Lífið

Sonur Dr. Dre finnst látinn

Sonur rapparans Dr. Dre fannst látinn á heimili sínu um helgina, einungis tvítugur að aldri. Móðir drengsins, sem nefndist Andre R. Young Jr, fann hann í herbergi sínu að morgni laugardagsins.

Fjölmiðlar vestra hafa eftir lögreglu í Los Angeles að Young hafi kvöldið áður farið út að skemmta sér með vinum sínum. Móðir hans hafi heyrt í honum koma heim um hálf sexleitið um morguninn.

Krufning fór fram á sunnudag, en allt að sex vikur geta liðið þar til niðurstöður hennar liggja fyrir. Lögreglu grunar þó ekki að lát Young hafi borið að með saknæmum hætti.

Talsmaður rapparans, sem réttu nafni heitir Andre Young Sr., sagði hann miður sín. Hann biðja fjölmiðla að leyfa fjölskyldunni að syrgja í friði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.