Söng bakraddir hjá Anitu Briem á góðgerðaplötu 18. nóvember 2009 06:00 Anita syngur lagið C´est si bon á nýrri safnplötu sem er væntanleg á næsta ári. Tom Waits syngur einnig lag á plötunni. „Við hlökkum mikið til að heyra þetta," segir söngkonan Erna Þórarinsdóttir. Dóttir hennar, leikkonan Anita Briem, syngur lagið C"est si bon á væntanlegri safnplötu sem verður gefin út til styrktar Preservation Hall-byggingunni í New Orleans. Forsvarsmenn byggingarinnar hafa djasstónlist frá New Orleans í hávegum og er starfsemin vel þekkt í bandarískum tónlistarheimi. „Ég var hjá henni í vor þegar hún var að syngja þetta og þetta var alveg frábært," segir Erna, sem gerði sér lítið fyrir og söng bakraddir í laginu. „Þetta var tekið upp „live" í Preservation Hall með bandinu þar. Það var algjör snilld að vera þarna. Hljómsveitin er búin að spila þarna í fjörutíu ár. Þetta er pínulítill staður í New Orleans en ofboðslega frægur." Anita og Erna eru í sérlega góðum hópi á plötunni því á meðal þeirra sem eiga þar lög eru Tom Waits, Bobby McFerrin og Paolo Nutini. Platan er væntanleg 16. febrúar á næsta ári. Auglýsingar vegna hennar eru þegar farnar að birtast erlendis og var Anita sett í forgrunn í þeirri fyrstu. Ástæðan fyrir þátttöku Anitu á plötunni er sú að hún var stödd í New Orleans að leika í nýrri kvikmynd þegar hún hitti fólk frá Preservation Hall. „Þetta spannst út frá því. Þeir vissu af því að hún var líka að syngja," segir Erna. Anita á ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana því auk þess að vera dóttir söngkonunnar Ernu er faðir hennar trommuleikarinn snjalli, Gunnlaugur Briem, sem hefur gert garðinn frægan með Mezzoforte og fleiri hljómsveitum. Anita hefur því alla sína ævi haft tónlistina í blóðinu, enda lærði hún ung að aldri á flautu og söng einnig í Graduale-kór Langholtskirkju. Engu að síður kemur þátttaka hennar í gerð þessarar nýju safnplötu á óvart því hingað til hefur hún verið þekktari sem ung og upprennandi leikkona í Hollywood. Mikil starfsemi tengd djassi fer fram í Preservation Hall-byggingunni, þar sem ungir sem aldnir djassarar leiða saman hesta sína. Byggingin var reist um miðja átjándu öld en þar er hvorki rennandi vatn né loftræsting. Lítil aðstaða er þar sömuleiðis fyrir áhorfendabekki og því veitir forsvarsmönnum byggingarinnar ekki af auknu fjármagni til uppbyggingar. Það er því ljóst að ágóðinn af þessari nýju safnplötu á eftir að koma að sérlega góðum notum. freyr@frettabladid.is Mest lesið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Sjá meira
„Við hlökkum mikið til að heyra þetta," segir söngkonan Erna Þórarinsdóttir. Dóttir hennar, leikkonan Anita Briem, syngur lagið C"est si bon á væntanlegri safnplötu sem verður gefin út til styrktar Preservation Hall-byggingunni í New Orleans. Forsvarsmenn byggingarinnar hafa djasstónlist frá New Orleans í hávegum og er starfsemin vel þekkt í bandarískum tónlistarheimi. „Ég var hjá henni í vor þegar hún var að syngja þetta og þetta var alveg frábært," segir Erna, sem gerði sér lítið fyrir og söng bakraddir í laginu. „Þetta var tekið upp „live" í Preservation Hall með bandinu þar. Það var algjör snilld að vera þarna. Hljómsveitin er búin að spila þarna í fjörutíu ár. Þetta er pínulítill staður í New Orleans en ofboðslega frægur." Anita og Erna eru í sérlega góðum hópi á plötunni því á meðal þeirra sem eiga þar lög eru Tom Waits, Bobby McFerrin og Paolo Nutini. Platan er væntanleg 16. febrúar á næsta ári. Auglýsingar vegna hennar eru þegar farnar að birtast erlendis og var Anita sett í forgrunn í þeirri fyrstu. Ástæðan fyrir þátttöku Anitu á plötunni er sú að hún var stödd í New Orleans að leika í nýrri kvikmynd þegar hún hitti fólk frá Preservation Hall. „Þetta spannst út frá því. Þeir vissu af því að hún var líka að syngja," segir Erna. Anita á ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana því auk þess að vera dóttir söngkonunnar Ernu er faðir hennar trommuleikarinn snjalli, Gunnlaugur Briem, sem hefur gert garðinn frægan með Mezzoforte og fleiri hljómsveitum. Anita hefur því alla sína ævi haft tónlistina í blóðinu, enda lærði hún ung að aldri á flautu og söng einnig í Graduale-kór Langholtskirkju. Engu að síður kemur þátttaka hennar í gerð þessarar nýju safnplötu á óvart því hingað til hefur hún verið þekktari sem ung og upprennandi leikkona í Hollywood. Mikil starfsemi tengd djassi fer fram í Preservation Hall-byggingunni, þar sem ungir sem aldnir djassarar leiða saman hesta sína. Byggingin var reist um miðja átjándu öld en þar er hvorki rennandi vatn né loftræsting. Lítil aðstaða er þar sömuleiðis fyrir áhorfendabekki og því veitir forsvarsmönnum byggingarinnar ekki af auknu fjármagni til uppbyggingar. Það er því ljóst að ágóðinn af þessari nýju safnplötu á eftir að koma að sérlega góðum notum. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning