Fleiri fréttir

Nýr dómari í American Idol

Fjórða dómaranum verður bætt við í American Idol í næstu seríu þáttarins. Sú heitir Kara DioGuardi og er lítið þekkt utan tónlistarbransans. Hún starfar sem sönghöfundur og á og rekur útgáfufyrirtækið Arthouse Entertainment, sem meðal annars er með Idol-keppandann David Archuleta á sínum snærum.

Ásdís Rán í blaðamennsku

Fyrirsætan og athafnakonan Ásdís Rán Gunnarsdóttir mun spreyta sig á nýjum vettvangi á næstunni. Hún greinir frá því á bloggsíðu sinni að henni hafi undanfarið borist tilboð frá hinum ýmsu dagblöðum og tímaritum um að skrifa í þau dálka um tísku, fegurð, heilsu og lífsstíl svo eitthvað sé nefnt.

Mikið fjör í uppbyggingunni við gömlu höfnina

Þótt enn bóli lítið á glæsilegum nýbyggingum við gömlu höfnina í Reykjavík hefur fjör verið að færast í gömul hús sem þar hafa staðið áratugum saman. Athafnamenn við höfnina segja það kost hvað gömlu húsin eru hrá og lítið lekker.

John Mayer hríðfellur í verði

Söngvarinn John Mayer var ekki tíður gestur á síðum slúðurblaðanna áður en hann ruglaði reitum við Jennifer Aniston. Á meðan á sambandi þeirra stóð eltu paparassarnir þau hinsvegar á röndum, og virtist hann alls ekki ósáttur við það. Eitthvað virðist hann þó hafa misskilið ástæður vinsælda sinna, því hann virðist telja að hann sé enn umsetinn þó þau séu hætt saman.

Snorri sleppti böllunum, segir Gaupi pabbi

„Jú jú ég er mjög himinlifandi með árangurinn," svarar Guðjón Guðmundsson faðir miðjumannsins Snorra Steins Guðjónssonar sem hefur farið hamförum í Peking og haldið áfram að stimpla sig inn sem einn besti miðjumaður heims þegar Vísir biður stoltan föðurinn að lýsa tilfinningunni yfir velgengni sonarins og íslenska handboltalandsliðsins.

Bubbi með húsið á kaupleigu

Óskabarn íslenskra tónlistarunnenda, Bubbi Morthens, gerði kaupleigusamning um íbúðahúsnæði við Glitni banka þegar að hann og Hrafnhildur Hafsteinsdóttir ákváðu að flytjast í bústað sinn að Meðalfellsvegi 17.

McConaughey þambar bjór í faðmi fjölskyldunnar

Leikarinn Matthew McConaughey og kærasta hans til tveggja ára, Camila Alves, sem eignuðust frumburð sinn, Levi, 7. júlí síðastliðinn eru afslöppuð og njóta fjölskyldulífsins á Malibuströnd eins og myndirnar sýna.

Unglega Kylie Minogue öll að hressast

Fjölmiðlar vestan hafst dást að útliti söngkonunnar Kylie Minogue, sem er 40 ára, af þeim sökum að hún hefur nánast ekkert breyst útlitslega á 28 árum ef marka má myndir af henni sem birtast í auglýsingum spænsks skartgripaframleiðanda.

Paris Hilton iðin við að kynna gervihárið

„Markmið mitt er ávallt að persónuleiki minn komi skýrt fram í verkefnum sem ég tek að mér," segir Paris Hilton sem stendur í ströngu við að markaðssetja gervihár frá framleiðandanum DreamCatchers í Bandaríkjunum.

Sagði að blaðamaðurinn væri forsetinn

Eins og komið hefur fram dró Dorri Moussiaeff, forsetafrú, bandaríska blaðamanninn Dan Steinberg hjá stórblaðinu Washington Post út á leikvöllin í kjölfar sigurs íslenska handboltaliðsins á Spánverjum í undanúrslitum síðastliðinn föstudag.

Dagur fer á flokksþing Demókrata

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, er á leið til Denver í Colorado þar sem hann mun verða viðstaddur flokksþing Demókrataflokksins. „Þetta er mjög spennandi en þetta er auðvitað gríðarlega stór viðburður á alla kanta,“ segir Dagur.

Titanic elskendur saman á ný

Leikararnir Leonardo DiCaprio og Kate Winslet birtast saman á hvíta tjaldinu á ný eftir að þau léku elskhuga í kvikmyndinni Titanic fyrir tíu árum. Kate segir spennu ennþá ríkja milli þeirra

Guy Ritchie og börnin sáu mömmu Madonnu á sviði - myndir

Eiginmaður Madonnu, Guy Ritchie, ásamt börnunum, Lourdes, Rocco og David voru á meðal fjörutíu þúsund áhorfenda sem mættu á fyrstu tónleika Madonnu í tónleikaferð hennar um heiminn sem ber yfirskriftina: Sticky & Sweet, sem þýðir klístrað og sætt.

Ísland er land þitt

Mikil stemning myndaðist á Miklatúni í kvöld þegar svipmyndum úr leik Íslands og Spánar í undanúrslitum Ólympíuleikanna var varpað á risaskjá. Sungu tónleikagestir Ísland er land þitt svo undirtók í Hlíðunum og nærliggjandi hverfum.

Dogma mokar út Dorrit-bolum

Verslunin Dogma við Laugaveg hefur í dag selt meira en 100 boli með hinum ódauðlegu ummælum íslensku forsetafrúarinnar .

Sölva söng á setningarathöfn - Þakkaði Ólafi fyrir boðið

Sölva Ford tók rétt í þessu lagið við setningarathöfn Menningarnætur á Óðinstorgi. Áður en Sölva steig á stokk hafði Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri flutt ávarp og Þórarinn Eldjárn flutti einnig ljóð. Sölva söng svo nokkur lög við mikla hrifningu viðstaddra.

Lesbíurnar rífast um Lindsay Lohan

Fjölmiðlar fá ekki nóg af lesbíuævintýri leikkonunnar Lindsay Lohan. Ekki hefur áhuginn dofnað eftir að fyrsta lesbíuást Lindsay leysti frá skjóðunni um meint ástarsamband sem hún upplifði með leikkonunni.

Reno fékk ekki hjartaáfall

Franski leikarinn Jean Reno segist ekki hafa fengið hjartaáfall í vikunni líkt og erlendir fjölmiðlar hafa greint frá.

Íslendingar fögnuðu í kóngsins Köbenhavn

Fjölmargir Íslendingar komu saman á barnum Café Blasen í Kaupmannahöfn til að horfa á undanúrslitaleik Spánverja og Íslendinga í dag. Þegar staðurinn opnaði í hádeginu var kominn hópur af fólki sem beið óþreyjufullt eftir leiknum, að sögn Sigurðar Mána Helgusonar eiganda Café Blasen.

Lemstraður Frímann hvetur bankastarfsmenn til dáða

Frímann Gunnarsson, lífskúnstner og menningarviti, heimsótti höfuðstöðvar Glitnis á Kirkjusandi í morgun þar sem hann hvatti starfsmenn bankans til dáða í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis sem fram fer á morgun.

Hlustið á Sölvu Ford hér

Líklega hefur ekki verið beðið eftir neinu atriði á Menningarnótt með jafn mikilli eftirvæntingu og söng hinnar færeysku Sölvu Ford. Nokkra athygli vakti þegar Ólafur F. Magnússon þáverandi borgarstjóri heillaðist svo af Sölvu að hann bauð henni að koma fram á Menningarnótt.

Úrslitaleikurinn á risaskjá í Vodafone-höllinni

Vodafone og Bylgjan hafa tekið höndum saman og ætla sér að bjóða þjóðinni að stilla saman strengina fyrir sögulegasta úrslitaleik Ólympíuleikanna með því að bjóða öllum að horfa á leikinn í Vodafone-höllinni við Hlíðarenda.

Er Gísli Marteinn kominn í útrás?

Frá Edinborg berast þær fréttir að skosk yfirvöld hafi sagt mávum stríð á hendur. Í Edinborg er nú staddur Gísli Marteinn Baldursson sem hafði forgöngu um fækkun máva í Reykjavík á sínum tíma.

Úrslitaleikurinn sýndur í Sambíóunum.

Sambíóin endurtaka leikinn frá því í dag, og opna bíósali sína fyrir landsmönnum þegar Strákarnir okkar mæta Frakklandi á sunnudag. Íslendingar verða líklega með árrisulasta móti þann daginn, en leikurinn hefst korter í átta um morguninn. Hann verður sýndur í Sambíóunum í Álfabakka, á Akureyri og Selfossi. Húsið opnar klukkan sjö.

Hörður færði eiginkonu Ramses blóm

Hamingjuóskirnar létu ekki á sér standa þegar það fréttist að von væri á Paul Ramses aftur til landsins. Hörður Torfason tónlistamaður hefur verið atkvæðamikill í baráttunni fyrir því að mál Ramses verði tekið upp að nýju. Hann hljóp til og færði Rosemary, eiginkonu Ramses, myndarlegan blómvönd í tilefni dagsins.

Beyoncé Knowles þráir börn

Fyrrum söngkona stúlknabandsins Destiny's Child, Beyoncé Knowles, 26 ára, mætti ásamt unnusta sínum Jay-Z á tónleikahátíð í New York í gær.

Catherine Zeta-Jones syrgir ömmu sína og nöfnu - myndir

Leikkonan Catherine Zeta-Jones kvaddi 91 ára gamla ömmu sína sem hún er skírð í höfuðið á. Að sögn Catherine hafa þær ávallt verið mjög nánar. Amma leikkonunnar, Zeta-Jones, bjó alla sína tíð í suður Wales.

Hlustaðu á íslenska stuðningsmannalagið

Eitt ógleymanlegasta dægurlag Íslands er án efa „Gerum okkar besta“, sem Valgeir Guðjónsson samdi fyrir 20 árum síðan. Valgeir segir að lagið hafi nú ef til vill ekki reynst vel til að byrja með.

Geir opnar sportklúbb í stað súlustaðar

„Opnunin var flott. Það komu hingað í kringum 900 manns. Fólk á öllum aldri," svaraði Ásgeir Davíðsson, eða Geiri eins og hann er kallaður, aðspurður um veitingastaðinn Steak and Play sem hann opnaði á Grensásvegi 7.

Sjá næstu 50 fréttir