Íslandsklukkan rauði þráðurinn í sögu leikhússins 29. mars 2010 05:00 Á æfingu Jón Karl Helgason gerir nú heimildarmynd um sögu Þjóðleikhússins þar sem Íslandsklukkan er rauði þráðurinn í myndinni. Hér ræða Ingvar E. Sigurðsson, sem leikur Jón Hreggviðsson, og leikstjórinn Benedikt Erlingsson málin. Jón Karl mundar vélina.Fréttablaðið/Anton Kvikmyndagerðarmaðurinn Jón Karl Helgason er á fullu við að gera heimildarmynd um Þjóðleikhúsið sem verður frumsýnd næsta vetur. Íslandsklukkan límir myndina saman. Jón Karl hefur að undanförnu fylgst með æfingum á Íslandsklukkunni í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Verkið var eitt af þremur fyrstu verkum Þjóðleikhússins á upphafsárinu ásamt Fjalla-Eyvindi og Nýársnótt. Svo skemmtilega vill til að fyrsta Snæfríður Íslandssól leikur einnig í þessari uppfærslu en það er Herdís Þorvaldsdóttir, móðir Tinnu Gunnlaugsdóttur, núverandi þjóðleikhússtjóra. Herdís leikur að þessu sinni móður Jóns Hreggviðssonar. „Íslandsklukkan er einhvern veginn höfuðverk Þjóðleikhússins og það gengur einhvern veginn í arf,“ segir Jón Karl. Ekki algalin fullyrðing. Tinna lék Snæfríði 1985 og þótt Erlingur Gíslason, pabbi leikstjórans Benedikts, leiki að þessu sinni Jón sterka þá lék hann júngherrann í uppfærslunni árið 1968. Þá má einnig nefna að Arnar Jónsson fer með hlutverk Eydalíns lögmann núna en hann lék dómkirkjuprestinn í sýningunni fyrir 25 árum. Jón Karl hefur fengið að fylgjast með æfingum og rætt við eldri leikara um hvernig lífið og starfið gekk fyrir sig í Þjóðleikhúsinu á fyrstu árum þess. Hann segir Herdísi vera hafsjó af fróðleik. „Hún hefur upplifað svo margt og það er ákaflega fróðlegt að heyra hvernig þetta var allt saman fyrstu dagana,“ segir Jón Karl og nefnir sem dæmi að iðnaðarmenn voru enn að störfum þegar verið var að æfa fyrir frumsýningu. Leikararnir hafi hins vegar haft svo mikinn áhuga og svo mikinn vilja að þeir létu ekki nokkur hamarshögg á sig fá. Jón Karl hefur þegar tekið fyrsta viðtalið við Herdísi og jafnframt komist yfir myndefni af gömlum sýningum sem ákaflega fáir hafa séð. „Maður fær þarna tækifæri til að vera hálfgerður landkönnuður í leikhúsinu,“ útskýrir Jón Karl. Og þótt leikverkið Íslandsklukkan sé rauði þráðurinn í gegnum heimildarmyndina þá fylgist Jón Karl ekkert síður með þeim leikritum sem nú er verið að sýna, Hænuungunum, Fíusól og Brennuvörgunum. „Og svo er hugmyndin sú að fylgjast með leikurunum fara inn í næsta ár og sjá hvaða verk þeir taka sér fyrir hendur næst. Því starf Þjóðleikhússins heldur alltaf áfram þótt búið sé að frumsýna Íslandsklukkuna.“ freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Kvikmyndagerðarmaðurinn Jón Karl Helgason er á fullu við að gera heimildarmynd um Þjóðleikhúsið sem verður frumsýnd næsta vetur. Íslandsklukkan límir myndina saman. Jón Karl hefur að undanförnu fylgst með æfingum á Íslandsklukkunni í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Verkið var eitt af þremur fyrstu verkum Þjóðleikhússins á upphafsárinu ásamt Fjalla-Eyvindi og Nýársnótt. Svo skemmtilega vill til að fyrsta Snæfríður Íslandssól leikur einnig í þessari uppfærslu en það er Herdís Þorvaldsdóttir, móðir Tinnu Gunnlaugsdóttur, núverandi þjóðleikhússtjóra. Herdís leikur að þessu sinni móður Jóns Hreggviðssonar. „Íslandsklukkan er einhvern veginn höfuðverk Þjóðleikhússins og það gengur einhvern veginn í arf,“ segir Jón Karl. Ekki algalin fullyrðing. Tinna lék Snæfríði 1985 og þótt Erlingur Gíslason, pabbi leikstjórans Benedikts, leiki að þessu sinni Jón sterka þá lék hann júngherrann í uppfærslunni árið 1968. Þá má einnig nefna að Arnar Jónsson fer með hlutverk Eydalíns lögmann núna en hann lék dómkirkjuprestinn í sýningunni fyrir 25 árum. Jón Karl hefur fengið að fylgjast með æfingum og rætt við eldri leikara um hvernig lífið og starfið gekk fyrir sig í Þjóðleikhúsinu á fyrstu árum þess. Hann segir Herdísi vera hafsjó af fróðleik. „Hún hefur upplifað svo margt og það er ákaflega fróðlegt að heyra hvernig þetta var allt saman fyrstu dagana,“ segir Jón Karl og nefnir sem dæmi að iðnaðarmenn voru enn að störfum þegar verið var að æfa fyrir frumsýningu. Leikararnir hafi hins vegar haft svo mikinn áhuga og svo mikinn vilja að þeir létu ekki nokkur hamarshögg á sig fá. Jón Karl hefur þegar tekið fyrsta viðtalið við Herdísi og jafnframt komist yfir myndefni af gömlum sýningum sem ákaflega fáir hafa séð. „Maður fær þarna tækifæri til að vera hálfgerður landkönnuður í leikhúsinu,“ útskýrir Jón Karl. Og þótt leikverkið Íslandsklukkan sé rauði þráðurinn í gegnum heimildarmyndina þá fylgist Jón Karl ekkert síður með þeim leikritum sem nú er verið að sýna, Hænuungunum, Fíusól og Brennuvörgunum. „Og svo er hugmyndin sú að fylgjast með leikurunum fara inn í næsta ár og sjá hvaða verk þeir taka sér fyrir hendur næst. Því starf Þjóðleikhússins heldur alltaf áfram þótt búið sé að frumsýna Íslandsklukkuna.“ freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira