Lífið

Frægir folar á skólabekk - myndir

Gulli Helga, Gísli Einarsson og Logi Begmann Eiðsson stúderuðu bjór í vikunni.
Gulli Helga, Gísli Einarsson og Logi Begmann Eiðsson stúderuðu bjór í vikunni.

Á meðfylgjandi myndum má sjá sjónvarpsstjörnurnar Loga Bergmann Eiðsson og Gísla Einarsson ásamt fleiri folum við opnun Bjórskóla Ölgerðarinnar sem tók formlega til starfa í vikunni.

Í Bjórskólanum sitja 20 nemendur hverju sinni í eina kvöldstund og fræðast um bjór, uppruna hans, fjölbreytileika, framleiðsluaðferðir og hráefni.

Yfirkennari í Bjórskólanum er Úlfar Linnet, sem sjá má á myndunum leiðbeina folunum, Eyjólfi Sverrissyni, Tómasi Inga Tómassyni, Högna Egilssyni og Halldóri Gylfasyni í allan sannleikann um bjórinn.

Frægu folana má skoða betur í myndasafninu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.