Lífið

,,Meikaðu það á netinu!'' á Hótel Sögu

„Meikaðu það á netinu!", námskeið um dreifingu, kynningu og markaðssetningu á tónlist á vefnum, verður haldið á Hótel Sögu en ekki Kaffi Hressó eins og áður var fyrirhugað.

Skipuleggjendur námskeiðsins segja að með því skapist rými til þess að taka fjölmarga gesti af biðlista, en einnig að taka við nokkrum skráningum til viðbótar. Námskeiðið fer fram í fundaraðstöðu Hótel Sögu þriðjudaginn 2. september milli klukkan 17-21.


















Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.