Lífið

Þorvaldur er Stebbi Psycho

Þorvaldur Davíð var fyrsti kostur Stefáns Mána sem Stebbi Psycho, aðalpersónan í Svartur á leik.
Fréttablaðið/Arnþór
Þorvaldur Davíð var fyrsti kostur Stefáns Mána sem Stebbi Psycho, aðalpersónan í Svartur á leik. Fréttablaðið/Arnþór

Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikur Stebba Psycho, aðalhlutverkið í kvikmyndinni Svartur á leik, sem gerð er eftir bók Stefáns Mána. Þorvaldur er sem kunnugt er í námi við Julliard-skólann í New York og því veltur nokkuð mikið á að samræma stundaskrá hans og kvikmyndarinnar. Þorvaldur lék síðast í kvikmyndinni Reykjavik Whale Watching Massacre og þótti standa sig nokkuð vel með aflitaða hárið. Framleiðslufyrirtækin ZikZak og Filmus standa að gerð myndarinnar en leikstjóri er Óskar Axel Óskarsson. Hann skrifar handritið að myndinni ásamt Stefáni Mána en áætlað er að tökur hefjist í byrjun næsta árs.

Arnar Knútsson, framleiðandi hjá Filmus, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að góður gangur sé nú á verkefninu, fjármögnun hennar sé í réttum farvegi og því hylli nú undir að tökuvélarnar byrji að rúlla. Filmus og ZikZak keyptu kvikmyndaréttinn að bókinni árið 2005 en hún kom út fyrir fimm árum síðan.

„Þetta er búið að taka sinn tíma,“ viðurkennir Arnar en bókin vakti mikla athygli á sínum tíma og skaut Stefáni upá stjörnuhimininn. Stefán, sem á miðvikudaginn skrifaði undir samning við Saga Film vegna kvikmyndaréttar Ódáðahrauns, var að vonum glaður með að þetta verkefni skuli loks verða að veruleika. „Og það sem er merkilegt er að ég sá alltaf Þorvald Davíð fyrir mér sem Stebba.“

-fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×