Lífið

Dúndurflottar dömur á Nasa - myndir

Finlandia Vodka Cup er stærsta barþjónakeppni ársins á Íslandi/Myndir: Þorgeir Ólafsson.
Finlandia Vodka Cup er stærsta barþjónakeppni ársins á Íslandi/Myndir: Þorgeir Ólafsson.

Eins og myndirnar sýna var gríðarlegt fjör á barþjónakeppninni sem ber yfirskriftina „Finlandia Vodka Cup" á skemmtistaðnum Nasa í gærkvöldi.

Starfandi barþjónar fá aðeins að taka þátt í keppninni, sem er samstarfsverkefni Finlandia og Barþjónaklúbbs Íslands.

Finlandiadömurnar vöktu gríðarlega lukku.

Erol Kopka, barþjónn á Radisson SAS, útfærði flottasta drykkinn og því fer hann fyrir Íslands hönd á barþjónakeppni í Lapplandi í Finnlandi.

Flottustu vinnubrögðin sýndi Tómas Kristjánsson frá veitingahúsinu Silfur og besta stuðningsliðið var starfsfólkið á VOX.

Finlandia-dömurnar, keppendur og hressa gesti má skoða á meðfylgjandi myndum sem Þorgeir Ólafsson tók.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.