Fleiri fréttir Glænýr háralitur Eftir að söngkonan Leona Lewis sigraði X Factor keppnina í Bretlandi árið 2006 hefur hún einbeitt sér að tónlistarferlinum. Athygli vakti þegar Leona hætti við þaulskipulagt tónleikaferðalag af því að hún var í ástarsorg eftir erfið sambandsslitin við Lou Al-Chamaa, sem hún var með í 10 ár hvorki meira né minna. Burtséð frá því þá er Leona með nýjan háralit eins og sjá má í meðfylgjandi myndasafni. 26.10.2010 10:00 Snorri spilar á South By Southwest „Þetta verður mjög gaman,“ segir Snorri Helgason sem spilar á tónlistarhátíðinni South By Southwest í Texas næsta vor. Hljómsveitin Benni Hemm Hemm spilar einnig á hátíðinni, sem er mjög þekkt á meðal tónlistaráhugamanna. 26.10.2010 06:00 Prófessorinn er mikill krakki Lagið Það geta ekki allir verið gordjöss með Páli Óskari situr í efsta sæti bæði Lagalistans og vinsældalista Rásar 2. Það hefur setið samanlagt í fimm vikur í efsta sæti yfir vinsælustu og mest spiluðu lög landsins. Lagið er á plötunni Diskóeyjan sem er nýkomin út. Á henni kennir Prófessorinn Óttarr Proppé börnum og öðrum tilheyrendum góða siði í fágunarskóla sínum við Diskóflóa. 26.10.2010 06:00 Maður getur ekki sagt nei við William Shakespeare „Þetta er smá áskorun, núna er maður búinn að lesa verkið og er að fara á fyrsta fund með leikstjóranum,“ segir Högni Egilsson, forsprakki Hjaltalín. Hann hefur fengið það vandasama verk í hendurnar að semja tónlistina við leikverkið Ofviðrið eftir sjálfan William Shakespeare sem Borgarleikhúsið frumsýnir um jólin. Leikstjóri er hinn litháíski Oskaras Korsunovas sem hlotið hefur fjölda verðlauna um allan heim. Með aðalhlutverkin fara þeir Ingvar E. Sigurðsson og Hilmir Snær Guðnason sem hafa ekki gert mikið af því að leika saman á sviði. 26.10.2010 06:00 Karl Berndsen gefur út konubók Útlitsráðgjafinn og sjónvarpsmaðurinn vinsæli Karl Berndsen sendir nú frá sér sína fyrstu bók og ber hún heitið VAXI-n – Finndu hvað fer þér best. Karl hefur um árabil starfað á sviði tísku- og fegurðar sem hárgreiðslumeistari og förðunarfræðingur, jafnt með heimsfrægum fyrirsætum, kvikmyndastjörnum og íslenskum þokkadísum. Undanfarin ár hefur hann veitt útlitsráðgjöf í sjónvarpsþáttunum Nýtt útlit sem hafa slegið rækilega í gegn. Bókin hefur að geyma ýmsan fróðleik og gagnlegar upplýsingar sem Karl hefur safnað að sér á sínum fjölbreytilega ferli. Hann leggur ríka áherslu á að sérhver kona finni sinn eigin stíl og klæði sig í samræmi við það hvernig hún er VAXI-n. Titill bókarinnar vísar einmitt til vaxtarlags kvenna sem skipt er í fjóra meginflokka. Konum er kennt að þekkja vaxtarlag sitt útfrá bókstöfunum og hvernig skal klæða sig samkvæmt því. Þannig þarf að miða fataval við ákveðin hlutföll og jafnvægislist sem hann kynnir hér til sögunnar. Bókin er væntanleg í verslanir í byrjun nóvember og er hún sérlega tileinkuð þeim fjölmörgu konum sem nota eingöngu um 20% af fötunum sínum! Textaskrif er í höndum Steinunnar Þorvaldsdóttur. Útgefandii: Beauty Bar 25.10.2010 17:45 Vigdís Finnbogadóttir og tugþúsundir kvenna Tugir þúsunda kvenna eru staddar í miðborginni í tilefni dagsins en þær stóðu upp frá störfum sínum klukkan 14:25 í dag til þess að vekja athygli á launamuni kynjanna. Dagurinn í dag er einnig tileinkaður baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Í meðfylgjandi myndskeiði sem tekið var bak við sviðið á Arnarhóli lýsir sönghópurinn Áfram stelpur eða söngkonurnar Brynhildur Björnsdóttir, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, Esther Jökulsdóttir og Margrét Pétursdóttir stemningunni sem ríkir á meðal kvennanna. Vigdísi Finnbogadóttur í fylgd dóttur sinnar má sjá hér ganga niður Skólavörðustiginn með kynsystrum sínum í átt að Arnarhóli upp úr klukkan þrjú í dag. 25.10.2010 16:16 Sex kíló fokin á mánuði „Fólk var farið að tala um að ég væri orðinn svo bangsalegur. Ég er að reyna að eyðileggja þessa bangsaímynd,“ segir popparinn Friðrik Dór, sem er í stífri einkaþjálfun um þessar mundir. 25.10.2010 13:00 Menn orðsins saman á svið „Ég er mikill aðdáandi Bjartmars og tel okkur eiga meira sameiginlegt en marga grunar,“ segir Erpur Eyvindarson rappari en hann og tónlistarmaðurinn Bjartmar Guðlaugsson ætla að leiða saman hesta sína næstkomandi þriðjudag og halda tónleika á Café Rosenberg. 25.10.2010 11:30 Lopez- Börnin í fyrirsætubransann Poppdívan Jennifer Lopez er búin að koma tveggja ára tvíburum sínum í fyrirsætubransann. Þau Emma og Max verða andlit nýrrar barnalínu Gucci sem kemur út í nóvember. Allur ágóði af fyrirsætustörfunum rennur beint til góðgerðasamtaka og Jennifer því hæst ánægð vinnu barna sinna. Lopez vill meina að dóttirin hafi erft tískuáhuga móðurinnar á meðan að sonurinn gefi þessu lítinn gaum. 25.10.2010 10:00 Jay-Z semur við Rihönnu Söngfuglinn Rihanna hefur skrifað undir hjá umboðsfyrirtæki Jay-Z, Roc Nation. Hún er stærsta stjarna fyrirtækisins og markar skrefið endalok samstarfs hennar og umboðsmannsins Marcs Jacobs, sem hefur séð um feril hennar og frama síðustu ár. 25.10.2010 08:00 Fjölmennur Útidúr vekur athygli „Við fórum í viðtöl hjá Frakka og einhverjum Ameríkana sem eru bloggarar,“ segir Kristinn Roach Gunnarsson, píanóleikari Útidúrs. Þessi efnilega poppsveit spilaði í Tjarnarbíói á Airwaves-hátíðinni fyrir skömmu og vakti þar athygli erlendra blaðamanna. „Þetta var mjög gaman. Þetta er mjög flottur staður og við fengum fín viðbrögð.“ 25.10.2010 06:00 Geggjaðir búningar Gabrielu Friðriks og Hrafnhildar (myndband) Í meðfylgjandi myndskeiði sýna Gabriela Friðriksdóttir og Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir búningana sem þær hönnuðu fyrir dansverkið Transaquania - Into thin Air en þær hönnuðu einnig sviðsmyndina. Á meðan á viðtalinu stendur klæðast þær búningunum eins og sjá má. 24.10.2010 13:00 Þórunn Lárusdóttir býður á tónleika á kvennafrídaginn Þórunn Lárusdóttir leikkona ætlar að skemmta ásamt fleira listafólki í Slippsalnum á kvennafrídaginn, annað kvöld klukkan 21:00. Í meðfylgjandi myndskeiði segir Þórunn frá dagskránni og hverjir koma fram með henni. Frítt er inn á viðburðinn. 24.10.2010 12:45 Dísa ljósálfur frumsýnd Leiksýning fyrir alla fjölskylduna um þjóðkunna sögupersónu, Dísu ljósálf, var frumsýnd í Austurbæ í gær. Meðfylgjandi myndir voru teknar af frumsýningargestum sem skemmtu sér konunglega ef marka má fagnaðarlætin sem brutust út í lok sýningar. Hér má líka sjá þegar leikara, danshöfunda og Gunnar Þórðarson og Páll Baldvin Baldvinsson höfunda verksins hneigja sig eftir frábæra sýningu. 24.10.2010 07:50 Ungfrú Ísland sendir kveðju heim Ungfrú Ísland 2010, Fanney Ingvarsdóttir, sendir Íslendingum hlýjar kveðjur í myndbandinu sem sjá má hér (Youtube.com). Fanney er stödd í Kína þar sem hún keppir í Miss World eða fegurðarsamkeppninni Ungfrú heimur fyrir Íslands hönd. Fanney segir meðal annars frá því hvað henni líður vel í Kína og iþróttirnar sem hún stundar. Sjá kynningarmyndbandið. 23.10.2010 19:28 Útsýnisstofu Björgólfs breytt í skemmtistað Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar nýr bar sem ber heitið New Square var opnaður í gærkvöldi. Fjöldi fólks lagði leið sína á staðinn sem er staðsettur á efstu hæð í strætóhúsinu við Lækjatorg í Hafnarstræti 20 þar sem útsýnisstofa Björgólfs Guðmundssonar var áður. Staðurinn skiptist annarsvegar í veitingastað, sem ber heitið Fun & fine dining og hinsvegar er um að ræða skemmtistað þar sem bestu skífuþeytarar sem fást hverju sinni sjá um tónlistina. 23.10.2010 16:58 Kærleiksklútar fyrir konur Á konukvöldinu Bleika boðið sem haldið var í Háskólanum í Reykjavík í gær seldu og kynntu Íris Jónsdóttir og Ingunn Ingvadóttir kærleikslútana sem þær hönnuðu til styrktar Krabbameinsfélaginu. Þær eiga og reka fyrirtækið Spiral hönnun sem framleiðir kærleiksklútana. Þá má sjá betur í myndskeiðinu þar sem Íris og Ingunn sýna okkur hvernig hægt er að nota þá á óteljandi vegu. 23.10.2010 13:30 Bleika boðið Konukvöldið Bleika boðið var haldið í Háskólanum í Reykjavík, Nauthólsvík, í gærkvöldi á vegum Krabbameinsfélagsins. Eins og meðfylgjandi myndir sýna var gríðarlega góð stemning á meðal kvennanna sem nutu þess að eiga góða kvöldstund saman. Boðið hófst með fordrykk og síðan tók við fjölbreytt dagskrá fram eftir kvöldi. 23.10.2010 08:30 55 þúsund á íslenskar myndir Um fimmtíu og fimm þúsund miðar hafa selst á íslensku kvikmyndirnar fjórar sem hafa verið sýndar hér á landi að undanförnu. 23.10.2010 14:00 Bakarar berjast til góðs Hilmir Hjálmarsson, bakari hjá Sveinsbakaríi, mun slást við Stefán Gauk Rafnsson, vin sinn og samstarfsmann, í bardaga til styrktar einhverfum og hjartveikum börnum. Bardaginn fer fram í Valsheimilinu á laugardaginn næsta. 23.10.2010 13:00 Chinatown valin best Chinatown frá árinu 1974 hefur verið valin besta kvikmynd allra tíma af gagnrýnendum bresku blaðanna Guardian og Observer. 23.10.2010 12:00 Gibson óvelkominn í Timburmenn 2 Starfsfólk við tökur á framhaldi gamanmyndarinnar Hangover gerði uppreisn í vikunni þegar til stóð að taka upp atriði með Mel Gibson. 23.10.2010 11:00 Hannar jakka frægu karlanna Hvað skyldu sjónvarpsmaðurinn Sigmar Guðmundsson, knattspyrnukempan Hermann Hreiðarsson, miðborgarstjórinn Jakob Frímann Magnússon, myndlistarmaðurinn Tolli og borgarstjórinn Jón Gnarr eiga sameiginlegt? 23.10.2010 10:00 Leitin hafin á ný Elite-módelskrifstofan á Íslandi hefur leit að næstu Elite-stúlku landsins á ný og mun starfsfólk á vegum skrifstofunnar taka á móti umsóknum í Kringlunni í dag. 23.10.2010 09:00 Smeygja sér í boxhanskana Talið er að gömlu kempurnar Robert De Niro og Sylvester Stallone ætli að smeygja sér í boxhanskana á nýjan leik fyrir myndina Grudge Match sem er væntanleg í bíó árið 2012. 23.10.2010 08:00 Sparkað vegna samkynhneigðar Lesbíski plötusnúðurinn Samantha Ronson sást yfirgefa heimili söngkonunnar Christinu Aguilera undir morgun, skömmu eftir að sú síðarnefnda skildi við eiginmann sinn. 23.10.2010 07:00 Spólusafn Páls Óskars í Hlemmavídeói Ný íslensk leikin þáttaröð hefur göngu sína annað kvöld þegar fyrsti þáttur Hlemmavídeós verður sýndur á Stöð 2. Leikstjóri er Styrmir Sigurðsson sem gerði fyrstu Fóstbræðra-þættina, sællar minninga. 23.10.2010 06:00 Glænýr Vísir opnaður Nýr og endurbættur Vísir var opnaður formlega á skemmtistaðnum Nasa í kvöld. Margt var um manninn og allir á sama máli að nú er Visir ekki eingöngu sterkur fréttavefur heldur einnig fjölbreyttur afþreyingarmiðill. Mefðylgjandi má sjá myndir af gestum, Ara Eldjárn sem var með uppistand og Ara Edwald forstjóra 365 sem opnaði nýjan Visi formlega. 22.10.2010 20:00 Lennon lifnar við í Slippsalnum Valgeir Guðjónsson og Ingólfur Margeirsson ætla að kryfja byltingarmanninn John Lennon í Slippsalnum í NemanForum á morgun, laugardag klukkan 16:00. Í meðfylgjandi myndskeiði segja þeir okkur frá uppákomunni sem þeir kalla Lifandi útvarp þar sem tal, tónar og myndir styðja þessa fyrstu útsendingu þeirra. 22.10.2010 18:46 Longoria í bílslysi Leikkonan Eva Longoria Parker úr þáttunum Desperate Housewives lenti í minni háttar bílslysi í Hollywood fyrir skömmu. 22.10.2010 17:00 Golfið hjá Justin í lægð Justin Timberlake viðurkennir í samtali við tímaritið People að honum hafi farið mikið aftur í golfi. Ástæðan sé einföld: hann hafi einfaldlega ekki haft tíma til að sinna íþróttinni sökum velgengni sinnar. 22.10.2010 16:45 Ókeypis tónlistartaktar í boði Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá söngkonuna Margréti Eir sem er ein þeirra sem slá lokataktana í dagskrárveislu Skottanna og Listasafns Reykjavíkur en á morgun, laugardag, mun hún sýna sína bestu tónlistartakta á Kjarvalsstöðum klukkan 12:30. Aðgangur er ókeypis inn eins og alltaf og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. 22.10.2010 16:32 Madonna og nýi kærastinn Madonna, 52 ára, var mynduð fyrir utan Loccateli-veitingahúsið í London ásamt nýja leikfanginu hennar, danshöfundinum Brahim Rachiki, en hann er nítján árum yngri en Madonna. Þau snæddu ásamt nokkrum vinum á umræddu veitingahúsi og yfirgáfu það síðan hvort í sínu lagi en þau vildu alls ekki láta mynda sig saman. Þá sáust þau síðar um kvöldið á næturklúbbnum Aura þar í borg. 22.10.2010 14:48 Jenna á Broadway Klámkonan Jenna Jameson á í viðræðum um að koma fram í rokksöngleiknum Rock of Ages á Broadway. 22.10.2010 14:30 Aguilera opnar sig Christina Aguilera hefur loksins opnað sig í sambandi við nýlegan skilnað hennar og Jordans Bratman, en þau hittust árið 2002, trúlofuðu sig árið 2005 og giftu sig seinna sama ár. 22.10.2010 13:00 Ólétt eftir einnar nætur gaman Í meðfylgjandi mynskeiði segir leikkonan Lilja Katrín Gunnarsdóttir frá gamanleiknum MAMMA ÉG sem hún flytur í Slippsalnum annaðkvöld. Þar fer hún yfir meðgöngu, fæðingu og móðurhlutverkið á skemmtilegan máta. 22.10.2010 11:44 Með hreingerningaráráttu Söng- og leikkonan Mandy Moore, 26 ára, er með hreingerningaráráttu að eigin sögn. Hún er stöðugt með ryksuguna á lofti á heimili sínu. Þetta er risastór vandamál hjá mér. Ég er allt of upptekin við að ryksuga," skrifaði Mandy á Twitter síðuna sína. Mandy giftist eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Ryan Adams, árið 2009, sem hún segir vera orðinn ansi þreyttur á þessari áráttu hennar að hafa óaðfinnanlega hreint í kringum þau. Meðfylgjandi má sjá Mandy ásamt leikkonunn Christinu Ricci stilla sér upp á rauða dreglinum. 22.10.2010 11:30 Yrsa fær frábæra dóma Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur fær frábæra dóma í hinu virta bókmenntatímariti Times Literary Supplement sem kemur út í dag. 22.10.2010 14:49 Annað Alias-spil Orðskýringaspilið Alias sló í gegn fyrir síðustu jól þegar hátt í fimmtán þúsund eintök seldust hér á landi. Hamra á járnið meðan það er heitt því nýtt spil er væntanlegt um miðjan nóvember sem nefnist Partý-Alias. 22.10.2010 14:30 Ánægður með Íslendingana Dermot Mulroney, aðalleikari Inhale, hrósar þeim Óttari Guðnasyni og Baltasar Kormáki fyrir vinnu þeirra. Myndin fær frábæra dóma í Hollywood Reporter. 22.10.2010 14:00 Dagskrárstjóri vonsvikinn með Hringekjuna „Auðvitað hefði maður viljað sjá meira áhorf, það vilja allir, og þetta eru ákveðin vonbrigði. Ég er hins vegar sannfærð um að tími Hringekjunnar sé að koma,“ segir Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri RÚV. 22.10.2010 13:30 Góðir gestir hjá Conan Gamanleikarinn Seth Rogen og rokkarinn Jack White verða gestir í fyrsta spjallþætti Conans O"Brien á bandarísku sjónvarpsstöðinni TBS sem fer í loftið 8. nóvember. 22.10.2010 12:45 Mayer og Kardashian? Hjartaknúsarinn John Mayer, sem hefur verið orðaður við glæsipíur á borð við Jennifer Aniston og Jessicu Simpson, hefur augastað á hinni stórglæsilegu Kim Kardashian. 22.10.2010 11:00 Skírði hljóðfærið sitt í höfuðið á geimstöðinni Mír „Þetta er eins og ég hefði átt sjö bíla í garðinum hjá mér og ákveðið að búa til flugvél," segir Örn Elías Guðmundsson, Mugison, um nýja hljóðfærið sitt, Mirstrument, sem hann frumsýndi á Airwaves-hátíðinni um síðustu helgi. 22.10.2010 10:30 Steindi skorar á forsetann að leika í þættinum sínum Steindi Jr. sló í gegn með þætti sína Steindinn okkar fyrr á árinu. Hann vinnur nú að nýrri þáttaröð sem verður sýnd snemma á næsta ári og dreymir um að fá Ólaf Ragnar Grímsson til að leika í atriði. 22.10.2010 10:00 Sjá næstu 50 fréttir
Glænýr háralitur Eftir að söngkonan Leona Lewis sigraði X Factor keppnina í Bretlandi árið 2006 hefur hún einbeitt sér að tónlistarferlinum. Athygli vakti þegar Leona hætti við þaulskipulagt tónleikaferðalag af því að hún var í ástarsorg eftir erfið sambandsslitin við Lou Al-Chamaa, sem hún var með í 10 ár hvorki meira né minna. Burtséð frá því þá er Leona með nýjan háralit eins og sjá má í meðfylgjandi myndasafni. 26.10.2010 10:00
Snorri spilar á South By Southwest „Þetta verður mjög gaman,“ segir Snorri Helgason sem spilar á tónlistarhátíðinni South By Southwest í Texas næsta vor. Hljómsveitin Benni Hemm Hemm spilar einnig á hátíðinni, sem er mjög þekkt á meðal tónlistaráhugamanna. 26.10.2010 06:00
Prófessorinn er mikill krakki Lagið Það geta ekki allir verið gordjöss með Páli Óskari situr í efsta sæti bæði Lagalistans og vinsældalista Rásar 2. Það hefur setið samanlagt í fimm vikur í efsta sæti yfir vinsælustu og mest spiluðu lög landsins. Lagið er á plötunni Diskóeyjan sem er nýkomin út. Á henni kennir Prófessorinn Óttarr Proppé börnum og öðrum tilheyrendum góða siði í fágunarskóla sínum við Diskóflóa. 26.10.2010 06:00
Maður getur ekki sagt nei við William Shakespeare „Þetta er smá áskorun, núna er maður búinn að lesa verkið og er að fara á fyrsta fund með leikstjóranum,“ segir Högni Egilsson, forsprakki Hjaltalín. Hann hefur fengið það vandasama verk í hendurnar að semja tónlistina við leikverkið Ofviðrið eftir sjálfan William Shakespeare sem Borgarleikhúsið frumsýnir um jólin. Leikstjóri er hinn litháíski Oskaras Korsunovas sem hlotið hefur fjölda verðlauna um allan heim. Með aðalhlutverkin fara þeir Ingvar E. Sigurðsson og Hilmir Snær Guðnason sem hafa ekki gert mikið af því að leika saman á sviði. 26.10.2010 06:00
Karl Berndsen gefur út konubók Útlitsráðgjafinn og sjónvarpsmaðurinn vinsæli Karl Berndsen sendir nú frá sér sína fyrstu bók og ber hún heitið VAXI-n – Finndu hvað fer þér best. Karl hefur um árabil starfað á sviði tísku- og fegurðar sem hárgreiðslumeistari og förðunarfræðingur, jafnt með heimsfrægum fyrirsætum, kvikmyndastjörnum og íslenskum þokkadísum. Undanfarin ár hefur hann veitt útlitsráðgjöf í sjónvarpsþáttunum Nýtt útlit sem hafa slegið rækilega í gegn. Bókin hefur að geyma ýmsan fróðleik og gagnlegar upplýsingar sem Karl hefur safnað að sér á sínum fjölbreytilega ferli. Hann leggur ríka áherslu á að sérhver kona finni sinn eigin stíl og klæði sig í samræmi við það hvernig hún er VAXI-n. Titill bókarinnar vísar einmitt til vaxtarlags kvenna sem skipt er í fjóra meginflokka. Konum er kennt að þekkja vaxtarlag sitt útfrá bókstöfunum og hvernig skal klæða sig samkvæmt því. Þannig þarf að miða fataval við ákveðin hlutföll og jafnvægislist sem hann kynnir hér til sögunnar. Bókin er væntanleg í verslanir í byrjun nóvember og er hún sérlega tileinkuð þeim fjölmörgu konum sem nota eingöngu um 20% af fötunum sínum! Textaskrif er í höndum Steinunnar Þorvaldsdóttur. Útgefandii: Beauty Bar 25.10.2010 17:45
Vigdís Finnbogadóttir og tugþúsundir kvenna Tugir þúsunda kvenna eru staddar í miðborginni í tilefni dagsins en þær stóðu upp frá störfum sínum klukkan 14:25 í dag til þess að vekja athygli á launamuni kynjanna. Dagurinn í dag er einnig tileinkaður baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Í meðfylgjandi myndskeiði sem tekið var bak við sviðið á Arnarhóli lýsir sönghópurinn Áfram stelpur eða söngkonurnar Brynhildur Björnsdóttir, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, Esther Jökulsdóttir og Margrét Pétursdóttir stemningunni sem ríkir á meðal kvennanna. Vigdísi Finnbogadóttur í fylgd dóttur sinnar má sjá hér ganga niður Skólavörðustiginn með kynsystrum sínum í átt að Arnarhóli upp úr klukkan þrjú í dag. 25.10.2010 16:16
Sex kíló fokin á mánuði „Fólk var farið að tala um að ég væri orðinn svo bangsalegur. Ég er að reyna að eyðileggja þessa bangsaímynd,“ segir popparinn Friðrik Dór, sem er í stífri einkaþjálfun um þessar mundir. 25.10.2010 13:00
Menn orðsins saman á svið „Ég er mikill aðdáandi Bjartmars og tel okkur eiga meira sameiginlegt en marga grunar,“ segir Erpur Eyvindarson rappari en hann og tónlistarmaðurinn Bjartmar Guðlaugsson ætla að leiða saman hesta sína næstkomandi þriðjudag og halda tónleika á Café Rosenberg. 25.10.2010 11:30
Lopez- Börnin í fyrirsætubransann Poppdívan Jennifer Lopez er búin að koma tveggja ára tvíburum sínum í fyrirsætubransann. Þau Emma og Max verða andlit nýrrar barnalínu Gucci sem kemur út í nóvember. Allur ágóði af fyrirsætustörfunum rennur beint til góðgerðasamtaka og Jennifer því hæst ánægð vinnu barna sinna. Lopez vill meina að dóttirin hafi erft tískuáhuga móðurinnar á meðan að sonurinn gefi þessu lítinn gaum. 25.10.2010 10:00
Jay-Z semur við Rihönnu Söngfuglinn Rihanna hefur skrifað undir hjá umboðsfyrirtæki Jay-Z, Roc Nation. Hún er stærsta stjarna fyrirtækisins og markar skrefið endalok samstarfs hennar og umboðsmannsins Marcs Jacobs, sem hefur séð um feril hennar og frama síðustu ár. 25.10.2010 08:00
Fjölmennur Útidúr vekur athygli „Við fórum í viðtöl hjá Frakka og einhverjum Ameríkana sem eru bloggarar,“ segir Kristinn Roach Gunnarsson, píanóleikari Útidúrs. Þessi efnilega poppsveit spilaði í Tjarnarbíói á Airwaves-hátíðinni fyrir skömmu og vakti þar athygli erlendra blaðamanna. „Þetta var mjög gaman. Þetta er mjög flottur staður og við fengum fín viðbrögð.“ 25.10.2010 06:00
Geggjaðir búningar Gabrielu Friðriks og Hrafnhildar (myndband) Í meðfylgjandi myndskeiði sýna Gabriela Friðriksdóttir og Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir búningana sem þær hönnuðu fyrir dansverkið Transaquania - Into thin Air en þær hönnuðu einnig sviðsmyndina. Á meðan á viðtalinu stendur klæðast þær búningunum eins og sjá má. 24.10.2010 13:00
Þórunn Lárusdóttir býður á tónleika á kvennafrídaginn Þórunn Lárusdóttir leikkona ætlar að skemmta ásamt fleira listafólki í Slippsalnum á kvennafrídaginn, annað kvöld klukkan 21:00. Í meðfylgjandi myndskeiði segir Þórunn frá dagskránni og hverjir koma fram með henni. Frítt er inn á viðburðinn. 24.10.2010 12:45
Dísa ljósálfur frumsýnd Leiksýning fyrir alla fjölskylduna um þjóðkunna sögupersónu, Dísu ljósálf, var frumsýnd í Austurbæ í gær. Meðfylgjandi myndir voru teknar af frumsýningargestum sem skemmtu sér konunglega ef marka má fagnaðarlætin sem brutust út í lok sýningar. Hér má líka sjá þegar leikara, danshöfunda og Gunnar Þórðarson og Páll Baldvin Baldvinsson höfunda verksins hneigja sig eftir frábæra sýningu. 24.10.2010 07:50
Ungfrú Ísland sendir kveðju heim Ungfrú Ísland 2010, Fanney Ingvarsdóttir, sendir Íslendingum hlýjar kveðjur í myndbandinu sem sjá má hér (Youtube.com). Fanney er stödd í Kína þar sem hún keppir í Miss World eða fegurðarsamkeppninni Ungfrú heimur fyrir Íslands hönd. Fanney segir meðal annars frá því hvað henni líður vel í Kína og iþróttirnar sem hún stundar. Sjá kynningarmyndbandið. 23.10.2010 19:28
Útsýnisstofu Björgólfs breytt í skemmtistað Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar nýr bar sem ber heitið New Square var opnaður í gærkvöldi. Fjöldi fólks lagði leið sína á staðinn sem er staðsettur á efstu hæð í strætóhúsinu við Lækjatorg í Hafnarstræti 20 þar sem útsýnisstofa Björgólfs Guðmundssonar var áður. Staðurinn skiptist annarsvegar í veitingastað, sem ber heitið Fun & fine dining og hinsvegar er um að ræða skemmtistað þar sem bestu skífuþeytarar sem fást hverju sinni sjá um tónlistina. 23.10.2010 16:58
Kærleiksklútar fyrir konur Á konukvöldinu Bleika boðið sem haldið var í Háskólanum í Reykjavík í gær seldu og kynntu Íris Jónsdóttir og Ingunn Ingvadóttir kærleikslútana sem þær hönnuðu til styrktar Krabbameinsfélaginu. Þær eiga og reka fyrirtækið Spiral hönnun sem framleiðir kærleiksklútana. Þá má sjá betur í myndskeiðinu þar sem Íris og Ingunn sýna okkur hvernig hægt er að nota þá á óteljandi vegu. 23.10.2010 13:30
Bleika boðið Konukvöldið Bleika boðið var haldið í Háskólanum í Reykjavík, Nauthólsvík, í gærkvöldi á vegum Krabbameinsfélagsins. Eins og meðfylgjandi myndir sýna var gríðarlega góð stemning á meðal kvennanna sem nutu þess að eiga góða kvöldstund saman. Boðið hófst með fordrykk og síðan tók við fjölbreytt dagskrá fram eftir kvöldi. 23.10.2010 08:30
55 þúsund á íslenskar myndir Um fimmtíu og fimm þúsund miðar hafa selst á íslensku kvikmyndirnar fjórar sem hafa verið sýndar hér á landi að undanförnu. 23.10.2010 14:00
Bakarar berjast til góðs Hilmir Hjálmarsson, bakari hjá Sveinsbakaríi, mun slást við Stefán Gauk Rafnsson, vin sinn og samstarfsmann, í bardaga til styrktar einhverfum og hjartveikum börnum. Bardaginn fer fram í Valsheimilinu á laugardaginn næsta. 23.10.2010 13:00
Chinatown valin best Chinatown frá árinu 1974 hefur verið valin besta kvikmynd allra tíma af gagnrýnendum bresku blaðanna Guardian og Observer. 23.10.2010 12:00
Gibson óvelkominn í Timburmenn 2 Starfsfólk við tökur á framhaldi gamanmyndarinnar Hangover gerði uppreisn í vikunni þegar til stóð að taka upp atriði með Mel Gibson. 23.10.2010 11:00
Hannar jakka frægu karlanna Hvað skyldu sjónvarpsmaðurinn Sigmar Guðmundsson, knattspyrnukempan Hermann Hreiðarsson, miðborgarstjórinn Jakob Frímann Magnússon, myndlistarmaðurinn Tolli og borgarstjórinn Jón Gnarr eiga sameiginlegt? 23.10.2010 10:00
Leitin hafin á ný Elite-módelskrifstofan á Íslandi hefur leit að næstu Elite-stúlku landsins á ný og mun starfsfólk á vegum skrifstofunnar taka á móti umsóknum í Kringlunni í dag. 23.10.2010 09:00
Smeygja sér í boxhanskana Talið er að gömlu kempurnar Robert De Niro og Sylvester Stallone ætli að smeygja sér í boxhanskana á nýjan leik fyrir myndina Grudge Match sem er væntanleg í bíó árið 2012. 23.10.2010 08:00
Sparkað vegna samkynhneigðar Lesbíski plötusnúðurinn Samantha Ronson sást yfirgefa heimili söngkonunnar Christinu Aguilera undir morgun, skömmu eftir að sú síðarnefnda skildi við eiginmann sinn. 23.10.2010 07:00
Spólusafn Páls Óskars í Hlemmavídeói Ný íslensk leikin þáttaröð hefur göngu sína annað kvöld þegar fyrsti þáttur Hlemmavídeós verður sýndur á Stöð 2. Leikstjóri er Styrmir Sigurðsson sem gerði fyrstu Fóstbræðra-þættina, sællar minninga. 23.10.2010 06:00
Glænýr Vísir opnaður Nýr og endurbættur Vísir var opnaður formlega á skemmtistaðnum Nasa í kvöld. Margt var um manninn og allir á sama máli að nú er Visir ekki eingöngu sterkur fréttavefur heldur einnig fjölbreyttur afþreyingarmiðill. Mefðylgjandi má sjá myndir af gestum, Ara Eldjárn sem var með uppistand og Ara Edwald forstjóra 365 sem opnaði nýjan Visi formlega. 22.10.2010 20:00
Lennon lifnar við í Slippsalnum Valgeir Guðjónsson og Ingólfur Margeirsson ætla að kryfja byltingarmanninn John Lennon í Slippsalnum í NemanForum á morgun, laugardag klukkan 16:00. Í meðfylgjandi myndskeiði segja þeir okkur frá uppákomunni sem þeir kalla Lifandi útvarp þar sem tal, tónar og myndir styðja þessa fyrstu útsendingu þeirra. 22.10.2010 18:46
Longoria í bílslysi Leikkonan Eva Longoria Parker úr þáttunum Desperate Housewives lenti í minni háttar bílslysi í Hollywood fyrir skömmu. 22.10.2010 17:00
Golfið hjá Justin í lægð Justin Timberlake viðurkennir í samtali við tímaritið People að honum hafi farið mikið aftur í golfi. Ástæðan sé einföld: hann hafi einfaldlega ekki haft tíma til að sinna íþróttinni sökum velgengni sinnar. 22.10.2010 16:45
Ókeypis tónlistartaktar í boði Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá söngkonuna Margréti Eir sem er ein þeirra sem slá lokataktana í dagskrárveislu Skottanna og Listasafns Reykjavíkur en á morgun, laugardag, mun hún sýna sína bestu tónlistartakta á Kjarvalsstöðum klukkan 12:30. Aðgangur er ókeypis inn eins og alltaf og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. 22.10.2010 16:32
Madonna og nýi kærastinn Madonna, 52 ára, var mynduð fyrir utan Loccateli-veitingahúsið í London ásamt nýja leikfanginu hennar, danshöfundinum Brahim Rachiki, en hann er nítján árum yngri en Madonna. Þau snæddu ásamt nokkrum vinum á umræddu veitingahúsi og yfirgáfu það síðan hvort í sínu lagi en þau vildu alls ekki láta mynda sig saman. Þá sáust þau síðar um kvöldið á næturklúbbnum Aura þar í borg. 22.10.2010 14:48
Jenna á Broadway Klámkonan Jenna Jameson á í viðræðum um að koma fram í rokksöngleiknum Rock of Ages á Broadway. 22.10.2010 14:30
Aguilera opnar sig Christina Aguilera hefur loksins opnað sig í sambandi við nýlegan skilnað hennar og Jordans Bratman, en þau hittust árið 2002, trúlofuðu sig árið 2005 og giftu sig seinna sama ár. 22.10.2010 13:00
Ólétt eftir einnar nætur gaman Í meðfylgjandi mynskeiði segir leikkonan Lilja Katrín Gunnarsdóttir frá gamanleiknum MAMMA ÉG sem hún flytur í Slippsalnum annaðkvöld. Þar fer hún yfir meðgöngu, fæðingu og móðurhlutverkið á skemmtilegan máta. 22.10.2010 11:44
Með hreingerningaráráttu Söng- og leikkonan Mandy Moore, 26 ára, er með hreingerningaráráttu að eigin sögn. Hún er stöðugt með ryksuguna á lofti á heimili sínu. Þetta er risastór vandamál hjá mér. Ég er allt of upptekin við að ryksuga," skrifaði Mandy á Twitter síðuna sína. Mandy giftist eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Ryan Adams, árið 2009, sem hún segir vera orðinn ansi þreyttur á þessari áráttu hennar að hafa óaðfinnanlega hreint í kringum þau. Meðfylgjandi má sjá Mandy ásamt leikkonunn Christinu Ricci stilla sér upp á rauða dreglinum. 22.10.2010 11:30
Yrsa fær frábæra dóma Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur fær frábæra dóma í hinu virta bókmenntatímariti Times Literary Supplement sem kemur út í dag. 22.10.2010 14:49
Annað Alias-spil Orðskýringaspilið Alias sló í gegn fyrir síðustu jól þegar hátt í fimmtán þúsund eintök seldust hér á landi. Hamra á járnið meðan það er heitt því nýtt spil er væntanlegt um miðjan nóvember sem nefnist Partý-Alias. 22.10.2010 14:30
Ánægður með Íslendingana Dermot Mulroney, aðalleikari Inhale, hrósar þeim Óttari Guðnasyni og Baltasar Kormáki fyrir vinnu þeirra. Myndin fær frábæra dóma í Hollywood Reporter. 22.10.2010 14:00
Dagskrárstjóri vonsvikinn með Hringekjuna „Auðvitað hefði maður viljað sjá meira áhorf, það vilja allir, og þetta eru ákveðin vonbrigði. Ég er hins vegar sannfærð um að tími Hringekjunnar sé að koma,“ segir Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri RÚV. 22.10.2010 13:30
Góðir gestir hjá Conan Gamanleikarinn Seth Rogen og rokkarinn Jack White verða gestir í fyrsta spjallþætti Conans O"Brien á bandarísku sjónvarpsstöðinni TBS sem fer í loftið 8. nóvember. 22.10.2010 12:45
Mayer og Kardashian? Hjartaknúsarinn John Mayer, sem hefur verið orðaður við glæsipíur á borð við Jennifer Aniston og Jessicu Simpson, hefur augastað á hinni stórglæsilegu Kim Kardashian. 22.10.2010 11:00
Skírði hljóðfærið sitt í höfuðið á geimstöðinni Mír „Þetta er eins og ég hefði átt sjö bíla í garðinum hjá mér og ákveðið að búa til flugvél," segir Örn Elías Guðmundsson, Mugison, um nýja hljóðfærið sitt, Mirstrument, sem hann frumsýndi á Airwaves-hátíðinni um síðustu helgi. 22.10.2010 10:30
Steindi skorar á forsetann að leika í þættinum sínum Steindi Jr. sló í gegn með þætti sína Steindinn okkar fyrr á árinu. Hann vinnur nú að nýrri þáttaröð sem verður sýnd snemma á næsta ári og dreymir um að fá Ólaf Ragnar Grímsson til að leika í atriði. 22.10.2010 10:00