Fleiri fréttir

Ástæða skilnaðarins

Er lesbíski plötusnúðurinn Samantha Ronson ástæða hjónaskilnaðar söngkonunnar Christinu Aguilera? Þetta er nýjasta kjaftasagan í Hollywood en Aguilera á að hafa átt vingott við Ronson um hríð og lesbískar hneigðir hennar verið ástæðan fyrir endalokum hjónabandsins. Aguilera skildi við dansarann Jason Bratman á dögunum, eftir fimm ára hjónaband en þau eiga saman tveggja ára son.

Á pólinn með þýskum stjörnum

„Við erum að vinna með fyrirtæki sem heitir Extreme World Races og gerðum meðal annars vinsæla þáttaröð fyrir BBC fyrir tveimur árum sem gerðist líka á Suðurpólnum. Og þannig kom þetta verkefni inná borð hjá okkur,“ segir Aron Reynisson hjá Arctic Trucks.

Skírði eftir Mandela

Söngkonan Celine Dion, sem eignaðist tvíburadrengi fyrir viku, og eiginmaður hennar Rene Angelil hafa ákveðið að skíra þá Eddy og Nelson eftir upptökustjóranum Eddy Marnay og fyrrverandi forseta Suður-Afríku, Nelson Mandela, sem þau hittu fyrir tveimur árum.

Missti af brúðkaupinu

Söngkonunni Rihönnu fannst afar leiðinlegt að missa af brúðkaupi stjörnuparsins Katy Perry og Russells Brand sem var haldið á Indlandi fyrir skömmu. Hún var stödd í New York til að kynna nýjustu plötu sína Loud og komst ekki í burtu.

Óskarsverðlaunahafi veðjar á Sigur Rós

„Við höfum kannski ekki verið tregir, ef við höfum góða tilfinningu fyrir verkefninu þá leyfum við það, annars ekki. Þarna var þetta bara Danny Boyle og það nægði – allavega fyrir mitt leyti,“ segir Georg Holm, bassaleikari íslensku hljómsveitarinnar Sigur Rós.

Hjólandi stjarna

Leikarinn og hjartaknúsarinn Robert Pattison nýtir sinn frítíma á tökustað til að hjóla á nýju hjóli sem hann var að fjárfesta í. Hjólamennska ku vera nýtt áhugamál hjá vampíru­drengnum og kostaði hjólið litlar 200.000 íslenskar krónur. Íbúar í Louisiana, þar sem upptökur fara nú fram á fjórðu Twilight-myndinni, segjast sjá Pattison hjóla um alla borg og að hann taki hjólreiðarnar greinilega alvarlega.

Heilari hjálpar fólki að láta draumana rætast

Áhugi Hildar Halldóru Karlsdóttur á andlegum málefnum kviknaði fyrir 35 árum. Síðustu 20 ár hefur hún markvisst unnið að því að afla sér þekkingar á því sviði m.a. á námskeiðum hjá Soniu Choquette og Doreen Virtue. Hildur segir okkur frá námskeiði sem hún er að fara af stað með og hvernig hún heilar fólk. „Nú er ég að fara af stað með námskeið 2. desember fyrir þá sem vilja skoða hvað það er sem stendur í vegi fyrir þeim sem vilja láta draumana rætast," sagði Hildur. „Ég tengi mig æðri orku og ég er eins konar millistykki í heiluninni og síðan leggst fólk á bekkinn hjá mér..." sagði hún beðin um að útskýra hvernig heilun virkar. Facebooksíða Hildar heilara. Sjá upplýsingar um námskeiðið hér.

Spaugstofan kann sko að halda partý

Meðfylgjandi myndir voru teknar í húsnæði Saga film í gærkvöldi þar sem Spaugstofan fagnaði 25 farsælum starfsferli. Eins og myndirnar sýna greinilega ríkti frábær stemning á meðal Spaugstofumanna, vina og samstarfsfélaga þeirra í gegnum tíðina. Geestir fengu að sjá gamla Spaugstofuþætti sem kitluðu hláturtaugarnar svo sannarlega.

Matstofa Bjarna snæðings stoppuð

„Þeir komu hingað í fyrradag [miðvikudag] og stoppuðu hjá mér framkvæmdirnar og sögðu að ég mætti ekki halda áfram. Ég var að stækka hjá mér klósettin,“ segir Bjarni Geir Alfreðsson, betur þekktur sem Bjarni „snæðingur“ á BSÍ.

Treysta á Baltasar og Tom Hanks

Kvikmynd Baltasars Kormáks, Contraband, er í hópi þeirra níu mynda sem framleiðslufyrirtækið Universal hefur sett í sérstakan forgang fyrir árið 2012. Myndirnar eru sagðar í hópi metnaðarfyllstu verkefna Universal það árið en þetta kemur fram á vefsíðunni deadline.com.

Hjaltalín og kammersveit

Hjaltalín heldur tónleika í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri föstudaginn 5. nóvember ásamt stórri kammersveit undir stjórn Daníels Bjarnasonar. Samtals verða hátt í fjörutíu manns á sviðinu, þar á meðal nokkrir úr Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Ég hef greinilega tekið brauðmola frá svöngu fólki

„Á löngum rithöfundarferli hef ég öðlast þykkan skráp. Þar fyrir utan hef ég auðvitað breitt og sterkt bak. En mér er nóg boðið þegar klíka rithöfunda segir að vinir, lesendur og stuðningsmenn mínir séu með mis­mikið á milli eyrnanna. Að þeir séu heimskir,“ segir Egill „Gillzenegger“ Einarsson rithöfundur.

Öfundssjúk Lohan

Leikkonan Lindsay Lohan óttast að hún muni missa plötusnúðinn Samönthu Ronson í fangið á annari konu á meðan hún dvelur inni á meðferðarstofnun næstu tvo mánuðina. Sögusagnir um ástarsamband Ronson og söngkonunnar Christinu Aguilera hafa verið háværar upp á síðkastið. „Þetta er að gera Lindsay brjálaða,“ var haft eftir ónefndum heimildarmanni.

Konukvöld í Blómaval

Meðfylgjandi myndir voru teknar á árlegu konukvöldi í Blómaval Skútuvogi í gærkvöldi. Hátt í tvö þúsund kátar konur voru saman komnar sem hlýddu meðal annars á Helga Björns söngvara og sáu tískusýningar á fatnaði og skarti fra Volcano, Evuklæðum og Gallerí Dunga. Þá fengu konurnar allar glaðninga.

Troðfullt á heilsustaðnum Happ

Troðfullt var út úr dyrum af glöðum gestum í opnunarteiti á veitingastaðnum Happ á Höfðatorgi í gærkvöldi. Eigendur staðarins, Þórdís Sigurðardóttir og Lukka Pálsdóttir, buðu gestum upp á dýrindis hollusturétti sem samanstóðu meðal annars af jólamatseðil Happ. Skoða má myndir úr veislunni í meðfylgjandi myndasafni.

Guðrún Ögmunds á tímamótum

Guðrún Ögmundsdóttir hafði tvöfalda ástæðu til að fagna í Iðnó síðasta föstudagskvöld. Þar komu vinir og ættingjar hennar saman bæði til að fagna sextugsafmæli hennar og útgáfu ævisögu hennar.

Ragnar ræðir vaktirnar á mánudag

Ragnar Bragason kvikmyndagerðarmaður ræðir á mánudaginn kemur um tilurð sjónvarpsþáttanna Næturvaktin, Dagvaktin og Fangavaktin í Háskólabíói klukkan 12.

Ævisaga Jónínu prentuð í risaupplagi

„Mér hefur fundist þessi markaður vera staðnaður. Vöruhúsabisness. Þessu viljum við breyta,“ segir Hermann Guðmundsson, forstjóri N1. Fyrirtækið blandar sér í slaginn um jólabækurnar þetta árið og hefur keypt dreifingarrétt á tveimur bókum; ævisögu Jónínu Benediktsdóttur sem Sena gefur út og bók sem Björgvin G. Sigurðsson, fyrrum viðskiptaráðherra, skrifar í samvinnu við Karl Th. Birgisson, sem gefur bókina jafnframt út.

Gibson var ekki rekinn

Leikarinn Mel Gibson var ekki rekinn úr myndinni The Hangover 2. Þetta fullyrðir leikstjórinn Todd Phillips. Gibson átti að leika hlutverk sem húðflúrari en Liam Neeson var fenginn í hans stað. Því var haldið fram að aðrir leikarar myndar­innar hefðu krafist þess að Gibson yrði rekinn vegna persónulegra vandamála hans en Phillips vísar því á bug.

264 blaðsíður með Hjálmum

Í dag kemur út 264 síðna bók með safni ljósmynda frá ferli hljómsveitarinnar Hjálma. Myndirnar eru allar eftir ljósmyndarann Guðmund Frey Vigfússon, eða Gúnda.

Beyoncé er nútíma Pink Floyd

Poppsveitin Bermuda undirbýr tónleika til heiðurs söngkonunni Beyoncé Knowles og hljómsveitinni Destiny"s Child sem verða á Spot 4. nóvember. Allir helstu smellir þeirra verða fluttir, þar á meðal Single Ladies, Crazy in Love og Say My Name.

Batman þrjú verður í tvívídd

Leikstjóranum Christopher Nolan hefur tekist hið ómögulega. Hann hefur sannfært yfirmenn Warner Bros. um að gera þriðju myndina um Bruce Wayne og Leðurblökumanninn í tvívídd.

Talar um leggöngin sín til að fá athygli

Breska fyrirsætan Katie Price, eða Jordan, kynnti nýja bók eftir hana sem ber heitið You Only Live Once eða Þú lifir bara einu sinni í London í gærdag. Eins og myndirnar sýna stillti fyrirsætan sér upp í ýmsu stellingum með bókina í hönd. Hún virðist vinna markvisst að því að hneyksla en hún segist vera með nýja aðgerð á prjónunum. Hún ætlar að láta þrengja leggöng sín. „Þegar ég er búin mun ég vera eins og nunna," segir fyrirsætan í viðtali við Sunday Magazine. „Eftir að hafa fætt þrjú börn finn ég virkilegan mun," segir hún. Jordan á börnin Harvey Daniel, með fótboltamanninum Dwight Yorke, og Junior Savva og Prinxess Tiáamii með söngvaranum Peter Andre.

Rífur af sér fötin og klippir burt hárið

Elísabet Jónsdótir og Stefanía frá Forval kynntu nýjan Ilm sem var að koma á íslenskan markað frá Jean Paul Gaultier á Bleika kvöldinu sem haldið var á vegum Krabbameinsfélagsins í Háskólanum í Reykjavík. Hér má sjá auglýsingu ilmsins Madam þar sem fyrirsætan bókstaflega rífur utan af sér fötin og klippir af sér hárið.

Kristmundur Axel með nýtt lag

„Þetta er mjög gott lag, svo vonandi gengur þetta upp hjá okkur,“ segir Kristmundur Axel Kristmundsson sem frumflutti lagið „Það birtir alltaf til“ á tónlistarstöðinni FM 957 í gær. Kristmundur Axel sló í gegn í Söngkeppni framhaldsskólanna síðasta vor þegar hann rappaði lag um pabba sinn.

Lausn fundin á Hobbitanum

Íbúar Nýja-Sjálands önduðu margir hverjar léttar í gær þegar forsætisráðherra landsins, John Key, tilkynnti að samningar hefðu náðst milli ríkisstjórnarinnar og kvikmyndafyrirtækisins Warner Bros. Það er því ljóst að tökur á tveimur myndum upp úr Hobbitanum, forleiknum að Hringadróttinssögu, geta hafist í febrúar á næsta ári eins og ráðgert hafði verið.

Kristján eldaði fyrir gestina sína

„Mamma gaf okkur gjarnan þorsk eða ýsu í bakaðri karrísósu og þaðan er fyrirmyndin komin,“ segir Kristján Jóhannsson, óperusöngvari og kennari með meiru. Í gær kom út ævisaga Kristjáns, skráð af Þórunni Sigurðardóttur, og af því tilefni bauð tenórinn vinum og velunnurum í alvöru veislu á La Primavera.

Zach Galifianakis í Prúðuleikarana

Leikarinn með flókna nafnið, Zach Galifianakis, er sagður eiga í viðræðum við fyrirtæki Jims Henson um að gera kvikmynd með Prúðuleikurunum ásamt Jason Segel. Myndinni hefur enn ekki verið gefið nafn en samkvæmt Empire Online gengur hún undir hinu hógværa nafni The Greatest Muppet Movie Ever Made. Chris Cooper, Amy Adams og Rashida Jones hafa þegar samþykkt að leika í myndinni en ný brúða verður kynnt til leiks í myndinni, Walter. Söguþráðurinn er á þá leið að Segel og Walter reyna að hafa uppi á gamla genginu og fá það til að aðstoða við að bjarga gömlu kvikmyndaveri sem á að rífa.

Jónsi og McCartney töpuðu

Ryan Bingham og T-Bone Burnett áttu besta frumsamda lagið sem var samið fyrir kvikmynd á verðlaunahátíðinni World Soundtrack Awards sem var haldin í Belgíu. Lagið nefnist The Weary Kind og er úr myndinni Crazy Heart með Jeff Bridges í Óskarsverðlaunahlutverki.

Ísland fær samþykki frá Hollywood

Ísland hefur verið tekið af svörtum lista tryggingarfélaga sem sérhæfa sig í að tryggja kvikmyndagerð utan Ameríku. Ísland lenti á þessum lista þegar eldgosið í Eyjafjallajökli stóð sem hæst og flugsamgöngur um allan heim röskuðust. Fulltrúi stórfyrirtækisins Warner Bros. gerði úttekt á nokkrum atriðum hér á landi sökum þess að fyrirtækið leitar nú að tökustað fyrir stórmynd sem það hyggst framleiða og kemur Ísland til greina sem mögulegur tökustaður.

Heimsþekkt daðurdrottning á leið til Íslands á nýjan leik

„Tracey kom hingað fyrir sex árum síðan, þegar við gáfum út bókina hennar Súpersex. Og það má eiginlega segja að hún hafi fallið fyrir landi og þjóð,“ segir Jóhann Páll Valdimarsson, bókaútgefandi hjá Forlaginu. Kynlífs- og sambandssérfræðingurinn Tracey Cox heimsækir Ísland á nýjan leik 10. nóvember til að kynna bókina sína Lostaleikir. „Tracey hefur margoft óskað eftir því að fá að koma hingað aftur. Hún hlaut mjög góðar viðtökur hjá þjóðinni á sínum tíma og kenndi Íslendingum heilmikið um rómantík og nýstárleg rekkjubrögð.“

Ætla að hafa gaman af þessu

Síðrokksveitin Náttfari spilar á Sódómu í kvöld eftir margra ára hlé. Sveitina skipa tveir meðlimir Leaves, þeir Andri Ásgrímsson og Nói Steinn Einarsson, Ólafur Josephsson (Stafrænn Hákon) og Haraldur Þorsteinsson sem er einnig bassaleikari í Feldberg og Stafrænum Hákoni.

Hefur enn trú á Sheen

Leikkonan Denise Richards er ekki búin að missa álitið á fyrrverandi eiginmanni sínum, leikaranum Charlie Sheen. Stutt er síðan hann var handtekinn fyrir að rústa hótelherbergi sitt í New York undir áhrifum vímuefna.

Ekki bara saga um Ragga

Heimildarmyndin Með hangandi hendi er á leiðinni í bíó. Ekki bara saga um Ragga Bjarna heldur einnig um skemmtanalíf Íslendinga, að sögn leikstjórans Árna Sveinssonar.

Ókeypis Jukk á nýrri síðu

Platan Jukk með Prinspóló kemur út 10. nóvember. Þangað til verður aðdáendum gefið færi á að hlýða á alla plötuna endurgjaldslaust á glænýjum vef, Prinspolo.com.

Tvær myndir til viðbótar

Leikstjórinn James Cameron ætlar að hefja handritaskrif á tveimur framhaldsmyndum Avatar snemma á næsta ári. Stefnt er á að fyrri myndin komi í bíó eftir fjögur ár og sú síðari ári síðar, eða í desember 2015.

Affleck með Stiller

Casey Affleck hyggst skella sér aftur í leikarabuxurnar eftir að hafa leikstýrt Joaquin Phoenix í gamanheimildarmyndinni I‘m Still Here. Casey hyggst leika í kvikmyndinni Tower Heist en um hasargamanmynd er að ræða.

Suede aftur í sviðsljósið

Hljómsveitin Suede er lögð af stað í stutta tónleikaferð eftir að hafa legið í dvala í sjö ár. Tilefnið er ný safnplata, The Best of Suede.

Saga sem er lyginni líkust

Bandaríski leikarinn Danny Trejo er andlit sem flestir kannast við. Og flestir vildu sleppa við að mæta í dimmu skuggasundi. En á bak við hrjúft og hörkulegt yfirborð er saga sem er lyginni líkust.

Löng og kaflaskipt Sálarlög

Fjórtánda plata Sálarinnar hans Jóns míns, Upp og niður stigann, er komin út. Platan var unnin að töluverðu leyti í samvinnu við Stórsveit Reykjavíkur með Samúel J. Samúelsson í fararbroddi.

Mundi fékk fötin sín aftur

„Við duttum í lukkupottinn og endur­heimtum allan lagerinn okkar gegn fundarlaunum,“ segir Mundi fatahönnuður en Fréttablaðið sagði frá því um daginn að brotist hefði verið inn í nýopnaða búð hans á Laugaveginum og lager­inn nánast tæmdur. „Við fengum allt til baka og þurfum því ekki spá í þessu meir sem er mikill léttir,“ segir Mundi.

Saknar Harry Potter mikið

Rupert Grint, sem hefur leikið Ron Weasly í Harry Potter myndunum, viðurkennir að hann eigi erfitt með að sætta sig við að ævintýrinu sé lokið. Og hann sakni vinnufélaganna gríðarlega mikið.

Aftur til upphafsins

Útgáfuröðin Bootleg Series sem er helguð sjaldheyrðum upptökum frá ferli Bobs Dylan er einstök í tónlistarútgáfusögunni. Það hafa auðvitað komið út flottir pakkar með fágætu efni annarra listamanna, en það sem gerir Bootleg-röð Dylans sérstaka er sú staðreynd að þrátt fyrir magnið (15 diskar komnir) fara gæðin ekkert minnkandi.

Sjá næstu 50 fréttir