Ásdís Rán orðin heimsfræg í Búlgaríu 1. september 2008 11:43 MYND/ArnoldStúdio „Heyrðu þetta er alveg magnað, ég er ekki einu sinni kominn til Búlgaríu en orðin stórstjarna þar!" segir fyrirsætan Ásdís Rán á blogginu sínu. Búlgörsk slúðurblöð eru nú uppfull af fregnum af Ásdísi og fótboltakappanum Garðari Gunnlaugssyni eiginmanni hennar, sem flytjast á næstunni búferlum til landsins. Eins og fram hefur komið hefur Garðar skrifað undir samning um að spila með CSKA Sofiu í Búlgaríu. Hann fór á dögunum til Búlgaríu og vakti að sögn mikla athygli fjölmiðla. Ásdís segir að í kjölfarið hafi blaðamenn farið að grafast fyrir um fjölskylduhagi hans og þá fundið auglýsingu hennar eftir au-pair stúlku. „Svo vissum við ekki meir en að eitt fréttablaðið birtir heilsíðu með fjölskyldu myndunum af prófílnum ásamt upplýsingum af vefsíðunni og gera einhverja stórfrétt úr því! Þessar fjölskyldu myndir sem birtust þar hafa vakið áhuga allra blaðana og þeir ákveðið að leita af mínu nafni á netinu og dottið svona svakalega í lukkupottinn!," segir Ásdís í færslunni. Þetta var fyrir nokkrum dögum síðan, og hefur Ásdís verið fyrirferðarmikil í þarlendum fjölmiðlum síðan, og meðal annars veitt tvö viðtöl. Í fyrradag hélt Garðar blaðamannafund, og voru blaðamenn þar meira en lítið forvitnir um spúsu hans, hvort hún væri komin til landsins, hafi sést á flugvellinum og annað í þeim dúr. „Ég er semsagt orðin uppáhalds fótbolta frú Búlgaríu að mati fjölmiðla og þeir bíða eftir mér á flugvellinum!," skrifar Ásdís. Henni líst þau greinilega illa á að mæta blaðamannahernum nýkomin úr flugi með börnin. „Ég sá þetta alveg fyrir mér - búin að ferðast með víkingasveitina (börnin) yfir til Búlgaríu (ÞAÐ ER EKKI EINNI MANNESKJU BJÓÐANDI) og vanalega þegar ég kem úr flugi með þau þá er ég hálfskríðandi, með reitt hárið, yfirleitt búið að hella yfir mig alla og makeuppið ónýtt! Þannig að það verður skemmtileg sjón sem bíður þeirra þar. Spurning hvort ég gæti ekki leigt svona escort til að fylgja mér til Búlgaríu með krakkana og setið bara sjálf í buisness class," skrifar Ásdís, sem segist reikna með því að það verði aðeins meira stuð í Búlgaríu en í sveitinni í Svíþjóð þar sem fjölskyldan hefur dvalið undanfarið. Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira
„Heyrðu þetta er alveg magnað, ég er ekki einu sinni kominn til Búlgaríu en orðin stórstjarna þar!" segir fyrirsætan Ásdís Rán á blogginu sínu. Búlgörsk slúðurblöð eru nú uppfull af fregnum af Ásdísi og fótboltakappanum Garðari Gunnlaugssyni eiginmanni hennar, sem flytjast á næstunni búferlum til landsins. Eins og fram hefur komið hefur Garðar skrifað undir samning um að spila með CSKA Sofiu í Búlgaríu. Hann fór á dögunum til Búlgaríu og vakti að sögn mikla athygli fjölmiðla. Ásdís segir að í kjölfarið hafi blaðamenn farið að grafast fyrir um fjölskylduhagi hans og þá fundið auglýsingu hennar eftir au-pair stúlku. „Svo vissum við ekki meir en að eitt fréttablaðið birtir heilsíðu með fjölskyldu myndunum af prófílnum ásamt upplýsingum af vefsíðunni og gera einhverja stórfrétt úr því! Þessar fjölskyldu myndir sem birtust þar hafa vakið áhuga allra blaðana og þeir ákveðið að leita af mínu nafni á netinu og dottið svona svakalega í lukkupottinn!," segir Ásdís í færslunni. Þetta var fyrir nokkrum dögum síðan, og hefur Ásdís verið fyrirferðarmikil í þarlendum fjölmiðlum síðan, og meðal annars veitt tvö viðtöl. Í fyrradag hélt Garðar blaðamannafund, og voru blaðamenn þar meira en lítið forvitnir um spúsu hans, hvort hún væri komin til landsins, hafi sést á flugvellinum og annað í þeim dúr. „Ég er semsagt orðin uppáhalds fótbolta frú Búlgaríu að mati fjölmiðla og þeir bíða eftir mér á flugvellinum!," skrifar Ásdís. Henni líst þau greinilega illa á að mæta blaðamannahernum nýkomin úr flugi með börnin. „Ég sá þetta alveg fyrir mér - búin að ferðast með víkingasveitina (börnin) yfir til Búlgaríu (ÞAÐ ER EKKI EINNI MANNESKJU BJÓÐANDI) og vanalega þegar ég kem úr flugi með þau þá er ég hálfskríðandi, með reitt hárið, yfirleitt búið að hella yfir mig alla og makeuppið ónýtt! Þannig að það verður skemmtileg sjón sem bíður þeirra þar. Spurning hvort ég gæti ekki leigt svona escort til að fylgja mér til Búlgaríu með krakkana og setið bara sjálf í buisness class," skrifar Ásdís, sem segist reikna með því að það verði aðeins meira stuð í Búlgaríu en í sveitinni í Svíþjóð þar sem fjölskyldan hefur dvalið undanfarið.
Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira