Lífið

Ólafur Ragnar færir FM-hnökkum kínverskan mat

ólafur ragnar papparassaður 
fréttablaðið/stefán
ólafur ragnar papparassaður fréttablaðið/stefán

Tökur kvikmyndarinnar Bjarnfreðarson standa nú yfir og í gær mátti sjá tökulið festa það á filmu þegar Ólafur Ragnar kemur færandi hendi - með kína-mat fyrir hetjurnar sínar FM-hnakkana.



Besti í sínum besta ham Kvikmyndatökumaðurinn Bergsteinn Björgólfsson – Besti – fyrir miðju í hópi kvikmyndatökuliðsins er einhver sá reyndasti í bransanum.
„Ég er að koma með mat handa strákunum á FM," segir Pétur Jóhann Sigfússon skemmtikraftur og leikari í hlutverki Ólafs Ragnars.

makindalegur leikstjóri Ragnar Bragason var makindalegur á tökustað og fékk sér smók enda þarf þetta að hafa sinn gang og þýðir lítt að vera með æsing.
Heljarinnar mikið tökulið var í gær mætt utan við húsakynni útvarpssviðs 365. Var verið að taka upp atriði fyrir kvikmyndina Bjarnfreðarson sem byggir á þeim persónum og söguheimi sem landsmenn þekkja frá sjónvarpsseríunum Nætur-, Dag- og Fangavakt

Ólafur Ragnar
Mikil leynd ríkir um efni myndarinnar og er leikstjórinn Ragnar Bragason alla jafna afar þögull ef hann er inntur eftir því hvað drífi á daga þeirra Ólafs Ragnars og Georgs Bjarnfreðar-sonar í kvikmyndinni. En í gær mátti sjá þegar tökuvélar festu það á filmu þegar Ólafur Ragnar kemur gangandi að útvarpsstöðinni FM með kínverskan „take-away" mat.

Ólafur Ragnar
Og ber vel í veiði því það eru einmitt FM-hnakkarnir svokölluðu, útvarpsmennirnir á FM 957, sem eru uppspretta hins sérstæða tungutaks sem einkennir Ólaf Ragnar. Eða eigum við að ræða það eitthvað?






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.