Fleiri fréttir Oasis-bræður halda áfram í rokkinu Liam Gallagher ásamt Gem Archer og Andy Bell, sem voru líka í Oasis, stefna á að gefa út plötu í sumar. Upptökur hefjast í apríl og flest lögin eru þegar tilbúin. Liam gæti allt eins haldið áfram að nota Oasis nafnið, það er bara ekki komið á hreint ennþá. Hljómsveitin hætti með hvelli í ágúst á síðasta ári og hinn bróðirinn, Noel, er að bræða það með sér að leggjast í sólóplötugerð. Hann flutti nýlega aftur á heimaslóðir í Manchester eftir að hafa búið um hríð í Lundúnum. 1.2.2010 03:00 Íslenski veruleikinn elti kvikmyndahandritið Boðberi er íslensk kvikmynd sem fjallar um venjulegan mann sem skyndilega fær vitranir um lífið eftir dauðann. Kvikmyndin er í leikstjórn Hjálmars Einarssonar og á meðal leikenda eru Darri Ingólfsson, Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir, Magnús Jónsson og Jón Páll Eyjólfsson.Myndin hefur verið nokkurn tíma í framleiðslu en að sögn Hjálmars er allri eftirvinnu nú að mestu lokið og hægt verður að bera afraksturinn augum innan skamms. 1.2.2010 02:15 Hraðstefnumót í Verzló Það verður seint sagt að busar Verzlunarskólans bindi bagga sína sömu hnútum og samferðamenn sínir, því nú á miðvikudaginn var stóð 3.bekkjaráð skólans fyrir svokölluðu "Speed Dating" kvöldi eða á vor ylhýra Hraðstefnumótakvöldi. 31.1.2010 20:44 Sama lag og Hera Björk syngur? Lag Örlygs Smára og Heru Bjarkar, Je ne sais quoi, sem Hera Björk syngur í söngvakeppni Sjónvarpsins og lítt þekkt lag sem söngkonan Kate Ryan syngur, Who do you love, eru vægast sagt mjög lík. Umræður um að lögin eru óþægilega lík ganga um internetið eins og eldur í sinu. Sama tóntegund segja tónlistarspekúlantar. Aðrir halda því fram að um sé að ræða sama viðlagið í lögunum. Hlusta á lagið Je ne sais quoi sem Hera Björk syngur hér. Umrætt lag með Kate Ryan, Who do you love, má heyra hér. 31.1.2010 08:45 Landsliðstreyjurnar uppseldar Landsliðstreyjur Íslands í handbolta seldust upp í gær eftir sigurinn frækna gegn Norðmönnum. 30.1.2010 08:15 Myndlist og billjard Í dag kl. 17 opnar Sigurður Örlygsson listmálari sýningu á Gallerý-Bar, sem er til húsa á Hverfisgötu 46. 30.1.2010 08:00 Líkt við tölvuvírus Átrúnaðargoð X-Factor stjörnunnar Susan Boyle lét ekki svo fögur orð falla um söngkonuna í viðtali við The Daily Mail fyrir stuttu. Ellen Paige hefur gert garðinn frægan fyrir hlutverk sín í hinum ýmsu söngleikjum og hefur Susan Boyle ávallt nefnt Paige á nafn þegar hún er spurð um áhrifavalda sína. 30.1.2010 08:00 Býður fólki til Vúlkan Í dag opnar sýning Laufeyjar Johansen í Reykjavík Art Gallery á Skúlagötu 30 en Laufey er í mjög nánu sambandi við hina týndu plánetu Vúlkan. „Ég hef tekið að mér að vera málsvari orkunnar frá Vúlkan hér á jörðinni. Það sem ég mála er landslag frá Vúlkan, en einnig áhrif frá öðrum plánetum.“ 30.1.2010 07:00 Ný Danskir með nýtt lag í nýjum Gauragangi „Þetta var nú hugmynd hjá Magnúsi Geir, að við í Ný Dönsk myndum semja nýtt lag. Síðan völdu hann, Ólafur Haukur Ólafsson, Gói [Guðjón Davíð] og Hallgrímur Óskarsson hentugasta lagið og það reyndist vera 30.1.2010 07:00 Rafópera um dauðann Í dag kl. 17 frumsýnir Strengjaleikhúsið óperuna Farfuglinn eftir Hilmar Þórðarson í Salnum, Kópavogi. Frumsýningin er hluti af Myrkum músíkdögum. 30.1.2010 06:00 Prjónuð málverk Á morgun kl. 14 verður Hildur Bjarnadóttir myndlistarmaður með leiðsögn um sýninguna Carnegie Art Award 2010 sem nú stendur yfir í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg. 30.1.2010 06:00 Síðasta vígi reykingafólks fellur „Ég er að velta því fyrir mér að íhuga að hætta að reykja,“ segir sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan. 30.1.2010 05:00 Trúin skipti sköpum Leikarinn John Travolta segir að trúin hafi hjálpað sér að komast yfir dauða sextán ára sonar síns Jett. 30.1.2010 04:00 Segir Bar 46 besta sýningarsalinn utan Kjarvalsstaða - myndir Sigurður Örlygsson listmálari segir að Bar 46 á Hverfisgötu sé besti sýningarsalur landsins ef frá eru taldir Kjarvalsstaðir. Sigurður mun opna einkasýningu á Bar 46 á morgun, laugardag klukkan fimm. „Lofthæðin á barnum er það mikil að veggplássið er með ólíkindum,“ segir Sigurður um Bar 46 og er ekki síður hrifinn af möguleikunum sem lýsingin gefur honum. Verkin sem Sigurður mun sýna á Bar 46 segir hann vera blöndu af nýjum og eldri verkum. „Og þar kemur plássið sér vel því verkin eru allt að 12 fermetrar að stærð,“ segir hann. Sigurður hefur haldið um 50 einkasýningar á ferli sínum en hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann og síðar framhaldsnám í Kaupmannahöfn og New York. 29.1.2010 18:00 Georg Bjarnfreðarson sveitalúði í Ameríku Ragnar Bragason, leikstjóri Vaktar-þáttanna, hefur lesið handritið að amerísku útgáfunni af Næturvaktinni sem handritshöfundurinn Adam Barr hefur unnið en Barr skrifaði handrit fyrir þætti á borð við Desperate Housewives og Will & Grace. Ekki liggur enn fyrir hvort farið verður í gerð pilot-þáttar eftir handritinu en að sögn Kjartans Þórs Þórðarsonar, framkvæmdastjóra Saga Film, ætti það að skýrast á næstunni. 29.1.2010 06:30 Æðislega gaman á Evrópumótinu Íþróttafréttamaðurinn Adolf Ingi Erlingsson lýsir á laugardaginn sínum öðrum undanúrslitaleik á skömmum tíma í EM-keppninni í handbolta. Hann er að vonum í skýjunum yfir góðum árangri strákanna okkar. 29.1.2010 06:00 Borgin styrkir listina Styrkveitingar menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar voru tilkynntar í gær. Til ráðstöfunar voru 62 milljónir króna, sem deilast á 91 umsækjanda. Alls bárust 177 umsóknir. 29.1.2010 06:00 Horfir ekki á Bond Pierce Brosnan hefur aldrei horft á Daniel Craig leika James Bond. Brosnan var á sínum tíma sparkað af framleiðendum Bond og í staðinn tók Craig við keflinu. Hefur hann skilað hlutverkinu með miklum sóma. Þrátt fyrir það hefur Brosnan aldrei séð eftirmann sinn í hlutverkinu, sem var honum mjög kærkomið. „Ég hef ekki séð Daniel í hlutverkinu. Ég reyndi að horfa á Casino Royale í flugvél. 29.1.2010 05:00 Góðgerðarplata fór á toppinn Ný góðgerðarplata til styrktar fórnarlömbum jarðskjálftans á Haítí fór beint í efsta sæti bandaríska vinsældarlistans eftir að hún kom út. Platan er jafnframt sú fyrsta sem er aðeins gefin út í stafrænu formi sem kemst í efsta sæti listans. 29.1.2010 04:00 Losar sig við skartgripina Rapparinn Curtis Jackson, betur þekktur sem 50 Cent, er hættur að koma opinberlega fram með skartgripi. Klæðskerasniðin jakkaföt eru núna aðalmálið og „blingið“ kemst hvergi að. „Ég var að reyna að senda út ákveðin skilaboð með skartgripunum en núna hef ég ekki lengur þörf fyrir þá,“ sagði rapparinn. Hann hefur að undanförnu reynt fyrir sér í fatahönnun og leiklist með ágætum árangri og þess vegna er ímynd hans sem bófarappari ekki eins mikilvæg og áður. 29.1.2010 03:30 Dúett Elton og Gaga í bígerð Talið er að popparinn Elton John og Lady Gaga ætli að syngja dúett á bandarísku Grammy-verðlaunahátíðinni á sunnudaginn. Ekki er vitað hvaða lag þau ætla að syngja saman. Engu að síður bíða margir spenntir eftir þessu óvænta samstarfi þessara tveggja vinsælu tónlistarmanna. 29.1.2010 03:00 Ungir sýna sig Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna er samstarfsverkefni tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu. Á morgun kl. 16 heldur hljómsveitin tónleika í Langholtskirkju þar sem unga kynslóðin sýnir hvað í henni býr. 29.1.2010 02:45 Engin plata frá Sigur Rós Söngvarinn Jón Þór Birgisson hefur látið hafa eftir sér í erlendum fréttamiðlum að Sigur Rós sé á leiðinni í frí um óákveðinn tíma. Ástæðurnar eru tvær: annars vegar barneignir trommarans Orra Páls Dýrasonar og bassaleikarans Georgs Holms og hins vegar sólóplata Jónsa, sem hann ætlar að fylgja eftir með tónleikaferð um heiminn. Georg staðfestir í samtali við Fréttablaðið að ný plata frá sveitinni komi ekki út á þessu ári. „Við erum alveg í rólegheitum enda allir uppteknir. Þegar við höfum tíma hittumst við og semjum og gerum eitthvað,“ segir bassaleikarinn sem eignaðist sína þriðju stúlku í október. Orri Páll eignaðist aftur á móti strák síðastliðinn laugardag. 29.1.2010 02:00 Fékk steypustyrktarjárn í augað og heldur tónleika í kvöld „Það var eftir að ég lenti í vinnuslysi sem ég ákvað að leggja tónlistina fyrir mig,“ segir Jón Tryggvi Unnarsson, tónlistarmaður, en hann heldur tónleika í Salnum í Kópavogi í kvöld. 28.1.2010 15:15 Hreimur og Heiða saman - myndir Í kvöld ætla Hreimur Örn Heimisson og Heiða Ólafsdóttir að venda kvæði sínu í kross og spila nokkur vel valin lög fyrir gesti Pósthússins vínbars - bistró. „Eigendur Pósthússins höfðu samband og stungu uppá því að við Hreimur myndum búa til smá prógram og taka gigg," svarar Heiða Ólafsdóttir sem margir kannast við úr Idol spurð út í samstarfið. „Mér leist strax vel á það, þekki Hreim vel og finnst hann frábær, þetta verður bara stuð." „Við tökum alls konar lög, stelpu og stráka lög og lög fyrir alla bara. Mjög fjölbreytt prógramm sem inniheldur meðal annars lög með Nirvana, Heart, Bob Marley, Radiohead og James Brown svo eitthvað sé nefnt. Bara létt og skemmtilegt fimmtudagsstuð prógram," segir hún. Hvað er framundan hjá þér persónulega? "Ég er alkomin heim. Útskrifaðist sem leikkona frá Circle In The Square Theater School í New York í júní síðastliðnum. Frábær og virtur lítll skóli sem er staðsettur í kjallara á Broadway leikhúsi á Broadway á Manhattan. Þar lærði ég allt sem ég þarf til að vera góð leikkona. Frábæra tækni og verkfæri til að nota í leiklist og bara í öllu lífinu," svarar Heiða. Meðfylgjandi má sjá myndir af þeim æfa sig fyrir kvöldið. 28.1.2010 12:00 Hvað er að frétta af risunum? Ýmsir risar í rokkheimum snúa aftur í ár með nýjar plötur. Dr. Gunni kannaði málið. 28.1.2010 07:00 Breytist í Drakúla Sam Worthington, aðalleikarinn í stórmyndinni Avatar, ætlar að flytja sig um set frá Pandóru yfir til Transylvaníu. Hann er í viðræðum um að taka að sér aðalhlutverkið í myndinni Dracula Year Zero. Myndin fjallar um söguna á bak við greifann Drakúla og hvað varð til þess að hann breyttist í blóðdrekkandi ófreskju. Það er kvikmyndafyrirtækið Universal sem framleiðir myndina en það sendi á fjórða og fimmta áratugnum frá sér hryllingsmyndir á borð við Frankenstein og The Wolfman. Einnig framleiddi það myndina Dracula sem kom út 1979. Worthington getur valið úr hlutverkum þessa dagana eftir velgengni Avatar. Hann sést næst í hinni endurgerðu Clash of the Titans, auk þess sem hann hefur verið orðaður við myndina The Last Days of American Crime. 28.1.2010 06:00 Fjölskylda Pitt vill skilnað Sögusagnir um sambandsslit Angelinu Jolie og Brads Pitt hafa lengi verið á kreiki og nú fyrir helgi fullyrtu fjölmiðlar að sambandinu væri endanlega lokið. 28.1.2010 06:00 Deilt um íslenska tungu „Það hefur engin ákvörðun verið tekin en ég reikna með að það verði gert eftir helgi,” segir Páll Magnússon, útvarpsstjóri. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stendur til að endurskoða reglur um Söngvakeppni Sjónvarpsins en eins og þær eru í dag er höfundum frjálst að flytja lagið á hvaða tungumáli sem er. Eins og Fréttablaðið greindi frá í þessari viku þá er aðeins eitt lag eftir í núverandi keppni sem sungið er á íslensku en það er lag Hvanndalsbræðra, Gleði og Glens. Páll vildi ekkert gefa upp hvernig vindar blæsu í þessu máli en sagði vissulega skrýtið að standa frammi fyrir þeirri staðreynd að frumsamin íslensk lög fyrir íslenska keppni skyldu nánast öll vera sungin á ensku. 28.1.2010 06:00 Ný kynslóð Bubba-aðdáenda Bubbi Morthens fagnar í ár þrjátíu ára starfsafmæli sínu en í stað þess að leigja Laugardalshöllina undir stórtónleika flakkar Bubbi milli framhaldsskóla með gítarinn að vopni. 28.1.2010 06:00 Kokkarnir fengu fyrstir veður af stýrivaxtalækkuninni Matreiðslumennirnir Úlfar Eysteinsson og Tómas Tómasson fengu fyrstir allra veður af hugsanlegri stýrivaxtalækkun. Seðlabankastjóri hringdi í þá á mánudagskvöldið og greindi þeim frá því að þeir yrðu að vera í startholunum. Hárskeri seðlabankastjórans sá síðan um raksturinn. 28.1.2010 06:00 Stærri en Titanic Stórmyndin Avatar hefur siglt fram úr Titanic sem tekjuhæsta mynd allra tíma. Á aðeins sex vikum hefur hún halað inn um 240 milljörðum króna og þar með á leikstjórinn James Cameron tvær tekjuhæstu myndir sögunnar. Met Titanic var sett á árunum 1997 til 1998 og töldu margir að það yrði seint slegið. Tekjuhæsta mynd allra tíma í Norður-Ameríku er aftur á móti enn þá Gone With the Wind sem kom út árið 1939 með Clark Gable og Vivien Leigh í aðalhlutverkum. Margir telja líklegt að Avatar hljóti fjölda tilnefninga til Óskarsverðlauna en tilkynnt verður um þær á þriðjudaginn. Stutt er síðan myndin hlaut tvenn Golden Globe-verðlaun. 28.1.2010 05:15 Hætt við skilnað? Samkvæmt hinum ýmsu fjölmiðlum í Bandaríkjunum hefur Elin Nordegren ákveðið að styðja við bakið á eiginmanni sínum, Tiger Woods. Woods dvelur nú á meðferðarheimilinu Gentle Path þar sem hann vinnur að því að ná tökum á kynlífsfíkn sinni og hefur sést til Nordegren heimsækja hann á heimilið nokkrum sinnum. „Elin vill stöðugt fjölskyldulíf. Hún er sjálf skilnaðarbarn og fannst hún missa tengslin við föður sinn eftir skilnað foreldra sinna. Hún vill koma í veg fyrir að hið sama gerist fyrir Sam og Charlie. Hún vill að fjölskyldan haldi áfram að vera ein heild, jafnvel þótt það þýði að hún og Tiger búi saman sem vinir,“ var haft eftir heimildarmanni. 28.1.2010 05:00 SOAD enn í pásu Framsækna þungarokkshljómsveitin System of a down var síðast með plötu 2005, Hypnotize. Ekkert kombakk er í spilunum enda er söngvarinn og gítarleikarinn Serj Tankian með mörg járn í eldinum. Hann gerði sólóplötuna Elect the Dead árið 2007 og væntanleg í mars er sinfónísk útgáfa af þeirri plötu á CD og DVD, gerð með sinfóníuhljómsveitinni í Auckland á Nýja-Sjálandi. Þá stefnir Serj á nýja sólóplötu í sumar og gengur platan undir vinnuheitinu Music Without Borders. „Þetta er á margan hátt alveg ný tónlist,“ sagði Serj nýlega í tímaritinu Billboard. „Þetta er elektró sinfónískt djass-rokk. Þarna er sinfóníuhljómsveit, þungir elektrónískir taktar, hefðbundin rokkhljóðfæri og „sömpl“. Nefndu það, það er þarna. Þetta er risastór veggur af hljóðum.“ 28.1.2010 05:00 Ekki hrifinn af verðlaunahátíðum Þrátt fyrir að hafa fengið fjölda verðlauna að undanförnu fyrir leik sinn í myndinni Crazy Heart hefur Jeff Bridges ekki gaman af verðlaunahátíðum. 28.1.2010 04:00 Þögguðu niður í króatísku stuðningsmönnunum Þó svo að stuðningsmannahópur íslenska landsliðsins í handbolta sé ekki fjölmennur lætur hann vel í sér heyra á áhorfendapöllunum á leikjum liðsins á Evrópumeistaramótinu í Austurríki. Fréttablaðið hitti á galvaskan hóp sjómanna skömmu fyrir leik Íslands og Rússlands á þriðjudaginn hér í Stadthalle í Vínarborg. „Við heitum Gullhópurinn,“ segir Hlynur Sigurðsson stoltur. „Við erum allir sjómenn úr Grundarfirði,“ bætir hann við. 28.1.2010 04:00 Gibson vill enga lífverði Í nýlegu viðtali við Hello Magazine skírði leikarinn Mel Gibson frá því að í stað þess að ráða til sín lífverði svæfi hann með byssu við rúm sitt. „Ég var einu sinni með lífverði, en mér fannst það erfitt. Ef þinn tími er kominn, þá er hann kominn. Ef ég ligg í rúmi mínu og einhver brýst inn til mín þá annaðhvort vakna ég eða ekki. Annaðhvort næ ég honum með kylfunni minni eða byssunni sem ég sef með, eða þeir ná mér,“ sagði leikarinn og þegar hann var spurður hvort hann ætti byssu í raun svaraði hann: „Auðvitað. Á tímum sem þessum verður maður að gíra sig upp. Algjörlega.“ 28.1.2010 03:30 Dúndur afmælisfréttir Dúndurfréttir, öflugasta „kóver-band“ Íslands, fagnar fimmtán ára afmæli í ár. Bandið var stofnað á Gauki á Stöng af hópi vina úr tónlistarbransanum og var tilgangurinn einfaldur: að spila uppáhaldslögin með gömlu rokkmeisturunum. Á þessum fimmtán árum hefur sveitin glatt landann með mörgum metnaðarfullum uppákomum og haldið heiðri klassísks rokks hátt á lofti. Má nefna stóra viðburði eins og The Wall með Sinfóníuhljómsveitum Íslands og Færeyja, Dark Side Of The Moon í Borgarleikhúsinu og tónleika með Ken Hensley, forsprakka Uriah Heep, í Austurbæ. 28.1.2010 03:30 Miður sín Leikarinn Jake Gyllenhaal er að sögn heimildarmanna enn miður sín eftir sambandsslitin við Reese Witherspoon. Gyllenhaal var boðið til veislu fyrr í mánuðinum en leikarinn virtist lítið skemmta sér heldur gekk um með sorgarsvip og ræddi við fáa, en þökk sé leikaranum Sean Penn tók Gyllenhaal gleði sína á ný áður en kvöldinu var lokið. „Það var augljóst að Jake var miður sín. Hann brosti ekki og talaði lítið. Sean gekk til hans, klappaði honum á bakið og sagði honum að vera þakklátur fyrir það að hafa aldrei gifst. Sean sagði honum að hjónaband sé ofmetið og að hann ætti að njóta þess að vera laus og liðugur á meðan hann geti. Svo virðist sem Jake hafi tekið ráðum Seans því hann brosti mun meira eftir að tali þeirra lauk,“ var haft eftir heimildarmanni. 28.1.2010 03:15 Kveður rokkið og snýr sér að boltanum Söngvari þungarokksveitarinnar Shogun, Ásgeir Börkur Ásgeirsson, hefur sagt skilið við félaga sína og ætlar í staðinn að einbeita sér að fótboltaferlinum með Fylki. 28.1.2010 03:00 Merk bók, rómantík og matur Auk ævintýramyndarinnar Where the Wild Things Are verða þrjár kvikmyndir frumsýndar hérlendis um helgina. 28.1.2010 02:00 Leikstýrir loðnum verum Ævintýramynd leikstjórans Spike Jonze, Where the Wild Things Are, verður frumsýnd á morgun. Jonze vakti fyrst athygli fyrir tónlistarmyndbönd áður en hann sneri sér að hvíta tjaldinu. 28.1.2010 02:00 Fyrsta rafbassabókin Ólafur Þór Kristjánsson, skólastjóri tónlistarskólans Tónsala, hefur gefið út kennslubók í rafbassaleik, þá fyrstu sinnar tegundar á íslensku. Í bókinni, Rafbassinn – kennslubók fyrir byrjendur í rafbassaleik er blandað saman æfingum og þekktum lögum, íslenskum og erlendum. Á aðgengilegan hátt er nótnalestur kenndur þannig að byrjendur eiga að geta spilað einföld lög eftir lestur bókarinnar. Einnig er að finna tækniæfingar sem nauðsynlegar eru fyrir bassaleikara. Geisladiskur með undirleik af æfingum og lögum fylgir. Í bókinni er einnig að finna yfirlit yfir nokkra íslenska rafbassaleikara sem markað hafa spor í íslenskri dægurtónlistarsögu undanfarna áratugi. Bókin fæst í öllum helstu bókabúðum og hljóðfæraverslunum landsins. 28.1.2010 02:00 Benni Hemm í gang Benni Hemm Hemm hefur undanfarið búið og starfað í Edinborg. Og nú er von á 5-laga stuttskífu í byrjun apríl Platan nefnist Retaliate og verður gefin út á 10” vinýl og CD í takmörkuðu upplagi á Íslandi, Evrópu, Japan og Bandaríkjunum. Platan var tekin upp á heimili Benedikts í Edinborg, en hann sá sjálfur að mestu um upptökur og hljóðfæraleik. 28.1.2010 02:00 Hrukkustraujárn sem svínvirkar - myndir Hrukkustraujárnið Galvanic Spa, er að gera allt vitlaust í Hollywood um þessar mundir. Stórstjörnur á við Nicole Kidman, Simon Cowell og Angelina Jolie nota hrukkubanann til að halda andlitinu sléttu og unglegu. Um er að ræða lítið tæki með bylgum sem laga sig að húðinni og árangurinn er lygilegur eins og sjá má á fyrir og eftir myndum í myndasafni. Þulir á Fox sjónvarpsstöðinni nota hrukkubanann. Sjá hér. Simon Cowell viðurkennir að hann er háður hrukkubananum. Sjá hér. Magnaður árangur á líkama. Sjá hér. 28.1.2010 07:15 Sjá næstu 50 fréttir
Oasis-bræður halda áfram í rokkinu Liam Gallagher ásamt Gem Archer og Andy Bell, sem voru líka í Oasis, stefna á að gefa út plötu í sumar. Upptökur hefjast í apríl og flest lögin eru þegar tilbúin. Liam gæti allt eins haldið áfram að nota Oasis nafnið, það er bara ekki komið á hreint ennþá. Hljómsveitin hætti með hvelli í ágúst á síðasta ári og hinn bróðirinn, Noel, er að bræða það með sér að leggjast í sólóplötugerð. Hann flutti nýlega aftur á heimaslóðir í Manchester eftir að hafa búið um hríð í Lundúnum. 1.2.2010 03:00
Íslenski veruleikinn elti kvikmyndahandritið Boðberi er íslensk kvikmynd sem fjallar um venjulegan mann sem skyndilega fær vitranir um lífið eftir dauðann. Kvikmyndin er í leikstjórn Hjálmars Einarssonar og á meðal leikenda eru Darri Ingólfsson, Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir, Magnús Jónsson og Jón Páll Eyjólfsson.Myndin hefur verið nokkurn tíma í framleiðslu en að sögn Hjálmars er allri eftirvinnu nú að mestu lokið og hægt verður að bera afraksturinn augum innan skamms. 1.2.2010 02:15
Hraðstefnumót í Verzló Það verður seint sagt að busar Verzlunarskólans bindi bagga sína sömu hnútum og samferðamenn sínir, því nú á miðvikudaginn var stóð 3.bekkjaráð skólans fyrir svokölluðu "Speed Dating" kvöldi eða á vor ylhýra Hraðstefnumótakvöldi. 31.1.2010 20:44
Sama lag og Hera Björk syngur? Lag Örlygs Smára og Heru Bjarkar, Je ne sais quoi, sem Hera Björk syngur í söngvakeppni Sjónvarpsins og lítt þekkt lag sem söngkonan Kate Ryan syngur, Who do you love, eru vægast sagt mjög lík. Umræður um að lögin eru óþægilega lík ganga um internetið eins og eldur í sinu. Sama tóntegund segja tónlistarspekúlantar. Aðrir halda því fram að um sé að ræða sama viðlagið í lögunum. Hlusta á lagið Je ne sais quoi sem Hera Björk syngur hér. Umrætt lag með Kate Ryan, Who do you love, má heyra hér. 31.1.2010 08:45
Landsliðstreyjurnar uppseldar Landsliðstreyjur Íslands í handbolta seldust upp í gær eftir sigurinn frækna gegn Norðmönnum. 30.1.2010 08:15
Myndlist og billjard Í dag kl. 17 opnar Sigurður Örlygsson listmálari sýningu á Gallerý-Bar, sem er til húsa á Hverfisgötu 46. 30.1.2010 08:00
Líkt við tölvuvírus Átrúnaðargoð X-Factor stjörnunnar Susan Boyle lét ekki svo fögur orð falla um söngkonuna í viðtali við The Daily Mail fyrir stuttu. Ellen Paige hefur gert garðinn frægan fyrir hlutverk sín í hinum ýmsu söngleikjum og hefur Susan Boyle ávallt nefnt Paige á nafn þegar hún er spurð um áhrifavalda sína. 30.1.2010 08:00
Býður fólki til Vúlkan Í dag opnar sýning Laufeyjar Johansen í Reykjavík Art Gallery á Skúlagötu 30 en Laufey er í mjög nánu sambandi við hina týndu plánetu Vúlkan. „Ég hef tekið að mér að vera málsvari orkunnar frá Vúlkan hér á jörðinni. Það sem ég mála er landslag frá Vúlkan, en einnig áhrif frá öðrum plánetum.“ 30.1.2010 07:00
Ný Danskir með nýtt lag í nýjum Gauragangi „Þetta var nú hugmynd hjá Magnúsi Geir, að við í Ný Dönsk myndum semja nýtt lag. Síðan völdu hann, Ólafur Haukur Ólafsson, Gói [Guðjón Davíð] og Hallgrímur Óskarsson hentugasta lagið og það reyndist vera 30.1.2010 07:00
Rafópera um dauðann Í dag kl. 17 frumsýnir Strengjaleikhúsið óperuna Farfuglinn eftir Hilmar Þórðarson í Salnum, Kópavogi. Frumsýningin er hluti af Myrkum músíkdögum. 30.1.2010 06:00
Prjónuð málverk Á morgun kl. 14 verður Hildur Bjarnadóttir myndlistarmaður með leiðsögn um sýninguna Carnegie Art Award 2010 sem nú stendur yfir í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg. 30.1.2010 06:00
Síðasta vígi reykingafólks fellur „Ég er að velta því fyrir mér að íhuga að hætta að reykja,“ segir sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan. 30.1.2010 05:00
Trúin skipti sköpum Leikarinn John Travolta segir að trúin hafi hjálpað sér að komast yfir dauða sextán ára sonar síns Jett. 30.1.2010 04:00
Segir Bar 46 besta sýningarsalinn utan Kjarvalsstaða - myndir Sigurður Örlygsson listmálari segir að Bar 46 á Hverfisgötu sé besti sýningarsalur landsins ef frá eru taldir Kjarvalsstaðir. Sigurður mun opna einkasýningu á Bar 46 á morgun, laugardag klukkan fimm. „Lofthæðin á barnum er það mikil að veggplássið er með ólíkindum,“ segir Sigurður um Bar 46 og er ekki síður hrifinn af möguleikunum sem lýsingin gefur honum. Verkin sem Sigurður mun sýna á Bar 46 segir hann vera blöndu af nýjum og eldri verkum. „Og þar kemur plássið sér vel því verkin eru allt að 12 fermetrar að stærð,“ segir hann. Sigurður hefur haldið um 50 einkasýningar á ferli sínum en hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann og síðar framhaldsnám í Kaupmannahöfn og New York. 29.1.2010 18:00
Georg Bjarnfreðarson sveitalúði í Ameríku Ragnar Bragason, leikstjóri Vaktar-þáttanna, hefur lesið handritið að amerísku útgáfunni af Næturvaktinni sem handritshöfundurinn Adam Barr hefur unnið en Barr skrifaði handrit fyrir þætti á borð við Desperate Housewives og Will & Grace. Ekki liggur enn fyrir hvort farið verður í gerð pilot-þáttar eftir handritinu en að sögn Kjartans Þórs Þórðarsonar, framkvæmdastjóra Saga Film, ætti það að skýrast á næstunni. 29.1.2010 06:30
Æðislega gaman á Evrópumótinu Íþróttafréttamaðurinn Adolf Ingi Erlingsson lýsir á laugardaginn sínum öðrum undanúrslitaleik á skömmum tíma í EM-keppninni í handbolta. Hann er að vonum í skýjunum yfir góðum árangri strákanna okkar. 29.1.2010 06:00
Borgin styrkir listina Styrkveitingar menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar voru tilkynntar í gær. Til ráðstöfunar voru 62 milljónir króna, sem deilast á 91 umsækjanda. Alls bárust 177 umsóknir. 29.1.2010 06:00
Horfir ekki á Bond Pierce Brosnan hefur aldrei horft á Daniel Craig leika James Bond. Brosnan var á sínum tíma sparkað af framleiðendum Bond og í staðinn tók Craig við keflinu. Hefur hann skilað hlutverkinu með miklum sóma. Þrátt fyrir það hefur Brosnan aldrei séð eftirmann sinn í hlutverkinu, sem var honum mjög kærkomið. „Ég hef ekki séð Daniel í hlutverkinu. Ég reyndi að horfa á Casino Royale í flugvél. 29.1.2010 05:00
Góðgerðarplata fór á toppinn Ný góðgerðarplata til styrktar fórnarlömbum jarðskjálftans á Haítí fór beint í efsta sæti bandaríska vinsældarlistans eftir að hún kom út. Platan er jafnframt sú fyrsta sem er aðeins gefin út í stafrænu formi sem kemst í efsta sæti listans. 29.1.2010 04:00
Losar sig við skartgripina Rapparinn Curtis Jackson, betur þekktur sem 50 Cent, er hættur að koma opinberlega fram með skartgripi. Klæðskerasniðin jakkaföt eru núna aðalmálið og „blingið“ kemst hvergi að. „Ég var að reyna að senda út ákveðin skilaboð með skartgripunum en núna hef ég ekki lengur þörf fyrir þá,“ sagði rapparinn. Hann hefur að undanförnu reynt fyrir sér í fatahönnun og leiklist með ágætum árangri og þess vegna er ímynd hans sem bófarappari ekki eins mikilvæg og áður. 29.1.2010 03:30
Dúett Elton og Gaga í bígerð Talið er að popparinn Elton John og Lady Gaga ætli að syngja dúett á bandarísku Grammy-verðlaunahátíðinni á sunnudaginn. Ekki er vitað hvaða lag þau ætla að syngja saman. Engu að síður bíða margir spenntir eftir þessu óvænta samstarfi þessara tveggja vinsælu tónlistarmanna. 29.1.2010 03:00
Ungir sýna sig Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna er samstarfsverkefni tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu. Á morgun kl. 16 heldur hljómsveitin tónleika í Langholtskirkju þar sem unga kynslóðin sýnir hvað í henni býr. 29.1.2010 02:45
Engin plata frá Sigur Rós Söngvarinn Jón Þór Birgisson hefur látið hafa eftir sér í erlendum fréttamiðlum að Sigur Rós sé á leiðinni í frí um óákveðinn tíma. Ástæðurnar eru tvær: annars vegar barneignir trommarans Orra Páls Dýrasonar og bassaleikarans Georgs Holms og hins vegar sólóplata Jónsa, sem hann ætlar að fylgja eftir með tónleikaferð um heiminn. Georg staðfestir í samtali við Fréttablaðið að ný plata frá sveitinni komi ekki út á þessu ári. „Við erum alveg í rólegheitum enda allir uppteknir. Þegar við höfum tíma hittumst við og semjum og gerum eitthvað,“ segir bassaleikarinn sem eignaðist sína þriðju stúlku í október. Orri Páll eignaðist aftur á móti strák síðastliðinn laugardag. 29.1.2010 02:00
Fékk steypustyrktarjárn í augað og heldur tónleika í kvöld „Það var eftir að ég lenti í vinnuslysi sem ég ákvað að leggja tónlistina fyrir mig,“ segir Jón Tryggvi Unnarsson, tónlistarmaður, en hann heldur tónleika í Salnum í Kópavogi í kvöld. 28.1.2010 15:15
Hreimur og Heiða saman - myndir Í kvöld ætla Hreimur Örn Heimisson og Heiða Ólafsdóttir að venda kvæði sínu í kross og spila nokkur vel valin lög fyrir gesti Pósthússins vínbars - bistró. „Eigendur Pósthússins höfðu samband og stungu uppá því að við Hreimur myndum búa til smá prógram og taka gigg," svarar Heiða Ólafsdóttir sem margir kannast við úr Idol spurð út í samstarfið. „Mér leist strax vel á það, þekki Hreim vel og finnst hann frábær, þetta verður bara stuð." „Við tökum alls konar lög, stelpu og stráka lög og lög fyrir alla bara. Mjög fjölbreytt prógramm sem inniheldur meðal annars lög með Nirvana, Heart, Bob Marley, Radiohead og James Brown svo eitthvað sé nefnt. Bara létt og skemmtilegt fimmtudagsstuð prógram," segir hún. Hvað er framundan hjá þér persónulega? "Ég er alkomin heim. Útskrifaðist sem leikkona frá Circle In The Square Theater School í New York í júní síðastliðnum. Frábær og virtur lítll skóli sem er staðsettur í kjallara á Broadway leikhúsi á Broadway á Manhattan. Þar lærði ég allt sem ég þarf til að vera góð leikkona. Frábæra tækni og verkfæri til að nota í leiklist og bara í öllu lífinu," svarar Heiða. Meðfylgjandi má sjá myndir af þeim æfa sig fyrir kvöldið. 28.1.2010 12:00
Hvað er að frétta af risunum? Ýmsir risar í rokkheimum snúa aftur í ár með nýjar plötur. Dr. Gunni kannaði málið. 28.1.2010 07:00
Breytist í Drakúla Sam Worthington, aðalleikarinn í stórmyndinni Avatar, ætlar að flytja sig um set frá Pandóru yfir til Transylvaníu. Hann er í viðræðum um að taka að sér aðalhlutverkið í myndinni Dracula Year Zero. Myndin fjallar um söguna á bak við greifann Drakúla og hvað varð til þess að hann breyttist í blóðdrekkandi ófreskju. Það er kvikmyndafyrirtækið Universal sem framleiðir myndina en það sendi á fjórða og fimmta áratugnum frá sér hryllingsmyndir á borð við Frankenstein og The Wolfman. Einnig framleiddi það myndina Dracula sem kom út 1979. Worthington getur valið úr hlutverkum þessa dagana eftir velgengni Avatar. Hann sést næst í hinni endurgerðu Clash of the Titans, auk þess sem hann hefur verið orðaður við myndina The Last Days of American Crime. 28.1.2010 06:00
Fjölskylda Pitt vill skilnað Sögusagnir um sambandsslit Angelinu Jolie og Brads Pitt hafa lengi verið á kreiki og nú fyrir helgi fullyrtu fjölmiðlar að sambandinu væri endanlega lokið. 28.1.2010 06:00
Deilt um íslenska tungu „Það hefur engin ákvörðun verið tekin en ég reikna með að það verði gert eftir helgi,” segir Páll Magnússon, útvarpsstjóri. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stendur til að endurskoða reglur um Söngvakeppni Sjónvarpsins en eins og þær eru í dag er höfundum frjálst að flytja lagið á hvaða tungumáli sem er. Eins og Fréttablaðið greindi frá í þessari viku þá er aðeins eitt lag eftir í núverandi keppni sem sungið er á íslensku en það er lag Hvanndalsbræðra, Gleði og Glens. Páll vildi ekkert gefa upp hvernig vindar blæsu í þessu máli en sagði vissulega skrýtið að standa frammi fyrir þeirri staðreynd að frumsamin íslensk lög fyrir íslenska keppni skyldu nánast öll vera sungin á ensku. 28.1.2010 06:00
Ný kynslóð Bubba-aðdáenda Bubbi Morthens fagnar í ár þrjátíu ára starfsafmæli sínu en í stað þess að leigja Laugardalshöllina undir stórtónleika flakkar Bubbi milli framhaldsskóla með gítarinn að vopni. 28.1.2010 06:00
Kokkarnir fengu fyrstir veður af stýrivaxtalækkuninni Matreiðslumennirnir Úlfar Eysteinsson og Tómas Tómasson fengu fyrstir allra veður af hugsanlegri stýrivaxtalækkun. Seðlabankastjóri hringdi í þá á mánudagskvöldið og greindi þeim frá því að þeir yrðu að vera í startholunum. Hárskeri seðlabankastjórans sá síðan um raksturinn. 28.1.2010 06:00
Stærri en Titanic Stórmyndin Avatar hefur siglt fram úr Titanic sem tekjuhæsta mynd allra tíma. Á aðeins sex vikum hefur hún halað inn um 240 milljörðum króna og þar með á leikstjórinn James Cameron tvær tekjuhæstu myndir sögunnar. Met Titanic var sett á árunum 1997 til 1998 og töldu margir að það yrði seint slegið. Tekjuhæsta mynd allra tíma í Norður-Ameríku er aftur á móti enn þá Gone With the Wind sem kom út árið 1939 með Clark Gable og Vivien Leigh í aðalhlutverkum. Margir telja líklegt að Avatar hljóti fjölda tilnefninga til Óskarsverðlauna en tilkynnt verður um þær á þriðjudaginn. Stutt er síðan myndin hlaut tvenn Golden Globe-verðlaun. 28.1.2010 05:15
Hætt við skilnað? Samkvæmt hinum ýmsu fjölmiðlum í Bandaríkjunum hefur Elin Nordegren ákveðið að styðja við bakið á eiginmanni sínum, Tiger Woods. Woods dvelur nú á meðferðarheimilinu Gentle Path þar sem hann vinnur að því að ná tökum á kynlífsfíkn sinni og hefur sést til Nordegren heimsækja hann á heimilið nokkrum sinnum. „Elin vill stöðugt fjölskyldulíf. Hún er sjálf skilnaðarbarn og fannst hún missa tengslin við föður sinn eftir skilnað foreldra sinna. Hún vill koma í veg fyrir að hið sama gerist fyrir Sam og Charlie. Hún vill að fjölskyldan haldi áfram að vera ein heild, jafnvel þótt það þýði að hún og Tiger búi saman sem vinir,“ var haft eftir heimildarmanni. 28.1.2010 05:00
SOAD enn í pásu Framsækna þungarokkshljómsveitin System of a down var síðast með plötu 2005, Hypnotize. Ekkert kombakk er í spilunum enda er söngvarinn og gítarleikarinn Serj Tankian með mörg járn í eldinum. Hann gerði sólóplötuna Elect the Dead árið 2007 og væntanleg í mars er sinfónísk útgáfa af þeirri plötu á CD og DVD, gerð með sinfóníuhljómsveitinni í Auckland á Nýja-Sjálandi. Þá stefnir Serj á nýja sólóplötu í sumar og gengur platan undir vinnuheitinu Music Without Borders. „Þetta er á margan hátt alveg ný tónlist,“ sagði Serj nýlega í tímaritinu Billboard. „Þetta er elektró sinfónískt djass-rokk. Þarna er sinfóníuhljómsveit, þungir elektrónískir taktar, hefðbundin rokkhljóðfæri og „sömpl“. Nefndu það, það er þarna. Þetta er risastór veggur af hljóðum.“ 28.1.2010 05:00
Ekki hrifinn af verðlaunahátíðum Þrátt fyrir að hafa fengið fjölda verðlauna að undanförnu fyrir leik sinn í myndinni Crazy Heart hefur Jeff Bridges ekki gaman af verðlaunahátíðum. 28.1.2010 04:00
Þögguðu niður í króatísku stuðningsmönnunum Þó svo að stuðningsmannahópur íslenska landsliðsins í handbolta sé ekki fjölmennur lætur hann vel í sér heyra á áhorfendapöllunum á leikjum liðsins á Evrópumeistaramótinu í Austurríki. Fréttablaðið hitti á galvaskan hóp sjómanna skömmu fyrir leik Íslands og Rússlands á þriðjudaginn hér í Stadthalle í Vínarborg. „Við heitum Gullhópurinn,“ segir Hlynur Sigurðsson stoltur. „Við erum allir sjómenn úr Grundarfirði,“ bætir hann við. 28.1.2010 04:00
Gibson vill enga lífverði Í nýlegu viðtali við Hello Magazine skírði leikarinn Mel Gibson frá því að í stað þess að ráða til sín lífverði svæfi hann með byssu við rúm sitt. „Ég var einu sinni með lífverði, en mér fannst það erfitt. Ef þinn tími er kominn, þá er hann kominn. Ef ég ligg í rúmi mínu og einhver brýst inn til mín þá annaðhvort vakna ég eða ekki. Annaðhvort næ ég honum með kylfunni minni eða byssunni sem ég sef með, eða þeir ná mér,“ sagði leikarinn og þegar hann var spurður hvort hann ætti byssu í raun svaraði hann: „Auðvitað. Á tímum sem þessum verður maður að gíra sig upp. Algjörlega.“ 28.1.2010 03:30
Dúndur afmælisfréttir Dúndurfréttir, öflugasta „kóver-band“ Íslands, fagnar fimmtán ára afmæli í ár. Bandið var stofnað á Gauki á Stöng af hópi vina úr tónlistarbransanum og var tilgangurinn einfaldur: að spila uppáhaldslögin með gömlu rokkmeisturunum. Á þessum fimmtán árum hefur sveitin glatt landann með mörgum metnaðarfullum uppákomum og haldið heiðri klassísks rokks hátt á lofti. Má nefna stóra viðburði eins og The Wall með Sinfóníuhljómsveitum Íslands og Færeyja, Dark Side Of The Moon í Borgarleikhúsinu og tónleika með Ken Hensley, forsprakka Uriah Heep, í Austurbæ. 28.1.2010 03:30
Miður sín Leikarinn Jake Gyllenhaal er að sögn heimildarmanna enn miður sín eftir sambandsslitin við Reese Witherspoon. Gyllenhaal var boðið til veislu fyrr í mánuðinum en leikarinn virtist lítið skemmta sér heldur gekk um með sorgarsvip og ræddi við fáa, en þökk sé leikaranum Sean Penn tók Gyllenhaal gleði sína á ný áður en kvöldinu var lokið. „Það var augljóst að Jake var miður sín. Hann brosti ekki og talaði lítið. Sean gekk til hans, klappaði honum á bakið og sagði honum að vera þakklátur fyrir það að hafa aldrei gifst. Sean sagði honum að hjónaband sé ofmetið og að hann ætti að njóta þess að vera laus og liðugur á meðan hann geti. Svo virðist sem Jake hafi tekið ráðum Seans því hann brosti mun meira eftir að tali þeirra lauk,“ var haft eftir heimildarmanni. 28.1.2010 03:15
Kveður rokkið og snýr sér að boltanum Söngvari þungarokksveitarinnar Shogun, Ásgeir Börkur Ásgeirsson, hefur sagt skilið við félaga sína og ætlar í staðinn að einbeita sér að fótboltaferlinum með Fylki. 28.1.2010 03:00
Merk bók, rómantík og matur Auk ævintýramyndarinnar Where the Wild Things Are verða þrjár kvikmyndir frumsýndar hérlendis um helgina. 28.1.2010 02:00
Leikstýrir loðnum verum Ævintýramynd leikstjórans Spike Jonze, Where the Wild Things Are, verður frumsýnd á morgun. Jonze vakti fyrst athygli fyrir tónlistarmyndbönd áður en hann sneri sér að hvíta tjaldinu. 28.1.2010 02:00
Fyrsta rafbassabókin Ólafur Þór Kristjánsson, skólastjóri tónlistarskólans Tónsala, hefur gefið út kennslubók í rafbassaleik, þá fyrstu sinnar tegundar á íslensku. Í bókinni, Rafbassinn – kennslubók fyrir byrjendur í rafbassaleik er blandað saman æfingum og þekktum lögum, íslenskum og erlendum. Á aðgengilegan hátt er nótnalestur kenndur þannig að byrjendur eiga að geta spilað einföld lög eftir lestur bókarinnar. Einnig er að finna tækniæfingar sem nauðsynlegar eru fyrir bassaleikara. Geisladiskur með undirleik af æfingum og lögum fylgir. Í bókinni er einnig að finna yfirlit yfir nokkra íslenska rafbassaleikara sem markað hafa spor í íslenskri dægurtónlistarsögu undanfarna áratugi. Bókin fæst í öllum helstu bókabúðum og hljóðfæraverslunum landsins. 28.1.2010 02:00
Benni Hemm í gang Benni Hemm Hemm hefur undanfarið búið og starfað í Edinborg. Og nú er von á 5-laga stuttskífu í byrjun apríl Platan nefnist Retaliate og verður gefin út á 10” vinýl og CD í takmörkuðu upplagi á Íslandi, Evrópu, Japan og Bandaríkjunum. Platan var tekin upp á heimili Benedikts í Edinborg, en hann sá sjálfur að mestu um upptökur og hljóðfæraleik. 28.1.2010 02:00
Hrukkustraujárn sem svínvirkar - myndir Hrukkustraujárnið Galvanic Spa, er að gera allt vitlaust í Hollywood um þessar mundir. Stórstjörnur á við Nicole Kidman, Simon Cowell og Angelina Jolie nota hrukkubanann til að halda andlitinu sléttu og unglegu. Um er að ræða lítið tæki með bylgum sem laga sig að húðinni og árangurinn er lygilegur eins og sjá má á fyrir og eftir myndum í myndasafni. Þulir á Fox sjónvarpsstöðinni nota hrukkubanann. Sjá hér. Simon Cowell viðurkennir að hann er háður hrukkubananum. Sjá hér. Magnaður árangur á líkama. Sjá hér. 28.1.2010 07:15