Lífið

Evróputúr framundan hjá BMV

Svalur BMV.
Svalur BMV.

„Þetta myndband var tekið upp í einni töku," svarar Brynjar Már eða BMV aðspurður um gerð myndbandsins við nýja lagið hans Santeria.

 

„Það var aldrei klippt og er því svolítið sér á báti hvað varðar tónlistarmyndbönd. Atriðið var æft eins og í leikhúsi því það var ekkert sem hægt var að gera aftur. Engin klipping og aldrei hreyfður ramminn."

 

Hvað ertu að bralla? „Nú stendur yfir afmælishringferðin um landið sem hefur gengið umfram óskum með Zúúber grúbbunni og Zúúber á sviði. Næsti áfangastaður er Akureyri," svarar Brynjar Már og heldur áfram:   

 

„Síðan er Santeria að koma út á plötu sem heitir Sumarstjörnur á næstu dögum en það verða útgáfutónleikar fyrir utan N1 við Hringbraut í kjölfarið á útgáfu plötunnar. Síðan er ég að koma fram á Austurvelli á morgun fyrir Jafningjafræðsluna."

 

Sjá myndbandið hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.