Lífið

Segir Bar 46 besta sýningarsalinn utan Kjarvalsstaða - myndir

Sigurður Örlygsson. MYNDIR/Stefán Karlsson.
Sigurður Örlygsson. MYNDIR/Stefán Karlsson.

Sigurður Örlygsson listmálari segir að Bar 46 á Hverfisgötu sé besti sýningarsalur landsins ef frá eru taldir Kjarvalsstaðir.

Sigurður mun opna einkasýningu á Bar 46 á morgun, laugardag klukkan fimm.

„Lofthæðin á barnum er það mikil að veggplássið er með ólíkindum," segir Sigurður um Bar 46 og er ekki síður hrifinn af möguleikunum sem lýsingin gefur honum.

Verkin sem Sigurður mun sýna á Bar 46 segir hann vera blöndu af nýjum og eldri verkum. „Og þar kemur plássið sér vel því verkin eru allt að 12 fermetrar að stærð," segir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.