Fleiri fréttir

Eins árs afmæli Pósthússins - myndir

Pósthúsið vínbar hélt upp á eins árs afmæli sitt um síðustu helgi. Í tilefni af afmælinu var blásið til veislu á Pósthúsinu og fastagestum staðarins boðið upp á léttar veitingar. Sveinn Eyland, annar eiganda staðarins, segir að vel hafi verið mætt og stemningin hafi verið góð.

Unglingar í Hagaskóla halda góðgerðardag

Þann 24. mars, miðvikudaginn, næstkomandi verður haldinn góðgerðardagur í Hagaskóla. Húsið er opið fyrir almenning frá klukkan 16:00 til 19:00. Markmiðið er að safna peningum fyrir tvenn góðgerðarsamtök.

Cheryl Cole eyðilögð eftir skilnaðinn við Ashley

Cheryl Cole er alveg eyðilögð eftir skilnaðinn við Ashley Cole í síðasta mánuði. Ástæðan er helst sú að Cheryl var farin að gera sig reiðubúna til þess að eiga börn með Ashley.

Heigl féll fyrir kossafimi Kutcher

Leikkonan Katherine Heigl er yfir sig hrifin af Ashton Kutcher en þau léku nýverið saman í myndinni Killers. Hún segir að kossar Kutchers séu ótrúlegir. Heigl hefur áður knúsað Hollywood-fola á borð við Gerard Butler, Justin Chambers og James Marsden en hún hefur viðurkennt að enginn þeirra jafnist á við Kutcher, sem er reyndar hamingjusamlega giftur Demi Moore eins og lesendur þekkja.

Steindi Jr. í framboð fyrir VG

„Þetta byrjaði með því að ég vildi fá fótboltamark aftur á Varmárvöllinn. Við strákarnir spiluðum mikið á þetta mark, en svo var það bara tekið. Það var rosalega vont. Þegar það var hringt í mig og mér boðið sæti á lista, þá var mér hugsað til marksins og sagði bara já takk,“ segir Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr. Hann er í þriðja sæti á framboðslista Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Mosfellsbæ.

Enginn peningur til fyrir Eurovision-myndbandi í ár

„Það er einfaldlega ekki til peningur fyrir slíku. Þannig er allavega staðan í dag. En það getur alltaf breyst þótt ég eigi ekkert von á því,“ segir Hera Björk Þórhallsdóttir, fulltrúi Íslands í Euro­vision. Ekkert myndband verður gert við framlag Íslands, Je ne sais quoi, eins og gert hefur verið síðustu tólf skiptin sem Ísland hefur keppt. Myndbönd hafa verið framleidd alveg síðan Anna Mjöll söng Sjúbbídú árið 1996 eftir því sem Fréttablaðið kemst næst.

Eldgosið eyðilagði heimsmetstilraun

Eldgosið við Fimmvörðuháls eyðilagði aðra af tveimur heimsmetstilraunum svissneska flugmannsins Riccardo Mortara. Mortara hugðist slá met ævintýramannsins Steves Fossett með því að fljúga hringinn í kringum hnöttinn á innan við 67 klukkustundum.

Brúðkaup í september

Idol-dómarans Simons Cowell og Mezhgan Hussainy er fyrirhugað í september. Athöfnin, sem verður smá í sniðum, verður haldin skammt frá heimili móður Cowells í Austur-Sussex á Englandi.

Langar að eignast dóttur

Söngkonuna Gwen Stefani langar að eignast dóttur en óttast að hún sé orðin of gömul til að standa í frekari barneignum. Hin fertuga Stefani á hinn þriggja ára Kingston og 19 mánaða Zuma með breska rokkaranum Gavin Rossdale.

Villi og Andrea kósí saman

„Ég mátti velja mér listamann til að koma fram með og ég valdi Andreu Gylfadóttur, enda er hún í gríðarlegu uppáhaldi hjá mér,“ segir Vilhelm „Naglbítur“ Anton Jónsson. Villi og Andrea koma fram nú á miðvikudagskvöldið á fimmtu Fuglabúrs-tónleikum FTT og Reykjavík Grapevine.

Vara eða samtal

Á fimmtudaginn frumsýnir Áhugaleikhús atvinnumanna þriðja örverk sitt um áráttur, kenndir og kenjar. Verkið sem ber heitið MARS er 10 mínútna hugleiðing um líðandi stund og er sýnt í beinni útsendingu á www.herbergi408.is, frá ÚTGERÐ, Hugmyndahúsi háskólanna, sem er nýtt gjörningarými við Grandagarð 16. Sýningin er hluti af tólf verka röð sem mynda eina heild og verða sýnd í einu lagi í lok desember og verður þá eins konar annáll ársins 2010.

Til heiðurs Cohen

Aðrir tónleikarnir á skömmum tíma til heiðurs kanadíska söngvaskáldinu Leonard Cohen verða haldnir á Rosenberg í kvöld.

Fjórða barn Camerons á leiðinni

David Cameron, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, og eiginkona hans Samantha, eiga vona á sínu fjórða barni í september. Þingkosningar fara fram í Bretlandi að öllum líkindum í maí og benda skoðanakannanir til þess að staða íhaldsmanna sé góð. Því verður Cameron hugsanlega orðinn forsætisráðherra þegar barnið kemur í heiminn.

Brooke Shields spókaði sig í Kaupmannahöfn

Leikkonan Brooke Shields tók flugið til Kaupmannahafnar í síðustu viku og spókaði sig á meðal frænda okkar. Tilgangurinn var fyrst og fremst sá að kynna sér hvernig pelsar eru hannaðir.

Pete Doherty grunaður um að hafa orðið stúlku að bana

Dópistinn, söngvarinn í Babysamble og vitleysingurinn Pete Doherty, var handtekinn um helgina grunaður um að hafa útvegað Robin Whitehead fíkniefni sem drógu hana til dauða í janúar. Robin var 27 ára gömul þegar hún lést en hún var að gera heimildarmynd um líf Pete. Meðal annars um ástarsambandið sem hann átti við ofurfyrirsætuna Kate Moss.

Terminal til Evrópu 24. maí

Önnur plata Hjaltalín, Terminal, kemur út í Evrópu 24. maí með hjálp ýmissa útgáfu- og dreifingarfyrirtækja víða um álfuna. Sveitin er ekki með eiginlegan útgáfusamning erlendis og er því með marga á sínum snærum við að koma sér á framfæri.

Dwight gerir sína hluti og ég geri mína

„Eina ráðið mitt í sambandi við konur er að halda við tvær eða þrjár,“ segir fótboltahetjan Dwight Yorke í viðtali við breska dagblaðið Daily Express.

Hostel-framleiðandi vinnur að íslenskri glæpamynd

Chris Biggs, einn af framleiðendum hryllingsmyndanna Hostel eftir Eli Roth, verður einn af framleiðendum íslensku glæpamyndarinnar Svartur á leik sem byggð er á samnefndri bók Stefáns Mána. Danski kvikmyndaleikstjórinn Nicholas Winding Refn verður einnig einn af framleiðendum myndarinnar en hann er hvað þekktastur fyrir undirheimamyndir sínar Pusher sem nutu mikilla vinsælda hér á landi. Þórir Snær Sigurjónsson hjá ZikZak er náin vinur Refn en Þórir framleiddi Valhalla-mynd leikstjórans sem skartaði Mads Mikkelsen í aðalhlutverki.

Cheryl tekur sér sinn tíma

Breski söngfuglinn Cheryl Cole hefur beðið um tilfinningarlegt svigrúm til að íhuga hjónaband sitt og knattspyrnukappans Ashley Cole. Þetta kom fram í breska sunnudagsblaðinu News of the World. Breskir fjölmiðlar hafa fylgst grannt með gangi mála hjá parinu eftir að upp komst um framhjáhald hins lágvaxna bakvörðs enska landsliðsins og Chelsea. Fyrr í þessum mánuði var greint frá því að Cheryl hefði ráðið skilnaðarlögfræðinginn Fionu Shackleton sem rak meðal annars mál Paul McCartney og Karls Bretaprins þegar þeir gengu í gegnum hjónaskilnað sinn.

Bræður fá aðstoð

Einar Bárðarson og Dr. Gunni eiga tvö ný lög á væntanlegri plötu Hvanndalsbræðra sem kemur líklega í verslanir 20. maí.

Cadillac-gjörningur bannaður

„Þetta er alveg glatað því þetta hefði verið flott,“ segir Halldór Bragason, skipuleggjandi Blúshátíðar í Reykjavík.

Gunnar í Krossinum og Jónína Ben giftu sig í gær

Athafnakonan Jónína Benediktsdóttir og Gunnar Þorsteinsson, ofast kenndur við Krossinn, giftu sig í gær í viðurvist barnanna sinna en fjallað verður um giftinguna í Íslandi í dag í kvöld. Meðal annars verður rætt við þau. Sjálf tilkynnti Jónína stórtíðindin á Facebook síðu sinni en þar segir hún orðrétt:

Keanu Reeves aðstoðar Söndru Bullock

Óskarverðlaunaleikkonan Sandra Bullock sem flutti út af heimili sínu fyrr í vikunni eftir að upp komst um framhjáhald eiginmanns hennar hefur leitað aðstoðar og ráðlegginga hjá Keanu Reeves. Fyrir 16 árum léku saman í kvikmyndinni Speed og síðan þá hafa þau verið nánir vinir.

Kudrow vill eignast einkaþotu

Lisa Kudrow elskar að ferðast heimshornanna á milli. Hún segir reyndar líka að strangar öryggiskröfur á flugvöllum skyggi svolítið á gleðina. Hún trúir því að lífið myndi batna töluvert ef hún ætti sína eigin flugvél. Hún gerir sér hins vegar grein fyrir því að slíkt eru bara draumórar.

Hart barist í brennibolta - myndir

Vormót í Brennóbolta var haldið í Sporthúsinu í dag. Það voru níu lið sem tóku þátt og myndaðist mikil stemning. Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari hjá 365 miðlum, var að sjálfsögðu á staðnum til þess að fanga stemninguna.

Næsta Bondstúlka fundin

Búið er að finna aðalleikkonu næstu myndar um breska leyniþjónustumanninn James Bond. Það var Freida Pinto sem varð fyrir valinu. Hún er best þekkt fyrir leik sinn í myndinni Slumdog Millionaire.

Erfingjar Önnu fá ekki einasta dal

Áfrýjunardómstóll í Los Angeles úrskurðaði í gærkvöldi að erfingjar fyrirsætunnar Önnu Nicole Smith fái ekki einn dollara af þeim auðæfum, sem Smith taldi sig hafa erft eftir eiginmann sinn, Howard Marshall.

Winnipeg Falcons á hvíta tjaldið

„Ég keypti réttinn að bók um þá í fyrra eftir David Square sem heitir When Falcons Fly og nú er Marteinn Þórsson að ganga frá frumdrögum að handriti. Við erum síðan að loka samningum við meðhöfund að handritinu," segir Snorri Þóris­son, kvikmyndaframleiðandi hjá Pegasus. Hann hyggst gera kvikmynd um íshokkíliðið Winnipeg Falcons sem vann til fyrstu gullverðlaunanna í íshokkí á Vetrar­ólympíuleikunum í Belgíu 1920.

Hundur með skrítin hljóðfæri

„Þetta er alveg frábærlega skemmtileg vinna. Með þeim skemmtilegri sem við höfum komist í,“ segir Hjörleifur Hjartarson úr hljómsveitinni Hundur í óskilum

Nýtt lag úr Kóngavegi

Lagið Bye Bye Troubles eftir Lay Low, sem er lokalag kvikmyndar­innar Kóngavegur í leikstjórn Valdísar Óskarsdóttur, er komið í spilun á útvarpsstöðvum.

Velur aðeins góð hlutverk

Leikarinn Forest Whitaker passar upp á að velja aðeins bestu hlutverkin sem í boði eru. Það sé lykillinn að velgengni hans. „Í byrjun ferilsins skipti mig engu máli ef ég fékk hlutverk. Ég vildi bæta sjálfan mig og sagði umsvifalaust nei ef hlutverkin vöktu ekki hjá mér áhuga," sagði Whitaker, sem fékk Óskarinn fyrir hlutverk sitt í Last King of Scotland.

Alþjóðleg hjólabrettakeppni í Reykjavík

„Þetta hefur aldrei verið haldið áður,“ segir Reynar Davíð Ottósson hjá Brim. Verslunin heldur í dag, í samstarfi við Element sem er eitt stærsta hjólabrettamerki í heimi, hjólabrettakeppnina Make It Count, eða Láttu það skipta máli. Þessi alþjóðlega keppni verður haldin úti um allan heim á þessu ári og er Ísland engin undantekning.

Krefst skaðabóta

Lagahöfundurinn og upptökustjórinn Rob Fusari, hefur höfðað skaðabótamál gegn söngkonunni Lady Gaga. Hann segist hafa samið með henni vinsæl lög og tryggt henni plötusamning, án þess að hafa fengið nokkuð fyrir sinn snúð. Hann krefst 30,5 milljóna dollara í bætur, eða hátt í fjögurra milljarða króna.

Frönsk menning hyllt

Í mars ár hvert er þess minnst víða um heim hversu vítt franska málsvæðið er í raun og hvaða gildi standa undir franskættaðri menningu um heim allan. Hér á landi hafa franska sendiráðið og Alliance Francaise um nokkurra ára skeið staðið fyrir margs konar samkomuhaldi í tengslum við frönsku vikuna, rétt eins og tíðkast í sjötíu löndum, en 200 milljónir manna eiga frönsku að móðurmáli og 870 milljónir eru sameinaðar í samtökum frönskumælandi landa.

Ný mynd um Jacko

Ný heimildarmynd um popparann Michael Jackson verður frumsýnd í næsta mánuði. Rithöfundurinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Ian Halperin ákvað að breyta bók sinni, Unmasked: The Final Years of Michael Jackson, í 88 mínútna heimildarmynd og nefnist hún Gone Too Soon.

Andspyrna á Laugardalsvelli

„Við fengum ósk um vináttulandsleik frá Hollendingum og viljum gjarnan að hann fari fram á Laugardalsvellinum. Enda kominn tími til að karlalandslið fari nú að vinna eitthvað á þessum velli," segir Friðgeir Torfi Ásgeirsson, forseti Andspyrnusambands Íslands.

Suðrænn blær í mýrinni

Hamskipti Norræna hússins verða 25. mars, á fimmtudaginn í næstu viku. Þann dag verður það kallað Suðræna húsið, enda er húsið allt lagt undir dagskrá sem tengd er Hátíð franskrar tungu. Um morguninn er boðið upp á sögustund frá Senegal fyrir 6 til 8 ára krakka milli 9 og 10. Hin kunna kvikmynd Rauða blaðran frá 1956, sem mörgum er kunn frá útgáfu samnefndrar bókar sem hér kom út 1964, verður sýnd kl. 10.30 og er hún einkum ætluð 8-11 ára börnum.

Sanitas er Icesave-platan í ár

Ólafur Josephsson tónlistar­maður hefur sent frá sér sjöttu breiðskífuna undir nafninu Stafrænn Hákon. Fyrstu plöturnar voru einfalt ósungið heimabrugg en síðustu ár hefur Stafrænn Hákon fært sig upp á skaftið og breyst í hljómsveit með þungan og poppaðan hljóðheim.

Undirbúa nýja plötu

Hljómsveitin Green Day er þegar byrjuð að vinna í næstu plötu þrátt fyrir að innan við ár sé liðið síðan sú síðasta kom út. Nýju lögin hafa orðið til á tónleikaferð sveitarinnar um Evrópu og vill forsprakkinn, Billie-Joe Armstrong, að platan verði tilbúin á skemmri tíma en sú síðasta. Sú plata, 21st Century Breakdown, kom út í fyrra, fimm árum eftir að American Idiot leit dagsins ljós.

Sjá næstu 50 fréttir