Söng bakraddir hjá Anitu Briem á góðgerðaplötu 18. nóvember 2009 06:00 Anita syngur lagið C´est si bon á nýrri safnplötu sem er væntanleg á næsta ári. Tom Waits syngur einnig lag á plötunni. „Við hlökkum mikið til að heyra þetta," segir söngkonan Erna Þórarinsdóttir. Dóttir hennar, leikkonan Anita Briem, syngur lagið C"est si bon á væntanlegri safnplötu sem verður gefin út til styrktar Preservation Hall-byggingunni í New Orleans. Forsvarsmenn byggingarinnar hafa djasstónlist frá New Orleans í hávegum og er starfsemin vel þekkt í bandarískum tónlistarheimi. „Ég var hjá henni í vor þegar hún var að syngja þetta og þetta var alveg frábært," segir Erna, sem gerði sér lítið fyrir og söng bakraddir í laginu. „Þetta var tekið upp „live" í Preservation Hall með bandinu þar. Það var algjör snilld að vera þarna. Hljómsveitin er búin að spila þarna í fjörutíu ár. Þetta er pínulítill staður í New Orleans en ofboðslega frægur." Anita og Erna eru í sérlega góðum hópi á plötunni því á meðal þeirra sem eiga þar lög eru Tom Waits, Bobby McFerrin og Paolo Nutini. Platan er væntanleg 16. febrúar á næsta ári. Auglýsingar vegna hennar eru þegar farnar að birtast erlendis og var Anita sett í forgrunn í þeirri fyrstu. Ástæðan fyrir þátttöku Anitu á plötunni er sú að hún var stödd í New Orleans að leika í nýrri kvikmynd þegar hún hitti fólk frá Preservation Hall. „Þetta spannst út frá því. Þeir vissu af því að hún var líka að syngja," segir Erna. Anita á ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana því auk þess að vera dóttir söngkonunnar Ernu er faðir hennar trommuleikarinn snjalli, Gunnlaugur Briem, sem hefur gert garðinn frægan með Mezzoforte og fleiri hljómsveitum. Anita hefur því alla sína ævi haft tónlistina í blóðinu, enda lærði hún ung að aldri á flautu og söng einnig í Graduale-kór Langholtskirkju. Engu að síður kemur þátttaka hennar í gerð þessarar nýju safnplötu á óvart því hingað til hefur hún verið þekktari sem ung og upprennandi leikkona í Hollywood. Mikil starfsemi tengd djassi fer fram í Preservation Hall-byggingunni, þar sem ungir sem aldnir djassarar leiða saman hesta sína. Byggingin var reist um miðja átjándu öld en þar er hvorki rennandi vatn né loftræsting. Lítil aðstaða er þar sömuleiðis fyrir áhorfendabekki og því veitir forsvarsmönnum byggingarinnar ekki af auknu fjármagni til uppbyggingar. Það er því ljóst að ágóðinn af þessari nýju safnplötu á eftir að koma að sérlega góðum notum. freyr@frettabladid.is Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
„Við hlökkum mikið til að heyra þetta," segir söngkonan Erna Þórarinsdóttir. Dóttir hennar, leikkonan Anita Briem, syngur lagið C"est si bon á væntanlegri safnplötu sem verður gefin út til styrktar Preservation Hall-byggingunni í New Orleans. Forsvarsmenn byggingarinnar hafa djasstónlist frá New Orleans í hávegum og er starfsemin vel þekkt í bandarískum tónlistarheimi. „Ég var hjá henni í vor þegar hún var að syngja þetta og þetta var alveg frábært," segir Erna, sem gerði sér lítið fyrir og söng bakraddir í laginu. „Þetta var tekið upp „live" í Preservation Hall með bandinu þar. Það var algjör snilld að vera þarna. Hljómsveitin er búin að spila þarna í fjörutíu ár. Þetta er pínulítill staður í New Orleans en ofboðslega frægur." Anita og Erna eru í sérlega góðum hópi á plötunni því á meðal þeirra sem eiga þar lög eru Tom Waits, Bobby McFerrin og Paolo Nutini. Platan er væntanleg 16. febrúar á næsta ári. Auglýsingar vegna hennar eru þegar farnar að birtast erlendis og var Anita sett í forgrunn í þeirri fyrstu. Ástæðan fyrir þátttöku Anitu á plötunni er sú að hún var stödd í New Orleans að leika í nýrri kvikmynd þegar hún hitti fólk frá Preservation Hall. „Þetta spannst út frá því. Þeir vissu af því að hún var líka að syngja," segir Erna. Anita á ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana því auk þess að vera dóttir söngkonunnar Ernu er faðir hennar trommuleikarinn snjalli, Gunnlaugur Briem, sem hefur gert garðinn frægan með Mezzoforte og fleiri hljómsveitum. Anita hefur því alla sína ævi haft tónlistina í blóðinu, enda lærði hún ung að aldri á flautu og söng einnig í Graduale-kór Langholtskirkju. Engu að síður kemur þátttaka hennar í gerð þessarar nýju safnplötu á óvart því hingað til hefur hún verið þekktari sem ung og upprennandi leikkona í Hollywood. Mikil starfsemi tengd djassi fer fram í Preservation Hall-byggingunni, þar sem ungir sem aldnir djassarar leiða saman hesta sína. Byggingin var reist um miðja átjándu öld en þar er hvorki rennandi vatn né loftræsting. Lítil aðstaða er þar sömuleiðis fyrir áhorfendabekki og því veitir forsvarsmönnum byggingarinnar ekki af auknu fjármagni til uppbyggingar. Það er því ljóst að ágóðinn af þessari nýju safnplötu á eftir að koma að sérlega góðum notum. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira