Fleiri fréttir Gleymdi sér í tökunum Thandie Newton segist hafa gleymt sér á tökustað, þegar hún átti að vera að leika í senu fyrir kvikmyndina 2012. Newton, sem er 37 ára, leikur dóttur Bandaríkjaforseta í myndinni og hún segir í viðtali við breska dagblaðið Daily Mirror að hasarsenur í myndinni hafi verið svo yfirþyrmandi að hún hafi gleymt sér. 19.11.2009 03:30 Kántrískotin popptónlist Tónlistarmaðurinn Koi heldur útgáfutónleika í Bæjarbíói í Hafnarfirði á föstudag til að kynna plötu sína Sum of All Things sem kom út í september 19.11.2009 03:30 Stelpukvöld NFS: Söfnuðu 60 þúsund krónum Það var fjölmenni á Stelpukvöldi NFS síðastliðinn þriðjudag en hátt í 120 stelpur í nemendafélaginu létu sjá sig. Kvöldið var til styrktar ungum dreng, Sigfinni Pálssyni, sem greindist með krabbamein árið 2007. 18.11.2009 23:28 Afmælistónleikar Lögreglukórsins Lögreglukór Reykjavíkur heldur afmælistónleika í Laugarneskirkju í Reykjavík næstkomandi laugardag. Á efnisskránni verður mikið af léttri tónlist í bland við hefðbundin karlakóralög. Lögreglukórinn var stofnaður 1934 og fagnar því 75 ára afmæli um þessar mundir. 18.11.2009 21:15 Hundrað Íslendingar unnu ókeypis ferð til Kanaríeyja Hundrað Íslendingar er á leið í ókeypis ferð til Kanaríeyja dagana 25. nóvember til 2. desember. Ferðin er fyrsti hluti umfangsmikillar Evrópuherferðar ferðamálayfirvalda á Kanaríeyjum. 18.11.2009 17:53 Gerði ekkert annað en grúska og pæla Jónatan Garðarsson og Arnar Eggert Thoroddsen rifja upp atvik, skyggnast á bak við tjöldin og opinbera hluti sem hafa ekki verið á margra vitorði hingað til í bókinni 100 bestu plötur Íslandssögunnar. Tók ekki langan tíma að skrifa þessa bók? „Skriftirnar sjálfar tóku rúmlega þrjá mánuði og gerði ég ekkert annað þann tíma en skrifa, grúska og pæla í gengum öll þau gögn sem ég hef viðað að mér í gegnum tíðina um íslenska tónlist," svarar Jónatan. „Ég las allt sem ég fann í úrklippu safni mínu um plöturnar og listafólkið, ræddi við fjölda tónlistarmanna og leitaði víðar fanga til að viða að mér eins miklu efni og kostur var. Svo fór mestur tíminn í að rita um plöturnar og samræma hvernig tekið var á efninu. Þetta var mikil vinna og ótrúlega skemmtilegt verkefni." Hvernig gekk samstafið með Arnari? „Samstarf okkar Arnars gekk eins og í sögu. Við þekkjumst ágætlega því hann var í starfsþjálfun hjá mér þegar hann var rétt rúmlega fermdur og leiðir okkar hafa legið saman öðru hvoru eftir það. Skiptingin á því hvor skrifaði hvað var mjög einföld og við höfum í alla staði átt hið ánægjulegasta samstarf og hvergi borið skugga á, enda báðir rólyndismenn og höfum brennandi áhuga á viðfangsefninu og erum sannir aðdáendur íslenskrar tónlistar. Þetta er í senn uppflettibók og skemmtirit þar sem við söfnuðuðm saman miklum fjölda af áhugaverðum fróðleiksmolum sem eru birtir í sérstökum dálkum sem hægt er að glugga í. Það er auðvelt að grípa niður í bókina nánast hvar sem er og lesa stutta eða langa kafla og leggja hana síðan frá sér, eða lesa hana frá bls 1 og áfram, allt eftir áhugasviði hvers og eins. Reynsla mín af sambærilegum erlendum bókum er sú að þær endast manni lengi og eiga því langa lífdaga. Bókin er mjög litrík því myndir eru birtar af öllum plötu umslögum og listafólkinu frá þeim tíma er plöturnar voru í vinnslu. 18.11.2009 14:30 Rússarnir vilja meira samstarf „Þeir voru rosalega hrifnir. Við höfum verið samræðum við framleiðendurna og þeir hafa mikinn áhuga á áframhaldandi samstarfi,“ segir Kristinn Þórðarson, framleiðandi hjá Saga Film. Tökum á rússnesku stórmyndinni Faust lauk hér á landi á dögunum, eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu. Íslensk náttúra var notuð í síðustu fimmtán mínútum myndarinnar og fóru tökur fram í hrauni skammt frá Bláa lóninu, á Þingvöllum og víðar. 18.11.2009 06:30 Söng bakraddir hjá Anitu Briem á góðgerðaplötu „Við hlökkum mikið til að heyra þetta," segir söngkonan Erna Þórarinsdóttir. Dóttir hennar, leikkonan Anita Briem, syngur lagið C"est si bon á væntanlegri safnplötu sem verður gefin út til styrktar Preservation Hall-byggingunni í New Orleans. Forsvarsmenn byggingarinnar hafa djasstónlist frá New Orleans í hávegum og er starfsemin vel þekkt í bandarískum tónlistarheimi. 18.11.2009 06:00 Semur fyrir Múmínálfa Björk Guðmundsdóttir hefur samið lagið The Comet Song fyrir teiknimyndina Moomins and the Comet Chase, sem fjallar um hina einu sönnu Múmínálfa. Sjón semur textann við lagið en hann hefur áður starfað með Björk við lög á borð við Bachelorette og Wanderlust 18.11.2009 04:15 Opinskátt viðtal við Siggu Beinteins - myndband Sigríði Beinteinsdóttur er í opinskáu viðtali í Íslandi í dag í kvöld þar sem hún ræðir um nýútkominn jóladisk, jólatónleika sem framundan eru, Eurovision og einkalífið. Þá sýnir hún okkur gömlu Eurovision-gallana sem hún hefur alltaf geymt. Þá kynnum við okkur átak Heimilis og skóla gegn einelti en samtökin hafa fengið m.a. Sveppa, Unni Birnu og Ingó veðurguð til að berjast með sér og fylgjumst með sölu á kvenorku svo ekki missa af Íslandi í dag klukkan 18:55 í kvöld. 17.11.2009 15:38 Að sitja fyrir í Playboy er svo venjulegt - myndband „Úti þá er ég í myndatökum oft í viku. Það mesta sem ég geri er að vera mamma með börnunum mínum og fjölskyldunni minni en hérna svo er ég í þessum glamúrheimi og glamúrfyrirsætustörfum og mikið í sjónvarpinu líka," segir Ásdís Rán Gunnarsdóttir fyrirsæta í sjónvarpsþættinum Ísland í dag í gærkvöldi. Á meðfylgjandi link má sjá viðtalið. 17.11.2009 09:00 Höfundur Ávaxtakörfunnar vill stöðva Símaauglýsingu „Þetta kemur okkur verulega á óvart. Við teljum að í þessu felist ekki brot á höfundarrétti, hvað þá að birtingin hafi í för með sér fjárhagslegan skaða fyrir nokkurn mann,“ segir Margrét Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans. 17.11.2009 07:00 Jónsi gerir poppaða sólóplötu „Maður er bara að taka smá Phil Collins á þetta,“ segir Jón Þór Birgisson, Jónsi Í Sigur Rós, sem nú stendur í ströngu við að hljóðblanda fyrstu sólóplötuna sína úti í London. Hann mun helga sig verkefninu næsta ár og meðal annars leggjast í tónleikaferðalög um allan heim til að kynna plötuna. „Þetta er svaka popp,“ segir Jónsi aðspurður um nýja efnið. Hann segir að stefnan sé sett á að drífa plötuna bara út sem fyrst á nýja árinu, í febrúar eða mars. 17.11.2009 06:30 Heldur tónleika fyrir Ellu Dís „Ég var í ræktinni þegar ég sá viðtal við móður Ellu Dísar. Það snerti mig og mér fannst ég verða að gera eitthvað,“ segir Alan Jones sem skipuleggur styrktartónleika á Spot í Kópavogi á fimmtudaginn 19. nóvember. Allur ágóðinn mun renna til Ellu Dísar, en hún hefur glímt við stigvaxandi lömun frá því að hún fæddist alheilbrigð árið 2006. Eftir fjölda rannsókna er enn óljóst hvað hrjáir Ellu Dís en móðir hennar, Ragna Erlendsdóttir, hefur nú fundið læknismeðferð í Ísrael sem gefur góða von um lækningu og mun ágóðinn nýtast til að fjármagna hana. 17.11.2009 06:00 Vælið haldið með prompi og prakt í Háskólabíói Vælið, söngkeppni Verzlunarskóla Íslands var haldið með pompi og prakt föstudaginn 13. nóvember. Miðasala hófst strax á mánudeginum og seldist upp á miðvikudeginum. Færri komust því að en vildu og heppnaðist þetta kvöld frábærlega hjá skemmtinefnd nemendafélagsins sem stendur að atburðinum. 16.11.2009 00:16 Ásdís Rán í einkaviðtali við Ísland í dag í kvöld Ásdís Rán er í stuttri heimsókn hér á landi. Í Íslandi í dag er rætt við hana um fjölskylduna, spennandi feril hennar í fyrirsætustörfum og umtalið sem hún vekur bæði hér heima og erlendis. Þá hittum við starfsmenn eina fyrirtækisins sem er flutt inn í turninn við Höfðatorg í Reykjavík, kynnum okkur athafnateygjuna og sitthvað fleira hér í Íslandi í dag strax á eftir kvöldfréttum Stöðvar 2. 16.11.2009 16:41 Jón Gnarr stofnar stjórnmálaflokk Jón Gnarr hefur stofnað stjórnmálaflokk. Hann heitir Besti flokkurinn og Jóni er full alvara. „Mig hefur lengi langað til að hafa völd og góð laun. Góð leið til þess er að verða lýðræðislega kosinn,“ segir Jón, fullur einlægni. „Mig langar líka að komast í þá stöðu að ég geti hjálpað vinum mínum. Það eru endalaust margar leiðir til þess. Það má úthluta alls konar styrkjum og búa til hinar ýmsu nefndir. Fólk þarf svo ekkert endilega að mæta á fundi, en fær bara borgað.“ 16.11.2009 06:30 Íslenskt listaverk í St. Giles dómkirkjunni í Edinborg Glerlistaverk eftir listamanninn Leif Breiðfjörð mun prýða forstofu innan við aðalinngang St. Giles dómkirkjunnar í Edinborg. 16.11.2009 06:00 Fékk handavinnuna í arf Sunna Dögg Ásgeirsdóttir hannar skemmtilegar barnaflíkur undir nafninu Sunbird. Sunna Dögg útskrifaðist sem vöruhönnuður frá Listaháskóla Íslands og starfar nú sem fatahönnuður hjá Nikita. 16.11.2009 05:00 Ásdís Rán: Vill frekar framleiða klám heldur en að horfa á það Glysbomban Ásdís Rán Gunnarsdóttir er í viðtali á heimasíðu Playboy en sjálf lýsir hún því á eigin vefsvæði á Pressunni sem persónulegu viðtali. Og það má vissulega finna nærgöngular spurningar en meðal annars er Ásdís spurð hvort hún horfi á klám. 15.11.2009 10:47 Ungfrú Ísland fílar sig í tætlur - myndir „Ég er að fíla mig í botn," svarar Guðrún Dögg Rúnarsdóttir ungfrú Ísland, sem er stödd í Abú Dabí ásamt fjölda fegurðardrottninga eins og sjá má á meðfylgjandi myndum frá ferðalagi Guðrúnar. „Þetta er svo mikil upplifun og allt fólkið sem ég er buin að hitta er svo frábært og yndislegt," bætti hún við. Hvað hefur komið þér mest á óvart í ferðinni? „Hvað maturinn hérna er geðveikur," svarar Guðrún. „Hér eru 10 stjörnu hlaðborð tilbúin fyrir okkur á morgnana, í hádeginu og á kvöldin. Alltaf eftirréttir og gourme. Ég elska það," segir Guðrún. 14.11.2009 16:15 Íslenskt kvenfólk aðeins í þriðja sæti „Ég get vel skilið þetta,“ segir tískufrömuðurinn Karl Berndsen. Þrátt fyrir að íslenskt kvenfólk hafi hingað til verið talið það fegursta í heiminum er það aðeins í þriðja sæti ef marka má stefnumótasíðuna Beautifulpeople.com. 14.11.2009 08:00 Átta sýna í Havarí Átta myndlistarmenn eiga verk á nýrri myndlistarsýningu sem verður opnuð í Gallerí Havarí í Austurstræti í dag klukkan 15. Sýningin stendur yfir til 3. desember. „Þetta er önnur sýningin sem við höldum og þetta gallerí hefur komið mjög vel út,“ segir Svavar Pétur Eysteinsson í Havarí. 14.11.2009 08:00 Prestar aðstoða við Jesúleikrit „Þetta er hið horfna en nýfundna Jólaguðspjall Leikfélags Reykjavíkur sem kemur í leitirnar eftir öll þessi ár,“ segir Benedikt Erlingsson leikstjóri, um verkið Jesús litla sem verður frumsýnt 21. nóvember. Æfingar eru í fullum gangi fyrir verkið, sem gæti vakið athygli fyrir hispurslaus efnistökin. 14.11.2009 07:00 Tökum á Heaven"s Taxi að ljúka í miðborg Berlínar Helgi Björnsson er þessa dagana staddur í Berlín þar sem tökur standa yfir á kvikmyndinni Heaven"s Taxi í leikstjórn Daryush Shokof frá Íran. „Þetta er allt skotið í miðborginni og við vorum í kringum Brandenborgarhliðið á miðvikudaginn. Það er dálítið lýjandi að vera í 14.11.2009 06:00 Dúndurflottar dömur á Nasa - myndir Eins og myndirnar sýna var gríðarlegt fjör á barþjónakeppninni sem ber yfirskriftina Finlandia Vodka Cup á skemmtistaðnum Nasa í gærkvöldi. Starfandi barþjónar fá aðeins að taka þátt í keppninni, sem er samstarfsverkefni Finlandia og Barþjónaklúbbs Íslands. 13.11.2009 11:30 Andrea Gylfa og Eddi Lár stilla saman strengi á ný Söngkonan Andrea Gylfadóttir og gítarleikarinn Eddi Lár stilla saman strengi sína á ný í kvöld á Bar 46 við Hverfisgötu (áður Sportbarinn). 12.11.2009 17:30 Fíkniefnahundar í Íslandi í dag Fíkniefnahundar hafa fundið hundruð kílóa fíkniefna á Íslandi á síðustu árum, og eru mikilvægur þáttur í baráttunni gegn fíkniefnasmygli. Í Íslandi í dag í kvöld verður kíkt á æfingu löggæslumanna og leitarhunda á Snæfellsnesi. Þá verður fylgst með því þegar hundarnir leita uppi glæpamann, sem í kjölfarið er handtekinn fyrir vörslu á fíkniefnum. Ísland í dag er á dagskrá beint á eftir fréttum Stöðvar 2. 12.11.2009 12:47 Ljósmyndari stoppar í matargöt þjóðarinnar Ljósmyndarinn Haraldur Jónasson, Hari, hefur gefið út tímaritið Stoppað í matargatið. Fyrsta tölublaðið leit dagsins ljós í gær. 12.11.2009 08:00 Sýnd í fimm borgum og heimsálfum Kvikmynd Einars Þórs Gunnlaugssonar, Heiðin, verður sýnd í fimm borgum í þremur heimsálfum í nóvember og desember. Myndin ferðast til Indlands þar sem hún tekur þátt í Indian International Film Festival í flokknum Male Voice. 12.11.2009 06:00 Pínulítið skrítið popp „Þetta er poppað „Skærbjart draumapopp“ sagði einhver. Músíkin er búin að léttast mjög mikið frá síðustu plötu,“ segir Elíza Newman – Elíza úr Kolrössu krókríðandi – um lögin á nýju plötunni sinni, Pie in the sky, sem Smekkleysa hefur gefið út. „Þetta er önnur sólóplatan mín, en sjöunda stóra platan í allt. Uss, helvíti er maður orðinn gamall!“ segir Elíza og hlær. 12.11.2009 06:00 Annir í Hvanndal Hljómsveitin Hvanndalsbræður tekur nú starf sitt með miklum alvörubrag ólíkt því sem áður tíðkaðist. Hljómsveitin hefur líka aldrei verið jafn vinsæl. 12.11.2009 06:00 Fatahönnuðir bjóða í heimsókn „Þetta er „súpudagur“ fatahönnuða, með þessu framtaki viljum við þakka fólki góðar móttökur og bjóða fólki í heimsókn og upplifa skemmtilega jólastemningu í leiðinni,“ segir Gunnar Hilmarsson, formaður Fatahönnunarfélags Íslands. 12.11.2009 03:00 Fræga fólkið hittist í hádeginu - myndir Á meðfylgjandi myndum má sjá þekkt andlit snæða hádegisverð á Hilton Reykjavík Nordica í boði útgáfunnar Senu. Jón Ólafsson tónlistarmaður las upp úr bókinni Söknuður - ævisaga Vilhjálms Vilhjálmssonar og Sólmundur Hólm las kafla úr bókinni Sjúddírari rei -endurminningar Gylfa Ægissonar. Sjá meira á meðfylgjandi myndum. 11.11.2009 14:00 Sætar í Sjallanum - myndir Stærsti jólaviðburður norðan heiða fór fram í Sjallanum á Akureyri síðustu helgi. Plötusnúðar sem kalla sig „N3" spiluðu fyrir troðfullu húsi, tískusýning frá helstu tískuvöruverslunum bæjarins var sýnd við mikinn fögnuð viðstaddra og hljómsveitin „Fasion sense" tók nokkur lög. Gestir skemmtu sér konunglega eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. 11.11.2009 12:00 Ourlives heldur útgáfutónleika Hljómsveitin Ourlives hefur nú sent frá sér sína fyrstu plötu, We Lost the Race. Með þessari heilsteyptu og metnaðarfullu plötu skjóta Ourlives sér beint í framlínu íslenskra tónlistarmanna. Platan hefur að geyma frábærar lagasmíðar og metnaðarfullar útsetningar sem hafa heillað hlustendur að undanförnu. 10.11.2009 16:46 Bætir kynlífið - myndir Vísir hafði samband við Lönu Vogestad, hot jóga kennara í World Class, til að forvitnast um sportið en æfingarnar fara fram í upphituðum sölum. Fyrir hverja er hot jóga? „Hot jóga er fyrir alla, sama í hvaða líkamsástandi fólk er eða á hvaða aldri," svarar Lana sem er með réttindi til að kenna ákveðna útfærslu á hot jóga (the Barkan Method Hot Yoga), sem er nefnd eftir Jimmy Barkan. Þar er lögð áhersla á að vera með mismunandi erfiðleikastig svo æfingarnar henti byrjendum og lengra komnum. „Æfingarnar eru mjög krefjandi, sama á hvað stigi iðkendur eru og jafnvel þó fólk hafi stundað hot jóga í yfir áratug eins og ég, þá er þetta ennþá krefjandi og alltaf hægt að bæta sig," segir Lana. Hefur iðkun á hot jóga áhrif á kynlífið? „Bætt heilsa hefur margs konar bætandi áhrif á athafnir daglegs lífs og þar með talið á kynlíf. Fólk sem stundar hot jóga er í betri tengslum við sjálft sig og í betra jafnvægi. Það hefur meiri liðleika og öndunin er betri. Mestu máli skiptir þó að sjálfsvirðingin og sjálfsvæntumþykjan er meiri og þar af leiðandi hefur fólk meira að gefa af sér, þar með talið í kynlífi. Á meðfylgjandi myndum má sjá Lönu í ýmsum hot jóga stellingum. 10.11.2009 11:30 Fullt af fólki sem á ekki fyrir mat „Við fjölskyldan erum að standa í þessu saman. Ég, mamma, pabbi og bróðir minn," segir Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm sem heldur styrktartónleika 22. nóvember næstkomandi þar sem hún sjálf ásamt fjölda listamanna koma fram. „Við fjölskyldan fengum bara þessa hugmynd þar sem það er fullt af fólki sem á ekki fyrir mat um jólin en við höfum það gott og langar að láta gott af okkur leiða," segir hún. „Undirbúningur gengur mjög vel. Við dundum við hann heima á kvöldin eftir að við ljúkum okkar vinnu og skóla. Þetta er heilmikil vinna en þrælskemmtilegt. Við hlökkum bara til tónleikanna 22. nóvember og vonumst til að sjá sem flesta," segir hún. Sjá nánar um tónleikana hér. 10.11.2009 09:06 Poppað í Garðabæ Skólahljómsveit Kópavogs heldur sína árlegu hausttónleika á morgun kl. 20 í sal Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Fram koma um 130 ungir hljóðfæraleikarar sem skipt er í þrjár hljómsveitir eftir aldri og getu, enda er Skólahljómsveit Kópavogs ein fjölmennasta ungmennahljómsveit landsins. 10.11.2009 08:00 Scrooge á toppinn Ný teiknimynd byggð á ævintýri Charles Dickens, A Christmas Carol, fór beint í efsta sæti aðsóknarlistans vestanhafs eftir frumsýningarhelgi sína. 10.11.2009 07:00 Tónlist Barða í stórmyndum „Þetta er nú bara hlutur sem gerist án þess að ég sé eitthvað með puttana í því,“ segir Barði Jóhannsson, kenndur við Bang Gang, en lög eftir hann hafa verið að heyrast í alþjóðlegum stórmyndum eða í kynningum á þeim. 10.11.2009 07:00 Good Heart seld til 22 landa „Þetta er viðurkenning um að myndin sé góð,“ segir Skúli Malmqvist hjá framleiðslufyrirtækinu Zik Zak. Dreifingarrétturinn á nýjustu kvikmynd Dags Kára Péturssonar, The Good Heart, hefur verið seldur til 22 landa. Á meðal þeirra eru Bandaríkin, Frakkland, Þýskaland, Japan, Kanada, Argentína og öll Norðurlöndin. 10.11.2009 06:00 Grínhátíð frestað vegna dræmrar miðasölu „Jú, þetta eru viss vonbrigði en það þýðir ekkert að gefast upp,“ segir Bjarni Haukur Þórsson. Grínhátíðinni Reykjavik Comedy Festival, sem átti að hefjast í Loftkastalanum á morgun, hefur verið frestað fram á næsta vor. 10.11.2009 06:00 Með einkabryggju í Stafangri Rokkarinn Bjarni úr Mínus og Hrefna Björk, útgáfustjóri Mónitors, eru meðal þeirra Íslendinga sem ákváðu að freista gæfunnar í Noregi í kjölfar efnahagshrunsins. Þau kunna vel við sig á nýjum stað. 10.11.2009 06:00 Selur höfundarréttinn að lögum sínum fyrir milljónir „Við urðum af nokkrum milljónum, það er ekkert flóknara en það,“ segir Kári Sturluson, umboðsmaður tónlistarkonunnar Lay Low. Hún hefur rift útgáfusamningi sínum við eitt stærsta umboðs- og útgáfufyrirtæki heims, Nettwerk. 10.11.2009 06:00 Sjá næstu 50 fréttir
Gleymdi sér í tökunum Thandie Newton segist hafa gleymt sér á tökustað, þegar hún átti að vera að leika í senu fyrir kvikmyndina 2012. Newton, sem er 37 ára, leikur dóttur Bandaríkjaforseta í myndinni og hún segir í viðtali við breska dagblaðið Daily Mirror að hasarsenur í myndinni hafi verið svo yfirþyrmandi að hún hafi gleymt sér. 19.11.2009 03:30
Kántrískotin popptónlist Tónlistarmaðurinn Koi heldur útgáfutónleika í Bæjarbíói í Hafnarfirði á föstudag til að kynna plötu sína Sum of All Things sem kom út í september 19.11.2009 03:30
Stelpukvöld NFS: Söfnuðu 60 þúsund krónum Það var fjölmenni á Stelpukvöldi NFS síðastliðinn þriðjudag en hátt í 120 stelpur í nemendafélaginu létu sjá sig. Kvöldið var til styrktar ungum dreng, Sigfinni Pálssyni, sem greindist með krabbamein árið 2007. 18.11.2009 23:28
Afmælistónleikar Lögreglukórsins Lögreglukór Reykjavíkur heldur afmælistónleika í Laugarneskirkju í Reykjavík næstkomandi laugardag. Á efnisskránni verður mikið af léttri tónlist í bland við hefðbundin karlakóralög. Lögreglukórinn var stofnaður 1934 og fagnar því 75 ára afmæli um þessar mundir. 18.11.2009 21:15
Hundrað Íslendingar unnu ókeypis ferð til Kanaríeyja Hundrað Íslendingar er á leið í ókeypis ferð til Kanaríeyja dagana 25. nóvember til 2. desember. Ferðin er fyrsti hluti umfangsmikillar Evrópuherferðar ferðamálayfirvalda á Kanaríeyjum. 18.11.2009 17:53
Gerði ekkert annað en grúska og pæla Jónatan Garðarsson og Arnar Eggert Thoroddsen rifja upp atvik, skyggnast á bak við tjöldin og opinbera hluti sem hafa ekki verið á margra vitorði hingað til í bókinni 100 bestu plötur Íslandssögunnar. Tók ekki langan tíma að skrifa þessa bók? „Skriftirnar sjálfar tóku rúmlega þrjá mánuði og gerði ég ekkert annað þann tíma en skrifa, grúska og pæla í gengum öll þau gögn sem ég hef viðað að mér í gegnum tíðina um íslenska tónlist," svarar Jónatan. „Ég las allt sem ég fann í úrklippu safni mínu um plöturnar og listafólkið, ræddi við fjölda tónlistarmanna og leitaði víðar fanga til að viða að mér eins miklu efni og kostur var. Svo fór mestur tíminn í að rita um plöturnar og samræma hvernig tekið var á efninu. Þetta var mikil vinna og ótrúlega skemmtilegt verkefni." Hvernig gekk samstafið með Arnari? „Samstarf okkar Arnars gekk eins og í sögu. Við þekkjumst ágætlega því hann var í starfsþjálfun hjá mér þegar hann var rétt rúmlega fermdur og leiðir okkar hafa legið saman öðru hvoru eftir það. Skiptingin á því hvor skrifaði hvað var mjög einföld og við höfum í alla staði átt hið ánægjulegasta samstarf og hvergi borið skugga á, enda báðir rólyndismenn og höfum brennandi áhuga á viðfangsefninu og erum sannir aðdáendur íslenskrar tónlistar. Þetta er í senn uppflettibók og skemmtirit þar sem við söfnuðuðm saman miklum fjölda af áhugaverðum fróðleiksmolum sem eru birtir í sérstökum dálkum sem hægt er að glugga í. Það er auðvelt að grípa niður í bókina nánast hvar sem er og lesa stutta eða langa kafla og leggja hana síðan frá sér, eða lesa hana frá bls 1 og áfram, allt eftir áhugasviði hvers og eins. Reynsla mín af sambærilegum erlendum bókum er sú að þær endast manni lengi og eiga því langa lífdaga. Bókin er mjög litrík því myndir eru birtar af öllum plötu umslögum og listafólkinu frá þeim tíma er plöturnar voru í vinnslu. 18.11.2009 14:30
Rússarnir vilja meira samstarf „Þeir voru rosalega hrifnir. Við höfum verið samræðum við framleiðendurna og þeir hafa mikinn áhuga á áframhaldandi samstarfi,“ segir Kristinn Þórðarson, framleiðandi hjá Saga Film. Tökum á rússnesku stórmyndinni Faust lauk hér á landi á dögunum, eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu. Íslensk náttúra var notuð í síðustu fimmtán mínútum myndarinnar og fóru tökur fram í hrauni skammt frá Bláa lóninu, á Þingvöllum og víðar. 18.11.2009 06:30
Söng bakraddir hjá Anitu Briem á góðgerðaplötu „Við hlökkum mikið til að heyra þetta," segir söngkonan Erna Þórarinsdóttir. Dóttir hennar, leikkonan Anita Briem, syngur lagið C"est si bon á væntanlegri safnplötu sem verður gefin út til styrktar Preservation Hall-byggingunni í New Orleans. Forsvarsmenn byggingarinnar hafa djasstónlist frá New Orleans í hávegum og er starfsemin vel þekkt í bandarískum tónlistarheimi. 18.11.2009 06:00
Semur fyrir Múmínálfa Björk Guðmundsdóttir hefur samið lagið The Comet Song fyrir teiknimyndina Moomins and the Comet Chase, sem fjallar um hina einu sönnu Múmínálfa. Sjón semur textann við lagið en hann hefur áður starfað með Björk við lög á borð við Bachelorette og Wanderlust 18.11.2009 04:15
Opinskátt viðtal við Siggu Beinteins - myndband Sigríði Beinteinsdóttur er í opinskáu viðtali í Íslandi í dag í kvöld þar sem hún ræðir um nýútkominn jóladisk, jólatónleika sem framundan eru, Eurovision og einkalífið. Þá sýnir hún okkur gömlu Eurovision-gallana sem hún hefur alltaf geymt. Þá kynnum við okkur átak Heimilis og skóla gegn einelti en samtökin hafa fengið m.a. Sveppa, Unni Birnu og Ingó veðurguð til að berjast með sér og fylgjumst með sölu á kvenorku svo ekki missa af Íslandi í dag klukkan 18:55 í kvöld. 17.11.2009 15:38
Að sitja fyrir í Playboy er svo venjulegt - myndband „Úti þá er ég í myndatökum oft í viku. Það mesta sem ég geri er að vera mamma með börnunum mínum og fjölskyldunni minni en hérna svo er ég í þessum glamúrheimi og glamúrfyrirsætustörfum og mikið í sjónvarpinu líka," segir Ásdís Rán Gunnarsdóttir fyrirsæta í sjónvarpsþættinum Ísland í dag í gærkvöldi. Á meðfylgjandi link má sjá viðtalið. 17.11.2009 09:00
Höfundur Ávaxtakörfunnar vill stöðva Símaauglýsingu „Þetta kemur okkur verulega á óvart. Við teljum að í þessu felist ekki brot á höfundarrétti, hvað þá að birtingin hafi í för með sér fjárhagslegan skaða fyrir nokkurn mann,“ segir Margrét Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans. 17.11.2009 07:00
Jónsi gerir poppaða sólóplötu „Maður er bara að taka smá Phil Collins á þetta,“ segir Jón Þór Birgisson, Jónsi Í Sigur Rós, sem nú stendur í ströngu við að hljóðblanda fyrstu sólóplötuna sína úti í London. Hann mun helga sig verkefninu næsta ár og meðal annars leggjast í tónleikaferðalög um allan heim til að kynna plötuna. „Þetta er svaka popp,“ segir Jónsi aðspurður um nýja efnið. Hann segir að stefnan sé sett á að drífa plötuna bara út sem fyrst á nýja árinu, í febrúar eða mars. 17.11.2009 06:30
Heldur tónleika fyrir Ellu Dís „Ég var í ræktinni þegar ég sá viðtal við móður Ellu Dísar. Það snerti mig og mér fannst ég verða að gera eitthvað,“ segir Alan Jones sem skipuleggur styrktartónleika á Spot í Kópavogi á fimmtudaginn 19. nóvember. Allur ágóðinn mun renna til Ellu Dísar, en hún hefur glímt við stigvaxandi lömun frá því að hún fæddist alheilbrigð árið 2006. Eftir fjölda rannsókna er enn óljóst hvað hrjáir Ellu Dís en móðir hennar, Ragna Erlendsdóttir, hefur nú fundið læknismeðferð í Ísrael sem gefur góða von um lækningu og mun ágóðinn nýtast til að fjármagna hana. 17.11.2009 06:00
Vælið haldið með prompi og prakt í Háskólabíói Vælið, söngkeppni Verzlunarskóla Íslands var haldið með pompi og prakt föstudaginn 13. nóvember. Miðasala hófst strax á mánudeginum og seldist upp á miðvikudeginum. Færri komust því að en vildu og heppnaðist þetta kvöld frábærlega hjá skemmtinefnd nemendafélagsins sem stendur að atburðinum. 16.11.2009 00:16
Ásdís Rán í einkaviðtali við Ísland í dag í kvöld Ásdís Rán er í stuttri heimsókn hér á landi. Í Íslandi í dag er rætt við hana um fjölskylduna, spennandi feril hennar í fyrirsætustörfum og umtalið sem hún vekur bæði hér heima og erlendis. Þá hittum við starfsmenn eina fyrirtækisins sem er flutt inn í turninn við Höfðatorg í Reykjavík, kynnum okkur athafnateygjuna og sitthvað fleira hér í Íslandi í dag strax á eftir kvöldfréttum Stöðvar 2. 16.11.2009 16:41
Jón Gnarr stofnar stjórnmálaflokk Jón Gnarr hefur stofnað stjórnmálaflokk. Hann heitir Besti flokkurinn og Jóni er full alvara. „Mig hefur lengi langað til að hafa völd og góð laun. Góð leið til þess er að verða lýðræðislega kosinn,“ segir Jón, fullur einlægni. „Mig langar líka að komast í þá stöðu að ég geti hjálpað vinum mínum. Það eru endalaust margar leiðir til þess. Það má úthluta alls konar styrkjum og búa til hinar ýmsu nefndir. Fólk þarf svo ekkert endilega að mæta á fundi, en fær bara borgað.“ 16.11.2009 06:30
Íslenskt listaverk í St. Giles dómkirkjunni í Edinborg Glerlistaverk eftir listamanninn Leif Breiðfjörð mun prýða forstofu innan við aðalinngang St. Giles dómkirkjunnar í Edinborg. 16.11.2009 06:00
Fékk handavinnuna í arf Sunna Dögg Ásgeirsdóttir hannar skemmtilegar barnaflíkur undir nafninu Sunbird. Sunna Dögg útskrifaðist sem vöruhönnuður frá Listaháskóla Íslands og starfar nú sem fatahönnuður hjá Nikita. 16.11.2009 05:00
Ásdís Rán: Vill frekar framleiða klám heldur en að horfa á það Glysbomban Ásdís Rán Gunnarsdóttir er í viðtali á heimasíðu Playboy en sjálf lýsir hún því á eigin vefsvæði á Pressunni sem persónulegu viðtali. Og það má vissulega finna nærgöngular spurningar en meðal annars er Ásdís spurð hvort hún horfi á klám. 15.11.2009 10:47
Ungfrú Ísland fílar sig í tætlur - myndir „Ég er að fíla mig í botn," svarar Guðrún Dögg Rúnarsdóttir ungfrú Ísland, sem er stödd í Abú Dabí ásamt fjölda fegurðardrottninga eins og sjá má á meðfylgjandi myndum frá ferðalagi Guðrúnar. „Þetta er svo mikil upplifun og allt fólkið sem ég er buin að hitta er svo frábært og yndislegt," bætti hún við. Hvað hefur komið þér mest á óvart í ferðinni? „Hvað maturinn hérna er geðveikur," svarar Guðrún. „Hér eru 10 stjörnu hlaðborð tilbúin fyrir okkur á morgnana, í hádeginu og á kvöldin. Alltaf eftirréttir og gourme. Ég elska það," segir Guðrún. 14.11.2009 16:15
Íslenskt kvenfólk aðeins í þriðja sæti „Ég get vel skilið þetta,“ segir tískufrömuðurinn Karl Berndsen. Þrátt fyrir að íslenskt kvenfólk hafi hingað til verið talið það fegursta í heiminum er það aðeins í þriðja sæti ef marka má stefnumótasíðuna Beautifulpeople.com. 14.11.2009 08:00
Átta sýna í Havarí Átta myndlistarmenn eiga verk á nýrri myndlistarsýningu sem verður opnuð í Gallerí Havarí í Austurstræti í dag klukkan 15. Sýningin stendur yfir til 3. desember. „Þetta er önnur sýningin sem við höldum og þetta gallerí hefur komið mjög vel út,“ segir Svavar Pétur Eysteinsson í Havarí. 14.11.2009 08:00
Prestar aðstoða við Jesúleikrit „Þetta er hið horfna en nýfundna Jólaguðspjall Leikfélags Reykjavíkur sem kemur í leitirnar eftir öll þessi ár,“ segir Benedikt Erlingsson leikstjóri, um verkið Jesús litla sem verður frumsýnt 21. nóvember. Æfingar eru í fullum gangi fyrir verkið, sem gæti vakið athygli fyrir hispurslaus efnistökin. 14.11.2009 07:00
Tökum á Heaven"s Taxi að ljúka í miðborg Berlínar Helgi Björnsson er þessa dagana staddur í Berlín þar sem tökur standa yfir á kvikmyndinni Heaven"s Taxi í leikstjórn Daryush Shokof frá Íran. „Þetta er allt skotið í miðborginni og við vorum í kringum Brandenborgarhliðið á miðvikudaginn. Það er dálítið lýjandi að vera í 14.11.2009 06:00
Dúndurflottar dömur á Nasa - myndir Eins og myndirnar sýna var gríðarlegt fjör á barþjónakeppninni sem ber yfirskriftina Finlandia Vodka Cup á skemmtistaðnum Nasa í gærkvöldi. Starfandi barþjónar fá aðeins að taka þátt í keppninni, sem er samstarfsverkefni Finlandia og Barþjónaklúbbs Íslands. 13.11.2009 11:30
Andrea Gylfa og Eddi Lár stilla saman strengi á ný Söngkonan Andrea Gylfadóttir og gítarleikarinn Eddi Lár stilla saman strengi sína á ný í kvöld á Bar 46 við Hverfisgötu (áður Sportbarinn). 12.11.2009 17:30
Fíkniefnahundar í Íslandi í dag Fíkniefnahundar hafa fundið hundruð kílóa fíkniefna á Íslandi á síðustu árum, og eru mikilvægur þáttur í baráttunni gegn fíkniefnasmygli. Í Íslandi í dag í kvöld verður kíkt á æfingu löggæslumanna og leitarhunda á Snæfellsnesi. Þá verður fylgst með því þegar hundarnir leita uppi glæpamann, sem í kjölfarið er handtekinn fyrir vörslu á fíkniefnum. Ísland í dag er á dagskrá beint á eftir fréttum Stöðvar 2. 12.11.2009 12:47
Ljósmyndari stoppar í matargöt þjóðarinnar Ljósmyndarinn Haraldur Jónasson, Hari, hefur gefið út tímaritið Stoppað í matargatið. Fyrsta tölublaðið leit dagsins ljós í gær. 12.11.2009 08:00
Sýnd í fimm borgum og heimsálfum Kvikmynd Einars Þórs Gunnlaugssonar, Heiðin, verður sýnd í fimm borgum í þremur heimsálfum í nóvember og desember. Myndin ferðast til Indlands þar sem hún tekur þátt í Indian International Film Festival í flokknum Male Voice. 12.11.2009 06:00
Pínulítið skrítið popp „Þetta er poppað „Skærbjart draumapopp“ sagði einhver. Músíkin er búin að léttast mjög mikið frá síðustu plötu,“ segir Elíza Newman – Elíza úr Kolrössu krókríðandi – um lögin á nýju plötunni sinni, Pie in the sky, sem Smekkleysa hefur gefið út. „Þetta er önnur sólóplatan mín, en sjöunda stóra platan í allt. Uss, helvíti er maður orðinn gamall!“ segir Elíza og hlær. 12.11.2009 06:00
Annir í Hvanndal Hljómsveitin Hvanndalsbræður tekur nú starf sitt með miklum alvörubrag ólíkt því sem áður tíðkaðist. Hljómsveitin hefur líka aldrei verið jafn vinsæl. 12.11.2009 06:00
Fatahönnuðir bjóða í heimsókn „Þetta er „súpudagur“ fatahönnuða, með þessu framtaki viljum við þakka fólki góðar móttökur og bjóða fólki í heimsókn og upplifa skemmtilega jólastemningu í leiðinni,“ segir Gunnar Hilmarsson, formaður Fatahönnunarfélags Íslands. 12.11.2009 03:00
Fræga fólkið hittist í hádeginu - myndir Á meðfylgjandi myndum má sjá þekkt andlit snæða hádegisverð á Hilton Reykjavík Nordica í boði útgáfunnar Senu. Jón Ólafsson tónlistarmaður las upp úr bókinni Söknuður - ævisaga Vilhjálms Vilhjálmssonar og Sólmundur Hólm las kafla úr bókinni Sjúddírari rei -endurminningar Gylfa Ægissonar. Sjá meira á meðfylgjandi myndum. 11.11.2009 14:00
Sætar í Sjallanum - myndir Stærsti jólaviðburður norðan heiða fór fram í Sjallanum á Akureyri síðustu helgi. Plötusnúðar sem kalla sig „N3" spiluðu fyrir troðfullu húsi, tískusýning frá helstu tískuvöruverslunum bæjarins var sýnd við mikinn fögnuð viðstaddra og hljómsveitin „Fasion sense" tók nokkur lög. Gestir skemmtu sér konunglega eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. 11.11.2009 12:00
Ourlives heldur útgáfutónleika Hljómsveitin Ourlives hefur nú sent frá sér sína fyrstu plötu, We Lost the Race. Með þessari heilsteyptu og metnaðarfullu plötu skjóta Ourlives sér beint í framlínu íslenskra tónlistarmanna. Platan hefur að geyma frábærar lagasmíðar og metnaðarfullar útsetningar sem hafa heillað hlustendur að undanförnu. 10.11.2009 16:46
Bætir kynlífið - myndir Vísir hafði samband við Lönu Vogestad, hot jóga kennara í World Class, til að forvitnast um sportið en æfingarnar fara fram í upphituðum sölum. Fyrir hverja er hot jóga? „Hot jóga er fyrir alla, sama í hvaða líkamsástandi fólk er eða á hvaða aldri," svarar Lana sem er með réttindi til að kenna ákveðna útfærslu á hot jóga (the Barkan Method Hot Yoga), sem er nefnd eftir Jimmy Barkan. Þar er lögð áhersla á að vera með mismunandi erfiðleikastig svo æfingarnar henti byrjendum og lengra komnum. „Æfingarnar eru mjög krefjandi, sama á hvað stigi iðkendur eru og jafnvel þó fólk hafi stundað hot jóga í yfir áratug eins og ég, þá er þetta ennþá krefjandi og alltaf hægt að bæta sig," segir Lana. Hefur iðkun á hot jóga áhrif á kynlífið? „Bætt heilsa hefur margs konar bætandi áhrif á athafnir daglegs lífs og þar með talið á kynlíf. Fólk sem stundar hot jóga er í betri tengslum við sjálft sig og í betra jafnvægi. Það hefur meiri liðleika og öndunin er betri. Mestu máli skiptir þó að sjálfsvirðingin og sjálfsvæntumþykjan er meiri og þar af leiðandi hefur fólk meira að gefa af sér, þar með talið í kynlífi. Á meðfylgjandi myndum má sjá Lönu í ýmsum hot jóga stellingum. 10.11.2009 11:30
Fullt af fólki sem á ekki fyrir mat „Við fjölskyldan erum að standa í þessu saman. Ég, mamma, pabbi og bróðir minn," segir Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm sem heldur styrktartónleika 22. nóvember næstkomandi þar sem hún sjálf ásamt fjölda listamanna koma fram. „Við fjölskyldan fengum bara þessa hugmynd þar sem það er fullt af fólki sem á ekki fyrir mat um jólin en við höfum það gott og langar að láta gott af okkur leiða," segir hún. „Undirbúningur gengur mjög vel. Við dundum við hann heima á kvöldin eftir að við ljúkum okkar vinnu og skóla. Þetta er heilmikil vinna en þrælskemmtilegt. Við hlökkum bara til tónleikanna 22. nóvember og vonumst til að sjá sem flesta," segir hún. Sjá nánar um tónleikana hér. 10.11.2009 09:06
Poppað í Garðabæ Skólahljómsveit Kópavogs heldur sína árlegu hausttónleika á morgun kl. 20 í sal Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Fram koma um 130 ungir hljóðfæraleikarar sem skipt er í þrjár hljómsveitir eftir aldri og getu, enda er Skólahljómsveit Kópavogs ein fjölmennasta ungmennahljómsveit landsins. 10.11.2009 08:00
Scrooge á toppinn Ný teiknimynd byggð á ævintýri Charles Dickens, A Christmas Carol, fór beint í efsta sæti aðsóknarlistans vestanhafs eftir frumsýningarhelgi sína. 10.11.2009 07:00
Tónlist Barða í stórmyndum „Þetta er nú bara hlutur sem gerist án þess að ég sé eitthvað með puttana í því,“ segir Barði Jóhannsson, kenndur við Bang Gang, en lög eftir hann hafa verið að heyrast í alþjóðlegum stórmyndum eða í kynningum á þeim. 10.11.2009 07:00
Good Heart seld til 22 landa „Þetta er viðurkenning um að myndin sé góð,“ segir Skúli Malmqvist hjá framleiðslufyrirtækinu Zik Zak. Dreifingarrétturinn á nýjustu kvikmynd Dags Kára Péturssonar, The Good Heart, hefur verið seldur til 22 landa. Á meðal þeirra eru Bandaríkin, Frakkland, Þýskaland, Japan, Kanada, Argentína og öll Norðurlöndin. 10.11.2009 06:00
Grínhátíð frestað vegna dræmrar miðasölu „Jú, þetta eru viss vonbrigði en það þýðir ekkert að gefast upp,“ segir Bjarni Haukur Þórsson. Grínhátíðinni Reykjavik Comedy Festival, sem átti að hefjast í Loftkastalanum á morgun, hefur verið frestað fram á næsta vor. 10.11.2009 06:00
Með einkabryggju í Stafangri Rokkarinn Bjarni úr Mínus og Hrefna Björk, útgáfustjóri Mónitors, eru meðal þeirra Íslendinga sem ákváðu að freista gæfunnar í Noregi í kjölfar efnahagshrunsins. Þau kunna vel við sig á nýjum stað. 10.11.2009 06:00
Selur höfundarréttinn að lögum sínum fyrir milljónir „Við urðum af nokkrum milljónum, það er ekkert flóknara en það,“ segir Kári Sturluson, umboðsmaður tónlistarkonunnar Lay Low. Hún hefur rift útgáfusamningi sínum við eitt stærsta umboðs- og útgáfufyrirtæki heims, Nettwerk. 10.11.2009 06:00