Fleiri fréttir

Katy Perry hjúpuð grænu slími

Nickelodeon sjónvarpsstöðin hélt sín árlegu "krakkaverðlaun" um helgina en þar eru veitt verðlaun fyrir bestu frammistöðuna í kvikmyndum, tónlist og sjónvarpi. Fastur liður er að hella grænu slími yfir stjörnurnar sem koma fram á hátíðinni og í ár var það söngkonan Katy Perry sem fékk slíka útreið. Á myndinni sést eiturgræn Katy faðma leikarann Jonah Hill, sem sýnist ekkert allt of ánægður með það.

Það er ákveðið

Leikkonan Sandra Bullock hefur tekið ákvörðun um að binda enda á fimm ára hjónaband sitt með Jesse James og sækja um skilnað. Komið hefur í ljós að James hélt framhjá með að minnsta kosti 10 konum.

Tæknibrellutröll gefur út á vínyl

„Mig langaði bara til að gefa vínyl. Var þetta dýrt? Jú, kannski, en eru ekki sumir með jeppadellu? Þetta var bara eitthvað sem mig langaði til að gera,“ segir Ummi Guðjónsson, tónlistamaður og tæknibrellutröll, sem var að senda frá sér glæsilegan vínyl-pakka.

Öll Eurovision-lögin tilbúin og spennan magnast

Lögin 39 í Eurovision eru nú komin fram og Eurovision-vertíðin fyrst byrjuð fyrir alvöru. Óhætt er að segja að fátt komi verulega á óvart í þessari fimmtugustu og fimmtu Eurovisionkeppni.

Vænta konunglegs brúðkaups á næsta ári

Starfsfólk í Buckinghamhöll gerir ráð fyrir að Vilhjálmur prins og Kate Middleton gangi í það heilaga á næsta ári. Þau muni svo fara í brúðkaupsferð á HM í rugby sem haldið verður á Nýja Sjálandi.

Fáklædd Kim í Miami - myndir

Kynbomban Kim Kardashian gerir fátt annað þessa dagana en að taka sjálfsmyndir af sér fáklæddri og birta þær á samskiptavefnum Twitter.

Segist ekki hafa verið undir áhrifum heróíns

Peaches Geldoff, dóttir góðgerðapopparans, Bob Geldoffs, neitar því að hún hafi verið undir áhrifum Heróíns á myndum sem óheiðarleg hjásvæfa lak á netið á dögunum.

Cannes hefst með Hróa Hetti

Hrói Höttur, með Russel Crowe í aðalhlutverki, verður opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, þann 12. maí næstkomandi. Fréttastofa BBC segir að myndin sé þó ekki tilnefnd til verðlauna á hátíðinni.

Disney vill ekki sílikonbrjóst

Stófréttir berast að vestan, en afþreyingafyrirtækið Disney hefur óskað eftir leikkonum í framhaldskvikmyndina Pirates Of The Caribbeans. Sem er í sjálfu sér ekki fréttnæmt, en fyrirtækið setur sem skilyrði að leikkonurnar séu með raunveruleg brjóst.

Friðrik Ómar í útrás til Svíþjóðar

Einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, Friðrik Ómar Hjörleifsson, flytur til Stokkhólms eftir tvær til þrjár vikur og er ekki væntanlegur aftur í bráð. Friðrik segir að það hafi verið kominn tími á nýja áskorun.

Beyoncé á von á sínu fyrsta barni

Söngkonan Beyoncé Knowles og rapparinn Jay-Z eiga von á fyrsta barni sínu segja fréttir vestanhafs. Mikil eftirvænting er meðal aðdáenda þessa vinsæla tónlistarfólks.

FM Belfast hannar boli, stuttbuxur og svitabönd

„Við viljum fá íþróttaandann inn – að fólk upplifi sig sem íþróttastjörnur á tónleikum með okkur,“ segir Árni Vilhjálmsson úr hljómsveitinni FM Belfast. FM Belfast ætlar að senda frá sér boli, stuttbuxur og svitabönd í samstarfi við Henson í sumar. Klæðnaðurinn mun henta sérstaklega vel fyrir gesti á tónleikum hljómsveitarinnar, en þar myndast iðulega gríðarlega sveitt stemning – svo sveitt að fólk hefur vanið sig á að fækka fötum á miðjum tónleikum.

Hefði tekið fram kylfuna

Fréttirnar af framhjáhaldi Jesse James, eiginmanni Söndru Bullock, hafa farið sem eldur í sinu um heiminn. Konurnar sem Jesse hélt við eru orðnar þrjár og enn má búast við að fleiri komi fram.

Kaupir sér nýtt hús

Skoska söngkonan Susan Boyle ætlar að eyða tæpum 60 milljónum í nýtt hús samkvæmt fréttum í Bretlandi. Nýja húsið er stórt og veglegt, með fimm svefnherbergjum, þremur baðherbergjum og tvöföldum bílskúr. Það er í heimabæ hennar í Skotlandi. Húsið er með búnað sem nýtir sólarorku til að búa til rafmagn fyrir húsið.

Verður Hjálmum aftur hent af sviðinu?

Aldrei fór ég suður, hin mikla tónlistarhátíð á Ísafirði, verður haldin í sjöunda skipti um páskana. Að vanda úir og grúir af alls kyns tónlist, en aldrei hafa verið jafnmörg atriði og núna, 37 samtals.

Íslandsvinir stýra hátíð

Meðlimir hljómsveitarinnar Belle & Sebastian munu stjórna tónlistarhátíðinni All Tomorrow‘s Parties í desember næstkomandi. Hátíðin stendur frá 10.-12. desember í Minehead á sunnanverðu Englandi. Meðlimir Belle & Sebastian munu velja um 40 hljómsveitir sem koma fram á hátíðinni.

Grúsk-hópurinn með nýtt lag

Hljómsveitin Grúsk hefur sent frá sér lagið Til lífs á ný og er það annað lagið sem fer í spilun af fyrstu plötu sveitarinnar sem kemur út seinna á árinu. Hið fyrra heitir Góða skapið og var í sjö vikur á meðal 30 vinsælustu laga Rásar 2 í haust.

Ólafur meðal þeirra bestu

Íslenski listamaðurinn Ólafur Elíasson er meðal níu listamanna sem koma fram í níu þátta heimildarmyndaþáttaröð bandaríska sjónvarpsrisans HBO undir nafninu Masterclass.

Prince skuldar peninga

Óveðursskýin hrannast upp hjá bandaríska tónlistarmanninum Prince. Eins og fjölmiðlar greindu frá í gær skuldar hann himinháar upphæðir í fasteignagjöld og í gær varð hann fyrir enn einu fjárhagslega áfallinu. Írskt tónleikahaldsfyrirtæki að nafni MCD fór í mál við Prince eftir að hann ákvað að fresta tónleikum sínum í landinu með aðeins nokkurra daga fyrirvara. Forsvarsmenn MCD fóru ekki fram á neina skiptimynt heldur um 400 milljónir íslenskra króna.

Peaches í vandræðum

Peaches Geldof, vandræðabarn hungurpopparans Bobs Geldof, er enn og aftur búin að koma sér á forsíður bresku slúðurpressunnar. Að þessu sinni eru það nektarmyndir sem lekið var á Netið í gær. Þær sýna Peaches í erótískum stellingum, heldur fáklædda. Umræddur einstaklingur hélt því fram að hann hefði átt stundargaman með Peaches á hótelherbergi og á meðan hefði hún neytt heróíns.

Ætlar að vinna hug og hjarta Cheryl á ný

Knattspyrnukappinn Ashley Cole ætlar að reyna að vinna hug og hjarta eiginkonu sinnar Cheryl á ný yfir páskana. Ekki er búið að ganga formlega skilnaði þeirra en Cheryl sagði skilið við Ashley eftir að upp komst í síðasta mánuði að hann hefði haldið fram hjá henni.

Mottu-mars: Söfnunarþáttur í beinni

Söfnunarátakinu Karlmenn og krabbamein, Mottu-mars, lýkur í dag með glæsilegum söfnunarþætti í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2. Logi Bergmann tekur á móti góðum gestum í þessari ríflega tveggja klukkustunda löngu sjónvarpsútsendingu, sem verður uppfull af tónlistaratriðum, gríninnslögum og skemmtilegum uppákomum auk þess sem verður fjallað um þennan vágest sem krabbamein er. Í símaverinu verður Villi Naglbítur og flytur reglulega fréttir af því hvernig söfnunin gengur.

Þjóðin velur Mottumeistara Krabbameinsfélagsins árið 2010

Söfnunarátakinu Karlmenn og krabbamein – Mottu-mars lýkur í kvöld með söfnunarþætti í beinni og opinni dagskrá á Stöð 2. Yfir 2.400 manns og 500 lið skráðu sig til leiks á karlmennogkrabbamein.is. Arion banki vann liðakeppnina. Efstu 5 motturnar í einstaklingskeppninni berjast til úrslita í beinni útsendingu.

Kærastinn flytur inn til Rihönnu

Söngdívan Rihanna er búin að bjóða kærastanum sínum að flytja inn til sín. Rihanna og kærastinn, hinn 25 ára gamli hafnaboltaleikmaður Matt Kemp, hafa verið að slá sér upp saman undanfarna mánuði.

Abba gæti komið saman að nýju

Sönghópurinn sívinsæli Abba gæti komið saman að nýju. Hópurinn sem samanstendur af þeim Anni-Frid Lyngstad , Björn Ulvaeus, Benny Andersson and Agnetha Fältskog. Þau nutu gríðarlegra vinsælda eftir að hafa unnið Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 1974. Þekktustu lögin þeirra eru Dancing Queen, Knowing Me, Knowing You og Super Trouper.

Geri Halliwell: Robbie bjargaði mér frá búlimíunni

Geri Halliwell sem gerði garðinn frægan með stúlknasveitinni Spice Girls og var þekkt sem "rauðhærða kryddið", segir að Robbie Williams hafi bjargað lífi sínu þegar hún þjáðist af búlimíu, eða lotugræðgi.

Boy George naut sín í fangelsi

Boy George naut sín í fangelsi vegna þess að hann hitti svo margt frábært fólk. Söngvarinn, sem er þekktastur fyrir framlag sitt með hljómsveitinni Culture Club, afplánaði fjóra mánuði í fangelsi á síðasta ári vegna árásar á fylgdarmann í íbúð sinni i austurhluta Lundúna.

Hopper skilur við konuna til að lengja lífið

Leikarinn Dennis Hopper verður þess heiðurs aðnjótandi að fá nafn sitt ritað á gangstéttina í Hollywood í dag. Þetta eru þó einu góðu fréttirnar sem leikarinn hefur fengið nýlega því hann berst nú við krabbamein í blöðruhálskirtli og segir talsmaður hans að hann eigi aðeins fáar vikur eftir ólifaðar.

Kóngavegi Valdísar Óskars fagnað - Myndir

Valdís Óskarsdóttir frumsýndi kvikmyndina Kóngaveg í stóra sal Háskólabíós á miðvikudagskvöld. Vel var mætt á frumsýninguna og var ekki annað að sjá en gestir hefðu gaman af myndinni.

Gaga-met

Bandaríska söngkonan Lady Gaga hefur enn og aftur skráð nafn sitt í sögubækurnar. Þessi sérvitra söngkona frá New York er nefnilega fyrsti listamaðurinn sem nær yfir einum milljarði áhorfenda á myndbönd sín á YouTube.

Spurningaljónið úr Garðabæ

„Þetta er bara mjög gaman,“ segir Elías Karl Guðmundsson sem vakið hefur mikla athygli fyrir framgöngu sína í spurningakeppnum í sjónvarpi undanfarið. Elías komst í úrslit Útsvars fyrir viku sem liðsmaður Garðabæjar en hann var þá þegar kominn í úrslit Gettu betur með framhaldsskóla sínum, MR. Það skýrist í kvöld hverjir verða mótherjar Garðabæjar-liðsins en þá keppa lið Reykjavíkur og Reykjanesbæjar.

Útvarpsstöð lokað á Akureyri

„Við erum ekkert hættir,“ segir Gunnar Torfi Steinarsson, einn af þremur grunnskólapiltum á Akureyri sem eru eigendur hinnar nýstofnuðu netútvarpsstöðvar Brekkunnar.

Cheryl á HM

Samkvæmt breska blaðinu Daily Star mun Cheryl Cole fara á HM í knattspyrnu en ekki fráfarandi eiginmaður hennar, Ashley Cole. Cheryl hefur gert samning við tónleikahaldara í Suður-Afríku, þar sem keppnin fer fram, um að troða upp á tónleikum með hipp/hopp-hljómsveitinni Black Eyed Peas á sérstökum upphitunartónleikum fyrir opnunarleik keppninnar sem fer fram 10. júní í Jóhannesarborg.

Mottumenn Íslands mætast í kvöld

Söfnunarátakinu Karlmenn og krabbamein – Mottumars lýkur í kvöld með söfnunarþætti í beinni útsendingu á Stöð 2. Fimm karlmenn keppa um titilinn Mottumeistari Krabbameinsfélags Íslands. Fréttablaðið tók púlsinn á fjórum mottumönnum.

Orðuð við kúrekamynd

Reese Witherspoon og Tom Cruise eiga í viðræðum við Sony um að leika aðalhlutverkin í kúrekamyndinni Paper Wings. Um er að ræða rómantíska mynd þar sem Tom á að leika ródeómeistara sem fellur fyrir ungri kántrísöngkonu sem Reese á að leika. Það er fyrirtæki Wills Smith sem vinnur að framleiðslu myndarinnar.

Dóri spilar í klúbbi Morgans

Blúsaranum Halldóri Bragasyni hefur verið boðið að spila í Ground Zero-blúsklúbbnum fræga í Clarksdale í Mississippi sem Hollywood-leikarinn Morgan Freeman er meðeigandi að.

Phil Spector gerir plötu

Playboy-módelið Rachelle Short, eiginkona Phils Spector, segir að þau hjónin ætli að gefa út plötu saman í júní. Platan var tekin upp áður en Phil fór í steininn, gefið að sök að hafa myrt leikkonuna Lönu Clarkson. Morðið átti sér stað árið 2003 en Rachelle og Phil giftust þremur árum síðar.

Skuldar skattinum

Staðarblaðið Chaska Herald í Minnesota greindi frá því í gær að tónlistarmaðurinn Prince væri skuldum vafinn. Samkvæmt blaðinu skuldar hann og fyrirtæki tengd honum rúma fimm hundruð þúsund dollara eða 66 milljónir íslenskra króna í fasteignagjöld og aðrar skatttengdar greiðslur.

Sjá næstu 50 fréttir