Sextán ára í Eurovision 11. desember 2009 06:00 Karen Pálsdóttir tekur þátt í Eurovision-keppninni í fyrsta sinn í janúar á næsta ári.fréttablaðið/gva Karen Pálsdóttir, sextán ára stúlka úr Hafnarfirði, tekur þátt í undankeppni Eurovision í janúar. Hún lenti í öðru sæti í Músíktilraunum á síðasta ári. „Ég hlakka svakalega mikið til, þetta verður geðveikt gaman. Ég hef alltaf haft svo gaman af Eurovision,“ segir Karen, sem er nýorðin sextán ára. Hún er þessa dagana að ljúka hljóðversupptökum á laginu, sem nefnist Future og er poppað danslag. Auk þess er hún í stífri söng- og dansþjálfun hjá Margréti Eir og Sigrúni Birnu Blomsterberg. Tveir dansarar verða með henni á sviðinu í sjónvarpssal og tvær manneskur syngja bakraddir. Skondið atvik gerðist fyrir skömmu við upptökurnar í hljóðverinu þegar rafmagnið fór skyndilega af. „Ég var að syngja lagið í gegn og allt í einu slökknaði allt. En við höfðum það bara notalegt og sátum inni með kertaljós,“ segir Karen, sem lét atvikið ekkert á sig fá. Höfundar lagsins eru Bryndís Sunna Valdimarsdóttir og Daði Georgsson. Bryndís hefur áður sent frá sér tvö lög í undankeppni Eurovision, sem Sigurjón Brink söng í bæði skiptin. Fyrst söng hann Hjartaþrá árið 2006 og árið eftir söng Sigurjón lagið Áfram, sem hann samdi með Bryndísi Sunnu. Bryndís átti einnig sigurlagið í Dægurlagakeppni Sauðárkróks árið 2004. Það heitir Sumar í hjarta og var flutt af Heiðu Ólafsdóttur. Karen Pálsdóttir vakti fyrst athygli í tónlistarbransanum á síðasta ári þegar hún lenti í öðru sæti í Músíktilraunum. Þar rappaði hún með vini sínum Óskari Axel og kölluðu þau sig einfaldlega Óskar Axel og Karen P. Karen mun stíga á svið á fyrsta Eurovision-kvöldinu í sjónvarpssal hinn 9. janúar. Fróðlegt verður að fylgjast með þessari ungu og efnilegu söngkonu hefja upp raust sína í von um að landsmenn kjósi hana til áframhaldandi þátttöku. freyr@frettabladid.is Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira
Karen Pálsdóttir, sextán ára stúlka úr Hafnarfirði, tekur þátt í undankeppni Eurovision í janúar. Hún lenti í öðru sæti í Músíktilraunum á síðasta ári. „Ég hlakka svakalega mikið til, þetta verður geðveikt gaman. Ég hef alltaf haft svo gaman af Eurovision,“ segir Karen, sem er nýorðin sextán ára. Hún er þessa dagana að ljúka hljóðversupptökum á laginu, sem nefnist Future og er poppað danslag. Auk þess er hún í stífri söng- og dansþjálfun hjá Margréti Eir og Sigrúni Birnu Blomsterberg. Tveir dansarar verða með henni á sviðinu í sjónvarpssal og tvær manneskur syngja bakraddir. Skondið atvik gerðist fyrir skömmu við upptökurnar í hljóðverinu þegar rafmagnið fór skyndilega af. „Ég var að syngja lagið í gegn og allt í einu slökknaði allt. En við höfðum það bara notalegt og sátum inni með kertaljós,“ segir Karen, sem lét atvikið ekkert á sig fá. Höfundar lagsins eru Bryndís Sunna Valdimarsdóttir og Daði Georgsson. Bryndís hefur áður sent frá sér tvö lög í undankeppni Eurovision, sem Sigurjón Brink söng í bæði skiptin. Fyrst söng hann Hjartaþrá árið 2006 og árið eftir söng Sigurjón lagið Áfram, sem hann samdi með Bryndísi Sunnu. Bryndís átti einnig sigurlagið í Dægurlagakeppni Sauðárkróks árið 2004. Það heitir Sumar í hjarta og var flutt af Heiðu Ólafsdóttur. Karen Pálsdóttir vakti fyrst athygli í tónlistarbransanum á síðasta ári þegar hún lenti í öðru sæti í Músíktilraunum. Þar rappaði hún með vini sínum Óskari Axel og kölluðu þau sig einfaldlega Óskar Axel og Karen P. Karen mun stíga á svið á fyrsta Eurovision-kvöldinu í sjónvarpssal hinn 9. janúar. Fróðlegt verður að fylgjast með þessari ungu og efnilegu söngkonu hefja upp raust sína í von um að landsmenn kjósi hana til áframhaldandi þátttöku. freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira