Lífið

Winnipeg Falcons á hvíta tjaldið

Höfðu fyrir gullinu Liðsmenn Winnipeg Falcons þurftu svo sannarlega að hafa fyrir gullinu. Þeir stofnuðu utandeild í Kanada, unnu hana og fengu í kjölfarið þátttökurétt í aðaldeildinni. Hana unnu þeir einnig og farseðillinn til Belgíu var tryggður.
Höfðu fyrir gullinu Liðsmenn Winnipeg Falcons þurftu svo sannarlega að hafa fyrir gullinu. Þeir stofnuðu utandeild í Kanada, unnu hana og fengu í kjölfarið þátttökurétt í aðaldeildinni. Hana unnu þeir einnig og farseðillinn til Belgíu var tryggður.

„Ég keypti réttinn að bók um þá í fyrra eftir David Square sem heitir When Falcons Fly og nú er Marteinn Þórsson að ganga frá frumdrögum að handriti. Við erum síðan að loka samningum við meðhöfund að handritinu," segir Snorri Þóris­son, kvikmyndaframleiðandi hjá Pegasus. Hann hyggst gera kvikmynd um íshokkíliðið Winnipeg Falcons sem vann til fyrstu gullverðlaunanna í íshokkí á Vetrar­ólympíuleikunum í Belgíu 1920.

Íslendingar geta vel gert tilkall til þessara verðlauna enda var uppistaðan í liðinu önnur kynslóð íslenskra innflytjenda í Kanada. Raunar áttu allir leikmennirnir íslenskt foreldri utan einn.

Snorri segir þetta ekki bara verða einhverja íþróttamynd á skautum heldur verði mannlegi þátturinn aðalatriðið. „Þeir voru utanveltu í kanadísku deildinni, fengu ekki að taka þátt. Þannig að þeir stofnuðu utandeild, unnu hana auðveldlega og í kjölfarið var þeim leyft að keppa í aðaldeildinni," útskýrir Snorri.

Öskubuskuævintýrið hélt áfram því Winnipeg Falcons unnu einnig þá deild og þar með réttinn til að keppa á sjálfum Ólympíuleikunum í Antwerpen árið 1920. Þeir unnu síðan úrslitaleikinn gegn Bandaríkjamönnum sem var æsispennandi.

Snorri reiknar með því að leikarar myndarinnar verði samblanda af kanadískum og íslenskum.

„Þeir sem kunna því eitthvað að leika verða bara að fara reima á sig skautana og æfa sig í hokkíi."- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.