Lífið

Prjónuð málverk

hildur bjarnadóttir
hildur bjarnadóttir
Á morgun kl. 14 verður Hildur Bjarnadóttir myndlistarmaður með leiðsögn um sýninguna Carnegie Art Award 2010 sem nú stendur yfir í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg.

Carnegie Art Award 2010 eru ein veglegustu myndlistarverðlaun sem veitt eru í heiminum í dag en sýningunni er ætlað að kynna norræna samtíma málaralist. Hildur ræðir um prjónuð málverk og beinir sjónum að einstökum listaverkum og höfundum þeirra út frá tengslum þeirra við aðra listmiðla svo sem textíl. Bók með ljósmyndum af öllum listaverkunum sem tekin voru til sýningar er sýningin var opnuð í Charlottenborg er fáanleg í safnbúð Listasafnsins.

Aðgangur er ókeypis.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.