Fleiri fréttir

Hljómsveitir frá Garðabæ

Hljómsveitir og tónlistarmenn sem eiga það sameiginlegt að vera úr Garðabænum spila á tónleikum í Vídalínskirkju á þriðjudaginn. Fram koma Dikta, Ourlives, Pétur Ben og nýliðinn Daníel Jón. Bæði Dikta og Ourlives voru að senda frá sér plötur fyrir jólin. Dikta gaf út sína þriðju plötu, Get It Together, og Ourlives sína fyrstu sem nefnist We Lost the Race. Fyrsta plata Péturs Ben, Wine For My Weakness, hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2007 sem besta platan. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og miðaverð er 2.000 krónur. Forsala miða fer fram í Ilse Jacobsen á Garðatorgi.

Ungfrú Ísland 2008 í jólagír

„Svo er fjölskyldan hans pabba með mjög skemmtilega hefð þar sem við tökum eina helgi fyrir jól og förum í bústað og slöppum af, búum til jólaskraut, spilum og borðum góðan mat," segir Alexandra Helga Ívarsdóttir, ungfrú Ísland 2008, í viðtali við Jól.is „Það kemur manni vel í gírinn," bætir hún við. Sjá viðtalið í heild sinni hér.

Í hverju ertu frú Obama? - myndir

„Trúin á það að friður sé æskilegur dugar sjaldnast til þess að öðlast hann," sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti þegar hann tók við friðarverðlaunum Nóbels í Ósló. Það var hinsvegar jakki eiginkonu hans, Michelle Obama, sem stal senunni. Hann má skoða í myndasafninu.

Frægir folar á skólabekk - myndir

Á meðfylgjandi myndum má sjá sjónvarpsstjörnurnar Loga Bergmann Eiðsson og Gísla Einarsson ásamt fleiri folum við opnun Bjórskóla Ölgerðarinnar sem tók formlega til starfa í vikunni. Í Bjórskólanum sitja 20 nemendur hverju sinni, í eina kvöldstund og fræðast um bjór, uppruna hans, fjölbreytileika, framleiðsluaðferðir og hráefni. Yfirkennari í Bjórskólanum er Úlfar Linnet, sem sjá má á myndunum leiðbeina nemendum í allan sannleikann um bjórinn á lifandi máta.

Fjarvera Páls Óskars heggur skarð í plötusölu

„Það eru ekki sambærilegir titlar á markaðinum í ár, eins og í fyrra þegar Páll Óskar var til dæmis að selja gríðarlega vel,“ segir Ásmundur Jónsson, formaður Félags hljómplötuframleiðenda.

Skemmtileg mynd um krónuna í bígerð

„Við ætlum að forvitnast um þetta fyrirbæri, íslensku krónuna. Þetta er minnsti gjaldmiðill í heimi. Disney-dollarinn er stærri en íslenska krónan,“ segir leikstjórinn og hagfræðingurinn Garðar Stefánsson.

Jólaeiturslanga Megasar

Megas og Senuþjófarnir hafa staðið í ströngu í Hljóðrita í Hafnarfirði. Stefnan er sett á jólatónleika í Salnum í Kópavogi 16. desember.

Þorvaldur er Stebbi Psycho

Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikur Stebba Psycho, aðalhlutverkið í kvikmyndinni Svartur á leik, sem gerð er eftir bók Stefáns Mána. Þorvaldur er sem kunnugt er í námi við Julliard-skólann í New York og því veltur nokkuð mikið á að samræma stundaskrá hans og kvikmyndarinnar.

Leppalúði með stjörnufans

Gleðigjafarnir í Baggalúti sjá um jólafjörið á Rás 2 um þessar mundir í jóladagatalinu og hluti af þeirri dagskrá er að þeir dæla út vikulegum aðventulögum. Eðli málsins samkvæmt eru tvö lög komin út – „Hvað fæ ég fallegt frá þér“ og „Jólalalagið“ – og á sunnudaginn verður þriðja lagið afhjúpað. Baggalútur er ekki í nokkrum vafa um að þetta sé metnaðarfyllsta aðventulag sveitarinnar til þessa. Það heitir „Leppalúði“ og tvær íslenskar stjörnur leggja sveitinni lið, ofurtrommarinn Gulli Briem og Ragga Gísla.

Mistök áratugarins

Bítillinn fyrrverandi Paul McCartney segir að hjónaband sitt og Heather Mills hafi verið ein stærstu mistök ævi sinnar. Spurður hvort hjónabandið hafi verið mestu mistök áratugarins sagði hann: „Já. Ég held að það komist í efsta sæti.“ McCartney, sem á hina sex ára dóttur Beatrice með Mills, vildi þó ekki gagnrýna eiginkonu sína fyrrverandi í viðtali við tímaritið Q. „Ég vil ekki gera lítið úr neinum. Svona hlutir geta gerst. Ég vil horfa á jákvæðu hliðina sem er sú að ég eignaðist fallega dóttur.“

Nóg að gera hjá Ragga Bjarna

„Ég er alltaf eins og brjálæðingur úti um allar trissur,“ segir söngvarinn ástsæli Raggi Bjarna. Hann hefur í nógu að snúast þessa dagana, eins og svo oft áður. Hann hefur verið að syngja í Officeraklúbbnum í Keflavík á jólahlaðborðum auk þess sem hann kemur fram á dvalarheimilum aldraðra og í afmælum.

Sextán ára í Eurovision

Karen Pálsdóttir, sextán ára stúlka úr Hafnarfirði, tekur þátt í undankeppni Eurovision í janúar. Hún lenti í öðru sæti í Músíktilraunum á síðasta ári.

Lostafullt ferðalag Tigers Woods

Tiger Woods fór á örfáum dögum frá því að vera pabbastrákur yfir í mesta dólg heims. Hann var fyrirmynd ungra drengja um allan heim en nú hugsa foreldrar sig væntanlega tvisvar um áður en þeir kaupa handa börnunum sínum Tiger Woods-varning. Alls hafa sjö hjákonur stigið fram og fleiri virðast vera á leiðinni. Atli Fannar Bjarkason tók saman yfirlit yfir skandalinn, en samkvæmt nýjustu upplýsingum hóf Tiger að hitta aðrar konur mjög fljótlega eftir að hann kvæntist hinni sænsku Elinu Nordegren.

Jackson 4 snúa aftur

Michael Jackson-bræðurnir fjórir, þeir Marlon, Tito, Jermaine og Jackie, tilkynntu í spjallþætti Larry King á CNN nýverið að þeir hygðust koma saman sem Jackson Four og fara í kjölfarið í tónleikaferð um heiminn á næsta ári. Slíkt tónleikahald yrði til minningar um bróður þeirra, Michael, sem lést langt fyrir aldur fram í júní á þessu ári.

Sálin með jólarispu

Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns verður dugleg við dansleikjahald á næstunni eftir nokkurra mánaða hlé. Fyrst spilar sveitin á Nasa á laugardagskvöld og viku síðar, eða 19. desember, spilar hún á Sjallanum á Akureyri. Á milli jóla og nýárs spilar Sálin síðan í Hvíta húsinu á Selfossi og á gamlárskvöld verður hún á Broadway. Á nýárskvöld verður dansleikur á Spot í Kópavogi og jólarispunni lýkur síðan í Officeraklúbbnum í Keflavík laugardagskvöldið 2. janúar.

Engin Rokklands-plata í ár

„Það er frí þetta árið en ég vonast til að koma sterkur inn á næsta ári,“ segir útvarpsmaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson, eða Óli Palli á Rás 2. Rokklands-safnplata hans sem hefur komið út fyrir jól síðastliðin átta ár kemur ekki út í ár. Hin aldræmda kreppa hefur þar töluvert að segja.

Flóamarkaður á Íslendingabar

Séríslenskur flóamarkaður verður haldinn á öldurhúsinu Cafe Blasen í Kaupmannahöfn nú á laugardag og eru það íslenskir listamenn búsettir í Danmörku sem standa að markaðnum. Meðal þeirra sem taka þátt eru Ágústa Hera Harðardóttir, Einar Thor, Jónas Breki, Örn Tönsberg og útvarpsmaðurinn vinsæli Andri Freyr Viðarsson sem mun leika jólatónlist undir nafninu Sir Honkey Tonk.

Hugleikur rappar

Myndlistarmaðurinn og rithöfundurinn Hugleikur Dagsson mun rappa ásamt hljómsveitinni Human Woman á tónlistarhátíðinni Jól Jólsson sem verður haldin á Hótel Íslandi 18. desember. Human Woman er ný hljómsveit þeirra Jóns Atla Helgasonar og Gísla Galdurs Þorvaldssonar. Jón Atli hefur áður spilað með hljómsveitum á borð við Hairdoctor, Bang Gang og Fídel. Gísla Galdur þekkir fólk úr sveitum á borð við Trabant, Motion Boys og Ghostigital. Hugleikur hefur áður getið sér orð á tónlistarsviðinu, meðal annars með hljómsveitinni Útburðir. Þetta verða fyrstu tónleikar Human Woman og kemur hún fram á hátíðinni ásamt flytjendum á borð við Gus Gus, FM Belfast, Egil Sæbjörnsson, Lúdó og Stefán og Ben Frost.

Eivör með tónleika

Færeyska söngkonan Eivör Pálsdóttir heldur tónleika í Rammagerðinni á sunnudaginn klukkan 15. Tónleikarnir eru kærkomin sárabót fyrir þá sem náðu ekki að tryggja sér miða á tvenna, uppselda tónleika Eivarar sem verða í Fríkirkjunni um helgina. Eivör er nýbúinn að senda frá sér tónleikaplötu sem heitir Live. Hún inniheldur upptökur frá árunum 2005 til 2009 frá tónleikum í Færeyjum, Íslandi, Japan, Danmörku, Austurríki og Þýskalandi. Einnig er stutt síðan hún spilaði á hinni virtu heimstónlistarhátíð Vomex.

Garland og Elton John í guðatölu

Tónlistarmaðurinn Elton John og leikkonan Judy Garland hafa verið kjörin mestu átrúnaðargoð allra tíma í nýrri skoðanakönnun sem var gerð á meðal samkynhneigðra.

Skottmarkaður við Kjarvalsstaði

Við höfum fengið mikil viðbrögð frá íbúunum í hverfinu og stæðið verður fullt af bílum,“ segir Steinunn Þórhallsdóttir formaður 3. hverfis, Hlíða, Holta og Norðurmýrar. Íbúar hverfisins ætla að endurtaka svokallaðan Skottmarkað frá því í haust á bílastæði Kjarvalsstaða á morgun milli klukkan 12 og 14. Á skottmarkaði er heimilisbíllinn notaður sem sölubás og getur fólk selt allt milli himins og jarðar úr bílskottum sínum, en viðburðurinn er ókeypis og opinn öllum.

Glímir við ástarsorg

Alexa Ray Joel, dóttir popparans Billy Joel og fyrirsætunnar Christie Brinkley, var flutt á spítala fyrr í vikunni, en talið er að hún hafi reynt að taka eigið líf. Brinkley og Joel sendu frá sér tilkynningu á miðvikudaginn þar sem þau sögðu líðan dóttur sinnar eftir atvikum og að hún væri útskrifuð af spítala og dveldi nú á heimili móður sinnar.

Rómantík hjá Jolie og Pitt

Life & Style-tímaritið greinir frá því að stjörnuparið Angelina Jolie og Brad Pitt hafi fagnað því með rómantískum hætti að þau væru búin að vera saman í fimm ár. Og krakkaskarinn var víst skilinn eftir heima, aldrei þessu vant. Ofurstjörnurnar gættu þess vandlega að enginn myndi frétta af þessu afmæli sem átti sér stað hinn 28. nóvember og tókst svo vel til að þetta barst fyrst inn á borð bandarískra slúðurblaða í vikunni.

Endurgerir rokkballöðu

Hin unga söngkona Miley Cyrus ætlar að endurgera rokkballöðuna Every Rose Has It‘s Thorn sem hárprúða hljómsveitin Poison gerði vinsælt á sínum tíma. Cyrus hefur eytt miklum tíma í hljóðveri ásamt Bret Michaels, söngvara Poison, við upptökur á laginu. „Every Rose er eitt af uppáhaldslögum Miley,“ var haft eftir Trish Cyrus, móður Miley.

Látlaus vinna sjö daga vikunnar í sex ár

Dan Brown er án efa í flokki vinsælustu rithöfunda allra tíma. Bók hans Da Vinci-lykillinn hefur selst í yfir áttatíu milljónum eintaka á heimsvísu og nýjasta bók hans, Týnda táknið, skaust beint í efsta sæti metsölulista New York Times þegar hún kom út nú í haust og sat þar samfleytt í sjö vikur. Bókin kom út á íslensku í lok nóvember hjá bókaforlaginu Bjarti og hefur hlotið fádæma góðar viðtökur hjá íslenskum lesendum.

Kimi í jólaskapi

Útgáfufyrirtækið Kimi Records heldur árlegan útgáfu- og jólafögnuð sinn á Sódómu Reykjavík laugardaginn 12. desember. Þar stíga á svið fimm hljómsveitir sem allar hafa gefið út hjá Kimi á árinu. Þær eru Sudden Weather Change, Retrön, Morðingjarnir, Kimono og Me, The Slumbering Napoleon. Miðaverð er 1.000 krónur. Einnig er hægt að borga 2.000 krónur og fá plötu í kaupbæti.

Fær ekki að snúa aftur

Jo Wood, fyrrverandi eiginkona Ronnies Wood, hefur staðfest við fjölmiðla að hann sé hættur með hinni barnungu fyrirsætu Ekaterinu Ivanóvu. Jo hefur jafnframt lýst því yfir að Ronnie fái ekki að stíga fæti inn fyrir hennar dyr. „Hann er ekki velkominn aftur,“ sagði Jo í samtali við Daily Mail. Jo og Ronnie, sem er liðsmaður The Rolling Stones, voru gift í 23 ár þegar þau skildu fremur óvænt eftir að Ronnie vildi yngja aðeins upp.

Eignuðust strák

Gisele Bundchen eignaðist lítinn dreng í gær. Samkvæmt bandaríska tímaritinu People gekk fæðingin vel, en settur fæðingardagur var næstkomandi mánudagur.

Bjargaði fjörutíu mannslífum

Bandaríska leikkonan Lindsay Lohan heldur því fram á Tweeter-síður sinni að hún hafi bjargað fjörutíu mannslífum á Indlandi. Lindsay er þar á vegum BBC til að gera heimildarmynd um mansal og segir jafnframt að starf hennar sé þegar farið að bera árangur. Lohan þarf nauðsynlega á því að halda að lappa aðeins upp á ímyndina eftir fremur mögur ár í sviðsljósinu þar sem allt hefur snúist um áfengi og taumlaust líferni.

Enginn Blake

Guðdóttir Amy Winehouse, vandræðagemsans í bresku tónlistarlífi, hefur vísað því á bug að hún sé tekin saman aftur við Blake Fielder-Civil. Orðrómur þess efnis fór á kreik í bresku pressunni eftir að það spurðist út að þau hefðu eytt nákvæmlega 36 klukkustundum saman í íbúð í Sheffield. Dionne Bromfield, umrædd guðdóttir, sagði við Bang Showbiz þegar hún var spurð út í þetta að sögusagnirnar væru úr lausu lofti gripnar.

Ekstra jólafílingur hjá Ella í Jeff who?

„Það er nú ekkert sérstakt sem ég geri til að undirbúa jólin," segir Elís Pétursson bassaleikari hljómsveitarinnar Jeff who? „Maður setur upp jólatré, skreytir og ef maður er í ekstra fíling þá kannski brennir maður smá greni. Ég kaupi iðulega jólagjafir mjög seint." Sjá viðtalið við Elís hér. Jól.is

Hvaða svipur er þetta Gummi?

„Við æfum nú ekki reglulega, mörg laganna eru í blóðinu og fara ekkert þaðan," svarar Stefán. Gefið þið hvor öðrum jólagjafir? „Nei, það hefur ekki tíðkast." Lesa má viðtalið í heild sinni hér.

Þetta er vandræðalegt - myndir

Söngkonan Mariah Carey kyssti eiginmann sinn, Nick Cannon, á eftirminnilegan hátt á rauða dreglinum. Eins og myndirnar sýna leit Nick út fyrir að líða illa þegar hún skellti á hann kossinum. Skoða má kossinn betur í myndasafninu.

Léttklæddur og rennblautur - myndir

Á morgun, föstudag, klukkan 20:05 fær íslenska þjóðin að berja augum afrakstur margfrægrar ferðar útvalinna Íslendinga til Argentínu þar sem þeir tóku þátt í hinum heimsfræga skemmtiþætti Wipeout. Þátttakendur fara í gegnum sérstaklega útfærða þraut á sem stystum tíma og reynir ekki aðeins á líkamlegan styrk heldur einnig kænsku, jafnvægi, snerpu og ekki síst heppni – því brautin er lúmsk, merkilega snúin og rennsleip. Á meðfylgjandi myndum má sjá Haffa Haff rennblautan í Wipeout. Keppendasíða Wipeout.

Besti Laddinn krýndur á föstudag

Í útvarpsþættinum Litla hafmeyjan á Rás 2 hafa Doddi litli og Andri Freyr Viðarsson staðið fyrir eftirhermukeppninni Laddinn síðustu vikurnar. Á föstudagskvöldið er komið að úrslitarimmunni sjálfri þegar Eyþór Ingi og Guðmundur Franklín takast á.

Torrini í Ástralíu um áramótin

Það er hægt að segja að Emilíana Torrini sé nú funheit báðum megin á jarðarkringlunni. Búið er að bæta við þriðju tónleikum hennar í Háskólabíói 21. febrúar en hratt seldist upp á tónleikana hinn 19. og hinn 20. Síðast þegar spurðist voru enn nokkrir miðar eftir á síðustu tónleikana.

Rólega Ellen er ofvirk

„Það verður allt lagt í sölurnar og ég er með svo ótrúlega flott band með mér. Þarna eru Pétur Ben, Ómar og Óskar Guðjónssynir, Magnús Tryggvason Elíassen, Eyþór Gunnarsson og Þorsteinn Einarsson (í Hjálmum), sem tekur ótrúlega flott slide-gítarsóló á diskinum. Dætur mínar verða líka og Elín Ey ætlar að spila á undan. Ég tek öll lögin á diskinum og nokkur lög eftir Magga Eiríks líka.“

Meistaraverk HAM í pípunum

„Goðsagnakennt“ er lýsingarorð sem alltof oft heyrist og er jafnvel slengt á allskonar hundómerkilegt dót. En eigi einhver hljómsveit inni fyrir þessu lýsingarorði er það að sjálfsögðu hin goðsagnakennda hljómsveit HAM. Þessar magnþrungnu risaeðlur hafa skriðið úr greni sínu sirka einu sinni á ári síðustu árin til að spila gamla slagara fyrir stjarfa hjörð aðdáenda. Nú hillir loksins undir „alvöru“ HAM-plötu með nýju efni.

Fer með Jackson út á land

Söngvarinn Alan Jones, sem hefur að undanförnu tekið þátt í Michael Jackson-sýningunni á Broadway, íhugar að fara einn með sýninguna út á land ásamt lagahöfundinum Örlygi Smára. Fyrst ætla þeir að prufukeyra sýninguna á skemmtistaðnum Spot í Kópavogi á föstudagskvöld. „Við ætlum að sjá hvernig gengur. Við ætlum að byrja á Spot og síðan er planið að fara með sýninguna um Ísland,“ segir Alan, sem verður á sviðinu í um það bil hálftíma, syngjandi helstu slagara poppkóngsins. „Þetta verður mjög gaman. Ég get ekki beðið,“ segir hann.

Hörð jólalagakeppni á Rás 2

Í síðasta mánuði var blásið til hinnar árlegu Jólalagakeppni Rásar 2. Þetta er í sjöunda sinn sem keppnin er haldin og bárust tæplega 80 lög að þessu sinni. Keppnin hefur notið mikilla vinsælda, en í fyrra sigraði Greta Salóme Stefánsdóttir með lagið Betlehem.

Geitabóndi býður í smakk

Í versluninni Búrinu við Nóatún, verður gestum boðið upp á að smakka fyrsta íslenska geitamjólkurísinn í dag. Það er Jóhanna B. Þorvaldsdóttir, geitabóndi á Háafelli í Borgarbyggð, en hún hefur verið með geitur í ein tuttugu ár og segir þær skemmtileg dýr.

Frægustu framhjáhöldin

Fréttir um framhjáhald hins heimfræga kylfings Tiger Woods hafa ratað á forsíður fjölda dagblaða undanfarnar vikur. Fréttirnar vöktu nokkra undrun meðal manna því hingað til hefur ímynd Woods verið nánast fullkomin. Kylfingurinn er þó ekki sá fyrsti frægi sem hefur stigið slíkt feilspor og rifjar Fréttablaðið upp nokkur fræg slík mál.

Saga Film kaupir Ódáðahraun Stefáns

Saga Film hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn að bók Stefáns Mána, Ódáðahraun. Samningurinn er til átján mánaða og því greinilegt að framleiðslufyrirtækið ætlar að setja nokkurn kraft í þetta verkefni. Ragnar Agnarsson mun leikstýra myndinni en Ragnar og Stefán munu að öllum líkindum einnig skrifa handritið.

Sjá næstu 50 fréttir