Lífið

Fyrstu myndir af dóttur Halle Berry

Nahla Aubry og Halle Berry.
Nahla Aubry og Halle Berry.

Myndir af nýfæddum börnum fræga fólksins í Hollywood eru eftirsóknar af stóru tímaritunum sem fjalla um glamúr, slúður og fræga fólkið.

Þó eru ekki allir sem láta taka þátt í skrípaleiknum. Nicole Kidman og Keith Urban töldu til að mynda ekki rétt að selja myndir af dóttur þeirra Sunday Rose.

Gabriel Aubry og Halle Berry.

Það sama á einnig við um leikkonuna Halle Berry sem eignaðist dóttur fyrir 5 mánuðum með kærastanum Gabriel Aubry, sem starfar sem fyrirsæta.

Meðfylgjandi myndir, sem taldar eru fyrstu myndirnar sem birtast af stúlkunni sem ber heitið Nahla Aubry, eru af mæðgunum þegar þær gerðu sér glaðan dag í dýragarði í Los Angeles.

Með í för var móðir leikkonunnar, Judith Hawkins, og lífvörður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.