Lífið

Moore segir ástarsögu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Michael Moore hefur húmorinn á réttum stað.
Michael Moore hefur húmorinn á réttum stað.
Kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Moore hefur gefið væntanlegri kvikmynd sinni yfirskrift í samræmi við innihald hennar. Í myndinni fer Moore yfir fjármál fyrirtækja og efnahagsástandið í heiminum og fannst honum viðeigandi að kalla myndina Capitalism: A Love Story, sem gæti útlagst á íslensku sem Ástarsaga um markaðshyggju.

Moore gerði að gamni sínu þegar hann útskýrði hvers vegna ástarsöguhugtakið er notað í titlinum. Hann sagði að myndin gæti slegið í gegn því að í henni væri fjallað um losta, ástríðu, rómantík og 14 þúsund störf sem fara í vaskinn á hverjum einasta degi.

Gert er ráð fyrir að kvikmynd Moores verði frumsýnd í kvikmyndahúsum vestanhafs 2. október næstkomandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.