Lífið

Julia Roberts blómstrar í móðurhlutverkinu

Julia Roberts.
Julia Roberts.

Leikkonan Julia Roberts, sem eignaðist þriðja barn sitt, drenginn Henry Daniel, fyrir rúmu ári, nýtur sín ásamt fjölskyldunni í sólinni á Hawaii eins og meðfylgjandi myndir sýna.

Julia er gift Danny Moder, sem er kvikmyndatökumaður og saman eiga þau líka tvíburana Hazel og Phinnaeus, sem eru 4 ára.

Leikkonan nýtur sín á Hawaii.

Í viðtali hjá Opruh Winfrey sagðist leikkonan hafa vaxið sem manneskja eftir að hún varð móðir. Hún sagði jafnframt að hún hefði nánast verið búin að gefa upp alla von um að verða ólétt á ný.

Óléttan kom á sínum tíma nokkuð á óvart, þar sem Julia og eiginmaður hennar áttu í töluverðum erfiðleikum með barneignir áður en tvíburarnir komu í heiminn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.