Verðlaunahöfundi hótað á Facebook 10. júlí 2009 08:00 Vigdís Grímsdóttir er hætt í bili á Facebook eftir að henni tóku að berast hótanir í gegnum einkaskilaboð. Hún er annar notandinn á stuttum tíma sem verður fyrir óþægindum af hendi þessa vinasamfélags því nýverið var Ragnheiður Elín Clausen útilokuð frá Facebook, án nokkurra skýringa. „Ef það eru sautján þúsund gæsir þá eru alltaf tuttugu sem eru leiðinlegar. Sama á við um stigagang í blokk, það eru alltaf einhverjar nornir þar sem eru reiðubúnar að brýna klærnar. Facebook er engin undantekning frá þessum reglum," segir rithöfundurinn Vigdís Grímsdóttir. Hún, eins og sextíu þúsund aðrir Íslendingar, er skráð sem notandi á Facebook og hefur nýtt sér þennan samskiptavef til gagns og gaman. Nýverið tók gamanið hins vegar heldur að kárna þegar henni fóru að berast hótanir í gegnum einkaskilaboð sem hægt er að senda á Facebook. Og rithöfundurinn ákvað eftir nokkrar slíkar sendingar að taka sér gott frí frá þessu netsamfélagi. „Ég er ekkert hætt, ég ætla bara ekkert að vera við á næstunni en sný síðan aftur, galvösk, einhvern tímann eftir sumarið," segir Vigdís. Hún vildi ekki gefa upp um hvers konar hótanir væri að ræða. „Nei, ég vil ekki gera þessu fólki það til geðs að hafa eitthvað eftir því sem það skrifaði." Vigdís tilkynnti brotthvarf sitt af Facebook á miðvikudagskvöldið með þessum orðum: „Ég þakka öllum fésbókarvinum mínum fyrir samveruna! Hún hefur verið góð! En þrátt fyrir það get ég ekki liðið hótanir, hvorki í minn garð né vina minna. Guð gefi ykkur öllum góða nótt." Og fékk mikil viðbrögð sem voru öll á sömu lund; hvernig í ósköpunum fólki dytti í hug að senda svona í gegnum Facebook. Vigdís tekur þessum hótunum af mikilli yfirvegun, segir að hún hafi skemmt sér konunglega inni á Facebook en viðurkennir um leið að þetta hafi komið sér á óvart, að fólk skuli hreinlega hafa fyrir því að senda einhverjum hótanir á Facebook, í samfélagi sem sé fyrst og fremst hugsað til skemmtunar og fræðslu. „Ég bara átta mig ekki alveg á þessu eða hvað býr þarna að baki. Maður er svo blásaklaus og trúir alltaf því besta upp á fólk. Ég ætla ekkert að hætta þeirri iðju minni, ég var bara búin að fá nóg af þessum hótunum og segi því þetta bara gott í bili." Vigdís er ekki sú eina sem hefur orðið fyrir barðinu á netníðingum á Facebook. Því nýlega var greint frá því í fjölmiðlum að Ragnheiði Elínu Clausen, fyrrum sjónvarpsþulu, hefði verið hent út af Facebook vegna kvörtunar til yfirmanna Facebook. Henni var síðan hent út en fékk aldrei neinar skýringar á því. Þá höfðu yfir 450 manns skráð sig á stuðningsmannasíðu Ragnheiðar sem er mætt aftur til leiks á netinu undir réttu nafni; Ragnheiður Elín Hauksdóttir Clausen. Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Fleiri fréttir Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Sjá meira
„Ef það eru sautján þúsund gæsir þá eru alltaf tuttugu sem eru leiðinlegar. Sama á við um stigagang í blokk, það eru alltaf einhverjar nornir þar sem eru reiðubúnar að brýna klærnar. Facebook er engin undantekning frá þessum reglum," segir rithöfundurinn Vigdís Grímsdóttir. Hún, eins og sextíu þúsund aðrir Íslendingar, er skráð sem notandi á Facebook og hefur nýtt sér þennan samskiptavef til gagns og gaman. Nýverið tók gamanið hins vegar heldur að kárna þegar henni fóru að berast hótanir í gegnum einkaskilaboð sem hægt er að senda á Facebook. Og rithöfundurinn ákvað eftir nokkrar slíkar sendingar að taka sér gott frí frá þessu netsamfélagi. „Ég er ekkert hætt, ég ætla bara ekkert að vera við á næstunni en sný síðan aftur, galvösk, einhvern tímann eftir sumarið," segir Vigdís. Hún vildi ekki gefa upp um hvers konar hótanir væri að ræða. „Nei, ég vil ekki gera þessu fólki það til geðs að hafa eitthvað eftir því sem það skrifaði." Vigdís tilkynnti brotthvarf sitt af Facebook á miðvikudagskvöldið með þessum orðum: „Ég þakka öllum fésbókarvinum mínum fyrir samveruna! Hún hefur verið góð! En þrátt fyrir það get ég ekki liðið hótanir, hvorki í minn garð né vina minna. Guð gefi ykkur öllum góða nótt." Og fékk mikil viðbrögð sem voru öll á sömu lund; hvernig í ósköpunum fólki dytti í hug að senda svona í gegnum Facebook. Vigdís tekur þessum hótunum af mikilli yfirvegun, segir að hún hafi skemmt sér konunglega inni á Facebook en viðurkennir um leið að þetta hafi komið sér á óvart, að fólk skuli hreinlega hafa fyrir því að senda einhverjum hótanir á Facebook, í samfélagi sem sé fyrst og fremst hugsað til skemmtunar og fræðslu. „Ég bara átta mig ekki alveg á þessu eða hvað býr þarna að baki. Maður er svo blásaklaus og trúir alltaf því besta upp á fólk. Ég ætla ekkert að hætta þeirri iðju minni, ég var bara búin að fá nóg af þessum hótunum og segi því þetta bara gott í bili." Vigdís er ekki sú eina sem hefur orðið fyrir barðinu á netníðingum á Facebook. Því nýlega var greint frá því í fjölmiðlum að Ragnheiði Elínu Clausen, fyrrum sjónvarpsþulu, hefði verið hent út af Facebook vegna kvörtunar til yfirmanna Facebook. Henni var síðan hent út en fékk aldrei neinar skýringar á því. Þá höfðu yfir 450 manns skráð sig á stuðningsmannasíðu Ragnheiðar sem er mætt aftur til leiks á netinu undir réttu nafni; Ragnheiður Elín Hauksdóttir Clausen.
Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Fleiri fréttir Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Sjá meira