Engin Rokklands-plata í ár 11. desember 2009 05:00 Engin Rokklands-plata kemur út fyrir þessi jól. Framleiðslukostnaður hefur tvöfaldast á skömmum tíma. „Það er frí þetta árið en ég vonast til að koma sterkur inn á næsta ári,“ segir útvarpsmaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson, eða Óli Palli á Rás 2. Rokklands-safnplata hans sem hefur komið út fyrir jól síðastliðin átta ár kemur ekki út í ár. Hin aldræmda kreppa hefur þar töluvert að segja. „Ég hef haft mikið að gera og forsendur hafa örlítið breyst. Plötusala hefur dregist saman og það er ekki hægt að segja að þetta hafi verið mest seldu plöturnar fyrir jólin,“ segir Óli Palli. „Ég hef reynt að hafa þetta vandaðar útgáfur og í rauninni hefur þetta verið eins og lítil bók með músík. En þetta hefur ekki verið að mokast út eins og Jólagestir Björgvins, Páll Óskar eða Bubbi. Og þegar framleiðslan á diskunum hækkar um helming er tæpt að þetta hafist. Það vill enginn borga með því sem hann er að gera.“ Óli er hvergi nærri af baki dottinn og stefnir á að halda áfram með Rokklands-plöturnar næstu árin. „Það komu átta plötur í röð og ég vona að næstu átta árin hefjist strax á næsta ári. Ég er með mynd af Dalai Lama fyrir aftan mig og ég gefst aldrei upp, enda hef ég svo gaman af þessu,“ segir hann og bætir við að safnplöturnar séu góð viðbót við útvarpsþáttinn Rokkland. „Það er gaman að skapa eitthvað, þótt það sé ekki merkilegra en að raða saman lögum á kassettur.“ - fb Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
„Það er frí þetta árið en ég vonast til að koma sterkur inn á næsta ári,“ segir útvarpsmaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson, eða Óli Palli á Rás 2. Rokklands-safnplata hans sem hefur komið út fyrir jól síðastliðin átta ár kemur ekki út í ár. Hin aldræmda kreppa hefur þar töluvert að segja. „Ég hef haft mikið að gera og forsendur hafa örlítið breyst. Plötusala hefur dregist saman og það er ekki hægt að segja að þetta hafi verið mest seldu plöturnar fyrir jólin,“ segir Óli Palli. „Ég hef reynt að hafa þetta vandaðar útgáfur og í rauninni hefur þetta verið eins og lítil bók með músík. En þetta hefur ekki verið að mokast út eins og Jólagestir Björgvins, Páll Óskar eða Bubbi. Og þegar framleiðslan á diskunum hækkar um helming er tæpt að þetta hafist. Það vill enginn borga með því sem hann er að gera.“ Óli er hvergi nærri af baki dottinn og stefnir á að halda áfram með Rokklands-plöturnar næstu árin. „Það komu átta plötur í röð og ég vona að næstu átta árin hefjist strax á næsta ári. Ég er með mynd af Dalai Lama fyrir aftan mig og ég gefst aldrei upp, enda hef ég svo gaman af þessu,“ segir hann og bætir við að safnplöturnar séu góð viðbót við útvarpsþáttinn Rokkland. „Það er gaman að skapa eitthvað, þótt það sé ekki merkilegra en að raða saman lögum á kassettur.“ - fb
Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira