Lífið

Loka þjóðvegi 1

Það stendur mikið til á Akureyri á laugardagskvöld, þegar lokaatriði Akureyrarvöku fer fram. Þeim hluta þjóðvegar 1 sem liggur gegnum bæinn verður lokað í tvær klukkustundir, frá tíu um kvöld til miðnættis.

Svæðið verður á meðan aðeins opið gangandi vegfarendum og göturnar nýttar undir fjölbreytt skemmtiatriði. Ástarsafnið verður opnað og hægt verður að gæða sér á sextán metra langri ástarköku. Þá flýgur furðufuglinn Anna Richardsdóttir undir tónum Ragnhildar Gísladóttur við Menningarhúsið Hof. Hjaltalín spilar í göngugötunni um áttaleitið og seinna um kvöldið hita ungstirnin í Retro Stefson upp fyrir meistara Bubba Morthens á útitónleikum í Gilinu.

Á miðnætti hefst svo dansleikur þeirra Hjaltalín og Retro Stefson á skemmtistaðnum Marínu við höfnina. Fimmtánhundruð kostar inn, en 1200 sé miðinn keyptur í forsölu í Eymundsson í göngugötunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.