Fleiri fréttir

Danadrottning fær tíu milljóna kvikmyndastyrk

Margrét Danadrottning sýnir á sér nýja hlið þessa dagana. Hún er handritshöfundur að nýrri stuttmynd eftir H.C. Andersen ævintýrinu Villtu svanirnir. Drottingin fékk á dögunum, í félagi við kvikmyndagerðarmanninn Jakob Jörgensen, framleiðslustyrk upp á 650 þúsund danskar krónur eða sem samsvarar um tíu milljónum íslenskra króna.

,,Meikaðu það á netinu!'' á Hótel Sögu

,,Meikaðu það á netinu!'', námskeið um dreifingu, kynningu og markaðssetningu á tónlist á vefnum, verður haldið á Hótel Sögu en ekki Kaffi Hressó eins og áður var fyrirhugað.

Íslensk tískudrottning eignast dreng

Hugrún Árnadóttir framkvæmdastjóri og Magni Þorsteinsson hárgreiðslumaður og annar eigandinn tískuvöruverslunarinnar Kronkron eignuðust frumburð sinn, dreng, síðastliðinn laugardag.

Ég leik ekki í klámsýningu, segir Harry Potter

Leikarinn Daniel Radcliffe, sem varð heimsþekktur fyrir að leika galdrastrákinn Harry Potter, mætti snemma á sunnudagsmorgun í Broadhurst leikhúsið í New York, í fylgd lífvarðar, þegar æfingar á leikritinu Equus hófust.

Duchovny var háður klámi

Það var ekki það að leikarinn David Duchovny væri eins og rófulaus hundur út um allar jarðir sem gerði það að verkum að hann ákvað að leita sér aðstoðar við kynlífsfíkn.

Miley Cyrus næsta Britney Spears

Því er haldið fram að táningastjarnan, Miley Cyrus, 15 ára, er efni í næstu Britney Spears sem matar fjölmiðlana með uppákomum. Fjölmiðlar vestan hafs hafa brennandi áhuga á stúlkunni hvort sem hún fær sér jógúrt ís með vinum eða situr fyrir fáklædd í tímariti eins og Vanity Fair.

Ásdís Rán orðin heimsfræg í Búlgaríu

„Heyrðu þetta er alveg magnað, ég er ekki einu sinni kominn til Búlgaríu en orðin stórstjarna þar!" segir fyrirsætan Ásdís Rán á blogginu sínu. Búlgörsk slúðurblöð eru nú uppfull af fregnum af Ásdísi og fótboltakappanum Garðari Gunnlaugssyni eiginmanni hennar, sem flytjast á næstunni búferlum til landsins.

Brúðguminn tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs

Kvikmyndin Brúðguminn hefur hlotið tilnefningu til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Brúðguminn, sem Baltasar Kormákur leikstýrði, naut gríðarlegra vinsælda í íslenskum kvikmyndahúsum, og sat í margar vikur efst á lista yfir mest sóttu myndirnar.

Kiefer Sutherland kælir sig niður - myndir

Leikarinn Kiefer Sutherland sem fer með hlutverk Jack Bauer í spennuþáttunum 24 kælir sig niður á Malibuströnd í Kaliforníu í gærdag eins og meðfylgjandi myndir sýna.

Fyrstu myndir af dóttur Halle Berry

Myndir af nýfæddum börnum fræga fólksins í Hollywood eru eftirsóknar af stóru tímaritunum sem fjalla um glamúr, slúður og fræga fólkið.

Rhys Ifans flippar út - myndir

Það hefur ekki farið fram hjá heimspressunni að breska leikaraparið, Sienna Miller og Rhys Ifans hætti saman þegar Sienna hóf samband með harðgiftum leikara, Balthazar Getty, sem er fjögurra barna faðir.

Pamela Anderson sinnir börnunum - myndir

Eins og myndirnar sýna þá sinnir Pamela Anderson, sem er stödd í Sydney í Ástralíu, drengjunum Dylan og Brandon, á milli þess sem hún kynnir raunveruleikaþáttinn, Pam: Girl On The Loose, sem fjallar um annasamt líf hennar sem sýndur verður á sjónvarpsstöðinni E! í haust.

Seabear með lag í Gossip Girl

Lag með íslensku hljómsveitinni Seabear mun hljóma í þætti einnar vinsælustu þáttaraðar Bandaríkjanna um þessar mundir, Gossip Girl, sem sýnd er á Stöð 2. Frá þessu segir Sindri Már Sigfússon, forsprakki Seabear, í bloggi á MySpace-síðu sveitarinnar.

Sprautaði brjóstamjólk sinni á lesbíur

Demi Moore skemmti sér eitt sinn við það að sprauta brjóstamjólk sinni á hóp af lesbíum. Þessu heldur Christopher Ciccone, bróðir poppdrottningarinnar Madonnu í nýútkominni ævisögu sinni. Í bókinni, „Life with my sister Madonna", segist Ciccone hafa verið að skemmta sér með Moore, vinkonum sínum og systur þegar atvikið átti sér stað.

Jessica Simpson gífurlega óvinsæl - myndir

Söngkonan Jessica Simpson hefur fengið dræm viðbrögð við nýju kántríplötunni sem hún leggur sig fram við að kynna í Bandaríkjunum um þessar mundir. Söngkonan er púuð niður nánast hvar sem hún kemur fram.

Reynt að ræna Ósk Norðfjörð og börnum hennar á Spáni

„Ég var stödd í fríi á Tenerife og var úti að labba seinnipartinn með strákana mína og áttaði mig á því að maður um fimmtugt elti okkur," útskýrir Ósk Norðfjörð sem upplifði óhuggulega reynslu í sumarfríinu á Tenerife í síðustu viku þar sem hún var stödd ásamt sonum sínum tveimur sem eru 8 og 10 ára gamlir. „Mig grunaði að hann væri vísvitandi að elta okkur og snéri þess vegna við á hótelið. Þegar ég kom aftur út beið hann ennþá fyrir utan eftir okkur."

Nýr Idol dómari á að redda Paulu

Þær sögur ganga nú fjöllunum hærra að ekki sé allt sem sýnist með ráðningu nýja Idol dómarans Köru DioGardi. DioGardi gengur í næstu seríu þáttarins til liðs við þau Simon Cowell, Paulu Abdul og Randy Jackson, sem hafa skipað dómaraliðið frá byrjun.

Loka þjóðvegi 1

Það stendur mikið til á Akureyri á laugardagskvöld, þegar lokaatriði Akureyrarvöku fer fram. Þeim hluta þjóðvegar 1 sem liggur gegnum bæinn verður lokað í tvær klukkustundir, frá tíu um kvöld til miðnættis.

Julia Roberts blómstrar í móðurhlutverkinu

Leikkonan Julia Roberts, sem eignaðist þriðja barn sitt, drenginn Henry Daniel, fyrir rúmu ári, nýtur sín ásamt fjölskyldunni í sólinni á Hawaii eins og meðfylgjandi myndir sýna.

Victoria Beckham setur nýtt ilmvatn á markað

Kryddpían Victoria Beckham hélt veislu á vinsælum veitingastað, Ithaca restaurant, í Manchester í Bretlandi, í tilefni af nýju ilmvatni, Signature For Her, sem hún er að setja á markað.

Sienna leitar huggunar hjá mömmu

Leikkonan Sienna Miller, sem er 26 ára, leitar huggunar hjá mömmu sinni, Jo, og hundunum þeirra samkvæmt bresku pressunni sem hefur lagt Siennu í einelti eftir að hún byrjaði með gifta Balthazar Getty.

X-Files leikari kynlífsfíkill á háu stigi

Leikarinn David Duchovny sem farið hefur með hlutverk alríkismannsins Fox Mulder í X-Files þáttaröðunum hefur ákveðið að takast á við kynlífsfíkn sína.

Mýrin valin ein af tíu bestu glæpamyndum sögunnar

Mýrin, mynd Baltasar Kormáks frá árinu 2006 sem gerð var eftir metsölubók Arnalds Indriðasonar, má finna á lista yfir tíu bestu glæpamyndir sögunnar hjá Times Online. Þar er hún í hópi með ekki ómerkari myndum en Silence of the Lambs, The Usual Suspects, Fargo og Reservoir Dogs.

Stella McCartney nýbökuð móðir í fantaformi - myndir

Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera dóttir Bítilsins Paul McCartney. Stella fær nefnliega ekki stundarfrið til að spóka sig um í bikíní á Mallorca þar sem hún er stödd ásamt kærastanum og þremur börnum.

Hver kenndi Óla Stef að kasta bolta?

Ólafur Stefánsson handboltamaður og heimspekingur hélt fjölskyldu- og kveðjuhóf heima hjá ömmu sinni Jakobínu Finnabogadóttur í dag. Heldur Óli til Spánar í fyrramálið til að spila með liði sínu Ciudad Real. Var bæði silfurmedalían og fálkaorðan til sýnis og fengu spenntir fjölskyldumeðlimir að prófa silfurgripinn.

Svitakirtlar Jennifer Lopez áhyggjuefni - myndir

Þegar leik- og söngkonan Jennifer Lopez mætti til góðgerðarsamkomu í gærkvöldi í Colorado í Bandaríkjunum til að vekja athygli á mikilvægi barnaverndar þar í landi sem sjóður hennar, The Jennifer Lopez Found, styrkir veglega lögðu ljósmyndarar sig fram við að mynda líkamsástand söngkonunnar.

Karlmenn eru óþokkar, segir berbrjósta Kate Moss

Ásamt því að afklæðast ræðir Kate Moss opinskátt um karlmenn í nýjasta tölublaði bandaríska tímaritsins Interview. Myndirnar af Kate þykja mjög djarfar þrátt fyrir þá staðreynd að hún er alvön að fækka fötum fyrir heimsbyggðina.

Lost-stjarna mætt á djammið á ný - myndir

Til Michelle Rodriguez, sem er ein af fyrrverandi stjörnum Lost þáttanna, hefur ekki sést lengi. Hún er stödd á Hawaii þar sem hún er elt af ljósmyndurum sem keppast við að mynda hana í annarlegu ástandi því Michelle, sem afplánaði 18 daga af 180 daga dómi sem hún hlaut fyrir að brjóta skilorð fyrir ári, er tíður gestur á næturklúbbum.

Árlega borgarstjórnarmótið í golfi haldið 11. september

Hið árlega borgarstjórnarmót í golfi verður haldið fimmtudaginn 11. september í boði Golfklúbbs Reykjavíkur á Grafarholtsvelli. Borgarfulltrúum, varaborgarfulltrúum og embættismönnum stendur til boða að taka þátt í mótinu.

Strákarnir fengu höfðinglegar móttökur - myndir

Silfurdrengirnir í íslenska landsliðinu í handbolta fengu höfðinglegar móttökur þegar þeir komu til landsins í gær eftir frækna framgöngu á Ólympíuleikunum í Peking. Valgarður Gíslason ljósmyndari Fréttablaðsins fylgdi strákunum eftir í gær og tók myndirnar sem sjá má hér að neðan.

Þreytuleg Pamela kynnir nýjan raunveruleikaþátt - myndir

Pamela Anderson, sem er 41 árs gömul, er stödd í Sydney í Ástralíu að kynna nýjan raunverleikaþátt sem fjallar um líf hennar sem verður sýndur á sjónvarpsstöðinni E! í september. Þættirnir nefnast Pam: Girl on the Loose.

Mr. Big pabbi í hjáverkum - myndir

Leikarinn Chris Noth sem fer með hlutverk Mr. Big í kvikmyndinni Sex and the City tekur föðurhlutverkið alvarlega eins og myndirnar sýna sem teknar voru af honum með 7 mánaða dóttur hans, Orion, í fanginu á rölti um götur Hollywood.

Michael Jackson nær 50 árunum

Ein af þekktari poppstjörnum samtímans, blökkumaður sem hefur beinlínis hvítnað upp og skartar nefi úr plasti, fagnar tímamótum um helgina.

Sonur Dr. Dre finnst látinn

Sonur rapparans Dr. Dre fannst látinn á heimili sínu um helgina, einungis tvítugur að aldri. Móðir drengsins, sem nefndist Andre R. Young Jr, fann hann í herbergi sínu að morgni laugardagsins.

Svið sett upp við Arnarhól fyrir „Strákana okkar"

Undirbúningur stendur nú yfir fyrir þjóðhátíðina í miðborginni í dag vegna komu „Strákanna okkar" sem haldin verður á Arnarhóli kl. 18.30. Er verið að setja upp svið þar sem landsliðsmennirnir geta tekið við hyllingu landsmanna.

Segir að kærastan helli Lindsay fulla

Pabbi Lindsay Lohan hefur þungar áhyggjur af dóttur sinni. Fjölmiðlar vestanhafs hafa það eftir Michael Lohan að hann er sannfærður um að sé byrjuð að drekka aftur. Hann hafi ákveðið að setjast niður og ræða málin við kærustu Lindsay, Samönthu Ronson, sem hann telur bera alla ábyrgð á drykkju dóttur sinnar.

Kóngurinn með tónleika í Köben

Bubbi Morthens ætlar að hafa tónleika í hinum eina sanna Falconer Salen í Kaupmannahöfn. Tónleikarnir verða þann 18. Október næstkomandi og Bubbi segist eiga von á frábærri skemmtun.

Silfurvélin á leiðinni með landsliðið

Silfurvélin svokallaða er nú á leið til landsins með landsliðið íslands í handbolta innanborðs. Áhöfnin um borð í vélinni sem flytur handboltahetjurnar okkar til landsins síðar í dag er ekki í sínum hefðbundnu einkennisbúningum flugfreyja og flugþjóna, heldur í gömlum landsliðsbúningum. Flugstjórinn er Bjarni Frostason, en hann er fyrrverandi landsliðsmarkvörður. Liðið kemur frá Frankfurt og er áætluð lending í Keflavík klukkan hálf fjögur.

Sjá næstu 50 fréttir