tók Ólafur Kr. Ólafsson á Blúshátíð Reykjavíkur sem stóð yfir í þrjá daga á Reykjavík Hilton Nordica á dögunum en fullt var út úr dyrum öll kvöldin. Eins og myndirnar sýna var gríðarlega góð stemning á meðal flytjenda og áhorfenda, ekki síst þegar stórstjörnur hátíðarinnar, þeir Vasti Jackson og Marquise Knox slógust í hóp stærri og smærri listamanna í litlum bluesbar sem hafði verið útbúinn í hliðarsal hótelsins. Þar hélt blúsinn áfram fram á rauða nótt eftir hverja tónleika. Aðrir sem komu fram voru Blue Ice band (skipað þeim Halldóri Bragasyni, Guðmundur Péturssyni, Davíð Þór Jónssyni, Róbert Þórhallssyni, Birgi Baldurssyni og Óskari Guðjónssyni), Björgvin Halldórsson, Páll Rósinikranz, Blúsmafían (skipuð Þóri Baldurssyni, Guðmundi Péturssyni, Róberti Þórhallssyni, Pálma Sigurhjartarsyni, Jóhanni Hjörleifssyni og Óskari Guðjónssyni) Ferlegheit, Klassart og Stone Stones. Jóhanna Guðrún og Elvar Örn Friðriksson ásamt hljómsveit tóku lagið með stæl sem sérlegir ungliðar hátíðarinnar og svo hljómsveitirnar Lame Dudes, Devil's train, VOR og fleiri og fleiri. 28.4.2011 20:30
Árni Sveinsson frumsýnir nýja mynd í Hörpu Kvikmyndagerðarmaðurinn Árni Sveinsson er að leggja lokahönd á heimildarmyndina Video, sem fjallar um stöðu tónlistarmyndbandsins í dag. Myndin verður frumsýnd í bíósal Hörpunnar 16. maí og verður hún eingöngu sýnd þar. „Tónlistarmyndbandið er ungt form en hefur samt breyst ótrúlega mikið,“ segir Árni, sem síðast leikstýrði vel heppnaðri heimildarmynd um Ragga Bjarna. „Það er ekkert svo langt síðan útlit var fyrir að það væri að deyja drottni sínum. Stóru fyrirtækin voru efins um að setja peninga í þessi myndbönd því stóru stöðvarnar eins og MTV voru að hrynja,“ bætir hann við. 28.4.2011 20:00
Felix og Greifarnir mætast í Popppunkti "Við Felix [Bergsson] erum byrjaðir að bóka, það verða ýmsar kempur í þessum þáttum sem hafa ekki verið áður," segir Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni. Upptökur á sjöundu seríunni af Popppunkti hefjast 18. maí en þættirnir fara í loftið hinn 28. maí. Þessi spurningakeppni íslenskra poppara hefur notið mikilla vinsælda, meira en hundrað þættir hafa verið framleiddir og það verður enginn hörgull á stórstjörnum í þessari þáttaröð. 28.4.2011 19:00
Leita arftaka Kalla Berndsen Karl Berndsen er hættur sem þáttastjórnandi Nýs Útlits á Skjá einum. Við spurðum Kristjönu Thors Brynjólfsdóttur dagskrárstjóra Skjásins af hverju Karl væri hættur. "Það eru gríðarlega miklar annir hjá Kalla á Beauty Barnum sem krefjast meiri tíma frá honum. Því miður verður hann því að hverfa frá Skjá Einum til að sinna uppgangi stofunnar. Við erum ánægð með samstarfið við Kalla og vonum að honum og stofunni gangi sem best," svarar Kristjana. Mun Nýtt Útlit halda áfram? "Já, sjónvarpsþáttaröðin mun að sjálfsögðu halda áfram í haust en að þessu sinni með breyttum áherslum. Það munu vera "makeover" eins og áhorfendur eru vanir að sjá en einnig viðbót sem ekki hefur verið áður í þáttunum." Hver mun þá stýra þættinum? "Öllum breytingum fylgja líka tækifæri og við erum að skoða nýja þáttastjórnendur eins og er. Nú þegar höfum við komið auga á nokkra sem koma til greina," segir Kristjana. 28.4.2011 17:40
Smokkar og tepokar konunglega merktir Í meðfylgjandi myndasafni má sjá brota brot af því sem framleitt hefur verið í tilefni af konunglegu brúðkaupi Vilhjálms og Kate Middleton sem fram fer á morgun. Eins og sjá má á myndunum eru smokkar, dúkkur, brúðkaupspizzur, te, bjór og ælupokar sérmerktir brúðhjónunum fáanlegir í verslunum í tilefni morgundagsins. 28.4.2011 15:30
Svona færðu stinnan rass og sléttan maga Í meðfylgjandi myndskeiði sýnir Helga Lind Björgvinsdóttir þjálfari í Hreyfingu nokkrar auðveldar en góðar æfingar til að styrkja maga, rass og læri. Æfingarnar eru tilvaldar til að gera heima í stofu. 28.4.2011 14:50
Fleet Foxes full af sjálfri sér Fleet Foxes var án nokkurs vafa ein af hljómsveitum ársins 2008. Frumburði hljómsveitarinnar var gríðarlega vel tekið, en nú er önnur platan á leiðinni og væntingarnar eru miklar. Önnur breiðskífa Fleet Foxes, Helplessness Blues, kemur út í byrjun maí. Í fyrstu átti platan að vera tekin upp á stuttum tíma og forsprakkinn Robin Pecknold sagði í viðtali við tónlistarvefinn Pitchfork að allur söngur ætti að vera tekinn upp í einni tilraun. „Þannig að ef við klúðrum einhverju vil ég halda því á plötunni,“ sagði hann. „Ég vil ekki að raddirnar verði gallalausar og ég vil að það sé gítarklúður.“ Pecknold og félagar hættu svo við þessa hugmynd, hentu því sem þeir voru búnir að taka upp og byrjuðu upp á nýtt. Þeir gáfu sér góðan tíma í upptökurnar og afraksturinn lofar góðu, miðað við titillagið sem er þegar byrjað að hljóma á öldum ljósvakans. 28.4.2011 14:00
Geimveruslagur í vestrinu og aðrar stórmyndir sumarsins Á sumrin koma stórmyndirnar frá kvikmyndaverunum í Hollywood. Formúlukenndar og sneisafullar af tæknibrellum, stjörnum hlaðnar gamanmyndir eða framhaldsmyndir; sumarmyndirnar eru kapítuli fyrir sig og gróði þeirra hefur oft bjargað bókhaldinu hjá skuldsettum framleiðslufyrirtækjum. 28.4.2011 14:00
Vinsælastur allra á Íslandi og í Ameríku Páfagauksmyndin Rio, þar sem Jesse Eisenberg og Anne Hathaway tala fyrir aðalpersónurnar, er vinsælasta kvikmyndin á Íslandi um þessar mundir samkvæmt upplýsingum frá Smáís. Þetta er hliðstætt því sem er að gerast í hinni stóru Ameríku en þar situr páfagaukurinn einnig í efsta sæti. Myndin er frá sömu framleiðendum og gerðu hinar vinsælu Ísaldarkvikmyndir og því er ekkert skrýtið að smáfólkið skuli flykkjast í bíó með foreldrum og forráðamönnum. 28.4.2011 13:00
Klæðnaður prinsessanna Carolina Herrera var einn af gestunum í brúðkaupi Karls og Díönu. Hún ræðir hér muninn á Kate Middleton og Díönu og fleira. Úr þættinum Secrets of a Royal Bridesmaid á Stöð 2. Fylgist einnig með brúðkaupi Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton, sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi í fyrramálið. 28.4.2011 12:31